Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.12.1983, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Qupperneq 21
* I KVIKMYNDIR Gildi hins hœga dauðdaga eftir 'lngólf Margeirsson og Lárus Ými Óskarsson. Regnboginn. Svikamylla. Bandarísk. Árgerd 1983. Handrit: Alan Sharp, byggt á bók eftir Robert Ludlum. Kvikmyndataka: John Coqullion. Tónlist: Lalo Schifrin. Leikendur: Rutger Hauer, John Hurst, Burt Lancaster o.fl. Leikstjóri: Sam Peckinpah. Enn er reynt að fá formúluna til að ganga upp, þá sömu og notuð hefur verið hér á landi líka: „Maður tekur bók, helst metsölu- bók...“ I þessu tilfelli eftir mann sem heitir Robert Ludlum. Ég heyrði einhvern segja í hléinu að þetta væri arftaki Alistair McLean, og í sjónvarpsauglýsingu segir að bækur hans hafi selst í tuttugu og fimm milljónum eintaka! Nú, svo kemur til sögunnar Alan Sharp og skrifar handrit eftir bókinni. Greinilega mjög fær maður. Reynt var að ná í Robert Redford í aðal- hlutverkið (held ég hljóti að vera), en hann var hættur að leika í bili, og vildi þar að auki ekki vinna með manni sem hefur jafn vafa- saman orðstír og ofbeldisseggurinn Sam Peckinpah, sem orðaður var við leikstjórn- ina. Sam vildi þá fá Rutger Hauer, sem skilað hafði hlutverki vélmennis með mikilli prýði í síðustu mynd Ridley Schotts „Blade Runner". Og svo framvegis. Sagan segir frá mergjuðu ráðabruggi og ógnvekjandi atburðum. Það eru njósnir og gagnnjósnir. CIA og KGB. Góð hugmynd. Slagsmál, bílaeltingaleikir, morð og sjón- varpið að tjaldabaki. Og svo makalaus svika- mylla sem er svo mögnuð að maður skilur hana ekki einu sinni alveg þegar myndinni er lokið — en það skiptir svosem engu meginmáli. Það sem stendur eftir — uppundir korter eftir að myndinni er lokið — er handbragðið. Sam Peckinpah er meistari manndrápanna og kann vissulega með þann sellósa að fara, sem Kódak selur. Sámur þessi er frægur fyrir að láta fólk í myndum sínum deyja hægt. Það er að segja, maður fær að sjá skyndi- legan dauðdaga hægt (í „slow motion‘‘). For- vitnir blaðamenn og fræðingar hafa spurt Sám hverju þetta sæti, að hann velti sér svo uppúr þessu ógeðfelldasta smáatriði mann- legrar reynslu. Hann hefur haft ýmsar kenn- ingar, sú fyrsta var að hann vildi gera dauða og ofbeldi svo ógeðslegt að enginn sem hefði séð ósköpin gæti hugsað sér að gera flugu mein á eftir. En þessi teoría stóðst víst ekki alveg, því að fólk flykktist til að sjá bæði „The Wild Bunch" og „Straw Dogs“ án þess að glæpa- eða ofbeldisstatistíkin lagaðist. Svo nú er kenningin sú, að svona gerist þetta í raun og veru: fólk upplifi dauðastund sína í „slow motion", þessvegna sé rétt að sýna þetta svona. Sámur segir nefnilega að hann hafi einu sinni orðið fyrir skoti og þá hafi hann skynjað þetta akkúrat svona. Og hana- nú. Semsagt ýmislegt laglega gert. Eftir öðru ' að þetta verði vinsæl mynd. Meðan maður situr þarna ertir hún nokkra kirtla, en eftir að efnaskiptin hafa jafnað sig er skamm- degiskvöldið eftirminnilegra. -LÝÓ Meistaraverk í tónum Bíóhöllin: La Traviata. Bandarísk. Árgerd 1982. Handrit, svidsetning og leikstjórn: Franco Zeffirelli Librettó: F.M. Piave Tónlist: Giuseppe Verdi Flytjendur tónlistar: Kór og hljómsveit Metrópólítanóperunnar Stjórnandi tónlistar: James Levine Kvikmyndataka: Ennio Guarnieri Söng- og leikhlutverk: Teresa Stratas, Placido Domingo, Cornell MacNeil og fl. Dansarar: Ekaterina Maksimova, Vladimir Vassiljev og Bolshojballettinn. Marie Duplessis, dáð yfirstéttarhóra, lést úr tæringu byltingarárið 1848, aðeins 23 ára og greifafrú að auki. Aðdáandi hennar, Alexandre Dumas yngri, skrifaði um hana sjónleik sem frumsýndur var 1852 undir heitinu Kamelíufrúin. Ári síðar sömdu þeir félagar F.M. Piave og G. Verdi óperu upp úr sjónleiknum sem nefndist La Traviata. Operan var frumsýnd í Feneyjum 1853 og kolféll en var færð