Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 9
Þaö má ekki henda okkur aö láta tilfinningarnar stjórna geröum okkar. En það gerist því miður stundum hjá sumum. Þessir menn geta verið góöir í umferöinni en þegar þeir eiga viö viðkvœm mál veröa þeir stífir og hœttir til aö misnota þetta gífur- lega vald sem lögreglumaöur í búningi hefur. eða af litlu tilefni, eru gjarnan þær að við- komandi hafi verið ölvaður, sýnt mótþróa eða verið að hindra störf lögreglunnar. Lögreglumenn virðast geta teygt þessi hug- tök all-frjálslega og nægir að nefna lítið dæmi í því sambandi. í september 1980 handtók lögreglan í Reykjavík Guðlaug Bergmundsson þáver- andi blaðamann Helgarpóstsins. Guðlaugur var að störfum fyrir blaðið um nótt þegar hann var handtekinn og færður í fanga- geymslur lögreglunnar. A „fangaspjald" hans hafði tilefni hand- tökunnar og innsetningar verið skráð ölvun og mótþrói. Hvort tveggja var fjarri lagi eins og framburður vitna, sem fylgdust með Guð- Iaugi, bar vitni um. Tilefni handtökunnar var þannig algjörlega gripið úr lausu lofti. Það var upplogið og skráð samkvæmt skip- un Magnúsar Einarssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns. Fyrirspurn til dómsmálaráð- rierra En hvað er það sem gerist í svona mál- um? Hvað gerist það oft að fólk kvartar eða kærir slík afskipti lögreglunnar? Svör lög- reglunnar eru jafnan þau að það sé algjör undantekning að fólk kæri handtökur og harðræði af hálfu lögreglunnar, en engin viðhlítandi svör hafa fengist við spurningum um fjölda slíkra mála. Þau eru líka að sjálf- sögðu örfá miðað við heildarfjölda hand- taka. Stefán Benediktsson, þingmaður Banda- lags jafnaðarmanna, lagði fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra í Alþingi á þriðjudag um kvartanir og kærur vegna meðferðar lögreglunnar á fólki sem hún hef- ur afskipti af. Fyrirspurnin var í sex iiðum: 1. „Hvað hefur það gerst oft á sl. 10 árum að lagðar hafa verið fram kvartanir eða kær- ur vegna meðferðar lögreglunnar á mönn- um sem hún hefur haft afskipti af? Eru til tölulegar upplýsingar um slík atvik og þá um eðli þeirra og afdrif? 2. Hve oft hefur verið farið fram á rann- sókn af slíku tilefni á sl. 10 árum? 3. Hverjir hafa annast slíkar rannsóknir? 4. Hafa slíkar rannsóknir einhvern tíma þótt gefa tilefni til aðgerða af hálfu ákæru- valdsins? 5. Hafa fallið dómar í slíkum málum sem hér um ræðir? 6. Hvaða ályktanir dregur ráðherra af þeim upplýsingum sem fyrir liggja um þessi mál?" Stefán Benediktsson vonast til að fá svar við þessari fyrirspurn á þriðjudaginn kemur. „Eg hef heyrt um gífurlegan fjölda hlið- stæðra mála og mál Skafta Jónssonar. Þetta eru mál með svipuðum aðdraganda og gang- ur þessara mála hefur verið með svipuðum hætti," segir Stefán Benediktsson. „Fram- koma við þolendur í þessum málum er oft með þeim hætti að fólkið stendur uppi með tilfinningu um algjört öryggisleysi. Það fær ekki að hringja á lögreglustöðinni, það er lokað inni án sýnilegrar ástæðu oft eftir að það hefur verið úti að skemmta sér. Þetta eru erfið mál að taka upp og ég hef grun um það að þessi mál hafi tilhneigingu til að renna út í sandinn." „Ég held að fólk átti sig hreinlega ekki á því hvert það getur leitað í svona tilfellum," segir ónefndur lögfræðingur sem fæst við mál af þessu tagi. „Vandinn er sá að fáir vilja leggja útí það vesen sem fylgir þessum mál- um. Menn eru bangnir við eftirköstin. Fólk segir sem svo: „Ég var búinn að fá mér í glas og þeir mega líklega taka mann þegar mað- ur er fullur. Ég var einn og ég hef engin vitni að þessu.