Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 15
YFIRHEYRSLA nafn Magdalena Björgvinsdóttir Schram fædd 11.8.1948. heimili: Sörlaskjól 92, Reykjavík. bíll Renault 4 árg. ’76.staða: Blaðafulltrúi Jafnréttisráðs, kennari og húsmóðir. heimilishagir í sambýli með Herði Erlingssyni, 2 dætur og 1 á leiðinni. áhugamál Heimilisfólkið aö Sörlaskjóli 92. o . Jafnréttisráð er kvennaráð efttr Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart Jafnréttismálin eru alltaf í deiglunni — og hverfa þaðan varla í bráðina þar sem ekki sér fyrir endann á því misrétti sem ríkt hefur milli karla og kvenna. Janfréttisráð er einn þeirra aðila sem á að sjá um það að karlmenn gangi ekki á hag kvenna og reyndar öfugt líka. Fiestir vita af tilveru þessa ráðs, en þeir eru faerri sem gera sér grein fyrir valdsviði þess, áhrifum og því sem það hefur fengið áorkað. Sumir úr þessum hópi vilja reyndar halda því fram að Jafnréttisráði haft ekkert orðið ágengt, enda séu völd þess og áhrif hverfandi lítil. Og til eru þeir sem hundsa algjörlega ályktanir þess og telja þær vafasamar skoðanir, byggðar á kenn- ingum fámennrar kvenfrelsiselítu. Magdalena Schram blaðafulltrúi Jafnréttisráðs og kven- réttindakona af lífi og sál, er í yfirheyrslu um þessi mál. Er Jafnréttisráð ekki bara valdalaust apparat sem adeins gufar í málum að nafninu til? „Það er alls ekki valdalaust. Það beitir sín- um áhrifum og hefur úrskurðarvald í þeim málum sem berast inn á borð þess. Því er samt ekki að leyna að ráðið er gert valda- og áhrifaminna en það ætti að vera samkvæmt lögum, með skertum fjárveitingum og starfs- mannahallæri í -kjölfar þess. Fjárveitinga- valdinu er þannig í lófa lágið að gera ráðið að aigjörlega máttlausri stofnun." Og ekki er miklum peningum til að dreifa hjá þvi opinbera í dag. Er þetta því ekki dálítið máttlaus kóntórismi hjá ykkur, eda hvada meiriháttar ákvarð- anir eðá stefnubreytingar eru á ykkar hendi? „Sjáðu til, samkvæmt lögum á Jafnréttis- ráð að annast framkvæmd jafnréttislag- anna. Hvernig það tekst til, fer alveg eftir því hvernig að ráðinu er búið. Hvað svo sem því líður, miðar allt starf þess að því að uppfylla þessar lagaskyldur, og ég geri því ráð fyrir að það fari alveg eftir áliti fólks á sjálfum jafnréttislögunum hvaða nöfnum það kýs að nefna þessi störf okkar." En er eitthvert mark tekið á áliti ráðs- ins, þó svo það hafi haganlega orðaðan lagabálk á bak við sig. Er það ekki bara hundsað þó svo upp komi veigamikil vafaatriði í jafnréttismálunum? „Það er vissulega mjög misjafnt hvernig menn taka áliti ráðsins eða úrskurðum þess, og líka hvort þeir taka eitthvert tillit til þeirra. Tilfellið er líka að margir hika við að kæra til ráðsins, þora þaö ekki og liggja til þess margar ástæður. Meðal annars sú að sumir vita varla af tilveru þess eða verksviði. Því er við að bæta að ráðinu er ætlað að vera ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum og fleiri aðilum í kjaramálum svo dæmi sé tek- ið, en þessir aðiiar nýta sér hinsvegar ráð- gjöf þess allt of lítið og sjaldan. Svo eru ef- laust þeir til sem hundsa okkar álit einfald- lega vegna þess að þeir vilja ekkert jafnrétti. Við þessu er lítið annað að gera en efla starf- semi ráðsins