Helgarpósturinn - 03.12.1983, Side 6
INNLEND YFIRSYN
Friörik, Birgir, Þorsteinn
Menn en ekki málefni
Tími landsfundanna er runninn upp. Um
síðustu helgi þinguðu kvennalistakonur og
komu sér saman um lög og skipulag fyrir
sína ungu hreyfingu. Þær kusu hvorki for-
mann né varaformann, heidur sér 5 kvenna
framkvæmdanefnd og þingráð um að móta
stefnu og taka ákvarðanir milli landsfunda.
Um þessa helgi sest Bandalag jafnaðar-
manna á rökstóla og ætlar líka að móta sitt
framtíðarskipulag. Heyrst hefur að þeir Stef-
án Benediktsson og Guðmundur Einarsson
þyki líklegastir sem formannsefni, verði far-
in sú leið að velja formann. Eftir hálfan mán-
uð mæta Alþýðubandalagsmenn til leiks og
þar beinist athyglin helst að varaformanns-
sætinu. Sá landsfundur sem vekur þó hvað
mesta forvitni nú er fundur 1100 sjálfstæðis-
manna alls staðar af landinu. A landsfundi
þeirra sitja ráðherrar og borgarstjóri Reykja-
víkur fyrir svörum, fjallað verður um þem-
að: Fyrir framtíðina og stjórnmálayfirlýsing
verður samþykkt. Þessi mál munu þó eflaust
falla í skugga kosninga formanns og varafor-
manns. Meðal sjálfstæðismanna verður ekki
rætt um það hvort heldur hvern skuli kjósa
til forystu í flokknum.
Það er merkileg staðreynd um jafn gamlan
flokk og Sjálfstæðisflokkinn, að í 50 ár hefur
ekki verið kosið milli manna í formannssæti
flokksins. Öll þessi ár hefur maður tekið við
af manni vegna fráfalls eða veikinda og því
hefur alltaf legið ljóst fyrir hver myndi taka
við. Að þessu sinni hafa þrír menn lýst því yf-
ir að þeir séu reiðubúnir að setjast í for-
mannssætið og engan veginn er Ijóst hver
fer með sigur af hólmi, þó að vötn streymi nú
öll til Dýrafjarðar.
Helgarpósturinn hafði samband við fjölda
fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins,
alls staðar af landinu, til að heyra í þeim
hljóðið um formannskjörið og þau mál sem
þeir teldu mikilvægust á þessum fundi.
Öllum þeim sem rætt var við bar saman
um að formannskjörið yrði mál málanna og
myndi skyggja á allt annað. Allir bjuggust
við spennandi og jafnvel tvísýnum kosning-
um, menn kæmu með óbundnar hendur til
fundarins, það hefðu ekki verið Tagðar nein-
ar línur eða agitasjón höfð í frammi, það
væri verið að kjósa um þann hæfasta af
þremur hæfum. Kjósa um menn en ekki mál-
efni. Eftir kosningarnar myndi flokkurinn
standa sameinaður. Þessi viðtöl HP eru auð-
vitað engan veginn marktæk sem könnun á
skoðunum fulltrúa, en svo virtist, af samtöl-
unum að dæma, sem Þorsteinn Pálsson nyti
mikils stuðnings. Menn fullyrtu að heilu kjör-
dæmin myndu sameinast um hann, það
heyrði t.d. til undantekninga að fólk í Suður-
landskjördæmi ætlaði ekki að styðja hann,
en Þorsteinn er þingmaður þess kjördæmis.
Mikillar bjartsýni gætir ekki síður í herbúð-
um Friðriks Sophussonar og stuðningsmenn
hans sem rætt var við voru næsta sigurviss-
ir. Staða Birgis ísleifs er óljósari, en víst er að
allt getur gerst og þá ekki fyrr en á lánds-
fundinum sjálfum.
Hvað varðar varaformannsembættið virð-
ist allt óljósara. Nefnt var að það myndi ef-
laust ráðast af formannskjörinu hver yrði
fyrir valinu. Það væri nokkuð eðlilegt að
hugsa sem svo að yrði Þorsteinri forjnaður,
héldi Friðrik áfram sem varaformaður, lenti
hann í öðru sæti.