“ Þetta er því miður allt of algengt." Einn lögreglumaður sem ekki vill láta nafns síns getið staðfestir það sem ýmsir hafa ótt- ast: að séu menn drukknir taki iögregla ekki mark á þeim „sama hvað þeir eru lítið drukknir." Sjaldan kœrt „Það er mjög sjaldan kært í svona mál- um,“ segir Gylfi Guðjónsson ökukennari, sem starfaði í fjölda ára í lögreglunni í Reykjavík og síðar hjá RLR. „í þau fjögur ár sem ég var hjá RLR hafði ég með rannsókn þriggja svona mála að gera. Það voru enda- lausar meiningar í þessum málum og oftast tóm endaleysa. Það var ekki það að lög- reglumenn segðu ekki rétt til um málavexti heldur var þetta raurwerulega oftast nær bull og vitleysa. Fólk virtist ímynda sér eitt- hvað í upphafi og setja svo inn í myndina lið fyrir lið. Hinu er ekki að neita að það geta alltaf orðið bein slys í meðförum lögreglunn- ar á fólki. En það kemur sjaldan fram að lögreglan slasast oft í starfi. Það er hin hlið þessara mála. Þetta eru líka mál sem ekki eru kærð, þótt stundum væri e.t.v. ástæða til.“ Einn starfandi lögreglumaður með átta ára reynslu að baki í öllum deildum lögregl- unnar segir að það sé fráleitt hægt að stimpla 300 manna lögreglulið fyrir mistök nokkurra manna, „og þá er ég ekki að tala um Skafta-málið," segir þessi lögreglumað- ur, sem ekki vill láta nafns síns getið. „Lög- reglumaðurinn sem Skafti segir að hafi mis- þyrmt sér er einn af okkar bestu mönnum. Hann er það raunverulega. Það eru allir sammála mér í því. Hann vinnur sitt starf af stakri prýði og það trúir því enginn hér að hann hafi gert þetta. Ég trú.i honum ekki til þess að gera flugu mein." Undir þetta tekur fyrrverandi starfsbróðir hans í lögreglunni, sem lét af störfum þar fyrir nokkrum árum. Hann segir að þeir tveir hafi aldrei lent í neinu svipuðu þegar þeir voru saman á vöktum á Miðbæjarstöð- inni. „Það þarf lipurð í að stilla til friðar í svona málum. Þetta er sálfræði. Sæmi rokk er t.d. meistari í þessu. Hann átti til að koma í heimahús þar sem allt var komið í bál og brand og fór að dansa charleston. Menn hættu öllum látum og störðu forviða á þetta fyrirbæri: Dansandi lögguna á stofugólfinu. Við vorum stundum þrír saman á vöktum, þessi sem núna lendir í Skafta-málinu, ég og svo annar til. Þá tókum við okkur stundum til þegar við áttum að laga til á Hallærisplan- inu og störtuðum fjöldasöng þegar menn létu ófriðlega í bílnum á leið upp á stöð. Þetta hreif." Kaldhæðni örlaganna hagar því svo til, að þriðji maðurinn í þessum hópi stjórnaði yfir- heyrslunum í Skafta-málinu hjá RLR og yfir- heyrði þannig fyrrverandi félaga sinn, sem reyndar hafði einnig unnið í afleysingum hjá RLR í sumar. * Oþarfa handtökur „Þessar handtökur á skemmtistöðunum eru oft óþarfar," segir lögreglumaður með langa reynslu að baki. „Við þessar aðstæður reynir á það hvað lögreglumenn eru sniðug- ir að lempa málin. Það má ekki henda okkur að láta tilfinningar stjórna gerðum okkar. En það gerist því miður stundum hjá sumum. Þessir menn geta verið góðir í umferðinni en' þegar þeir þurfa að eiga við viðkvæm mál þar sem mannleg samskipti koma við sögu þá verða þeir stífir, þá vantar kunnáttu og æfingu í því að tala við fólk, meta aðstæður af yfirvegun hverju sinni. Þessum lögreglu- mönnum hættir til að misnota þetta gífur- lega vald sem lögreglumaður í búningi hef- ur. Við verðum að vera menn til að standa undir því. Og það verður að segjast að sumir gera það ekki og eru ekki starfi sínu vaxnir í svona málum. Þeir eru fáir og ekkert frekar nýliðar en þeir sem hafa verið lengi í lögregl- unni. Þessar vanstilltu handjárnanir, hand- tökur og innsetningar hafa minnkað. Þetta eru allt svipuð mál í kringum skemmtistað- ina. Við fáum hringingar frá dyraverði sem segir „það er ölvun hérna" eða „það er hérna maður með kjaft." Þá er þetta kannski einhver sem vill komast inn eða einhver sem fæst ekki til að fara. Oft eru þessi mál af- greidd með því að keyra viðkomandi á ann- an skemmtistað eða heim til sín, en stundum er málinu einfaldlega velt yfir á varðstjór- ann með því að handtaka manninn og keyra hann upp á stöð. Dyrauerðir eru kjánar Við verðum oft að taka þessa dyraverði trúanlega. Þeir eru jú oft einu edrú mennirn- ir á staðnum. Þétta eru oft hálfgerðir kjánar í þessum dyravarðarstörfum með meiri burði í skrokknum