Helgarpósturinn - 03.12.1983, Side 14

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Side 14
Þorstein O. Stephensen þekkja allir Islendingar sem komnir eru til vits og ára. Eng- inn staöur er svo afskekktur og einsamall aö djúp og mild rödd hans hafi ekki borist þangað á öldum Ijósvakans. Leikhúsgestir hafa notiö listar hans í fjörutíu ár, og von- andi veröur svo enn um hríö. Tvívegis færöu gagnrýnendur honum hinn umdeilda silfurlampa, og þeir eru ekki færri lamparnir sem hann á inni fyrir brautryöjanda- starf sitt sem leiklistarstjóri útvarpsins. Þorsteinn er maöur meö einaröar skoöanir, húmanisti af gamla skólanum, og oft hefur hann látiö álit sitt í Ijós á vettvangi dags- ins — nú síöast er hann hóf upp raust sína á stofnfundi Friöarsamtaka listamanna. eftir Sigríði Halldórsdóttur — Þorsteinn Ó. Stephensen, voru þad áhrif úr uppeldi þínu að þú fórst ad stunda teiklist? „Nei, en hins vegar tel ég víst að þad sem réði úrslitum hafi verið að ég fór að taka þátt í leikritum í menntaskólanum. Ég ætlaði að snúa baki við leiklistinni og fór í læknisfræði, en einhvern veginn var ég kominn of nærri henni til þess að geta snúið við henni baki. Samt var ég hátt á þriðja ár í læknisfræði. Nú, svo var ég heldur reikull í ráði, þangað til ég fékk inngöngu í Konunglega í Kaupmanna- höfn. Aður höfðu Anna Borg og Haraldur Björnsson stundað þar nám. Við Regína Þórð- ar vorum þar samtíða". — Kom íþá daga ekki til greina ad fara ann- ad en til Kaupmannahafnar? „Jú, leikarar byrjuðu um þetta leyti að fara til London, kannski hefðu þeir þó líka farið til Kaupmannahafnar ef ekki hefði komið til ein- hver þræsingur eftir skilnaðinn við Dani. Það voru til nemendur sem fengu að gjalda hans hjá kennurum sínum í Danmörku. En ég var bara eitt ár úti, og hefði viljað vera lengur. En kreppan var komin, ég var búinn að gifta mig og eiga fyrsta barnið. Það voru engir peningar til. Mér finnst ég alltaf hafa haft mikið gagn af að kynnast þessu gamla og gróna leikhúsi". ' — Fékkstu eitthvað að gera þegar þú komst heim? „Ég fékk ekkert að gera og mér leist illa á blikuna. Ég gat jafnvel ekki fengið verka- mannavinnu. Að vísu lék ég eitt og eitt hlut- verk hjá Leikfélaginu. Það var fyrir vinsemd að ég fékk svo einhverja vinnu. Ég var svo heppinn að Sigfús Sigurhjartarson sem var for- maður útvarpsráðs hitti mig og sagði mér að hann ætlaði að koma á fót samkeppni um að- stoðarþul hjá útvarpinu. Ég fékk það starf“. Hopp útí bláinn — Þótti ekki hálfgert ábyrgðarleysi að lœra leiklist í kreppunni? „Jú, ég held fólki hafi fundist þetta hopp útí bláinn. Leikfélagið hafði ekki einu sinni bol- magn til þess að borga sínu fólki. En svo kom að því að ég var ráðinn hjá útvarpinu sem þul- ur. Ég fór jafnframt að leika í útvarpsleikritum og stjórna þeim, en starfið var kvöldvinna, svo það var óþægilegt að taka hlutverk á sviði". — Verður leiklistardeild átvarpsins þá til? „Ég held ég hafi orðið fyrstur til að taka það orð uppí mig. En þegar leikrit höfðu verið send út svona einu sinni í viku var leikstarf- semi orðin svo stór þáttur í starfsemi útvarps- ins að leiklistardeild mátti kallast stofnuð. Ætli það hafi ekki verið 1946 að ég byrjaði sem um- sjónarmaður leikritanna. Ég var þá búinn að vera þulur lengi, en ég kunni því mjög illa að geta ekki leikið í leikhúsum vegna kvöldvinnu minnar. Þegar