En hvers konar formann vilja sjálfstæðis-
menn sjá? Svörin hljóðuðu á þá leið að hann
yrði að vera ,,ákveðinn, gætinn, markviss í
starfi, sveigjanlegur, maður sem skýtur sér
ekki á bak við menn eða mál, maður sem
hefur foringjahæfileika og er vel greindur".
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins verður
einnig kjörin og þar „vilja fleiri komast að en
eiga þess kost“, sagði einn þeirra sem rætt
var við. Konur munu hugsa sér til hreyfings
í mjðstjórnarkjörinu og ætla að standa sam-
an að kjöri kvenna í miðstjórnina. Þær kon-
ur sem rætt var við nefndu allar þörfina á því
að fleiri konur kæmust til áhrifa í flokknum.
Ein sagði að hún hefði viljað fá konu sem for-
mann; ef Ragnhildur Helgadóttir hefði náð
kjöri á síðasta landsfundi, hefði hún nú verið
kjörin formaður, en það væri fjarlægur
draumur nú.
Þó að landsfundurinn muni einkennast af
kosningum verður fjöldi annarra mála til
umræðu. Erindi verða flutt um framtíðina,
starfshópar munu fjalla um álitsgerðir og eín
eftir Kristínu Ástgeirsdóttur
þeirra tillagna, sem að öllum líkindum verða
lagðar fram, fjallar um breytingar á lögum
.ura formannskjör, á þá leið að formaður
skuli ná kjöri því aðeins að hann hljóti meiri-
hluta atkvæða landsfundar.
Á viðmælendum HP var að heyra að þeir
teldu slíka breytingu sjálfsagða og réttláta,
það myndi auðvelda fólki að standa saman
um formanninn ef hann hlyti ótvíræðan
meirihluta.
Þau mál sem eru fólki úti á landi ofarlega
í huga tengjast framtíðinni, menn mæta á
landsfundinn með hugðarefni sinna kjör-
dæma í farteskinu og vonast til að geta ýtt
við ráðherrum og komið upplýsingum á
framfæri.
Ólína Ragnarsdóttir, bæjarfulltrúi í
Grindavík, nefndi sjávarútvegsmál, sveitar-
stjórnamál og aukna þátttöku kvenna sem
þau efni sem hún vildi gjarnan fá rædd. Þór-
unn Einarsdóttir á Selfossi tók í sama streng,
ræddi um efnahagsmálin, stöðu stjórnarinn-
ar og hún sagðist búast við að á svo fjöl-
mennum fundi sem landsfundinum færi
varla hjá því að ríkisstjórnin yrði fyrir gagn-
rýni. Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi á Mýrum
nefndi sjávarútveginn og kvótakerfið í land-
búnaðinum sem hann taldi meirihluta sjálf-
stæðismanna vera á móti.
Arnar Sigurmundsson í Vestmannaeyjum
sagði framtíð útgerðarinnar vera mikið mál,
ekki síst í Ijósi þeirra upplýsinga sem komn-
ar væru frá fiskifræðingum um ástand
þorskstofnsins. Arnar nefndi líka efnahags-
málin og sagði: „Menn dást að árangrinum
hingað til, en spurningin á fundinum verður
hvernig hægt verður að tryggja að þessi ár-
angur haldist og verði betri".
Ragnar Steinarsson á Egilsstöðum nefndi
orkumálin, ekki síst þá hlið sem snýr að
Austfirðingum, svo og atvinnumálin og
framtíð stóriðju þar eystra.
Já, nú er tími landsfundanna. Um þessa
helgi munu augu landsmanna eflaust beinast
að þeim Þorsteini, Friðriki og Birgi ísleifi,
hvaða skoðun sem menn annars hafa á Sjálf-
stæðisflokknum og stefnu hans.
