Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 18
Afbragðs árangur
Annars dans í
„sœnska óskarnum“:
Eitt síðdegi í síðustu viku sat
blaðamaður í stofunni og hlustaði
á tónlist Karólínu um leið og
Messíana sagði söguna og stýrði
bláustúlkunni.
Af þeirri sýningú og þeim áhrif-
um sem fylgdu er óhætt að full-
yrða að þetta leikverk verður
alveg einstakt. Brúðuleikur,
stjórnendur, leiktjöld og tónlistár-
menn mynda eina heild sem segja
okkur sögu um drauma, tog-
strei'tu, freisisþrá og andstæður.
Messíana sagði að starfslaun
Reykjavíkurborgar sem henni
hlotnuðust í hálft ár hefðu gert
þessa sýningu mögulega. Það- er
mikið verk að búa til brúður,
skera út hendur og fætur, búa til
búk og andlit og sauma fatnað
sem í þessu tilfelli er reyndar
prjónaður. Þá er ekki síður vanda-
samt að stjórna brúðunum, æfa
hreyfingar og láta allt passa sam-
an. Pétur Knútsson fann upp nýja
tækni við gerð þessara brúða sem
gera allar hreyfingar mun auð-
veldari. Brúðurnar eru eins konar
stangabrúður, stjórnandinn held-
ur í stangir og um staut út úr höfði
brúðanna og stýrir þeim og hann
er sjáanlegur áhorfendum. Leik-
myndin á Kjarvalsstöðum verður
4 metra há, nær alveg upp í loft og
leikið er með ljós og skugga þar
sem á við.
Messíönu hefur þegar verið
boðið á Vasahátíðina í Finnlandi
með sýninguna, en fyrst fáum við.
hér í Reykjavík að njóta, þann
hálftíma sem sýningin tekur.
Kim
Anderzon
fékk „guld-
baggen“
Kvikmynd Lárusar Ýmis
Óskarssonar Annar dans vard í
þriöja sœti í gœdamali vegna
sœnska „óskarsins", Guldbagge-
—verölaunanna sem afhent voru í
Stokkhólmi í vikunni. Vard hún
þar á eftir sídasta verki Ingmar
Bergmans, Fanný og Alexander,
og heimildamynd Stefan Jarls,
Hefnd náttúrunnar. Þá fékk aöal-
leikkonan í Annar dans, Kim
Anderzon, „Guldbaggen" fyrir
besta leik í kvenhlutverki, ásamt
Malin Ek fyrir myndina Mamma.
„Þetta var þaö langbesta sem
maöur gat vonaö", sagöi Lárus
Ýmir þegar HP náði tali afhonum
íStokkhólmi ígœr, „því ég vissi að
ég myndi ekki etja kappi viö tröll-
ið Bergman sem fékk leikstjóra-
verðlaunin".
í gæðamatinu kom 21 mynd til
álita og fimm efstu urðu Fanný og
Alexander, Hefnd náttúrunnar,
Annar dans, Loftsigling Andrées
verkfræðings eftir Jan Troell og
Mamma eftir Suzanne Osten, í
þessari röð. Verðlaunin fyrir besta
leik í karlhlutverki fékk Jarl Kulie
fyrir Fanný og Alexander.
Það sem framleiðendur Annars
dans fá, fyrir þriðja sætið í gæða-
matinu, mun nema allt að 800,000
sænskum krónurri. — ÁÞ.
MessínaTómasdóttir stýrir bláu stúlkunni, Anna Einarsdóttir stjórnar trénu og blóminu sem er sprungið út.
Sagan um bláu stúlkuna
Látbragð og tónlist
Inni í stofunni að Brekkustíg 19
er lítið leikhús að verða til. Það á
reyndar ekki að vera þar til fram-
búðar, heldur er Messíana Tomas-
dóttir leikmyndateiknari búin
að leggja stofuna sína undir æfing-
ar á Bláu stúlkunni. Bláa stúlkan
er látbragðsleikur með tónlist, og
það eru brúður sem segja söguna.
I upphafi er flutt ljóð, en síðan
ræður tónlistin og leikurinn ríkj-
um.
Messíana er höfundur sögunar.
Það er ekki ástæða til að rekja
þráðinn, því það reynir á áhorf-
andann að lesa úr því sem hann
sér, skynja og skilja. Hugmyndin
varð til úti í Frakklandi þegar
Messíana var þar á brúðuleikhús-
námskeiði. Hún kom að máli við
Karólínu Eiríksdóttur tónskáld,
sagði henni söguna og síðan sett-
ist Karólína við að semja. I heilt ár
hefur sagan og tónlistin verið að
þróast og nú eru brúðurnar tvær,
fuglinn tréið og blómið sem koma
við sögu búin að taka á sig form.
