Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 29
r u' rokk, nútímalegt og straumlínu- lagað, Bara-flokkurinn. Valgeir: Þarna höfum við gott dæmi um þrautseigju íslenskra tónlistarmanna. Þetta eru ungir menn frá Akureyri, rétt um tví- tugt. Þeir munu vera búnir að metta markaðinn fyrir norðan; það nennir enginn að hlusta tíu sinnum í röð á sömu hljómsveit- ina, jafnvel þó það sé uppáhalds- hljómsveitin. Samt rótast þeir áfram á dugnaðinum. Það er nógu erfitt að vera í hljómsveit í Reykja- vík. Guöný: Ég hélt að þetta væri einhver útlend hljómsveit... HP: Neinei, þetta er nýja Akur- eyrarlínan. Uppreisnin gegn ofur- valdi Ingimars Eydal... Valgeir: Það er rétt, við fyrstu hlustun mundi manni ekki detta í hug að þetta væru íslendingar. Það er greinilegt að þeir hafa lagt sig eftir því að ná einhverju út- lenskulegu sándi, sem kannski er ekki óeðlilegt. Að vissu leyti er það ekkert skrítið að ungum mönnum finnist þeir hafa náð ein- hverjum árangri þegar þeir eru farnir að hljóma eins og sveitir útí Englandi og Ameríku. Menn geta svo haft sína skoðun á því hvort það er skemmtilegt, leiðinlegt, menningarlegt eða ómenningar- legt... HP: Nú hefur það komið fram að ætlunin sé að kynna Baraflokkinn erlendis, sem og fleiri plötur, er út- landadraumurinn enn einu sinni að teyma íslenska poppara á asna- eyrunum? Valgeir: Ja, Mezzoforte þurfti að fara til útlanda til að fá almenni- lega viðurkenningu hér heima. Það getur auðvitað tekið á taug- arnar að þurfa alltaf að gera sömu fimmþúsund manneskjunum til hæfis. Ég er viss um að Guðný verður stundum leið á því að spila fyrir gömlu áskriftarhestana. Guðný: Já, auðvitað getur það verið þreytandi fyrir okkur spilar- ana að horfa alltaf á sömu andlitin útí sal. En samkeppnin er svo gríðarleg að það þarf bæði heppni og peninga til að koma sér áfram á hinum stóra markaði. Valgeir: ...já, það er séns að spila nýbylgjutónlist í Reykjavík... Það kveður við nýjan tón og öllu hrjúfari úr hátölurunum, ríf- andi gítartónar, ágengur trumbu- sláttur og í forgrunni hvell stúlku- rödd sem ryður út úr sér miklum orðaflaumi. Tappi tíkarrass, útgef- inn af hugsjónamönnunum í Gramminu. Guðný: Neei, ég held að þetta höfði ekki til mín. Satt að segja finnst mér poppið ekki hafa borið sitt barr síðan Bítlarnir hættu. HP: En þú Valgeir, hlustar þú á nýbylgju? Valgeir: Ja, í mínum hópi er nú yfirleitt kafað frekar djúpt í plötu- bunkann eftir gömlu uppáhalds- plötunum. Annars hlusta ég satt að segja voðalega lítið á tónlist, en slekk samt ekki á útvarpinu fyrr en i fulla hnefana. Guðný: Mér finnst oft að meiri kunnátta gæti ekki komið að sök í poppinu, að menn hefðu kunn- áttu til að notfæra sér fjölbreyttari hljómaganga.... Valgeir: Það getur nú samt verið gaman að því þegar menn fara uppá svið og kunna hérumbil ekki neitt, einsog til dæmis sumar hljómsveitirnar í Rokk r. Reykja- vík. Ég man líka eftir því í mennta- skóla að Bjólan samdi hin yndis- legustu lög á kassagítar sem hann kunni nákvæmlega ekki neitt á. Hann bjó bara til sína eigin hljómaganga. Guðný: Það getur auðvitað verið viss styrkur í þvi að kunna lítið. Með aukinni kunnáttu verð- ur manni yfirleitt betur ljóst hvað maður kann í raun og veru lítið. Samt held ég nú að það sé betra að reyna að læra eitthvað smávegis og sætta sig við sína vankunnáttu, annars hljóta menn að staðna fyrr eða síðar. Það má heyra af tónum Tapp- ans að hann hefur lært sitthvað síðan forðum tíð í Rokk í Reykja- vík og nýjabrum nýbylgjunnar tekið að springa út. En ekki má gleyma goðunum — Bubbi sjálfur er með nýja hljómplötu um þessar mundir, eins og endranær, liggur manni við að segja — reyndar safnplötu í þetta sinn, þúsund