Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 20
MYNDLIST Islensk grafík Grafík er list sem er einhvers staðar á milli málverks og teikningar. Góð grafík varð- veitir eiginleika þess sem hægt er að laða fram annað hvort með blýanti eða pensli. En hún hefur líka sína sérstöku eiginleika, sem nálgast fremur teikninguna en málverkið: góð grafík er viss tegund af bókmenntum, ritlist á málmþynnum sem síðan er færð yfir á blað. Blaðið er síðan gefið út í ákveðnum fjölda eintaka, og sumir listamenn bæta ein- hverjum lit inn á hvert blað til að auka gildi blaðsins. Ýmsir minni háttar listgagnrýn- endur telja þetta ekki vera grafík í rauninni. Einhverra hluta vegna (líklega vegna þess að grafík er oftast í svörtu og hvítu) hefur þessi listgrein tjáð og sagt frá angist manns- andans, afskræmingu lífsins í höndum mannsins. A miklu áhrifaríkari hátt en böl- sýnustu bókmenntaverk hefur grafíkin sýnt manninum miskunnarlaust ekki bara andlit hans heldur innri heim hans, af meira og sál- rænna innsæi en gætir í öðrum listgreinum. Eg hef oft brotið heilann um hvort þetta stafi af þeirri ástæðu að æting er oft notuð, tæring sú sem hefur yfir sér svipmót ríkra eðlisþátta mannsins. Syran étur málminn eins og eitur mannssálarinnar eirir ekki fegurð lífsins, fegurð hins skínandi málmflat- ar á plötunni. En það er ekki aðeins ætingin sem er í eðli sínu afar „sálræn" í hinum hálf tilviljunarkennda fegrandi mætti ljótleikans, heldur hitt að það er grafið í, skorið. Gott dæmi um áhrifamátt grafíklistar og dúk- skurðar var fyrirlestur dönsku skáldkonunn- ar Trier Mörch í Norræna húsinu fyrir nokkr- um árum. Hún þóttist vera að ræða um dúk- skurð. I umræðum sínum um hina eilífu upp- skurði á konum í sjúkrahúsum var hún að ræða um dúkskurð á vinnustofu sinni. Kon- an var orðin að dúk, svörtum. Og Trier er betri í grafík en bókmenntum. Tengsl grafíkur við ritlist eru kannski of auðsæ í framsetningu í verkum Bjargar Þorsteinsdóttur og Ragnheiðar Jónsdóttur: bækur þeirra eru að mestu sjálfhverfar, skír- skotun til kynferðis. Það er að segja bókin er kvenkyns, á síðum hennar er líf konunnar í bókstöfum sem mynda óræðar setningar. Hjá Ragnheiði hafa bókstafirnir eða skriftin leyst upp. Þeir vaxa eins og grasið. Hjá Ragnheiði fer dulúðin vaxandi og hún dýpk- ar stöðugt verk hennar. Þess vegna hverfa þau nú frá þeim plakatskeim eða vegg- spjaldasannleika sem var oft yfir þeim. En íslensk grafík sækir lítið til heimssýnar hinna miklu grafíklistamanna, svo sem Callots, Tiepolos og Goya eða Daumiers. Þar örlar varla á skopi eða skírskotun til þjóð- félagsaðstæðna eða því sem miður fer í þjóð- félaginu. En grafík og skopmyndin hafa oft átt samleið. Jafnvel hjá teiknara eins og íslensk graflk í Norræna húsinu — handbragð fremur en hælkrókur eða klofbragö í glfmu listamannsins við samtlð slna, segir Guðbergur m.a. í umsögn sinni. eftir Guðberg Bergsson Flóka fer samtíminn fram hjá viðfangsefnum hans. Viðfangsefnin eru bókmenntaleg, stofuleg, sótt á blaðsíður en ekki til þess sem gerist á götunni. Eins er íslensk grafík oft misjafnlega skrautleg lýsing á landslagi, flúruð fjöll. Og ef mannlífinu er lýst er það nátengt sveitalífi, fuglum og börnum. Mannlífið úr bókum Guðrúnar frá Lundi gægist hvarvetna fram. Þetta er smekklegt mannlíf og að mestu áhyggjulaus leikur, handbragð fremur en hælkrókur eða klofbragð í glímu listamanns- ins við samtíð sína. Engum er skellt rækilega með hnykk. Tengsl íslenskrar grafíkur við bókmenntir síast gegnum myndefnið. Margt ber keim af bókaskreytingum, einkum gætu þetta verið laglegar skreytingar í barnabók- um. Hvergi er neitt að finna úr hinum miklu leikbókmenntum okkar