Bláa stúlkan verður frumsýnd á
Kjarvalsstöðum 19. nóvember.
Messíana, Anna Einarsdóttir og
Pétur Knútsson stjórna brúðunum
og María dóttir Messíönu. leikur
örlítið hlutverk. Tónlistin verður
flutt af þeim Guðnýju Guðmunds-
dóttur, Snorra Sigfúsi Birgissyni
og Óskari Ingólfssyni.
BOKMENNTIR
Lýst eftir sársauka
Þórarinn Eldjárn:
KYRR KJÖR. Saga.
151 bls. Iöunn, Rvík 1983.
Með dálítilli einföldun má gera því skóna
að sögulegar skáldsögur eigi sér einkum
tvennan tilgang. Annars vegar getur vakað
fyrir höfundi að reyna að lýsa fortíðinni og
nota skáldlegt innsæi sitt til þess að varpa
Ijósi á hana, miðla okkur skáldlegum sann-
leik. Hins vegar geta dæmi fortíðarinnar
orðið til þess að við sjáum samtíð okkar í ó-
væntu Ijósi.
Þessi síðari aðferð sýnist miklum mun al-
gengari í sögulegum skáldverkum íslensk-
um og af þeim meiði jafnt Svartfugl sem ís-
landsklukkan, Galdra-Loftur sem Gerpla.
Yfirvaldið og Dauðamenn koma nær fyrri
tegundinni.
Vitaskuld verður alltaf að hafa í huga að
jafnan mun samtíð og hugmyndafræði rit-
höfundar þess sem sögunni miðlar ráða
miklu um skilninginn sem lagður er á fyrri
tíðar fólk og atburði og enginn ætlast von-
andi til að höfundur á tuttugustu öld afsali
sér þekkingu og mannskilningi þessarar ald-
ar þótt hann fjalii um liðna sögu.
Frásögn Þórarins Eldjárns af kramarskáld-
inu Guðmundi Bergþórssyni verður hvort
tveggja í senn dæmisaga og skemmtisaga.
Hann leggur ekki sérstaka áherslu á stað-
hátta- eða tíðarandalýsingar á tíð Guðmund-
ar heldur notar þar fyrst og fremst alkunn
atriði eins og nýliðna galdraöld, en gefur á
hinn bóginn beinar vísanir til samtíðar sinn-
ar með ýmsum tiltektum, einkum í stíl og
skopskeytum sögumanns (sem næst alvit-
urs). Má þar benda á umræður um nauðsyn
þess fyrir skáld að eiga ömmu (bls. 86 — og
minnir óneitanlega á svipað skeyti í Persón-
um og leikendum Péturs Gunnarssonar).
Um Guðmund Bergþórsson eru heimildir
heldur fáorðar. Þó mun hann hafa verið
fæddur 1657 og talinn hafalátist 1705. Vitað
er að hann var heilbrigður fæddur en ...
Veiktist nærri fjögurra ára að aldri og var
síðan kararmaður alla ævi, fætur hans lam-
aðir, svo að hann mátti ekki ganga, og bæki-
aður á fleiri vegu, hafði þó vinstri hönd heila
og skrifaði með henni.“ (Óskar Halldórsson:
Bókmenntir á lærdómsöld).
Guðmundur var eitt afkastamesta skáld
sinnar tíðar og orti m.a. lengsta rímnaflokk
sem kveðinn hefur verið.Olgeirs rímur
danska, auk annarra rímna. Merkilegt þyk-
ir kvæði hans Heimspekingaskóli sem
raunar er að mestu þýtt úr dönsku riti, en
sýnir vel vilja og átök þessa olnbogabarns
tilverunnar til að afla sér þekkingar — og
miðla henni. Mörg kvæði eru Guðmundi
eignuð með réttu eða röngu og sýnir það a.
m.k. álit manna á honum. Þann dag í dag
mun Barbarossakvæði einna kunnast og
oftast sungið (Keisari nokkur mætur mann).
I þjóðsögum (sem reyndar sýnast aðal-
heimild Þórarins) er Guðmundur talinn gott
kraftaskáld og i safni Jóns Arnasonar eru
sagnir því til sönnunar.
Allt er þetta býsna spennandi söguefni —
kannski ekki síst vegna þess hve heimildir
eru gloppóttar. Þórarinn Eldjárn sýnir líka
að honum er vel lagið að flétta sögu úr brot-
unum, býsna heillega en með sárafáum við-
aukum. Séu þær þjóðsögur í safni Jóns Arna-
sonar sem snerta Guðmund á einn eða ann-
an hátt bornar saman við sögu Þórarins sést
að þaðan hefur hann fengið hartnær alla þá
viðburði sem Kyrr kjör greina frá en flutt
haglega til milli persóna og raðað upp. Oft-
ast flýtur frásögn hans fimlega og skemmti-
lega fram.