þorska og uppúr. HP: Ert þú Bubbamanneskja, Guðný? Guðný: Ja, þetta er nokkuð gott lag (Þúsund þorskar). Hann og Grýlurnar stóðu uppúr í Rokk í Reykjavík.... HP: Ert þú Bubbabyltingar- maður, Valgeir? Valgeir: Ja, er þjóðin ekki farin að bíða eftir nýrri byltingu. Það virðist vera reglan að það verði einhvers konar hvörf á umþaðbil fimm ára fresti. Bubbi geystist fram 1980, var það ekki? Stuð- menn og Spilverkið voru fyrst á kreiki um 1975, Trúbrot og Bjöggi um 1970 og Hljómar um 1965, þótt þetta sé kannski ekki alveg einhlít kenning. Nú er Bubbi ekki byltingarmaðurinn lengur og kannski ekki svo langt í næstu kú- vendingu. Guöný: Mér heyrist þetta vera frekar gamaldags, ekki ólíkt rokk- inu eins og það var í gamla daga... Valgeir: Mikið rétt — einfalt, skiljanlegt og blátt áfram. En flugið þarf samt ekki að vera minna fyrir því. Bubbi rúllar sinn glæsta feril á safnplötunni og viðtalsbilinu á Frakkastígnum að ljúka, þótt margar plötur séu óheyrðar og óspilaðar. Að lokum litil spurning HP: Er plötútgáfan hér ekki alltof einhæf? Valgeir: Við erum náttúrlega ofurseld markaðslögmálunum hér eins og annars staðar. Neyt- endur eru alltaf samir við sig og kaupa það sem að þeim er haldið. Það er auðvitað skiljanlegt að for- leggjarar séu ekki óðir og upp- vægir að gefa út plötur sem þeir tapa á. Það er ekkert grín að tapa peningum. Svo má heldur ekki gleyma því að margir útgefend- urnir eru rokkarar, börn síns tíma, fólk sem fékk Bítlana i fermingar- gjöf. En meiri breidd mundi nátt- úrlega ekki saka, það eru ýmsir fleiri afskiptir en klassíkerarnir, til dæmis allir þeir ágætu djassistar sem hér hafa verið að berja lóm- inn um árabil. Það er fengur að hverju nýju broti sem bætist í ís- lenska músíkpúslið. Það má líka reyna að fjárfesta svolítið í sálar- heill fólks. Guðný: Ég treysti mér ekki til að dæma um ástandið í poppinu. En frá minum bæjardyrum séð vantar fyrst og fremst að íslenskir flytjendur og tónskáld hafi tæki- DREKAROG SMÁFUGLAR NÝ SKÁLDSAGA EFTIR ÓLAF JÓHANN SIGURÐSSON ( þessari miklu skáldsögu leiðir höfundur til lykta sagnabálk sinn af Páli Jónssyni biaðamanni, sem hófst með Gangvirkinu (1955) og hélt áfram með Seiði og hélogum (1977). Einn örlagaríkasti tími í sögu þjóðarinnar er magnaður fram í andstæðum fortíðar og nútíðar, þjóðhollustu og þjóðsvika. Lesendur fá loks að vita full deili á Páli Jónssyni og um leið er brugðið upp margbrotinni mynd af íslensku þjóðlífi á fimmta áratugnum þar sem kímilegar persónur og atvik fléttast inn í alvöruþrungna samfélagskrufningu. Ritsafn Ólafs Jóhanns Sigurðssonar ómissandi í bókasafnið. ' Mál gefum qóðar bœktir og menning færi til að koma sínu efni á plötur. Þá ætti kannski að vera meiri von til þess að vinna opin hörtu á band hinnar alvarlegri tónlistar. Við svo búið var ákveðið að hver hyrfi aftur til sinna atvinnu- tækja — Guðný til fiðlunnar og bogans, Valgeir til ryþmagítarsins og blaðamaður til gömlu skólarit- vélarinnar. Hvað viltu helst i jólagjöf? Gunnar Jónsson 11.ára: Mig langar f Poppbókina og áskrift að barnablaðinu Æskunni. Sigurður Björnsson 19 ára: Ég vil góðar bækur, t.d.Við klettótta strönd eða Kapphlaupið. Sæunn Guðmundsdóttir 8 ára: Viltu gefa mér bókina um Frú Pigalopp eða Við erum Samar eða Margs konar daga. Ha? Pétur Pétursson 12 ára: Poppbókina með viðtölunum við Bubba og Ragnhildi og líka bókina Til fundar við Jesú frá Nasaret. Geir Jónsson 16 ára: Helst vil ég eitthvað til að lesa, t.d. Kapphlaupið og óskabók íþróttamannsins, Ólympíubókina. Sigríður Gísladóttir 14 ára: Það væri gaman að fá bókina um Lassa í baráttu og Poppbókina. Æskan, Laugavegi 56 Sími17336 HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.