Helgarpósturinn - 03.12.1983, Side 17

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Side 17
LISTAPOSTURINN Ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson ,Sálfræðilegt verk- ekki sögulegt Eftir nokkra daga kemur í bókaverslanir ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Hún nefnist Drekar og smáfuglar og er fram- hald hinnar miklu skáldsögu um fimmta áratuginn sem Ólafur hefur skráð í Gangvirkinu og Seiði og hélogum. Hér er ekkert smáverk á ferð, lokabindið er 599 síður og má fullyrða að þetta mikla verk Ólafs heyri til hvað mestra tíðinda í bókmenntaheiminum á þessu hausti. Ólafur Jóhann — samtélag I spegli eins manns Hvers vegna lagðir þú í það mikla verk sem nú er lokið? — Þegar ég lauk við Vorkalda jörð 1951 fór ég að hugsa um að skrifa verk sem endurspeglaði tímann frá hernámi íslands 1940 og út áratuginn. Eftir því sem tím- inn leið varð mér æ ljósara hve geysimikilvægir atburðir höfðu gerst þennan áratug, atburðir sem eru eins og skopleikur, farsi og harmleikur, allt í senn. Mig lang- aði til að skapa persónu sem hefði til að bera gilda þætti sem ein- kenna okkar þjóð og líka þætti sem væru ógeðugri og með óviss- ar rætur, og láta hana segja sög- una. Aðalpersónan Páll er sköpun mín frá rótum og þess vegna segir hann frá í fyrstu persónu. Það kemur fjöldi annarra persóna við sögu, flestar þeirra eru líka sköp- un mín, en ég notast þó í einstaka tilfellum við hliðstæður. Ég ein- setti mér að láta persónurnar ekki vera kyrrstæðar, heldur að láta þær þróast og láta atburðina spegla þá þróun. Ég byrjaði í bjart- sýni á verkinu vorið 1952 og þá strax gerði ég mér grein fyrir að það yrði mjög langt. íslenskir rit- höfundar hafa því miður ekki átt því láni að fagna að geta setið við sitt skrifborð og fengist við skriftir eingöngu, svo að annað bindið dróst vegna sífelldra frátafa. Frá því að Gangvirkið kom út og þar til Seiður og hélog birtist fékkst ég við ýmis smáverk og styttri sögur. Um tíma var ég búinn að slá því frá mér að halda áfram, en hóf svo verkið að nýju og það óx í meðför- um. Ýmsir þættir gildnuðu mikið. Sú bók sem nú er að koma hefur verið 5 ár í smíðum. Hvenœr endar þessi saga? — Síðasta atvikið sem vísað er til gerist vorið 1951 en það er farið nokkuð fram og aftur í tíma. Pú hefur verið rúmlega 30 ár með þessa miklu sögu í smíðum, finnst þér að sýn þín á fimmta ára- tuginn hafi breyst eftirþvísem tím- inn hefur liðið? — Hún hefur lítið breyst. Ég lagði megindrætti sögunnar niður fyrir mér í byrjun, ég vissi hvað ég vildi segja. það geíur auga leið að höfundur sem skrifar 1200-1300 síðna verk gerir það vegna þess að eitthvað knýr á. Finnst þér að þér hafi tekist að halda sama stíl gegnum allt verk- ið? — Ég legg engan dóm á það hvernig verkið hefur tekist. Sagan er þannig upp byggð að aðalper- sónan rifjar upp liðna atburði til að glöggva sig á sjálfri sér og öðr- um persónum, hún breytist líka eftir því sem atburðir gerast. Ég held að það sé mest atburðarás í þessari nýju bók, en annars vil ég ekkert um það tala sem gerist í sögunni. Það er alltaf forvitnilegt að fá að vita hvernig höfundur vinnur. Þú ert að fjalla um meira en 30 ára gamla atburði — studdist þú við heimildir við ritun þessarar bók- ar? — Þetta er sálfræðilegt verk, ekki sögulegt. Ég studdist nær ein- göngu við minni mitt. Það er alltaf erfitt fyrir höfund að éndurskapa liðna tíð og ég hef vantrú á sögu- legum verkum. Það hefur áreið- anlega verið auðveldara að fjalla um fortíðina hér áður, meðan heimurinn þróaðist hægt, en nú er öll veröldin komin inn i stofu til okkar og breytist með miklum hraða. Þú ert að fjalla um áratug hinna miklu breytinga í íslensku þjóðfé- lagi. Það vekur þá spurningu hver aðalpersónan Páll sé? — Gegnum hann birtast viðhorf hins venjulega manns. Hann er mótaður af því uppeidi sem hann fékk í æsku, en síðan fara ýmsir erfðaþættir að segja til sín í hon- um. það eru ýmsar gátur sem komu fram í