Þórarinn velur Kyrrum kjörum síðasta
ár Guðmundar að sögutíma. Hefst sagan
snemma vors og lýkur um næstu veturnæt-
ur. Á því sumri sem þar fer á milli gefur hann
okkur sýn í átök skáldsins við tvenn öfl, ann-
ars vegar veraldleg og andleg yfirvöld, hins
„Það sem sá les-
andi sem hér skrif-
ar saknar er raun-
veruleg alvara í á-
tökum sögunnar.
Þetta er allt gert
einfalt og eins og
það skipti raunar
fjarska litlu, og um
leið hafnaö miklu
af þeirri dramatlk
sem efnið býður
upp á“, segir Heimir
Pálsson m.a. f um-
sögn sinni um
skáldsögu Þórarins
Eldjárns, KYRR
KJÖR.
vegar örlög sín. Með andlega yfirburði sína
að vopni vinnur hann sæta sigra á sýslu-
manni og biskupi, auk nokkurra annarra, en
glíman við örlögin fer nokkuð á aðra lund að
vonum.
Til liðs við sig þetta árið fær kramarmað-
urinn ungan mann og býsna tröllvaxinn,
Þórodd Bárðarson, brennimerktan þjóf frá
Rifi. Snúast átök skálds og yfirvalda sumpart
um þennan hjálparmann — sem reynist betri
en enginn.
Eins og áður sagði er sagan mjög iiðlega
fléttuð og missmíðalítið tekst Þórarni að
koma fyrir í henni flestu markverðu úr þjóð-
sögunum, auk þess sem endurminningar
þær sem Guðmundur rekur fyrir Þóroddi
verða til upplýsinga um fortíðina. Það sem
sá lesandi sem hér skrifar saknar hins vegar
er raunveruleg alvara í átökum sögunnar.
Þetta er allt gert einfalt og eins og það skipti
raunar fjarska litlu, og um leið hafnað miklu
af þeirri dramatík sem efnið býður uppá.
Sumpart stafar einfaldleikinn og alvöru-
leysið af því að Guðmundi eru fengnir of létt-
vægir andstæðingar. Hvort heldur er sýslu-
eftir HeimiiPálsson
maður eða biskup verða báðir auðunnir sak-
ir ölkærleika síns. Niðurlæging þeirra verð-
ur að sönnu skopleg, en alvöruátök verða
ekki úr. Þó hefur maður einatt sínar grun-
semdir um að veraldleg og geistleg yfirvöld
um aldamótin 1700 hafi hreint ekki verið
nein lömb að leika sér við — sæju þau veldi
sínu ógnað.
Jafnvel þegar kemur að siðferðilegum
vanda skáldsins og snýst um réttmæti þess
að reyna að breyta eigin örlögum, jafnvel þá
verður fjarska lítið úr alvörunni. Efasemdir
Guðmundar reynaSt ekki meiri en svo að
Þóroddur kveður þær niður í stuttu samtali
(og reynist þá orðinn býsna góður heimspek-
ingur þrátt fyrir ólæsi sitt og fákunnustu um
vorið) eða þá biskup sannfærir skáldið með
einni setningu í drykkjurausi.
Þetta er önnur hlið alvöruleysisins. Hin er
málfarsleg. Þótt engum sé ætlandi að skrifa
á málfari sögutímans er óþarfi (og ófyndið til
lengdar) að kippa því svo harkalega inn í nú-
tíðina sem Þórarinn gerir sér far um. Þannig
finnst mér hann skemma sögu sína með gá-
leysislegum gálgahúmor þegar Guðmundur
skáld veltir fyrir sér heimboði Danakonungs
og klykkir út með þessum orðum: „Lýk ég
svo mínu lífi sem skoðunarfífl danskra hof-
manna og frík hið mesta í konungs-
garði.“ Þau orð sem hér eru prentuð
breyttu letri auka engu við sársaukann sem
í máli Guðmundar felst — verða einasta (mis-
heppnaður?) brandari. Fleiri dæmi þessu lík
mætti tína til.
Smásögur Þórarins Eldjárns í Ofsögum
sagt voru smellnar og læsilegar og sumar
hverjar tæknilega mjög vel gerðar. Hér
vantar ekkert á læsileikann heldur — þrátt
fyrir þessar aðfinnslur um orðaval — en það
vantar á dýptina, átökin, sársaukann og þess
vegna rís skáldverkið ekki hátt þótt úr verði
texti sem ágætt er að stytta sér stundir við og
kitlar hláturtaugar í bland.
18 HELGARPÓSTURINN