Helgarpósturinn - 08.12.1983, Síða 17

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Síða 17
►mundsson í Helgarpóstsviðtali Já, hún er það þegar tekið er tillit til þess að undanfarið hefur skýrsluraunsæið verið ríkjandi og samfara því hefur helsta krafan til bókmennta verið sú að þær fjalli um eitt- hvert ákveðið vandamál, svo sem barsmíðar á konum eða alkóhólproblem á fjölmiðlum. Ókei, það er allt gott og blessað, en slíkt lif- ir sjaldnast sem ÍDÓkmenntir. Stundum er eins og söguþjóðin hafi týnt sagnalyklunum. En núna, alls staðar um allan heim er sagna- andinn að koma aftur yfir nútímann. Mögu- leikar til sagnagerðar eru fleiri en nokkurn tíma áður. Nýjar brautir hafa opnast. Þess vegna tala menn kannski ekki um að vera nýstárlegir þegar þeir fást við hina ævafornu iðju að segja sögur. I dag renna saman hin forna söguhefð mannkyns og þær tæknilegu nýjungar sem modernistarnir ruddu braut. Indverski rithöfundurinn Salman Rushdie segir að í dag segi menn sögur án þess að gleyma því sem Joyce og Proust gerðu, þ.e.a.s. sagan er ekki raun- sæisleg einföldun, heldur rúmar allt. Ég held að í nútímabókmenntum hafi þessi þróun hafist með Blikktrommu Gúnther Grass, sem kom út 1958. Á þeim tíma voru moderni- starnir ríkjandi og þeir sögðu að sagan væri dauð, allt hefði verið gert áður og nútíma- veruleiki væri í eðii sínu andsögulegur. Fjölnismenn og fyllerí Nú ert þú búsettur í Kaupmannahöín. Huernig er ad starfa sem íslenskur rithöfund- ur í útlöndum? Það er allt í lagi. Það eru mjög margir rit- höfundar sem búa ekki í heimalöndum sín- um. Af ýmsum ástæðum náttúrlega. Ég var búinn að búa á íslandi í ‘tuttugu og tvö ár, þegar mér fannst kominn tími til að snúa kíkinum við og horfa á hlutina heima úr dá- litlum fjarska. Það er lítil hætta á að íslendingar í Dan- mörku missi tengsl við landið sitt. Þeir víkka þau frekar út, því hér eru svo margir og koma alls staðar að af landinu. Ég var búinn að þvælast dálítið um áður en ég settist að hér; hjálpa Færeyingum að skipa upp fiski, grafa skurði fyrir Norðmenn og aðstoða Frakka við vínuppskeruna. Þegar ég kom til Kaupmannahafnar byrj- aði ég á því að brjóta niður sundlaug með loftbor og var um tíma ávaxtasali í grænum slopp og hreingerningamaður hjá sjóhern- um. Svo hef ég við og við sótt bókmennta- kúrsa í hálskólanum. Þú hefur þá ekki upplifaö neitt kúltúr- sjokk? Nei, en þetta eru ákaflega ólíkir staðir Kaupmannahöfn og Reykjavík. Fyrir mér er uppvöxtur í Reykjavík góður bakgrunnur. Maður fór snemma í könnunarleiðangra í gegnum borgina upp á eigin spýtur. Á slíku hafa börn í stórborg eins og Kaupmanna- höfn litla möguleika. Mér finnst gott að búa í Kaupmannahöfn. Borgin er stórt kúltúrgallerí. Hér er auðvelt að fylgjast með bókmenntum, mikið þýtt og margt vel þýtt og hér er öll menningarum- ræða á talsvert hærra plani en heima. Nei, fyrir mér er það ekkert mysteríum að vera skáld í Kaupmannahöfn. Án þess að taka eftir því hef ég bara runnið inn í ritstörf- in. Fjölnismenn og fyllerí, í dag er það bara brandari fyrir mér eða eitthvað í sögubók- um. Tímarnir eru breyttir, þó auðvitað séu þeir til sem halda að klukkurnar hafi stöðv- ast á síðustu öld.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.