Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN Hálfur milljarður í jólaauglýsingar Bráðum koma blessuð jólin/ börnin fara að hlakka til/ Allir fá þá eitthvað fallegt/ í það minnsta tölvuspil — söng einn blaða- manna HP á ganginum um daginn. Og lái honum hver sem vill; með nýjum tímum koma nýir menn og nýir siðir. Alla vega er tími kerta og spila liðinn; jólagjafirnar eru orðnar viðameiri. Aðfaravikur jóla eru tími auglýsinganna. Auglýsingaflóðið hefst um miðjan október og linnir ekki fyrr en á aðfangadag. Og það kostar peninga; mikla peninga. Seljendur auglýsa í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og sérritum og bæklingum. Það kostar að birta þessar auglýsingar og það kostar að hanna þær. Við skulum byrja ferð okkar um auglýs- ingafrumskóginn með tilvitnun í Gunnar Stein Pálsson, eiganda Auglýsingaþjónust- unnar og formann Sambands íslenskra aug- lýsingastofa (SÍA); „SIA eru samtök 10 auglýsingastofa. Hlut- verk þeirra er tviþætt. Annars vegar að betrumbæta siðareglur í auglýsingum og hins vegar að fylgjast með auglýsingamálum á alþjóðlegum markaði pg kynna okkur allar nýjungar jafnharðan. Á íslandi er ekki til neinn samræmdur texti í auglýsingum. Aug- lýsingar eru ekki löggilt iðngrein og markað- urinn því algjörlega frjáls. Par af leiðandi má segja að frumskógalífið sé mikið í auglýsing- agerð hérlendis. Meirihluti auglýsinga sem framleiddar eru þyerbrýtur allar okkar siða- reglur. Okkur í SÍA hrýs hugur við mörgu því sem borið er á borð fyrir fólk." Sjónvarpið og Útvarpið eru einu fjölmiðl- arnir sem beinlínis ritskoða eða setja reglur um auglýsingar. Á dagblöðum er það aug- lýsingastjóranna að meta efni og orðalag auglýsinga. Auglýsendur hafa yfirleitt aðeins tvennt í huga þegar þeir setja auglýs- ingu í fjölmiðil: Hve áhrifamikill og sterkur fjölmiðillinn er og hvaö auglýsingin kostar. Ríkisfjölmiðlarnir og Morgunblaðið bera höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla hvað auglýsingamagn varðar. Doris Þormar á auglýsingadeild Sjón- varpsins segir að vinsælustu auglýsinga- tímarnir fari ekki eftir vikudögum heldur þeim dagskrárliðum sem á eftir auglýs- ingum fara. Dallas laðar flestar auglýsingar aðsér, en Tommi og Jenni eru einnigí miklu uppáhaldi hjá auglýsendum. Auglýsinga- mínútan kostar 22,310 kr. Hjá auglýsingadeild Rásar 1 fær HP upp- lýst að verðflokkar auglýsinga séu fjórir: 30, 50, 60 og 120 kr. á orðið, allt eftir efni og sendingartíma. Auglýsingastjóri Rásar 2, Helga Margrét Reinhardsdóttir, segir að hámark auglýs- inga sé 9 mínútur á hverja klukkustund. Auglýsingar hafi fyllt tímann fyrstu tvo sendingardagana, síðan minnkað lítillega, en stefni nú í fulla auglýsingalengd fyrir jól. Auglýsingar Rásar 2 hafa ekki dregið úr aug- lýsingum Rásar 1, að sögn Helgu, þannig að um nýjan auglýsingamarkað virðist vera að ræða hjá Rás 2. Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri Morgunblaðsins, fullyrðir að auglýsingar blaðsins séu yfir 50% af auglýsingum á dag- blaðamarkaði. ,,l desembermánuði er Morgunblaðið að jafnaði 77 síður á dag og þar af eru auglýsingar á bilinu 30-40% af efni blaðsins." Öllum þessum aðilum ber saman um að auglýsingum hafi ekki fækkað frá sama tíma í fyrra, heldur aukist lítillega. Þrátt fyrir krappari kjör og minni umferð peninga virð- ast auglýsendur halda velli og sjá fjárfest- ingu í auglýsingum. En hve miklu verja Is- lendingar í auglýsingar? Tölur þær sem hér fylgja á eftir eru settar fram með fyrirvara, en að mati dómbærra manna sem aðstoðuðu HP við vinnsluna ættu þær að vera nokkuð nálægt sanni. Við höfum kosið að reikna heildarkostnað við hönnun og birtingu auglýsinga á islandi fyrir jólin 1983, þ.e.a.s. í 75 daga fyrir fæðingar- dag frelsarans. Tökum ríkisfjöimiðlana fyrst. Sjónvarpið hafði um 13 milljónir í tekjur fyrir auglýsingar í nóvember s.l., að sögn Doris Þormar. Desember verður tekjuhærri. Þessa 75 daga má því reikna með ca. 35 milljónum í auglýsingatekjur Sjónvarps. Rás 1 selur orðið á 60 kr. að jafnaði. Meðal- auglýsingadagur er um 100 mínútur. í mínútu felast um 150 orð. Alls gerir því aug- eftir ingólf Margeirsson lýsingadagurinn um 900 þúsund krónur. Á 75 dögum verða auglýsingatekjur Rásar 1 um 68 milljónir. Auglýsingamínútan á Rás 2 kostar 9 þús- und krónur. Rásin hóf útsendingar sínar 1. des. Á 23 dögum ætti rásin að ná inn um 450 þúsund að jafnaði. Það gerir rúmar 10 mill- jónir litlar. Morgunblaðið hefur í ljósi fyrrgreindra upplýsinga um 30 auglýsingasíður á dag, sölumánuðina fyrir jól. Heilsíðuauglýsing kostar það sama í öllum dagblöðum (ríkis- taxti svonefndur) eða 30 þúsund kr. Öll dag- blöð veita öðrum fyrirtækjum en ríkisfyrir- tækjum afslátt af þessu verði. Afslátturinn er mismunandi eftir efni og styrkleika blað- anna; hann getur verið á bilinu 15-70%. Morgunblaðið veitir minnstan afslátt i skugga veldis og upplags. Að sögn auglýs- ingastjórans gilda fastar reglur um afslátt: Þeir sem auglýsa fyrir 30 þúsund eða meira á ári fá 10% afslátt en auglýsi menn fyrir meira en 225 þúsund á ári hljóta þeir 30% af- slátt. Að sögn Baldvins eru þeir viðskipta- vinir tiltölulega fáir, eða um 10% af auglýs- endum blaðsins. Segjum nú að Morgun- blaðið selji 30 síður á 30 þúsund kall á dag. Það verða 900 þúsund á dag eða 67,5 mill- jónir í auglýsingatekjur á 75 dögum fyrir jól. Hin blöðin fá u.þ.b. sömu upphæð saman- lagt á sömu 75 dögum. Það gerir aðrar 67,5 milljónir. Alls hafa því auglýsendur eytt 248 milljón- um í birtingu auglýsinga í ofantöldum fjöl- miðlum. Þá á eftir að telja upp öll sérrit og tímarit, bæklinga og auglýsingarit. Enn- fremur á eftir að nefna kostnað við hönnun allra auglýsinganna og þóknun auglýsinga- stofa svo eitthvað sé nefnt. Aðili sem hefur góða heildarsýn yfir hönnunarkostnað aug- lýsinga, telur að hann verði ekki undir 200 milljónum fyrir jólin. Ef lagðar eru 248 mill- jónir við 200 milljónir fáum við út 448 mill- jónir sem áætlaðan auglýsingakostnað Is- lendinga i þá 75 daga sem jólavertíðin stendur yfir. Var