Helgarpósturinn - 03.12.1983, Síða 19

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Síða 19
Beðið eftir strætó „Við erum himinlifandi yfir því að einsfaklingar geti hrundið hugmynd eins og þessari I framkvæmd nú á timum sþarnaðar og niðurskurðar. Við höfum hvarvetna mætt jákvæðum viðbrögðum, bæði hér og I Þýska- landi", segir Stefán Edelstein en hann er einn af hvatamönnum menningardaganna. Menningardagar í V-Berlín Ný skáldsaga eftir Pál Pálsson Lesendur Helgarpóstsins ættu að kannast við Pál Pálsson, því hann sá um tíma um Stuðarann. Páll er nú að senda frá sér skáld- sögu númer tvö. Hin fyrri fjallaði um Hallærisþlaniðr sú sem nú er í þann veginn að koma úr prentun heitir Beðið eftir strætó. — Um hvað fjallar sagan Páll? Hún er um unglinga. Ég reyni að draga fram reynsluheim þeirra unglinga í Reykjavík sem eru mjög langt leiddir vegna notkun- ar eiturlyfja. Ég kynntist aðstæð- um þeirra þegar ég var að vinna að Stuðaranum. Við Helga Haralds- dóttir tókum viðtöl við krakka á unglingaheimilinu og í gegnum það kynntist ég krökkunum sem ég er að skrifa um. — Er þetta þá eins konar heim- ildaskáldsaga? Já, á vissan hátt. Ég vann þann- ig að ég talaði við krakkana einn og einn í einu og það varð til þess að þau opnuðu sig og sögðu frá reynslu sinni, opnuðust inn að sál- arkviku. Bókin er byggð á þessum viðtölum, allt sem sagt er frá hef- ur raunverulega gerst, en er fært í skáldlegan búning. Ég bý til eina persónu úr mörgum. Ég á alveg eins von á því að margir eigi erfitt með að trúa því sem gerist, en það er samkvæmt frásögnum krakk- anna. — í hvers konar eiturlyfjum voru þessir krakkar? Öllu sem þau komust yfir, nema lími. í þeirra augum er límið barnagaman. — Er ekki eitthvað gert til að hjálpa þeim? Flest þeirra hafa búið við slæm- ar félagslegar aðstæður og eru hreinlega á götunni. Lögreglan hefur töluverð afskipti af þeim og eins hefur samstarfsnefnd um unglingamál reynt eitthvað að hjálpa. Það er líka til að þessir krakkar komi frá svokölluðum góðum heimilum en þá búa þau við algjört afskiptaleysi. — Hvers vegna höfðar heimur ungling svona sterkt til þín? Ég er eiginlega unglingur enn þá. Mín afstaða til skáldskapar er sú að maður eigi að þekkja það sem maður skrifar um. Auk þess eru málefni unglinga vanrækt hér á landi og veitir ekki af að fjalla um þau. — Ertu þá að reyna að skapa umræðu milli unglinga og full- orðinna? í og með, en líka að koma frá mér eigin reynslu. — Hvað um söguformið? Þessi bók er ólík flestum öðr- um íslenskum skáldsögum að því leyti að hún er ekki bein epísk frá- sögn, heldur er sagan brotin upp, það má tala um viss suður—ame- rísk áhrif, eins konar púslustíl, brotin raðast smám saman í eina heild. Þetta geri ég til að virkja lesandann. Hann hefur ekki meiri yfirsýn en persónurnar í sögunni, enda er það ekki hægt, því hún er enn að gerast. „Wolfgang bróðir minn fékk þá hugmynd fyrir um það bil tveimur árum, að gaman gæti verið að efna til íslenskrar menningarviku í Vestur—Berlín. Upphaflega var þetta mjög hógvær hugmynd, þetta átti að vera lítil menningar- vika með fáum þátttakendum, en hugmyndin óx í meðförum og nú er svo komið að að þessu standa fulltrúar flestra listgreina auk á- hugamanna bæði hér og í Þýska- landi'? Þetta segir Stefán Edelstein, einn af forvígismönnum íslenskra menningardaga, sem Vigdís Finn- bogadóttir forseti opnar formlega í Vestur—Berlín hinn 25. nóvem- ber. Á menningardögunum kennir ýmissa grasa: Á tónleikum verður flutt íslensk kammertónlist eftir Áskel Másson, Atla Heimi Sveins- son, Leif Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Á öðrum tónleik- um verða kveðnar rímur og flutt íslensk ljóðalög. Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Jón Laxdal leikari hafa tekið saman bókmenntadagskrá með verkum eftir eldri og yngri íslensk skáld. Ágúst Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður sýnir myndir sínar Utlagann og Land og syni. Rjóm- inn af íslenskum grafíklistamönn-- um stendur fyrir sýningu á um 60 grafíkverkum og ljósmyndararnir Guðmundur lngólfsson og Sigur- geir Sigurjónsson setja upp Ijós- myndasýningu með myndum af landi og þjóð. Að loknum menningardögun- um í Berlín munu hlutar þeirra einnig verða á dagskrá í Bonn og Hamborg. MYNDLIST Mnemosyne og FIM Mnemosyne er orð af grískum uppruna og merkir ,,minni“ og innan listfræðinnar er það notað sem endurómur, því í ýmsum listaverkum og reyndar flestum er hægt að finna enduróm frá öðru verki eða verkum. Á grófu máli gáfnaljósa heitir þetta stæling. Aður fyrr var mikið fjallað hér um stælingar: allir voru að stæla alla; og þáð að finna „stælingu" í listaverki þótti bera vott um getuleysi listamannsins til að vera sjálfstæð- ur. En fundvísin benti ótvírætt til skerpu og gáfna finnandans. Meðan við höfðum aðeins fengið forsmekk af nútímalist, höfðum hvolpavit á stjórnmálum en ekki hundsvit á eðli lista, sem áttu allar að vera eintóm á- deila eins og hjá stórskáldum, þá var mikið rætt um stælingar. Seinna munum við öll hvað við urðum heilluð af bók Mario Praz: Mnemosyne. Hliðstæður í bókmenntum og sjón- menntum. Engu að síður hafa „minni" í list- um hér ekki fengið nægilega umfjöllun, eins og sagt er. Það er þá helst Tíminn og vatnið eftir Stein, lauslega bórið saman við list septembermannanna. En sá samanburður hefur ekki verið með neinum glæsibrag, fremur samtíningur „bókmenntafræðinga" en heillandi ábendingar eða leiðsögn list- fræðinga. Mér datt þetta í hug þegar ég sá sýningu FÍM að Kjarvalsstöðum, sýningu sem er öll á pappír. Vídd á pappír hét hollensk sýning sem haldin var í Nýlistasafninu fyrir nokkrum ár- um, og SÚM hélt sýningu á verkum sem urðu að vera af ákveðinni stærð: smámyndasýn- ingu. Nú er komið að FÍM að afmarka, veita aðhald, enda er eðli listamannsins annað en landvinningamannsins. Listamaðurinn reynir að stíga spor af mikilli fjölbreytni á af- mörkuðu, þröngu svæði, en landvinninga- maðurinn reynir að stika stórum yfir sem stærst landsvæði og helga sér það. í brjósti lýsing eða „myndskreyting" þeirra. Myndir Roj eru þó miklu heldur eins konar kenning- ar, myndbreytingar eða líkingar, heimssýn og andi. Jörðinni hefur verið eytt, eyðilegg- ingunni er lýst í smáatriðum líkt og á Ijós- mynd sem er tekin á vél sem er hugarvél fremur en myndavél. Allar ljósmyndavélar hafa verið eyðilagðar, en mannshugurinn sem engin leið er að eyða svífur yfir þeirri eyðileggingu sem