ERLEND YFIRSYN
. t s s > •- \ w ■ "n—ymnr’ ■ IjÁ >'>:■'■ ' 1 % ■■ if f j j í 4 • 1 H ..J,..'ill ”, ÍKihHÉ v V ■" : ■:'i] .... ■ ■ Viíiim .VÍIig.í. WLA •I i.* jPÍN
Innrásarliðiö að störfum og forsetinn réttlætir þau heima
Traust á Bandaríkjastjórn
fórnarlamb árásarinnar
Fréttamenn Lundúnablaðsins Sunday
Times, bæði austan hafs og vestan, rekja
rækilega aðdraganda og framvindu banda-
rísku innrásarinnar á eyríkið Grenada. Þar
segir: „...Tuttugasta og annan október hafði
Castro sent Bandaríkjastjórn skilaboð um að
í rauninni væri hann „hrottalegu" valdaráni
á Grenada engu hlynntari en þeir, og að
Kúbumenn væru ekki (leturbr. S.T.) á eynni
til að verja nýju valdhafana. Þó myndu þeir
verjast, ef á þá yrði ráðist. Castro stakk upp
á „stöðugu sambandi" milli Havana og
Washington til að forðast misskilning.
Washingto'n svaraði og féllst á uppástung-
una. Svarið barst til Havana hálfum öðrum
klukkutíma eftir að innrásin hófst".
Þessi frásögn hins breska blaðs er eitt
dæmi af mörgum um ástæðurnar fyrir því að
trúnaðarbrestur ríkir milli Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu eftir á-
kvörðun Reagans forseta um að ráðast á
Grenada. í Öryggisráðinu stóðu Bandaríkin
ein uppi og urðu að beita neitunarvaldi til að
koma í veg fyrir fordæmingu á aðförum sín-
um. Enginn trúnaður er lagður á tilraunir
Bandaríkjaforseta og talsmanna hans til að
réttlæta ákvörðunina um að grípa til vopna.
Málaleitan Castros um samráð til að forð-
ast misskilning var virt að vettugi og í sjón-
varpsræðu sinni til bandarísku þjóðarinnar
hélt Reagan því fram að bandaríska innrásin
hefði komið á síðustu stundu, til að hindra að
Grenada yrði bækistöð fyrir sovésk-kú-
banskar árásir og hermdarverkastarfsemi á
Karíbahafi og í Rómönsku-Ameríku. Máli
sínu til sönnunar benti hann einkum á
tvennt; millilandaflugvöll í smíðum og nokk-
ur þúsund riffla í geymslum. Breska flug-
vallaverktakafyrirtækið Plessey, aðalverk-
taki við flugvallargerðina hjá Port Salins, var
ekki seint á sér að afsanna fullyrðingar
Bandaríkjaforseta. Benti það á að eldsneytis-
geymslur vallarins eru ofanjarðar og flug-
stöðin miðuð við farþegaflutninga. Þar á of-
an hefur Plessey ríkisábyrgð ríkisstjórnar
Bretlands fyrir sex milljóna sterlingspunda
láni sínu til Grenada, og er þá skiljanlegt að
ekki einu sinni Margaret Thatcher treystir
sér til að koma Ronald Reagan til hjálpar í
þessu máli.
Rifflabirgðirnar í geymslum koma heim
við fregnir af fyrsta þætti valdaránsins á
Grenada. Þar kom fram, að áður en Maurice
Bishop var hrakinn frá völdum og síðan
myrtur, hafði hann aflað vopna til að koma
á laggirnar allt að 20.000 manna heimavarn-
arliði, sem borið hefði ægishjálm yfir 2000
manna her, sem var helsta valdatæki keppi-
nauta hans í stjórnarflokknum.
Bishop gerði sér í vor ferð til Washington
í því skyni að reyna að fá Bandaríkjastjórn til
að taka upp stjórnmálasamband við Gren-
ada. Þar kom hann hvarvetna að lokuðum
dyrum hjá valdhöfum. Charles Mathias, öld-
ungadeildarmaður og flokksbróðir Reagans,
gerir því skóna í frásðgn í Washington Post
af komu Bishops í skrifstofu sína, að hefði þá
verið á hann hlustað gæti framvindan á
Grenada og í skiptúm þess og Bandaríkjanna
hafa orðið önnur og heillavænlegri en raun
varð á.