Rímunum, því list- formi sem fullnægði og sameinaði sögu, söng og leik. Hlustandinn var sem í leikhúsi hugarins, sá afskræmdar myndir, ýktar, skekktar, togaðar og teygðar. Nútíð og sam- tíð var slengt saman. Tíminn var aðeins tími rímnaformsins. Eg get varla hugsað mér meiri „grafík" en rímurnar. íslensk grafík er fremur ung listgrein, varla vaxin úr grasi eða frá málverkinu og teikningunni. Einu sinni sagði Baltasar við mig, þegar hann kenndi grafík, að það væri eins og nemendur hans væru hræddir eða feimnir við koparinn. Ég sagði við hann að það stafaði af því að við ættum engar námur, hefðum ekki alist upp við málm heldur mold og torfflögur. Þökurnar væru þó í lögun eins og málmplatan, og ef hahn vildi að nemend- urnir fengju tilfinningu fyrir málmplöiunni væri best fyrir hann að biðja þá að fara heim með hana og sofa hjá henni. Að morgni gætu þeir eflaust grafið á hana draum sinn. Auðsætt er að Sigrid Valtingojer grefur drauma sína. Þeir eru grafnir og upprisnir í senn. Þannig öðlast listin andlega lífið. POPP Mauk The Jam — Snap Af hverju varð hljómsveitin The Jam aldrei vinsæl hér á íslandi? Þetta er spurning sem ég hef oft spurt. Mér er það alltaf jafn óskiljanlegt af hverju svo varð ekki. Um nokkurra ára skeið var þetta ein af allra vin- sælustu hljómsveitum Bretlands, gaf út bæði stórar og litlar plötur, en samt sem áður tókst flestum íslendingum að láta sem hún væri ekki til. Og nú eru The Jam hættir svo það er kannski heldur seint að fara að taka við sér nú. Mín skoðun er þó sú að það sé aldrei of seint og það væri heillaráð fyrir þá sem vilja kynna sér það sem þessi ágæta hljómsveit var að gera, að verða sér úti um eintak af plötunni Snap. Raunar er Snap tveggja platna albúm og þar er að finna sextán af þeim átján lögum sem prýddu A-hliðar á litlum plötum þeirra. Það eru bara lögin That's Entertainment og Just a 5 o’clock Hero sem ekki eru á Snap, en þau voru á sínum tíma gefin út í trássi við hljóm- sveitina. Raunar er það ekki alveg rétt að That’s Entertainment sé ekki á plötum þess- um, en útgáfan sem þar er að finna er áður óútgefin demo upptaka. í fyrstu var tónlist The Jam mjög í anda Pete Townshend og The Who og eimdi eftir af þeim einkennum allan starfstíma hennar. En á þriðju plötu þeirra, All Mods Con, varð töluverð breyting á tónlistinni og einkum textagerð Wellers. Frá þeim tíma voru greinileg áhrif frá Ray Davies (Kinks) sem heyra mátti í tónlistinni. Viðfangsefni text- anna urðu á margan hátt svipuð og gefur að heyra í Kinkslögum, en þá vantar þann beitta húmor sem alla tíð hefur einkennt Ray Davies. Það undirstrikar enn frekar þessi áhrif að eina lagið á Snap, sem ekki er samið af Paul Weller, aðallagasmið The Jam, er gamla Kinks lagið David Watts. Það er merkilegt hvað elstu lögin á Snap, eins og t.d. In The City, Away From The Numbers og All Around The World, hafa elst vel. Annars var þróun tónlistar The Jam mjög stöðug frá fyrstu plötu til þeirrar síð- ustu. Ýmsir vilja halda því fram að þeir hafi náð hápunkti sínum í kringum 1979 til 1980, er þeir sendu frá sér plötuna Setting Sons og lög eins og Eton Rifles, Thick As Thives, Smithers-Jones og Going Underground. Þó þetta hafi veriö gott tímabil hef ég ekki síður gaman af nýrri lögum eins og Town Called Malice, Precious og Beat Surrender, þar sem soul-áhrifin leyna sér ekki. Það sakar ekki að geta þess að með fyrstu sendingunni af Snap fylgir lítil fjögurra laga hljómplata, sem er vel þess virði að krækja sér í, í kaupbæti. New Order — Power, Corruption & Lies Hljómsveitin New Order varð til (og varð ekki til) sumarið 1980 eftir að lan Curtis, söngvari Joy Division, hafði framið sjálfs- morð. Þeir