Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 9
blöðum, eða í ræðustól. Hann get- ur verið léttur, sjarmerandi og spontant í góðum vinahópi, en við öll opinber tækifæri máttu vera viss um að hann hefur undirbúið sig rækilega. Hann gerir sér grein fyrir því hvað er í húfi og hagar sér samkvæmt því. Þetta er skyn- samlegt og á þennan hátt ávinnur hann sér traust. Hann hefur allt sitt á þurru.“ Annar gamall sam- starfsmaður kemur með þessa skýringu á Þorsteini: ,,Hann er í eðli sínu einfari; innhverfur mað ur, sem tekst á við þetta eðli sitt af þrjósku og virðist hreinlega sækj- ast eftir glímu við „ofurmannleg" verkefni. Þetta stafar frekar af djúpri þörf til að stæla sjálfan sig og styrkja inn á við en metorða- girnd eða eftirsókn eftir vegtyll- um.“ Allir eru sammála um gífurlega sjálfsstjórn Þorsteins. „Hann er stilltur vel," segir Kristján Ragn- arsson, framkvæmdastjóri LIÚ. Og Óli Tynes blaðamaður segir: „Hann gat verið harður í horn að taka en hann missti aldrei stjórn á skapi sínu. Hann þurfti ekki að hækka röddina ef honum mislík- aði eitthvað og það var jafnvel enn verra. Þegar hann reiddist varð hann hægmæltari, kvað sterkt að orði og augun gneistuðu, en stillingunni hélt hann alltaf. Þetta gat verið mjög óþægilegt. Þorsteinn er líka góður húmoristi. Hann segir bæði skemmtilega frá og eins grípur hann húmor á lofti. Mér finnst hann ekki eins lokaður og margir vilja vera láta. Það er auðvelt að tala við hann og það tekur ekki langan tíma að kynnast honurn." En við spurðum einn viðmæl- anda okkar, gamlan skólafélaga Þorsteins, hvort hann kynni ekki einhverjar skemmtilegar sögur af honum. „Nei,“ var svarið, „það eru ekki til neinar slíkar." Margir viðmælenda okkar höfðu orð á því að Þorsteinn væri ekki búinn að ná svona langt ef ekki hefði verið fyrir glæsilega frammistöðu í framkvæmda- stjórastóli VSÍ. „Honum tókst að snúa ASÍ-VSÍ-taflinu við, og síð- ustu ár hafa verið róleg á vinnu- markaðinum. Þarna gerðist eitt- hvað sérstakt og menn eru að kjósa hann fyrir það,“ segir gam- aíl Vísis-félagi. „Ut á við hafði VSÍ farið með samningamálin sem einkamál sambandsfélaga, við höfðum aldrei kynnt málstað okk- ar. Þorsteinn breytti þessari ímynd,“ segir Kristján Ragnars- son. „Hann er afburða snjall i kynningu út á við en það v'ar þó maðurinn sjálfur og réttlætis- kennd hans sem var helsti styrkur VSÍ. Hann var opinn fyrir sjónar- miðum mótaðilanna en þó fastur fyrir. Hann myndar sér skoðun og stendur við hana. Bæði við og þeir gátu treyst því og þetta er mjög mikilvægt." „Það er gott að vinna með Þorsteini. Það er í honum skemmtilegt sambland af ljúf- mennsku og ákveðni," segir Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari. í samningum var hann ábyggilegur og traustur, og það var gott að eiga við hann á örlaga- stundu. Hann hafði áhrif í þá átt að breyta gerð samninga til hins betra." „Þorsteinn hafði afgerandi áhrif á starf VSÍ, vegna gáfna sinna, hugkvæmni og dugnaðar, segir Davíð Scheving Thorsteinsson. „Hann er slyngur samningamað- ur og honum tókst alltaf að finna leiðir sem báðir aðilar gátu sætt sig við.