upp aftur ári síðar á sama stað og hefur verið sýnd síðan við fagnaðar- læti um heim allan. Nú er óperan í fyrsta skipti komin á filmu. Að vísu hafa verið gerðar fimm þöglar myndir og ein með hljóði um Kamelíufrúna eftir sjónleik Dumas. Hina Ijúfu frú hafa eftir- taldar leikkonur leikið á hvíta tjaldinu: Sara Bernhardt (1912), Clara Kimball Young (1915), Theda Bara(1917), Nazimova (1920), Norma Talmadge (1927) og loks Greta Garbo (1936). Síðan hefur enginn framleið- andi eða leikstjóri þorað að snerta við Kamelíufrúnni, hvað þá óperunni La Traviata, fyrr en í fyrra þegar hinn vandaði rómantíker Zeffirelli (M.a. Taming of the Shrew, 1966, og Rómeó og Júlía, (1968) réðst í að kvikmynda óperuna. Hinn ítalski sviðsleikstjóri velur sér ekki fólk af handa- hófi: Sópraninn Teresa Stratas og tenórinn Placido Domingo, kór og hljómsveit Metrópólítan og dansara frá Bolshoj. Tón- listarlega séð er útkoman það besta sem ger- ist í heiminum í dag; fullkomnun á fullkomn- un ofan. Hin undurfagra og fínlega Teresa Stratas syngur af slíkri snilld (og leikur há- dramatískt) að hið frekar væmna og banala Pixote Brasilísk-frönsk. Árgerd 1982. Handrit: Jorge Duran og Hector Babenco eft- ir skáldsögu Jose Louzeiro ,,Æska hinna daudu". Framleiðendur: Jose Pinto og Paulo Franc- ini Leikstjóri: Hector Babenco Aðalhlutverk: Fernando Ramos da Silva, Marilia Pera, Jorge Juliao og fl. Pixote segir frá samnefndum 10 ára dreng (F.R. da Silva) sem lendir á upptökuheimili heimilislausra pilta. Þar blómstrar fíkniefna- sala og kynvilla. Eftir alls kyns hremmingar og hrellingar ákveður hópur drengja að strjúka. Þeir flækjast víða og enda í Rio þar sem þeir komast í kynni við vændiskonuna líbrettó Piaves verður sannfærandi og varla þurr hvarmur í bíóinu í lokin. Helstu kostir kvikmyndarinnar La Traviata eru náttúr- lega þeir að play-back tæknin gerir leikur- unum kleift að einbeita sér að leiknum (en tóniist og söng síðan skeytt við). Þannig er hægt að mana fram söng og leik sem erfiður er viðureignar á sviði. Þrátt fyrir gæði Dolby-stereo, var hljómurinn i salnum misgóður og tónbandið á pörtum gallað (sér- staklega í upphafi). Zeffirelli er heimsfrægur fagurkeri og sætabrauðsdrengur og þessi kvikmynd fer ekki varhluta af þeim ein- kennum. Tónlist Verdis er hins vegar það Sueli (Marilia Pera). Við hana eiga þeir sam- starf; hún tælir viðskiptavini og þeir ræna þá. Að lokum verður Pixote bani þriggja manna, öll morðin framin í taugaveiklaðri „sjálfsvörn". í lokin stendur söguhetjan unga allslaus upp, 10 ára og þrefaldur morð- ingi. Enn hafa lögin ekki haft hendur í hári hans og áhorfandans að geta hver framtíð hans verður. Mynd þessi ku vera verðlaunuð í bak og fyrir. Það er mér gjörsamlega hulin ráðgáta, nema hvað ég get fallist á ákvörðun lands- samtaka bandarískra kvikmyndagagnrýn- enda að velja Marilia Pera bestu leikkonu ársins 1982. Hlutverk hennar er ekki ýkja stórt í myndínni en hún gerir því frábær skil. Að öðru leyti lýsir myndin ráðvilltum og full af dramatískum andstæðum að hin of- virka rómantík leikstjórans nær aldrei að verða væmin; þó skal játað að soft-focus tæknin var orðin full sápuleg að lokum. Það sem gerir óperuna að hrífandi kvikmynda- formi er fyrst og fremst takan; Ennio Guarnieri fylgir takti og hæð laglínanna fast eftir með vélinni, stöðugt er hún á hreyfingu og undirstrikar dramatíkina hjá Verdi á sjón- rænan hátt. Meistaralega gert. La Traviata er fyrst og fremst kvikmynd tónlistarúnn- enda og sem slík er hún heimsviðburður og það merkasta sem er á boðstólum í íslenska svartnættinu þessa dagana. -IM. grimmum heimi vandalausra pilta þar sem allt snýst um að lifa grimmúðlegan veruleika af og hin eina mannlega hlýja birtist í flótta fíkniefnaneyslu og kynvillu. Hin sakleysis- legi og brjóstumkennanlegi Pixote snertir ef- laust margt