út á við, til dæmis með aukinni fjárveitingu." Er Jafnréttisráð karla- eða kvennaráð, þ.e.a.s. hvernig er það skipað meö tilliti til kynja? „Ráðið er skipað fimm mönnum, þar af fjórum konum. Þetta eru aðilar frá ASÍ, VSÍ BSRB, Hæstarétti og einn er skipaður af fé- lagsmálaráðuneytinu." Kvenmenn sem sagt í miklum meiri- hluta. Og í ofanálag eru allir starfsmenn á skrifstofu ráðsins kvenkyns. Skýtur þetta ekki nokkuð skökku við nafngift ráðsins? „Kynjaskiptingin í Jafnréttisráði er algjör- lega undir þeim komin sem skipa fulltrúa í ráðið, þ.e.a.s. ofangreindum aðilum. Per- sónulega finnst mér það hvorki undariegt né óeðlilegt að konur séu hér í meirihluta vegna þess einfaldlega að konur hafa meiri áhuga á að sinna þessum málum en karl- menn hafa sýnt hingað til. Enda er hagur kvennanna sjálfra í húfi!“ Jafnréttisráð er þá kvennaráð? „Já, finnst þér ekki ánægjulegt að það skuli vera til ein stofnun á vegum ríkisins sem konur ráða?!" Er þá ekkert fjallað um karlamál í Jafnréttisráði, hafa til dæmis engar kærur borist ykkur frá karlmönnum sem telja sig vera misrétti beittir vegna síns kyns? „Það hafa komið hingað kærur frá karl- mönnum og það hefur reyndar aukist upp á síðkastið. Hinsvegar hefur ráðið komist að þeim niðurstöðum í öllum þessum tilvikum að meint misrétti hefur ekki verið kynbund- ið, heldur hefur það þá stafað af einhverju öðru. Ráðið hefur ekki enn fundið misrétti sem karlmenn hafa mátt þola vegna þess eins að þeir eru karlmenn." Þannig að ef marka má störf ráðsins þá finnst ekki sá karlmaður sem hefur mátt líða fyrir kyn sitt. En getur ekki verið að kynjamisrétti sem karlmenn eru hugsanlega beittir leyni meira á sér en það sem kvenmenn mega þota? Ég á til dæmis við tilfinningalegt misrétti. „Ég hef aldrei orðið vör við það að karl- mönnum væri mismunað venga kynferðis síns, nema síður væri. Og telji þeir sjálfir að svo sé, hafa þeir einfaldlega allt í hendi sér tii að kippa því í lag. Þeirra eru völdin. En fyrst þú ert að tala um tilfinningalegt kynjamisrétti — og nú er ég farin að svara sem kvenfrelsiskona en ekki málsvari Jafn- réttisráðs — þá hugsa ég að kvennahreyfing- in hafi einmitt orðið til þess að opna augu karlmanna fyrir því misrétti sem þar ríkir að vissu marki. Hreyfingin hefur gert karlmenn æ meðvitaðri um að hin hefðbundna karl- ímynd þarf ekki endilega að vera rétt eða æskileg. Þannig hafa karlmenn líka notið góðs af starfi kvennahreyfingarinnar, ekki síður en konur, og fyrir það mega þeir vera þakklátir. Að minnsta kosti sumir þeirra." Þú nefnir kvennahreyfinguna. Við skulum víkja aö henni frá Jafnréttisrádi. Sumum — jafnt körlum sem konum — sýnist vera kominn upp ákveðinn hópur kvenna í þjóðfélaginu sem telur sig sjálf- valinn til að vera málsvari allra kvenna I landinu, án þess þó að nokkur hafi val- ið þær til þess hlutverks. Hvaö viltu segja um þessa gagnrýni á ykkur kven- réttindakonur? „Ég veit ekki almennilega hvað þessir gagnrýnendur eiga við með þessum mein- ingum sínum. Konur sem taka sig saman, hvort sem þær stofna samtök eða smærri hópa, gera það vegna þess að einhver sam- eiginleg baráttumál reka þær til þess,! okkar tilviki kvenfrelsisbaráttan. Við, sem störfum í kvennahreyfingunni hljótum