fyrri bókum sem ráð- ast í þessari. Ég er eiginlega alveg hissa á því hve góðar viðtökur fyrri bækurnar fengu, því mér finnst sjálfum að margt svífi í lausu lofti í þeim. Breytingarnar á sam- félaginu eru svo miklar að enginn einn maður getur lýst til hlítar kollsteypu hins gamla yfir í það nýja. Nafnið á bókinni, manni dettur strax i hug ákveðin skýring? — Heitið Drekar og smáfuglar hefur margar tilvísanir sem skýr- ast í sögunni. -KÁ KVIKMYNDIR eftir Árna Þórarinsson, Guðjón Arngrímsson og Ingólf Margeirsson Gamanmyndaúrval í bíóunum Afríkuhlátrar Tónabíó: Guðirnir hljóta að vera geggjaðir. Suður- —afrísk. Árgerð 1982. Handrit, kvikmynda- taka, framleiðsla og leikstjórn: Jamie Uys. Aðalldutverk: Marius Weyers, Sandra Prins- loo og fl. Þessi grínmynd er eftir Jamie þann Uys er gerði garðinn frægan með Funny People um árið. I hinni nýju mynd sinni segir Uys frá búskmönnum á hrjóstrugu landsvæði í Af- ríku sem lifa í sátt og samlyndi við frumstæð- ar aðstæður. Dag einn dettur tóm kókflaska af himnum ofan (sem flugmaður fleygir úr vél sinni) og veldur öngþveiti meðal íbú- anna. Loks ákveður einn karlmannanna að ganga með hinn illa hlut á heimsenda og kasta honum inn í eilífa gleymsku. Inn í þennan söguþráð fléttar Uys þremur öðrum söguþráðum; um stúlku sem flýr firringu stórborgarinnar, um kommúníska upp- reisnarmenn og um seinheppinn vísinda- mann. Allir tengjast þessir söguþræðir í eina atburðarás að lokum. Handrit Uys er stór- fyndið á köflum og blandast þar hrein crazy- kómík og heimildarmyndagerð sem sýnir brenglað mannlíf frá sjónarhóli mann- og þjóðfélagsfræði. Þetta er að mörgu leyti undarleg mynd; miklu er til kostað, sum atriðin eru í besta James Bond-stíl en samtímis er grundvallar- tækni, svo sem klipping, taka og hljóðgerð, oft óvönduð og setur einhvern áhuga- mannablæ á kvikmyndina. Þá er leikstjórinn gjarn á zoom-áhrif og hraðar hreyfingar í þöglumyndastíl. Talsvert ber á kynþáttafor- dómum; þeldökkir eru jafnan trúðar og að- stoðarmenn hvíta mannsins sem ávallt er leiðtoginn, hvort sem hetja eða skúrkur á í hlut. En það má hafa skemmtan af þessari mynd. IM Bleyjur og bísniss Bíóhöllin: Herra mamma (Mr. Mom). Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit John Hughes. Aðal- hlutverk: Michael Keaton, Teri Garr. Leik- stjórn: Stan Dragoti. í þessari mynd er dularfull blanda af jafn- réttisbaráttu og karlrembu. Hún er um ung hjón sem óvænt þurfa að hafa hlutverka- skipti þegar hún fer út að vinna en hann tek- ur við börnum og búi. Framan af fer allt að óskum hjá báðum, svo uppúr miðri mynd gæti maður haldið að Mr. Mom væri skemmtilegt innlegg í bandaríska jafnréttis- baráttu. En þá sígur á ógæfuhliðina; konan finnur sig ekki á vinnumarkaðnum og maðurinn flippar á bleyjustússinu. Á þvt ó- fremdarástandi er í myndinni bara ein lausn: Konan kemur heim og maðurinn fer út að vinna — þannig hefur það alltaf verið og þannig er samsagt best að það sé! Niðurstaða mín er því sú að höfundar myndarinnar hafi haft takmarkaðan áhuga á að tjá sig um vekaskiptingu kynjanna, og að fyrir þeim hafi það eitt vakað að gera þokka- lega gamanmynd. Það hefur þeim tekist. Mr. Mom er fremur geðsleg í stefnuleysi sínu og losaraskap, aðallega vegna áhyggju- lauss og afslappaðs leiks og bráðskemmti- legra tilvitnana í færgar myndir undanfar- inna ára. Brandararnir, sem velflestir ganga útá karlmanninn í kvenmannshlutverki, eru misjafnir eins og gengur en Michael Keaton flýtur á sjarmanum. Það er ef til vill skiljanlegt að útí Bandaríkj- unum, þar sem tiltölulega fáir karlmenn vinna heima hjá sér, hafi þessi mynd vakið athygli og þótt óvenjuleg. En á íslandi, þar sem mikill meirihluti kvenna vinnur úti og fjöldi karlmanna stússast í bleyjum, er þetta mynd sem fljótt gleymist. — GA Hlýlegt og kaldhæðnislegt Stjörnubíó: Aðeins þegar ég hlœ — Only When / Laugh. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Neil Simon. Leikstjóri: Glenn Jord- an. Aðalhlutverk: Marsha Mason, Kristy McNichol, James Coco. Þessi nýjasta mynd Neil Simons kom mér þægilega á óvart. Simon, sem fyrst í stað sendi frá sér hvern gamanleikinn öðrum fyndnari á Broadway og í bíó, hefur verið að þynnast út undanfarin ár. Hann hefur æ ofan í æ sent frá sér glassúrsnúða í filmuformi, þar sem hnyttnin vék fyrir hreinum formúlum og löngun til að láta taka sig „alvarlega" en skilaði ekki öðru en innantómri væmni. Margar seinni mynda Simons voru með eiginkonu hans Marsha Mason í aðalhlut- verki. Lágpunktinum náðu þau hjónin í Chapter Two sem hér var sýnd fyrir skömmu og fjallaði um það hvernig Marsha frelsaði Neil, niðurbrotinn af sorg eftir eigin- konumissi. Svona einkamál eiga helst ekki að fara lengra en uppá stofuvegg. En Aðeins þegar ég hlæ rýfur þennan vítahring, sem Simon var kominn í, með skemmtilegum hætti. Mason leikur alkóhólíseraða leikkonu, sem er að koma úr meðferð eftir mislukkað samband við leikritaskáld og þarf að takast á við sjálfstraustið gagnvart vinnunni, vinunum, víninu og ekki síst dóttur frá fyrra hjónabandi (McNichol). Simon tekst hér það sem honum hefur oftast mistekist áður, — að skapa fólk með réttri blöndu af húmor og til- finningasemi þannig að áhorfandi fær áhuga á því og þykir hreinlega vænt um það þegar upp er staðið. Mason fer einstaka sinnum yf- ir strikið, en gerir líka margt ákaflega vel, einkum þegar hún ,,dettur“ í seinni hluta myndarinnar. Kristy McNichol er sjarmer- andi ung leikkona sem mikls má vænta af, og aukaleikarar eru allir einvalalið. Leik- stjórn Glenn Jordan, sem ég veit ekki til að hafi gert myndir áður, er smekkleg og ólíkt markvissari en hjá þeim leikstjórum sem Simon hefur mest unnið með áður, eins og Herbert Ross. Sú staðreynd að þau Simon og Mason skildu um svipað leyti og þeim tókst loksins að gera þokkalega og hlýlega mynd er auð- vitað aðeins kaldhæðnisleg staðfesting á því að það er eðlilegra að lífið hermi eftir listinni en listin eftir lífinu. -ÁÞ. E3 Meira af Moore Austurbœjarbíó: Astsjúkur — Lovesick- Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit og leik- stjórn: Marshall Brickman. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Elizabeth McGovern, Alec Guinness, John Huston. Hann minnir stundum á fremsta skopleik- ara síðustu áratuga, Peter heitinn Sellers, og kannski á hann eftir að verða arftaki hans á næstu áratugum. En þá þarf Dudley Moore að vera vandlátur á hlutverk, — miklu vand- látari en hann virðist vera núna. í þessari nýju mynd sinni leikur hann persónu sem er í ósköp svipuðum kringumstæðum og hlut- verk hans í tveimur frægustu myndunum, — 10“ og Arthur. I öllum þessum myndum leik- ur Moore elskulega en brokkgenga menn, mismunandi að vísu, sem lenda i þeirri hremmingu að verða yfir sig ástfangnir, sumsé ,,ástsjúkir“ eins og það er kallað í þessari mynd og þetta snýr lífi þeirra á haus. Moore leikur sálfræðing sem fellur fyrir ,,sjúklingi“ sínum. Meira er varla um efni myndarinnar að segja. Innanum og saman- við það eru stundum þokkalega fyndnar uppákomur í samskiptum sálfræðingsins við annað fólk, — sjúklinga, kollega, eiginkonu og sjálfan læriföðurinn Sigmund Freud, sem skýtur upp kolli í hugarórum hans í hylki sem einna helst líkis t Alec Guinness. Þessar epísóður með Freud eru reyndar einkar mis- lukkaðar, einsog sumt annað í hálfunnu handriti Marshall Brickman, sem hér leik- stýrir sinni annarri mynd en mest hefur unn- ið að handritagerð í félagi við Woody Allen. Brickman hefur einhvern veginn ekki virkj- að það hráefni sem hann hefur og myndin er langt frá því að vera nógu skemmtileg. En það sem er skemmtilegt við haria er Dudley Moore. Þótt hann fari létt með hlutverkið, kunni það nánast utanbókar, er unun að fylgjast með gamanleikara sem hefur þann sjarma og það kómíska tímaskyn að maður óskar þess í myndarlok, þrátt fyrir allt, að hún væri svolítið lengri. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.