einhver að tala um kerti og spil? ERLEND YFIRSYN Særður bandarískur flugmaður hallar sér upp aö sýrlenskum hermanni, sem tók hann til fanga. Kosningaskjálfti í Washington ræöur feröinni í Líbanon Getuleysi Bandaríkjastjórnar til að bjarga sendiráðsfólki sinu úr gíslingu í Teheran, varð Jimmy Carter að falli öllu öðru fremur í síðustu forsetakosningum. Sigurvegarinn í þeim kosningum, Ronald Reagan, gerði sér nýverið Ijóst að hann hefur slampast til að setja sveit landgönguliða, úrval bandaríska hersins, í óverjandi aðstöðu í Beirut, höfuð- borg Líbanons. Landgönguliðarnir 1800 á flugvallarsvæð- inu í Beirut eru í rauninni gíslar, berskjaldað- ir fyrir atlögum stríðsaðila í marghliða inn- anlandsófriði í stjórnlausu landi. Með einni bílsprengju voru 239 bandarískir land- gönguliðar drepnir fyrir rúmum mánuði. Reagan forseta vildi til happs, að hann gat dreift athygli landa sinna frá blóðtökunni og niðurlægingunni í Beirut með ódýrum sigri í dvergríkinu Grenada á Karíbahafi. En land- gönguliðarnir í Beirut eru í sömu hættu og fyrr, og nú dregur að forsetakosningum. Reagan er á því að gefa kost á sér til endur- kjörs, og vill með engu móti eiga yfir höfði sér í kosningabaráttunni ótíðindi úr búðum landgönguliðanna, sem hann gerði að skot- mörkum á Beirutflugvelli. Fréttamenn Washington Post, þeir Lou Cannon og David Hoffman, lýstu hugsana- ganginuni í Hvíta húsinu á þessa leið í síð- ustu viku: „Pólitískur ráðgjafi Reagans komst svo að orði, að þátttaka landgönguliðanna í Líba- non væri „lang neikvæðasta málefni sem við okkur blasir." Hann lét svo um mælt, að innrásin á Grenada hefði „dreift athygli“ Bandaríkjamanna frá sprengingunni í Beir- ut, en löndin fyrir botni Miðjarðarhafs „geta frá pólitísku sjónarmiði orðið nýtt Víetnam," verði landgönguliðarnir um kyrrt í Líbanon fram í kosningabaráttuna fyrir forsetakosn- ingarnar 1984. 1 Hvíta húsinu ... fara áhyggjur vaxandi. Embættismaður orðaði það svo, aö „við get- um þolað þátttökuna í Líbanon um stund“ en „brottflutningur þaðan er aðkallandi áður en margir mánuðir líða...“ Rétt einu sinni er það ástandið í bandarísk- um stjórnmálum sem mótar gerðir Banda- ríkjastjórnar í fjarlægum heimshluta. Úrræði Reagans er að ganga í bandalag við ísrael um að þjarma að Sýrlendingum, þótt það kosti ýfingar við aðra bandamenn Banda- ríkjanna. Á fundi Bandaríkjaforseta og Shamirs, for- sætisráðherra ísraels, var ákveðið að koma á „herstjórnarlegu samstarfi" landanna. þar að auki voru fégjafir Bandaríkjastjórnar til ísraels stórauknar og ákveðið að létta af banni við sölu á klasasprengjum til Israels- hers. ísraelsmenn höfðu fengið slík vopn með þeim skilmála, að beita þeim aðeins á vígvelli gegn þéttu óvinaliði, en í innrásinni í Líbanon var klasasprengjum skotið á flótta- mannabúðir Palestínumanna. Síðastliðinn laugardag gerðu svo ísraelsk- ar flugvélar árásir á stöðvar Sýrlendinga í Líbanon, og á sunnudag tóku flugvélar af bandarískum flugvélamóðurskipum við. Samtímis birtu bresk blöð frásagnir