þrír sem eftir stóðu gátu ekki hugsað sér að halda áfram undir Joy Divi- sion-nafninu, skiptu þvi um nafn á hljóm- sveitinni og hafa síðan kallað sig New Order. í nóvember þetta sama ár bættist vinkona þeirra Gillian Gilbert í hópinn og leikur hún á hljómborð. Þeir sem fyrir voru heita Bern- hard Albrecht, kallaður Barney Digham, sem syngur og leikur á gítar, Peter Hook, sem leikur á bassa og syngur og trommu- leikarinn Steven Morris. Til að byrja með þótti það sem þau voru að gera standa langt að baki því sem Joy Divi- sion hafði látið frá sér fara. Litlar plötur með lögunum Ceremony og Procession voru ekki nógu góðar og það sama er raunar að segja um stóru plötuna Movement. Margir aðdáendur þeirra, sem þau höfðu fengið í arf frá Joy Division, fóru að efast stórlega um ágæti New Order. Á síðasta ári þóttust menn loks sjá merki þess að New Order væru loks að rétta eitt- hvað úr kútnum. Lagið Temptation hlaut góðar viðtökur og á þessu ári má segja að hljómsveitin hafi blómstrað. Lögin Blue Monday og Confusion náðu töluverðum vin- sældum og það sama er að segja um stóru plötuna Power, Corruption & Lies, sem raunar er í hópi betri platna þessa árs. Tón- listin er nú mun forvitnilegri en áður en um- fram allt mun aðgengilegri en tónlist Joy Division var á sínum tíma. Þau eru hætt að líkja eftir lan Curtis í textum og Barney héfur náð sér ágætlega á strik sem aðalsöngvari, þó ekki sé hann nú sérlega raddmikill. Takturinn er einfaldur og þéttur. Gítar- og hljómborðsleikur er skemmtilegur, án þess þó að geta talist sérlega flókinn. Ef New Order tekst að þróa tónlist sína í jákvæðar áttir frá þeim punkti sem hún stendur á nú, er ekki að efa að hún á eftir að verða eitt af stóru nöfnunum í framtíðinni. McCartney — samur við sig og Jam — stöðug þróun sem nú hefur liðið undir lok. eftir Gunnlaug Sigfússon Paul McCartney — Pipes Of Peace Hvað er hægt að segja um Paul McCart- ney, sem ekki hefur verið sagt áður? Það er að minnsta kosti ekki hægt að segja neitt slíkt um plötur hans nú orðið, því á þeim er ekkert að finna sem hann hefur ekki gert oft áður. McCartney er nú rúmlega fertugur og eftir því sem hárin hafa gránað meir á höfði hans hefur glansinn farið af tónlistinni (ekki þannig að það sé neitt samband þar á milli). Það eru t.d. liðin allmörg ár síðan hann gat talist til stefnumótandi manna í poppinu. Því verður þó ekki neitað að hann stendur framarlega í hópi þeirra sem semja og flytja svokallað fullorðinsrokk. Hann semur líka enn ágæt lög, þó þau hafi nú verið betri í gamla daga. Pipes Of Peace heitir nýútkomin plata Mc- Cartney og virðist mér hún svona í svipuð- um dúr og Tug Of War en þó líklega enn af- slappaðri og átakaminni. Nýtur hann að- stoðar margra þeirra sömu og á þeirri plötu en það eru menn eins og Steve Gadd, Stan- ley Clarke, Eric Stewart og Ringo Starr. Á Tug Of War söng Stéve Wonder tvö lög en nú er það Michael Jackson og annað þeirra, Say, Say, Say, nýtur þegar töluverðra vinsælda en það er einnig það lag sem ég hef einna mestar mætur á af plötunni. Hitt lagið sem þeir syngja saman heitir The Man og er það svo sem ágætt. Af öðrum þokkalegum lögum má nefna Pipes Of Peace, Sweetest Little Snow og einnig hef ég lúmskt gaman af Hey Hey, en það er nú vegna þess að það minnir mig nokkuð á lagið Birthday, sem var á Hvíta albúmi Bítlanna. Annars er þetta nú bara miðlungi góð plata. Hljóðfæraleikur pottþéttur en sterili- seraður, hljómurinn frábær og hún á sjálf- sagt eftir að seljast í milljóna upplagi. Fyrir mig gerir hún þó ekki annað en að renna ljúflega inn um annað eyrað og jafn átaka- laust út um hitt. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.