mér var svo falið að sjá um leik- ritin hætti ég þuiarstarfi og gat farið að leika með Leikfélaginu. Ég var þvi marki brenndur eins og aðrir leikarar að þurfa að vilja leika á leiksviði". Hulin hönd — Vinnudagurinn hefur þá oröið langur? „Já, það er óhætt að segja, hann var langur og illa launaður á báðum stöðum. Síðan kem- ur að því að Þjóðleikhúsið losnar úr herkví. Herinn hafði notað það fyrir birgðaskemmu. Húsið var þá óinnréttað. Þá stofnum við Felag íslenskra Ieikara, sem nú er orðið mikilsháttar félag — ég, Haraldur Bjömsson, Lárus Pálsson og fleiri. Við reyndum að ýta á stjórnvöld að Þjóðleikhúsið yrði losað. Seinast gekk það nú og farið var að vinna við innréttingar þess. Við í Leikféiaginu lögðum starfsemina alveg niður þennan vetur til þess að geta sameinað kraft- ana í opnunarsýningu Þjóðleikhússins. Leik- húsið opnaði svo að vorlagi rétt áður en leik- árinu lauk, það var fjögurra eða sex vikna dráttur á að það opnaði og mér hefur alltaf fundist einsog einhver hulin hönd hafi stjórn- að því að þessi nokkurra vikna töf varð, við fengum góðan æfingatíma fyrir íslandsklukk- una og fyrir bragðið var hún vel æfð. Og það sem er vel æft verður alltaf betra en hitt“. — Hvaða hlutverk lékstu þar? „Þá var ég Arnas Arnæeus. Það má vel hafa það með, að til allrar lukku datt mér í hug að taka Klukkuna uppá segulband, nákvæmlega einsog fyrsta sýningin var leikin. Sú saga er lengri; Haraldur í Fálkanum fékk þá hugmynd að gera plötu með þáttum úr íslenskum leikrit- um. Ég stakk uppá köflum úr Klukkunni. Svo hugsaði ég að gaman væri að narra Halla til þess að taka allt stykkið uppá plötu. Hann var tregur en gerði það og sagði mér seinna að hann sæi ekki eftir því. Nú, við leikarar létum það sem fékkst fyrir þessar leikritaplötur renna í sjóði félagsins". Kröfurnar um peninga — Unnuð þið mikið kauplaust í þágu félags- ins? „Já, það var ríkjandi hugsunarháttur að maður ætti ekki að hafa mikið uppúr list. Það var ekki fyrr en seinna, eftir að við stofnuðum stéttarfélag, að við fengum störf okkar laun- uð. Þú þarft ekki að stinga því inn, en ég hef tilhneigingu til að segja frá því samt, að stund- um hafi mér fundist kröfurnar um peninga taka fullmikið pláss hjá sumum. Þetta er atriði sem ég hef hugsað dálítið um og orðið fyrir hrellingu af. Það kemur niður á vandvirkni við leiksýningar. Peningakröfur slæva þann áhuga sem verður að vera fyrst og fremst á sjálfri listinni". — Þegar Þjóðleikhúsið var stofnað vildu þá ekki allir fara þangað að sjá leikrit og leika þar? „Nei, síður en svo. Þó voru margir sem-vildu leggja Leikfélagið niður. En nokkur vorum við sem töldum að Þjóðleikhúsið hefði gott af því að hafa annað leikhús að keppa við. Og við í Leikfélaginu vorum dugleg og heppin þetta fyrsta samkeppnisár". — Hvers vegna sóttir þú ekki um stöðu við Þjóðleikhúsið? „Það voru tvær ástæður fyrir því. Ég var starfsmaður hjá útvarpinu, en önnur ástæðan var sú, að ég var ekkert mjög hrifinn af því hvernig Þjóðleikhúsinu var ýtt úr vör. Einsog ég sagði áðan, þá vorum við dugleg og heppin hjá Leikfélaginu. Ég vildi fá yngri mann til þess að veita Leikfélaginu forstöðu. Einar Pálsson var þá nýkominn frá námi í London. Ég hringdi í hann þar sem hann var staddur í Vestmannaeyjum á lítilli flugvél sem hann átti, og bað hann að taka að sér formennsku í Leikfélagi