hann hefur skapað með verkum sínum, höndum sínum, hugvitinu. Allt er horfið, aðeins eyðileggingin er eftir, en henni er líka ógnað af svörtum áleitnum skugga sem virðist færast stöðugt lengra yfir sviðið. Þá myrkvast jörðin algerlega. Aðeins mannshugurinn verður eftir sem sköpunar- andi guðs yfir vötnum auðnar og tóms. Ekk- ert bendir samt til þess að hann segi: Verði Ijós — og að þá verði ljós. Þó er það alls ekki „Andlegt ástand heimsins er auð- sætt á sýningunni, bæði f verkum ís- lendinganna gg gestsins. Verk ís- lendinganna eru fjarri öllum áhyggj- um af endalokum, en hjá Svíanum eru endalokin sem svart á hvitu", segir Guðbergur Bergs- son ( umsögn sinni um pappírssýningu FÍM á Kjarvalsstöö- um beggja er græðgi, á henni er kannski lítill eðlismunur, én á henni er stigsmunur, sá munur sem er á landvinningamanni og land- könnuði, efnahagslegri græðgi og andlegri græðgi. Andlegt ástand heimsins er auðsætt á sýn- ingunni, bæði í verkum Islendinganna og gestsins. Verk íslendinganna eru fjarri öllum áhyggjum af endalokum, en hjá Svíanum eru endalokin sem svart á hvítu. Hann hefur myndskreytt Sólarljóö og nokkrar af þeim myndskreytingum eru á sýningunni. Þó er auðsærri sólarljóðaandinn, tilfinningin fyrir heimsslitum. í hinum gráu verkum er áber- andi mnemosyne eða minni frá vásýn í Ijóðagerð ýmissa sænskra „bölsýnisskálda". Jafnvel er hægt að rekja upphaf myndanna til einstakra ljóða, þótt myndirnar séu ekki eftir Guðberg Bergsson útilokað, vegna þess að liturinn er enn eftir í tilverunni og á jörð. Myndir Roj eru valdar með hliðsjón af hug- arfari Sólarljóda og ekki aðeins hugarfari þeirra heldur okkar, mannsins sem stefnir að árinu 2000 jafn óttasleginn og hann var árið 1000. Roj bendir með myndum sínum á hliðstæðurnar. Þessi vitsmunalegi þáttur myndlistarinnar er afar heillandi. Liklega finnst okkur íslendingum hann ekki vera hollur vegna þess að við erum ekki lengur í tengslum við anda hins forna skáldskapar okkar. Hann virðist aðeins heilla útlendinga sem gera sér mikinn mat úr honum. Við er- um í amerísku fæðunni, búum enn við létt- lyndi þess sem er langt í burtu frá öllu nema hinu daglega vafstri. Og okkar andlega fæða er enn sem skelfilegt snarl. Hjátrúin á endalok er afar rík trú í mannin- um, einkum þegar líður að aldamótum. Við óttumst að heimurinn farist. Við döðrum við þá hugsun, leikum okkur að hættunni. Helsta skemmtun mannsins hefur verið og er enn sú, að hrella bæði sjálfan sig og aðra. Kannski gerum við það vegna þess að lok- inni hrellingu brýst fram taumlaus gleði, ómenguð, barnsleg og frjáls, eins og ævin- lega við komu nýrrar aldar, þegar heimur- inn rís úr sæ. Farðu burt, skuggi, sagði Stein- ar Sigurjónsson. Andstæðar myndum Roj eru myndir Tryggva Ólafssonar í sinni næstum klassísku heiðríkju litar sem er ómengaður, án blæ- brigða, eins og fögnuðurinn, í eins konar „litabókaranda". Myndir Tryggva hanga beint á móti myndum Roj, í hinúm enda sal- arins. Skiljið þið nú? Andi Sólarljóða ríkir því á sýningu FÍM að Kjarvalsstöðum þrátt fyrir gleymsku á Ijóð okkar landsmanna. Tryggvi býr i Dan- mörku, en Roj í Svíþjóð með sín „minni" eða mnemosyne. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.