Helgarpósturinn - 03.12.1983, Síða 10

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Síða 10
Viö skrifum Helgarpóstinn Við sem önnumst föst skrif í Helgarpóstinn sendum lesendum bestukveðjur núþegar blaðið okkar er komið í nýjan búning Arni Þórarinsson ritstjóri Ingólfur Margeirsson ritstjóri l_____________t_j_ Hallgrímur Thorsteinsson ritstjórnarfulltrúi Kristln Astgeirsdóttir Egill Helgason blaðamaður blaðamaður Björn Br. Björnsson útlitsteiknari Björgvin Ólafsson Jim Smart útlitsteiknari Ijósmyndari Hildur Finnsdóttir Magnús Torfi Olafsson Gisli Helgason prófarkalesari erlend málefni útvarp Guðbergur Bergsson myndlist Heimir Pálsson bók- Gunnlaugur Astgeirs- Sigurður Svavarsson Árni Óskarsson menntir og Hringborð son bókmenntir bókmenntir bókmenntir Jón Viðar Jónsson ‘ bókmenntir Sigurður Pálsson leiklist Páll Baldvin Baldvins- Lárus Ýmir Óskarsson Guðjón Arngrimsson Árni Björnsson son leiklist kvikmyndir kvikmyndir slgild tónlist Gunnlaugur Sigfússon Vernharður Linnet popp jazz Björn Vignir Sigurpáls- Guðmundur Arnlaugs- Friðrik Dungal bridge Jóhanna Sveinsdótfir Auður Haralds son fjölmiðlun son skák matargerðarllst Hringborð Pétur Gunnarsson Hringborð Sigurður A. Magnús- Hrafn Gunnlaugsson Jón Baldvin Hannibals- Sigrlður Halldórsdóttir Jónas Jónasson son Hringborö Hringborð son Hringborö Hringborð Hringborð Magnea J. Matthlas- dóttir Hringborð BREF TIL RITSTJORNAR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarf ulltrúi: Hallgrfmur Thorsteinsson Biaðamenn: Egill Helgason og Kristln Ástgeirsdóttir Útlit: Björn Br. Björnsson, Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Guömundur H. Jóhannesson Augiýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavlk, slmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Simi 8-15-11. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaöaprent hf. Endurnýjun Helgarpósturinn hefur æv- inlega verið höfuðverkur fyrir okkur sem unnið höfum að blaðinu gegnum tíðina. Að vísu skemmtilegur og skap- andi höfuðverkur, en höfuð- verkursamt. Blaðaf þessu tagi er nefnilega ákaflega kröfu- hart. Það er til þess ætlast að hvert tölublaö sé ferskt, — að efni og efnistök séu að ein- hverju leyti með öðrum hætti en tiðkast f öðrum blöðum. Stundum hefur okkur starfs- mönnum blaðsins lánast að mætaþeim kröfum sem blaöið gerir, stundum ekki, eins og gengur. En einmitt þessi stöð- uga glfma viö lifrænt form og efni gerir það skemmtilegt að fást við blaðamennsku á Helg- arpóstinum. Og vonandi að lesa hann llka. Ef þeim tæplega fimm ár- göngum sem núeru til af Helg- arpóstinum er flett þá kemur í Ijós að þrátt fyrir vissa form- festu hefur blaðið tekið stöð- ugum breytingum, ekki stór- stígum að vísu, en hægum, jafnt og þétt. Flestir af þeim föstu liðum sem i blaðinu hafa verið nánast frá byrjun eru enn I farangrinum, en aðrir hafa bæst við. Þessir þættir hafa margir hverjLr blásið Iffi I hér- lenda blaöamennsku og orðið öðrum blööum fyrirmynd. Nægir þar að nefna sem dæmi harðskeytt fréttaviðtöl á borð við Yfirheyrsluna, smáfrétta- klausurnar sem stundum eru kallaðar „slúður“ en eru I reynd óstaðfestar fréttir, pró- fllana af fólki í