móðurhjartað en að mínu mati nægir það eitt ekki til að gera þessa kvik- mynd eftirminnilega. Atburðarásin er hæg, þrátt fyrir safaríkt efni, kvikmyndatakan ó- markviss og skeytingarnar iðulega höstug- legar. Ekki bætir úr skák að myndin er brasi- lísk og málið þarafleiðandi portúgalska. Hins vegar hefur þéssi kópía verið „döbbuð" yfir á frönsku og fara varahreyfingar og mál illa saman. Að öllu samanlögðu: Miðlungs- mynd. -IM Grimmur heimur vandalausra JAZZ Tríó án yfirvigtar og sex tonna band Það er óhætt að fullyrða að þeir er lögðu leið sína í Islensku óperuna á mánudags- kvöldið var, urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þar var leikinn nútímadjass einsog hann ger- ist bestur. Nýsköpun án þess að djasshefðin væri rofin. John Scofield er einhver skemmtilegasti gítarleikari er ég hef heyrt og fellur mér bet- ur en ungstirnin Metheny, Abercrombie og Mike Stern — sá eini unggítarleikari er hrífur mig meira er Philip Catherine. Scofield er og frjótt tónskáld og þarna fluttu þeir félagar tíu ópusa eftir hann, flesta splunkunýja. Þar kenndi margra grasa: klassískur blús leikinn af þeim trega og tilfinningu sem við á (Blues Dough; 2. verk á efnisskrá), ljúf ljóðræna (4. verk: D Minor Waltz) eða hart bopprokk einsog lokaópusinn Slope. Félagar Scofields voru heldur engir smá- kallar — Steve Swallow, konungur rafbass- ans í djassi og Adam Nussbaum trommusnill- ingur. Ástmenn ljóðsins táruðust er Swallow töfraði undralandið með fimbulbassa í sól- óum sínum, íslenskir djassleikarar sáu stjörnur er Nussbaum trommaði þann rýþma er seint ætlar að festa rætur i Evrópu og þeir rokkgjarnari urðu stóreygðir er Sco- field þandi strengina. Scofield lék einn, gamla dansinn hans Hoagy Carmichel: Georgia on my mind. Þá suðaði dálítið mikið í mögnurunum og lýtti það verkið. Það er ekkert grín að vera fá- tækur iistamaður og þurfa að ferðast um heiminn án þess að hafa öll sín tæki með- ferðis. Þeir félagar urðu að fá alla magnara lánaða svo og trommusett. Verra er þó að svo stíf er tónlistaráætlunin að þeir komust ekki í tónleikahúsið fyrren klukkutíma fyrir tónleika. Hvað um það, þetta voru stórkostlegir tón- leikar og ekki varð það til að minnka stemmninguna að fá jafn geggjað aukalag og raun bar vitni: Anthropology eftir Charlie Parker, og þeir félagar kunna sitt bíbopp! Mezzoforte: Yfirsýn (Steinar SLP 074) Þá er komin ný Mezzoforteskífa með fimm ópusum eftir gítarleikarann, Friðrik Karls- son, þremur eftir hljómborðsleikarann Eyþór Gunnarsson og einn eftir saxafónleik- arann Kristin Svavarsson. Bassaleikarinn Jó- hann Ásmundsson og trommarinn Gunn- laugur Briem semja lítið en keyra rokksveifl- una áfram með sóma. Þarna er sægur af að- stoðarhljóðfæraleikurum: tveir saxistar, tveir trompetleikarar svoog Louis Jardim á slagverk allskonar. Chis Cameron útsetur fyrir blásarana og bakraddir, er hann syngur ásamt Shady Calver, fyrrum Ovens. Blástur- inn er hinn ágætasti en raddirnar hallæris- legar sem fyrr á skífum Mezzoforte. Þær til- heyra trúlega glimmerheiminum, en bestir eru Mezzopiltarnir þegar sá heimur er þeim sem fjarlægastur. Hér má heyra gamla kunningja einsog Rockall og The Venue, af hinni stórgóðu hljómleikaskífu Sprelllifandi, á íslensku nefnist það Svið. Flest eru lögin í bræðslustíl Mezzoforte og allur hljóðfæraleikur skín- andi góður, rýþminn lifandi og einleikur Eyþórs og Friðriks traustur að vanda. Eitt er þó gleðilegast við skífuna en það er hlutur saxafónleikarans Kristins Svavarssonar, sem er í stöðugri framför. Hann á þarna ljúfa melódíu: í fjarska, sem hann blæs einsog engill. Þetta er ballaða sem auðvelt væri að leika illa en þeir félagar fara á kostum, allir sem einn, og píanósóló Eyþórs er hunang. Það verður gaman að fá að hlusta á þá í Háskólabíói um jólin. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.