að vita það best sjálfar hvort orð okkar og athafnir fá hljómgrunn og hvort þeir hlutir njóta al- menningshylli, rétt eins og forsvarsmenn stjórnmálaflokka vita það best sjálfir hvort þeirra markmið eiga einhvern stuðning. Annars erum við vanar gagnrýni af þessu tagi. Það virðist vera og hafa verið fastur lið- ur í jafnréttisbaráttu kvenna allt frá upphafi að stimpla þær á einn eða annan hátt, og ég held að þetta sem þú nefndir í spurningunni, sé sá stimpil! sem hvað vinsælastur er í augnablikinu." Engu að síður sjá menn fyrir sér nokk- urn hóp kvenna sem telur sig vera og hegðar sér eins og hann sé málsvari allra kvenna í landinu. Er þetta ekki kvennaelítan sem vill ráða öllu um þær leiðir sem kynsysturnar eiga og fara til bættrar stöðu í þjóðfélaginu? ,;Sjá hvaða menn? spyr ég nú. Eg vil algjörlega neita þvi að það sé komin upp einhver elíta i kvenfrelsismálum þjóðar- innar. Sá hópur sem starfar að útrýmingu kynjamisréttisins er ákaflega breiður, virkur og stór hópur. Það hefur ekki verið kosið í neinar valdastöður, þvert á móti er hreyfing- in — og allir hópar innan hennar — skipu- lögð þannig að það getur ekki komið upp nein valdaklíka innan hennar sem hefur öll tromp á hendi. í reyndinni er kvennahreyf- ingin brautryðjandi í láréttu skipulagi sem er í eðli sínu svo lýðræðislegt að mörgum reyn- ist erfitt að skiija hvað i því felst!" Telurðu að þessi nokkur hundruð manna hópur virkra kvenréttinda- kvenna gefi rétta mynd af skoðunum hinnar hefðbundnu húsmóður í land- inu? Nei, nei, það er ekkert á hreinu. Kvenna- hreyfingin sver sig náttúrlega í ætt við aðra pólitíska hópa í landinu, að því leyti að markmið hennar eða baráttuleiðir þurfa ekkert endilega að vera rétt. Hún starfar fyrst og fremst af sinni sannfæringu, eins og aðrir baráttuhópar gera. Og það verður ald- rei dæmt um sannfæringu manna, hvort hún sé rétt eða röng." Þannig að það er allt eins til stór hópur kvenna sem vill status quo? „Ég á nú óskaplega erfitt með að ímynda mér það. En það er auðvitað mjög misjafnt hversu virkt fólk er og hversu mikið misrétti kynjanna brennur á því. Og einnig er að sjálfsögðu mjög misjafnt hvað fólk hefur mikinn tíma og aðstöðu til að gefa sig að fé- lagsmálum. Það að kona er ekki virk eða á- berandi kvenréttindakona, þarf því ekki að benda tii þess að hún sé ánægð með stöðu kvenna í þjóðfélaginu..." Þar meö er hún vansæl með sitt hlut- skipti, eða hvað? „Neinei, sjáðu til. Meðvitund um stöðu kvenna og hamingjusamt hlutskipti í lífinu getur aiveg farið saman. Mér finnst það reyndar mjög broslegt hvað margir halda að kvenréttindakonur séu vansælar heima fyr- ir eða með líf sitt almennt, vegna þess að þær eru sífellt að krefjast jafnréttis. Það er nú öðru nær. Þessar konur sem ég hef kynnst i gegnum kvenfrelsisbaráttuna eru yfirleitt allar mjög hamingjusamar í sínu einkalífi. Enda er það eiginlega forsenda þess að maður geti verið að þessu sprikli, að maður eigi sér góðan félaga heima fyrir." En svona í lokin. Ertu farin að baka til jólanna eins og aðrar góðar eiginkonur? „Ekki ennþá, en ég bregð mér í baksturinn eftir helgina með mömmu minni og systrum. Og ég hlakka til þess..."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.