fréttunum sem nefnast Nærmyndir og koma út á bók núna fyrir jólin, spé- spegilinn Aðalblaðió, og ekki síst fréttaskýringar og rann- sóknarblaðamennskugrein- arnar. Þetta43. tölublað 5. árgangs Helgarpóstsins birtist nú i nýjum búningi. Björn Björns- son útlitsteiknari blaðsins hefurátt heiðurinn að hönnun þess og hefur hann iinnið að breytingunni siðan í sumar, í nánu samstarfi við ritstjórn. Við teljum að sú uppskrift sem blaöið hefur verið unnið eftir frá upphafi standist vel tím- ans tönn, en aftur á móti þarfn- ast hráefni og úrvinnsla reglu- bundinnar endurnýjunar. Við hristum nú upp I sjálfum okk- ur, og ykkur lesendum um leið. Fyrir skömmu urðu þau tfmamót i útgáfu Helgarpósts- ins að starfsmenn þess tóku alfarið við rekstri þess. Blaöiö er nú hið eina hérlendis sem nýtur þess sjálfstæðis á öllum sviðum sem nútíma blaöa- mennska I raun og veru krefst. Þær breytingar sem í dag verðaáþessublaðieru til þess ætlaðár að aukaog undirstrika þá sérstöðu sem Helgarpóst- urinn hefurá islenskum blaöa- markaði. Við vonum að þær mælist vel fyrir hjá lesendum. Helgarpósturinn hefur á síð- ustu mánuðum verið f sókn hvað sölu varðar. Aðeins með þvl að sú sókn haldi áfram get- ur hins vegar sérstaða blaðs- ins orðið trygg. Helgarpóstur- inn er óháður öllu öðru en les- endum sinum. Og auövitað okkur sem skrifum hann og rekum. Og enn um Grund Á undanförnum árum höfum við undirrituð haft náið samstarf innan öldrunarþjónustunnar í Reykjavík, sem starfandi aðilar í heimilishjálp, heimahjúkrun og á Öldrunarlækningadeildum Land- spítalans og Borgarspítalans. Við viljum lýsa vanþóknun okkar á skrifum þeim sem birtust í Helgar- póstinumþann20. okt. 1983 varð- andi Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og teljum þau mjög vill- andi, auk þess sem skrif af þessu tagi eru ekki ávinningur fyrir öldrunarþjónustuna í landinu. Við höfum haft gott samstarf við Grund og vitum að stofnunin hef- ur leyst úr vanda fjölda einstakl- inga, sem ekki gátu lengur dvalist í heimahúsum sökum ellihrum- leika og að þessi stofnun hefur unnið merkt brautryðjandastarf á sviði öldrunarþjónustunnar. Það er að vísu þörf á að vekja athygli á málefnum aldraðra, en ekki með þeim hætti sem gert er í umræddri grein. Virðingarfyllst, Arsæll Jónsson, læknir Öldr- unarlækningadeild Bsp. Ástríður Karlsdóttir Tynes, hjúkrunarframkv. stj., Heima- hjúkrun. Jónína Pétursdóttir, forstöðu- maður við heimilishjálp. Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi Öldrunarlækninga- deild Lsp. Þór Halldórsson, yfirlæknir Öldrunarlækningadeild Lsp. Það er undarlegt að þurfa að ítreka eina ferðina enn að í grein Helgarpóstsins kom ekki fram vanmat á „merku brautryðjanda- starfi á sviði öldrunarþjónustu" sem unnið hefur verið á Grund. Það var aðeins bent á viss vanda- mál sem við er að glíma. Að öðru leyti er blaðinu að sjálfsögðu Ijúft að birta þessa athugasemd, en hefði óneitanlega talið gagnlegra að „vanþóknuninni" hefði fylgt einhver rökstuðningur. Er það þó í stíl við þá viðkvæmni sem ævin- lega virðist koma upp þegar á þessa stofnun er minnst með öðru en hallelúja. Ritstj. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.