“ „Eg held það sé samdóma álit þeirra manna sem áttu samskipti við hann innan ASI, að hann hafi verið harður, en heiðarlegur og hreinskiptinn andstæðingur. það sem hann sagði, það stóð. Innan VSÍ tókust á aðilar sem vildu hörk- una sex, og svo aðrir sem vildu fara hófsamari leið. Þorsteinn var, held ég, í þeim síðari," segir Hauk- ur Már Haraldsson, fyrrverandi blaðafulltrúi ASI. Haukur segir að Þorsteinn hafi átt stærstan þátt í því að ASÍ tapaði áróðursstríðinu um 1980. Þorsteinn Pálsson er giftur ingi- björgu Rafnar, lögfræðingi og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Þau eiga þrjú börn: Aðalheiði Ingu, níu ára, Halldór Rafnar, sex ára og Þórunni fjögurra ára. Vinir Þorsteins segja jafnræði með þeim hjónum og að Þorsteinn sé jafnréttissinnaður. Þorsteinn seg- ist ekki hafa tíma til klassískra á- hugamála, „en við reynum alltaf að gefa okkur góðan tíma saman, fjölskyldan," segir hann. Þorsteinn Pálsson nýtur nú víð- tæks stuðnings í flokki sínum. Kosning hans á landsfundinum færði sjálfstæðismönnum heim sanninn um það, og ræða hans við sama tækifæri eyddi efasemdum margra sem ekki höfðu stutt hann áður. Sagt er að það hafi tekið Ólaf Thors 10 ár að ná tökum á Sjálf- stæðisflokknum. Hlutirnir eru farnir að gerast hraðar og Þorst- einn virðist eiga alla möguleika á því að verða sterkur leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins, ef hann er ekki þegar orðinn það. Þingflokkurinn kann að verða Þorsteini erfiður ljár í þúfu, en „þingflokkurinn þarf að taka tillit til hans og lærir það fljótt," eins og einn sjálfstæð- ismaður komst að orði við HP. „Landsfundurinn sýndi að þeir komast ekki upp með neinn upp- steyt,“ sagði annar. Morgunblaðið styður við bakið á Þorsteini, „einu af eggjunum okkar,“ eins og Matthías Jóhann- essen komst að orði í útvarpsvið- tali fyrir landsfundinn. „Við Morg- unblaðseggin erum stoltir af því sem við höfum fengið að njóta undir verndarvængnum," segir Þorsteinn. „Ég er viss um að allir sem hafa orðið þess aðnjótandi telja sér það til mikilla tekna og mér þykir vænt um að hann skuli finna til með okkur þegar eggin eru orðin að ungum og hlaupin úr hreiðrinu." LEIKHÚSSQESTIR - ÓPERUQESTIR Lengið ferðina og eigið ánægjulegri kvöldstund. Arnarhóll býður upp á stórkostlegan matseðil, fyrir eða eftir sýningu. J Húsiðopnarkl. 18.00. Borðpantanir í síma: 91 — 18833. Reyksoðið laxapaté m/ spínatsósu Pottsteikt önd m/ appelsínuhjúp Vanilluterta m/ kiwikremi Þessi stúlka notaði Molton Browners, hárrúllurnar fyrir þurrt hár. Fæst í eftirtöldum verslunum og hárgreiðslustofum: Reykjavík: Hárgreiðslustofan Flgaró, Laugavegi. Hárhúsið Adam & Eva, Skólavörðustlg. Hársnyrtistofna Papilla, Laugavegi. Hár & snyrting, Hverfisgötu. Hár Galleri, Laugavegi. Iðunnar apótek, Laugarvegi. Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76. Topptískan, Miðbæjarmarkaðinum. Verslunin Bonný, Laugavegi. Verslunin Dana, Völvufelli 15, Breiðholti. Verslunin Oculus, Austurstræti. Verslunin Sáðuhúsið, Laugavegi. Hafnarfjörður: Verslunin Disella, Miðvangi. Keflavík: Hársnyrtistofan Edilon, Túngötu 12. Snyrtistofna Dana, Túngötu 12. □ I 1 Snyrtivörur fyrir þá sem eiga aðeins það besta skilið. Lista-Kiljan sf., sími 16310. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.