Af yfir eittþúsund Bandaríkjamönnum á
Grenada voru rúmlega 600 læknastúdentar,
sem þangað leituðu af því þeir komust ekki
inn í bandaríska læknaskóla. Reagan skýrði
Bandaríkjamönnum frá því, að ein af ástæð-
unum fyrir innrásinni væri að bjarga þeim
frá voða. Frásagnir fréttamanna sem kom-
ust til Grenada, þrátt fyrir viðleitni Banda-
ríkjastjórnar til að hindra að nokkrar fréttir
aðrar en þær sem hún skammtaði bærust frá
eynni, bera með sér að eini háskinn sem að
læknastúdentunum steðjaði var frá löndum
þeirra í innrásarliðinu. Það var með svo vill-
andi leiðbeiningar, foringjarnir til að mynda
búnir Ijósrituðum túristakortum af eynni, að
ein höfuðorustan stóð við annan af tveim
stúdentagörðum sem vistuðu Bandaríkja-
mennina. Innrásarforustan hafði ekki hug-
mynd um að þeir dveldu á tveim stöðum.
Frá Evrópu séð blasir við að Reagan réðst
á Grenada til þess að hafa áhrif sér í vil á al-
menningsálitið í Bandaríkjunum, þar sem
hann hafði ekki tök á að svara á staðnum
eftir Magnús Torfa Ólafsson
sprengingunni í Beirut, sem varð að bana á
þriðja hundrað bandarískum landgöngulið-
um. Auk þess að þverbrjóta þýðingarmestu
reglur alþjóðalaga, gerði hann ráðstafanir til
að fara á bak við bresku stjórnina, svo hún
gæti ekki í tæka tíð varað af fullum þunga
við árás á samveldisland. Afleiðingarnar
birtast í niðurstöðu skoðanakönnunar Sun-
day Times. Sjötíu og þrír af hundraði full-
tíða Breta telja ekki treystandi fyrirheiti
Bandaríkjastjórnar um að beita ekki kjarn-
orkuvopnum frá breskri grund að bresku
stjórninni forspurðri. Frumhlaup Banda-
ríkjaforseta kemur einmitt þegar hæst
standa deilur í nokkrum Vestur-Evrópulönd-
um, um það hvort taka eigi við mun öflugri
bandarískum kjarnorkuvopnum en þeim
sem fyrir eru.
Og þótt Reagan komi vel út í skoðana-
könnunum hjá löndum sínum, eru einnig
aðrar raddir uppi í Bandaríkjunum. Tip
O’NeilI, forseti Fulltrúadeildar þingsins og
því áhrifamestur bandarískra stjórnmála-
manna næst forsetanum, sagði um innrás-
ina: „Einlæg skoðun mín er, að í tvö ár hafi
ríkisstjórnin verið á gaegjum eftir tækifæri til
að leggja í Grenada... Eg tel þetta einfaldlega
rangt”.
Kvíðinn í Vestur-Evrópu er enn meiri
vegna þess, að eftir að sigur í ódýru stríði
færir Reagan aukna lýðhylli heima fyrir, er
hann vís til að halda áfram á sömu braut. Svo
enn sé vitnað í Sunday Times frá síðasta
sunnudegi, er þar að finna frétt á þá leið, að
leyniþjónustan CIA stefni að því, með sam-
þykki Reagans, að koma á laggirnar á ein-
hverjum skika af Nicaragua ríkisstjórn á veg-
um skæruliðahreyfinganna, sem CIA hefur
gert út gegn stjórn Sandinista í landinu á
annað ár. Bandaríkin og ríki þeim leiðitöm í
Mið-Ameríku eiga síðan að viðurkenna
þessa stjórn, og senda skal heri Mið-Ame-
ríkuríkjanna inn í Nicaragua til liðs við hana.
Þessu á að koma í kring áður en þetta ár er
úti, hefur fréttamaður eftir bandarískum og
evrópskum diplómötum.
6 HELGARPÓSTURINN