Helgarpósturinn - 10.11.1983, Side 28

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Side 28
s ^^^amhljóða álit þeirra Frið- riks Sophussonar og Birgis Isleifs Gunnarssonar mun vera að fjölmiðlar hafi átt ríkan þátt í því mikla fylgi sem Þorsteinn- Pálsson hlaut á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Þeir hafi, fyrir landsfundinn, þrástagast á því að Þorsteinn hefði meira fylgi en þeir og því hafi fjölmargir landsfundar- fulltrúar hugsað sem svo að það væri þá um að gera að kosning hans yrði sem glæsilegust. Annars virðast landsfundarfulltrúar sam- mála um að kosningaræðurnar hafi ráðið úrslitum — ræða Þor- steins hafi hreinlega verið á öðr- um nótum en ræður þeirra Birgis Isleifs og Friðriks.... lEnda þótt Þorsteinn Pálsson lýsti því yfir í viðtölum við fjöl- miðla að hann myndi ekki sækjast eftir sæti í ríkisstjórninni að svo stöddu, er vitað að harður kjarni stuðningsmanna hans mun ekki sætta sig við að hann verði án ráð- herraembættis lengi og er sagt að þegar sé farið að undirbúa það bak við tjöldin að Þorsteinn setjist í ráðherrastól. Er þá helst talað um að Matthías Bjarnason - standi upp úr sínum. A jr-m manudag var haidinn fundur í Framsóknarflokknum um málefni Tímans. Þar gerðu grein fyrir stöðu biaðsins þeir Hákon Sigurgrímsson, formaður blað- stjórnar, og Haukur Ingibergs- son, framkvæmdastjóri flokksins, en sem kunnugt er stendur til að stofna nýtt hlutafélag um rekstur blaðsins. Það kom fram hjá þeim félögum, sem reyndar var vitað, að fjárhagsstaða blaðsins er vægast sagt slæm, og röktu þeir ýmsar ástæður þessa. Þeir voru hins vegar harðlega gagnrýndir á fundinum fyrir að nefna ekki aðal- ástæðuna fyrir þessari stöðu, þ.e. frumkvæði Tímans að samstarfs- slitum í Blaðaprenti. Nú er svo komið að sá fjöldi sem vinnur við prentvinnslu blaðanna þriggja, Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóð- viljans, er jafnmikill og vann í Blaðaprenti við vinnslu þeirra og Vísis, og bar þó Vísir um 40% af útgáfumagninu. Voru þeir Hákon og Haukur spurðir út í þetta, en varð fátt um svör og vakti þetta athygli fundarmanna... s kuli Thoroddsen lögfræð- ingur Dagsbrúnar sagði upp störf- um síðsumars vegna ráðningar Þrastar Ólafssonar sem fram- kvæmdastjóra félagsins. Sam- kvæmt samningum á Skúli að hætta störfum þ. 1. des. Guð- mundur J. sem dyggilegast stuðl- aði að ráðningu Þrastar hefur nú rætt við Skúla um að endurskoða uppsögn sína og hefur Skúli lýst sig fúsan til þess ef starfssvið hans verði ákveðið og tryggi honum sjálfstæði og sjálfræði undir fram- kvæmdastjórn Þrastar. Þröstur hefur að undanförnu unnið að verkaskiptingu starfsmanna og hefur Skúli farið fram á að auk lög- fræðistarfa fyrir Dagsbrún falli m.a. hafnamál, fiskvinnsla, vinnu- vernd og öryggismál undir hans stjórn. Voru kröfur Skúla lagðar fram á stjórnarfundi sem haldinn var 31. okt. s.l. og verða væntan- lega samþykktar á næsta stjórnar- fundi Dagsbrúnar sem haldinn verður á næstu dögum... || I H eimildir okkar úr lækna- stétt herma að einhver vinsælasti skemmtistaður reykvískra góð- borgara, — heitu pottarnir í laug- unum —, sé ekki endilega sú heilsulind sem margir halda. Hafa læknar nú miklar áhyggjur af aukningu smitsjúkdóma í nýrum og þvagfærum, — og kannski fleiri færum —, og er aukningin rakin beint til margumræddra heitra potta... l ísafjarðarsýslu ríkir talsvert öngþveiti í löggæslumálum eftir að fjórir lögregluþjónar „fuku“ á einu bretti eins og frægt er orðið af fréttum. Er nú svo komið að aðeins tveir lögregluþjónar eru á vakt hverju sinni í allri sýslunni, en þeir eru sex alls sem eftir eru á vöktum. Úr þessu rætist nú á næstunni, því búið er að auglýsa í stöðurnar sem losnuðu og hefur mikill fjöldi sótt um. Þykir Pétur Kr. Hafstein sýslumaður hafa staðið rösklega að þessu vand- ræðamáli... G uðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, gaf í skyn á þingi sambandsins í Vest- mannaeyjum að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs eftir formennskuna þetta kjör- tímabil. Er mál manna að Guð- mundur sé þegar kominn með augun á eftirmann sinn. Sá heitir • Þröstur Ólafsson, sem Guð- mundur réð nýverið sem fram- kvæmdastjóra hjá sér í Dagsbrún, en um leið og Þröstur er orðinn starfsmaður þar hefur hann rétt til inntöku í sambandið. Færi hann þá sömu leið inní verkalýðsfor- ystuna og Ásmundur Stefáns- son gerði er hann varð fyrst fram- kvæmdastjóri ASÍ og síðan forseti. Ekki er vitað hvort þetta mælist vel fyrir í öllum kimum Verka- mannasambandsins en þeim röddum fer hins vegar fjölgandi sem segja að ekkert dugi lengur í baráttuna annað en prófessjónal og vel menntaður verkalýðsrek- andi.... ir HHKastljóssþáttur sjónvarps- ins, sem að mestu var helgaður landsfundi Sjálfstæðisflokksins, vakti undrun margra og þótti fólki sem heldur betur væri verið að gera úlfalda úr mýflugu. Heyrst hefur að ýmsir aðilar hafi sent mótmæli til fréttastofunnar vegna þessa fréttamats, t.d. Kvenna- framboðið í Reykjavík sem lítur svo á að ekki hafi orðið þau kafla- skipti í sögu landsins með for- mannskjörinu sem fréttastofan hafi látið í veðri vaka... Laugavegi 69, 9. arena leikfimiskór leikfimifatnaður fimleikafatnaður jazzballett & Áí 1 > 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.