Reykjavíkur. Hann var a.m.k. 4—5 ár og vann af miklum dugnaði. Þennan fyrsta vetur vorum við með gamanleik sem hét „Elsku Rut“, í honum var útlendur hermaður og féll það vel í kramið hjá leikhúsgestum. Hér var þá allt fullt af útlendum hermönnum. Nú hér var svo staddur danskur maður, Gunnar Hansen. Vanur leikhúsmaður og góður. Við réðum hann til starfa strax um haustið. Hann átti uppástunguna að því að við lékum „Mar- marann" eftir Guðmund Kamban á þessum jólum undir hans leikstjórn einsog „Elsku Rut“. Það var venjan að leika meiriháttar leik- rit um jól. Gunnar Hansen og Guðmundur Kamban voru miklir vinir og höfðu rekið sam- an leikhús einn vetur útí Kaupmannahöfn. Þessi sýning Marmarans var óhemju ve! sótt. Þá slógum við því föstu að eftir þennan vetur væri Leikfélagið leikhús sem þurfti að lifa. Áratuginn 50—60 starfaði ég ákaflega mikið með Leikfélaginu. Fólk leit til okkar sem nauð- synlegs og æskilegs leikhúss". Ursögn úr Leikfélaginu — Varð rígur milli leikhúsanna? „Þessi áratugur varð náttúrlega sam- keppnistímabil. En samkeppnisandinn varð of mikill. Mér fannst leikhúsin ættu að hafa lipra samvinnu. Það voru settir upp svona og svona miklir peningar fyrir að fá iánaðan Ieikara. Leikhúsunum var þetta útlátalaust. Það lét auðvitað enginn mann nema hann væri ekkert að gera þá stundina. Þeir urðu ógur- lega miklir heimamenn í Þjóðleikhúsinu, urðu stórir". — Þú starfaðir mikið hjá L.R. til 1960, en hvaö svo? „Ég vildi ekki vera í stjórn Leikfélagsins. Ég vildi láta yngri menn þar. En ég vildi hafa sam- ráð við þá og í leikritavalsnefnd sem við vor- um tveir í hafði ég það. En meðan ég var er- lendis var sú nefnd lögð niður, að mér for- spurðum. Um leið var ég slitinn úr öllum tengslum. Mín þykkja var sprottin af því að ég þóttist vera búinn að leggja fram alla krafta mína til þess að Leikfélagið gæti starfað áfram. Mér sárnaði þetta og varð reiður. Eftir nokkurn tíma, þegar ég sá framá að andrúms- loftið milli mín og félagsins yrði óþolandi, þá sagði ég mig úr því". — Varðstu þá „frílans" leikari? „Ég var það alltaf. Ég hef aldrei verið fastur starfsmaður við leikhús. Meðan ég var ungur og þrekmikill fannst mér ég geta, þrátt fyrir fullt starf, tekið að mér aukahlutverk í leikhús- unum". — Leiddist þér ekki að fara frá leikhúsinu? „Jú, mér fannst leiðinlegt að yfirgefa leik- húsið, en ég hélt áfram að leika eitt og eitt hlutverk". — Reyndu þeir ekkert að ná sáttum við þig? „Eiginlega reyndu þeir það, en aldrei í þeim tón sem mér féll. Ég býst við að reiði mín hafi verið aðeins um of. En hvað á skapríkur mað- ur að gera? Síðan hef ég ekki leikið nema eftir beiðni, eitt og eitt hlutverk, ef leikstjóri eða höfundur báðu mig, þá lék ég“. Leikarar í skúffum Þorsteinn Ö. tekur vænt í nefið meðan Ijós- myndarinn gerir klárt. „Ég fór að taka í nefið þegar ég fékk helvítis asmann, þá varð ég að hætta við sígaretturnar,einsog ég hafði góðar endurminningar um þær“, og hann horfir blíð- ur útum gluggann. Óg pressarinn sem bauð símaskránni í Dúfnaveislu er þarna ljóslifandi að syrgja sígaretturæfil af öllum hlutum þessa heims. „Dúfnaveislan er eina leikritið sem hefur verið skrifað á móti peningastofnun", segir Þorsteinn. En pressari Þorsteinn þótti dásamlegur, einsog konan sagði, „almáttug- ur, hann lék einsog orgel". — Langar leikara að leika einhverjar ákveðnar