Helgarpósturinn - 03.12.1983, Page 23
HRINGBORÐIÐ
Snillingurinn
[ dag skrifar Auður Haralds
Listabrautin er ekkert malbikað
breiðstræti varðað slútandi á-
vaxtatrjám og grasi sem má
ganga á. Hún er ekki einu sinni ol-
íumalarborin og það er skrýtið,
því miðað við umferðarþunga þá
flokkast hún næstum sem þjóð-
braut. Listabrautin er kræklótt,
holótt og í beinu berhöggi við eðl-
islögmálin með því að vera öll á
brattann.
Með þessari landslagslýsingu á
ég ekki við samanskroppna sjóði,
stopula styrki, óreglulegar tekjur
og vafasamt lánstraust. Ekki einu
sinni þá geigvænlegu staðreynd
að listamenn eiga að borga skatt
eins og aðrir, þegar hver maður
sér að fólk sem hefur ekki næga
ábyrgðartilfinningu til að stunda
regluiega vinnu getur engan veg-
inn tekið á sig ábyrgð á ríkinu.
Allt þetta er nefnilega aðeins
smáböi. Lífsbölið kemur innan
frá. .
Það er ekki nóg að fá öðru
hverju póst þar sem maður er titl-
aður rithöfundur á umsiaginu.
Ekki lyftir það heldur sálartetrinu
að vera stundum ávarpaður sem
skáld (skáld er talsvert göfugra en
rithöfundur), því það er byggt á
misskilningi. Eg hef aldrei getað
moðað saman vísu og ég veit það.
Svo ég njóti réttmælis, þá er ég
ansi góð í stökum línum og hend-
ingum. En ég hef aldrei getað
botnað neitt. Kannski gæti ég
fleytt mér undir fölsku flaggi inn i
vísnaþætti á aðsendum fyrripört-
um og þannig grópað mig í vitund
þjóðarinnar sem verðugur arftaki
Einars Ben. Og síðan, þegar ein-
hver minntist á þennan snotra
fyrripart í þættinum um daginn,
þá gæti ég brosað og þóst ekki
vilja ræða það frekar sökum hóg-
værðar. En ég myndi vita innan í
mér að ég er ekkert skáld og
skammast mín.
Mer finnst ég ekki einu sinni
vera rithöfundur. Ég veit að ég er
það (hér er átt við starfsheiti, ekki
gæðamat) vegna þess að það
stendur á póstinum mínum.
Kannski væri mér styrkur að því
að eiga tweedjakka, en það dygði
ekki til að sannfæra mig. Rithöf-
undatitillinn er aðeins viðauki við
nafnið mitt, rétt eins og bakhúsin
eru aðgreind með bókstaf á eftir
númerinu. Hvað maður er verður
að koma innan frá og ekkert teg-
undarheiti getur hróflað við því
böli að efast. Innri sannfæring er
nefnilega naflastrengur og mæna
listamannsins.
Ég væri sátt við að vera snilling-
ur. Það er hinn sanni skæri logi,
en ekki eitthvað sem er sett í síma-
skrána.
Fyrir nokkrum áratugum komst
ég að með hjálp líkindareiknings,
að allt benti til þess að nokkurt
magn _af snillingum væri í veröld-
inni. Ég fór þvi og keypti mér
vatnslitakassa. Gauguin, hafði ég
frétt, greip dag einn pensil og liti
og smurði meistaraverki á strig-
ann. Æfði sig ekkert, lærði ekkert,
steig bara fram fullskapaður snill-
ingur. Þetta voru traustar heimild-
ir fyrir því, að snilligáfa leyndi sér
ekki. Ég vatnslitaði nokkrar
myndir og sá strax, að hefði ég
snilligáfu áj>essu sviði, þá fór hún
mjög dult. Eg lagði listmálun á hill-
una og gleymdi leitinni að logan-
um skæra.
Mikið mengað vatn hafði runnið
til sjávar daginn sem ég settist við
að skrifa bók. Ekki eitt andartak
datt mér í hug að ég væri snilling-
ur í ritlist. Ég vissi ekki einu sinni
hvort ég gæti stafsett, hvað þá
skrifað. Samt bögglaði ég saman
handriti og glapti útgefandann til
að láta prenta það.
Um leið og bókin kom í búðirn-
ar fór sviðsskjálftinn að segja til
sín. Ekki batnaði það þegar kaup-
endunum fannst bókin áberandi
betri en höfundinum. Ýmsir
möguleikar leituðu á nýklakta rit-
inu voru orðnar óbærilegar og
þörfin fyrir sjálfstraust komin yfir
hættumörkin, greip ég til ráðs úr
fegrunardálki kvennablaðs.