af leyni- samningi um samræmdar aðgerðir gegn Sýrlendingum í Líbanon, sem þau sögðu þá Reagan og Shamir hafa gengið frá á fundi sínum í Washington. Ráðabreytni Bandaríkjastjórnar hefur vakið skelfingu, bæði meðal bandamanna hennar og í hópi Arabaþjóða og hjá þeim ríkjum í Vestur-Evrópu, sem féllust á að senda liðsafla til Beirut ásamt bandarísku landgönguliðunum. Öll þessi ríki eru ó- sammála þeim skilningi Bandaríkjastjórnar á ófremdarástandinu í Líbanon, að það stafi af sýrlenskri íhlutun með sovésku fulltingi. Að dómi bandamanna Bandarikjanna verð- ur engin lausn fundin í Líbanon, nema þar sé ráðið fram úr innanlandsátökum, sem tætt hafa þjóðina i sundur í stríðandi fylkingar. Þar á ofan hafa Bandaríkin fyrirgert þeirri aðstöðu, sem Carter fyrrum forseti skapaði þeim með milligöngu við friðargerð Egypta- lands og ísraels fyrir Miðjarðarhafsbotni. Reagan virðist hafa látið lönd og leið áætlun- eftir Magnús Torfa Ólafsson ina sem við hann er kennd um að koma á sjálfstjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum með samvinnu við Jórdan. Land- nám Israelsmanna á svæðunum heldur lát- laust áfram, en það er aðferð núverandi stjórnar í fsrael til að fyrirbyggja að þar geti nokkru sinni komið til sjálfstjórnar Pal- estínumanna. Reagan hefur horfið frá þeirri afstöðu Carters, að landnámið á hernumdu svæðunum sé af hálfu Israels brot á alþjóða- lögum. Eftir að niðurstöður af fundi Reagans og Shamirs lágu fyrir, komst aðalmálgagn stjórnar Husseins konungs í Jórdan svo að orði, að nú væri komið á daginn hvað Band- aríkin ættu við, þegar talsmenn þeirra töluðu um að gera Áröbum og ísraelsmönn- um jafn hátt undir höfði. Þeir fá ótakmarkað- an aðgang að ríkissjóði Bandaríkjanna, sagði blaðið, en okkur eru ætlaðar klasa- sprengjur. Mubarak, forsætisráðherra Egyptalands, kallaði samkomulag Reagans og Shamirs skelfileg tíðindi, og í sama streng tók sendiherra Saudi-Arabíu í Washington. Ásamt Bandaríkjunum sendu Frakkland, Ítalía og Bretland herlið til Beirut að banda- rískri áeggjan. Eftir loftárás Bandaríkja- manna á Sýrlendinga hafa komið upp á þing- um í London og Róm kröfur um að breskir og ítalskir hermenn verði fluttir frá Beirut, þar sem Bandaríkjastjórn hafi á sitt eins- dæmi umturnað hlutverki og starfsskilyrð- um liðsins, það sé að breytast úr friðargæslu- sveitum í ófriðaraðila. Peter Temple-Morris, varaformaður varnarmálanefndar þing- flokks íhaldsmanna, krafðist þess að Thatc- her forsætisráðherra mótmælti ráðabreytni Reagans. Ákvörðun um heimkvaðningu ítalska liðsins hefur verið frestað að sinni, en til hennar getur komið hvenær sem er. Nýjustu tíðindi frá Washington eru þau, að Hvíta húsið hefur verið gert að sandbílavígi. Stórum vörubílum hlöðnum sandi hefur verið komið fyrir við allar dyr, eftir að leyni- þjónustan taldi sig hafa komist á snorðir um að sjálfsmorðssveit shiíta væri komin til Bandaríkjanna og undirbyggi bílasprengju- árás á forsetabústaðinn. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.