rullur? „Ég held það sé ekki eins mikil ástríða hjá leikurum og ætla mætti, en það er kannski of mikið af því að ákveðnir leikarar séu settir í skúffu og dregnir fram til þess að leika alltaf mjög svipuð hlutverk". — Er til svo andstyggilegt hlutverk, svo hroðalega ógeðsleg persóna að fólki verði illt af að leika hana? „Nei. Mönnum líður í hæstalagi illa í hlut- verki ef þeir valda því ekki. Ég lék nú alltaf mikið í útvarpi. Einu sinni lék ég eitthvert ill- menni. Þá hafði kona utan af landi samband við mig og tók af mér loforð um að leika ekki svona vondan mann framar". — Hvernig kunnirðu við kvikmyndaleikinn hérna um árið? „Já, í Brekkukotsannál. Ég var óskaplega hræddur við það. Ég var líka lasinn, nýkom- inn út af spítala. Ég man hvað ég var ógurlega nervös þegar ég var kallaður í fyrstu töku. Mér þóttu ákaflega þreytandi þessar mörgu tökur á sama hlutnum. En ég kunni ágætlega við Þjóðverjana. Hádrich leikstjóri var prýðilegur að vinna með. Það sem mér líkaði best var hvað hann skipti sér lítið af manni. Maður fékk að leika það sem manni bjó í brjósti. Einu sinni varð okkur sundurorða. Þú manst eftir karlin- um sem stal mónum? Hann kemur svo aftur að skila Birni pokanum, og eftir handritinu átti Björn að ýta honum á undan sér uppað kál- garðsvegg. Helgi Skúlason var karlinn. Hád- rich var aldrei ánægður með hvernig ég ýtti karlinum á kálgarðsvegginn. Endirinn varð sá að ég lét undan og hrinti karlinum mílitarískt, hörkulega á vegginn. Það hefði Björn í Brekkukoti aldrei gert. Þetta er eina atriðið sem ég kann ekki við í myndinni". Montið í Seðlabankanum — Er ekki bygging Seðlabankans ofarlega í huga þér? „Jú“, segir hann heilshugar. „Það er mér gríðarlegt áhugamál að knésetja þennan banka. Framanaf gekk baráttan útá það að verið var að byggja ljótt hús fyrir fagurt út- sýni. Núna snýst baráttan um hvort hægt sé að byggja svona kastala einsog á stendur í þjóð- félaginu. Banki getur verið allsstaðar. Bankar eiga að vera afsíðis,einsog Gunnar Gunnars- son sagði. Monthús kallaði Halldór Laxness það, hann studdi okkur í baráttunni þarna um árið. Ég skil ekki þessa áráttu hjá Jóhannesi Nordal með þessa bankabyggingu. Nákunn- ugur Seðlabankanum sagði mér, að þetta væri til þess að halda kampavínslönsa og hafa þar sánaböð og billíarda. Meðan Seðlabankinn var til húsa í Landsbankanum var sagt að hann hafi komist fyrir í einni skrifborðs- skúffu". — Gleymdu stjórnmálamennirnir því að fólk mótmœlti þessari byggingu hástöfum fyr- ir nokkrum árum? „Ég hélt þessu nú alltaf vakandi með vissu millibili, bæði í útvarpi og með skrifum í blöð. Ég undrast það hvað stjórnvöld gátu þagað kyrfilega um þetta mál sem almenningur sýndi með undirskriftum sínum að honum féll mjög illa. Stjórnmálamenn virðast hræddir við Jóhannes Nordal og fá í hnén ef hann kem- ur inn í stofu. Bankamálaráðherrar hafa ekkert blandað sér í þetta, það er óhætt að segja að marga langar að fá skýringu á því hvernig bankinn á fyrir þessu. Hvaðan eru þeir peningar komnir? Ágætur sjálfstæðis- maður stakk því að mér á útifundi á Lækjar- torgi einhverntíma að sér fyndist að Seðla- bankinn ætti að hætta við húsið sitt á þessum stað, stjórnvöld ættu að leggja niður Fram- kvæmdastofnunina sem hefur þegar reist sér mikla húsbyggingu og láta bankann fá hana.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.