Það gekk að vísu út á að konur
skyldu segja við spegilmynd sína í
fimmtán mínútur á hverjum
morgni: ,,Þú ert fögur, þú ert fög-
ur, þú ert fegursta kona í heimi“,
og strjúka slöngulokka sína á
meðan, Smátt og smátt tryðu kon-
ur þessu og þannig myndaðist
innri sannfæring, sem svo aftur
hefði þau áhrif að hver sú kona
sem stundaði þetta yrði raunveru-
án þess að fríkka vitund. Nú fór ég
á fætur, stökk fram á baðherberg-
ið, leit aðdáunaraugum í spegilinn
og sagði: ,,Þú ert snillingur“.
Þrem dögum siðar trúði ég mér.
Ég fór að koma auga á að al-
vond var bókin ekki. Þarna var
einhver neisti sem með góðri
hjúkrun gat kannski orðið að log-
anum rauða.
Eftir það bjóst ég auðvitað við
að ef ég svo mikið sem stryki
fingrunum eftir nótnaborði ritvél-
arinnar, þá myndu óviðjafnanleg-
ar gersemar raða sér fyrirhafnar-
sjálfstraustsins, ég fékk aðkenn-
ingu að jafnvægi og hélt áfram að
skrifa. Og það kemur stundum fyr-
ir að ég horfi agndofa á línu, setn-
ingu eða bara fáein orð og hugsa
„þetta var snilldarlegt hjá þér,
ekkert minna en snilld" og ég er
svo hrifin af mér að hugsunin er
loðmælt. Strax á eftir verð ég
skelfingu lostin. Hvaða örlög bíða
þessa þriggja orða snilldarverks?
Týnist þessi litli blossi ekki bara
innan um öll hin orðin? Og löng-
unin til að bjarga þessum væga
votti af snilligáfu frá glötun er yf-
irþyrmandi. Mig langar að skrifa
orðin þrjú ein og sér á hreina,
hvíta örk, fara með þau til útgef-
andans og segja:
,,Er þér ekki sama þó þú gefir
þetta út sér?“
En ég geri það ekki. Orna mér
aðeins við vissuna um að þarna
fóru þrjú ódauðleg orð.
En það er með þennan bjarta
loga snilldarinnar eins og hverja
aðra kolaeidavél, hann logar ekki
eftir pöntun og stundum heldur
maður að hann sé dáinn. Engar
eldspýtur til.
Það var hér um daginn, þegar
hann hafði skinið svona fremur
dauft og haft í hótunum undir rós
að yfirgefa mig alveg og ég búin
að leggja hart að mér við að bug-
ast ekki, þá hitti ég píparann
minn.
Hann sagði að ég hefði fagra sál
og ég ákvað samstundis að trúa
því, þótt hann hefði þar á undan
sagt að hann yrði 106 ára næsta
vor, sem ég veit að er lygi. Síðan
minntist hann ýmissa gleðiat-
burða í lífi sínu, þar á meðal þegar
hann dyttaði að krana hjá Kiljan
og kom hita á hjá meistara Þór-
bergi.
,,Segðu mér,“ sagði ég og
reyndi að roðna ekki af æsingi,
„hefur það ekki haft hamingjurík
áhrif á líf þitt að fá að vinna fyrir
SNILLINGA - MIG, Kiljan og Þór-
berg?“
Hann leit á mig og augu hans
fylltust af tárum.
„Snilling?" sagði hann. „Ég hef
aldrei unnið fyrir Knut Hamsun“.
Ég hélt heldur ekki að þetta
væri neitt bál.
• Byggingavörur
• Timbur •Teppi
• Flísar
• Hreinlætistæki
# Blöndunartæki
• Baðhengi
# Baðteppi
• Baðmottur
• Málningarvörur
• Verkfæri
• Harðviður
• Spónn
# Spónaplötur
# Grindarefni
# Viðarþiljur
# Parket
# Panell
# Einangrun
• Þakjárn
# Þakrennur
# Saumur
• Rör
# Fittings
• Einnig steypu-
styrktarjárn
og mótatimbur
Otrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar
OPIÐ:
mánudaga—fimmtu-
daga kl. 8—18
föstudaga kl. 8—19
laugardaga kl. 9—12.
JL
IBYGGINGAVOBURI
f HRINGBRAUT Símar: Timburdeild . . T . . 28-604 |
Byggingavörur. 28-600 Málningaryörur og verkfæri 28-605 I
I Gólfteppadeild . 28-603 Flísar og hreinlætistæki 28:430 J
HELGARPÓSTURINN 23