en heilabúinu. Vinnu- regla hjá okkur er sú að fá menn til að ræða málin úti í bíl, vegna þess að oft er ekkert næði inni á þessum stöðum. Ef menn segja „Nei, ég kem ekki neitt," þá reynir á þolin- mæðina og menn verða að vera tilbúnir að standa undir glósum og svívirðingum. En lít- ið olnbogaskot viðkomandi getur stundum verið nóg til að lögreglumenn rífi fram hand- járnin. Þá brotna samskiptin niður og þegar komið er út í átök er auðvelt að réttlæta handjárnun. Það sem hefur stuðlað að því að fljót- færnislegum handtökum hefur fækkað er aukin menntun lögreglumanna. Það er farið að gera auknar kröfur um menntun, lág- marksmenntun fyrir lögreglumann núna er stúdentspróf, en áður voru menn metnir mest eftir líkamsburðum. Námskeiðum hef- ur fjölgað í t.d. sálarfræði og eins námskeið- um um áfengisvandamálið. En það vantar enn mikið á í menntunarmálunum. það vantar t.d. að menn kunni skil á almennum samskiptum. Mál þögguö niður Þegar mönnum verða á mistök er alltaf fundin einhver skýring. Mönnum er ekki vísað úr starfi. Lögreglustjóri reynir að þagga málið niður, ekki til að verja þann eða þá lögreglumenn sem í hlut eiga heldur miklu frekar til að verja heiður embættisins. Yfirmönnum er alveg sama um manninn," segir þessi reyndi Iögreglumaður. „Lögreglustjóraembættið hefur alltaf snú- ist til varnar þegar lögreglumaður hefur gerst brotlegur og bóta er krafist Og allt kerf- ið upp úr snýst til varnar, dómsmálaráðu- neytið, fjármálaráðuneytið — ég skil ekki hvers vegna, því að bæturnar eru svo fárán- lega lágar," segir ónefndur lögfræðingur. „Hér er ekkert aðhald með ríkiskerfinu, því að bótarétturinn er svo vanþroska hjá okk- ur.“ Ríkissaksóknari hefur nú fengið Skafta- málið til meðferðar. Það er til marks um það hve alvarlegt mál Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóri hefur talið það vera, að hann sendi sjálfur málið til rannsóknar hjá RLR í síðustu viku. í svipuðum en þá e.t.v. vægari klögumálum er venja að fela rannsóknar- deild lögreglustjóraembættisins að kanna málavexti, en sú rannsóknaraðferð, að em- bætti rannsaki í eigin sök, þykir orka tví mælis. „Við teljum að pressan hafi ekki verið rétt- lát í þessu máli,“ segir Einar Bjarnason, for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur. Lög- reglufélagið hefur undanfarna daga rætt það hvort grundvöllur sé fyrir kæru á hendur fjölmiðlunum vegna þeirra ásakana á lög- reglumennina þrjá sem birst hafa, eða kæru á hendur Skafta Jónssyni fyrir rangar sakar- giftir. „Við hljótum að kæra ef sakargiftir reynast algerlega rangar," segir Einar, „en séu þær fullkomlega réttar þá aðhöfumst við að sjálfsögðu ekki neitt. Fjömiðlarnir hafa aðeins haldið fram annarri hlið þessa máls á meðan lögreglumennirnir hafa ekki getað borið hönd fyrir höfuð sér. I sumum blaða- greinum hefur stéttin verið dæmd í heild. Stressaðar löggur Auðvitað gera lögreglumenn axarsköft, eins og aðrir. Ég dreg enga dul á það að ég hef gert þó nokkur. Ég er t.d. líklegri til að gera axarskaít eftir langa næturvakt þar sém ég hef þurft að hafa afskipti af fjöldan- um öllum af æstu og ósanngjörnu fólki. Um helgar er mannskapurinn undir gífur- legu álagi. Útköllin hrannast upp og við get- um ekki sinnt þeim öllum strax. Menn eru rétt sestir niður við skýrslugerð úr síðasta útkalli þegar þeir eru kallaðir í það næsta. Þetta er mikil pressa og ég geri fastlega ráð fyrir því að við séum stressuð stétt. Meðal dánaraldur lögreglumanna í vaktavinnu hjá okkur er undir 60 ára. Maður lifir sínar erfiðustu stundir í þessu starfi þegar maður stendur frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun og er í vafa um hvort maður sé að gera rétt. Þá stendur mað- ur kannski frammi fyrir því að vera hugsan- lega að brjóta lög, t.d. með ólöglegri hand- töku, en taki maður viðkomandi ekki fasta þá sé maður e.t.v. ekki að gera skyldu sína.“ HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.