Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 32
ráðsmanna, hafi heitið kollega sín- um á þingi Valgeirssyni stuðningi. Heimildir úr bankaheiminum herma því að nú sé allt jafn óljóst um lyktir í þessu litla banka- drama.... u Ifar Þormodsson lætur ekki deigan síga þótt á honum dynji mið- aldadómar fyrir klám og guðlast. Nú hefur hann skrifað handrit að bók sem nefnist „Bréf til Þórðar frænda rníns." Þórður er að sjálf- sögðu Þórpur Björnsson saksóknari ríkisins. í handritinu er fjallað á léttan hátt um ýmis mál sem týnst hafa lögreglu og saksóknara. Mál og menning hefur haft handritið til skoðunar með hugsanlega útgáfu í huga en hefur nú synjað handritinu' á þeim forsendum að það sé ekki söluvænlegt. Úlfar hyggst þó ekki gefast upp, heldur hugleiðir að gefa út bókina — sem telur um 6 arkir — á eigin vegum... Ingólfs Jónssonar á Hellu er að koma út nú fyrir jólin, en það er Páll Líndal sem skráir. Ingólfur þykir maður öruggur með sig og hafa oft- ast efni á því. f því sambandi heyrð- um við litla sögu úr samstarfi þeirra Páls við ritun bókarinnar: Á einum punkti í samtölum þeirra Páls og Ingólfs tekur sá síðarnefndi sig til og þylur utanbókar tölur um úrslit al- þingiskosninga í Rangárþingi allt Írá aldamótum og fram til kjör- dæmabreytingarinnar 1959. Þetta skráir Páll samviskusamlega niður, en þykir samt rétt að skreppa síðan á Hagstofuna og ganga úr skugga um að allar tölurnar séu réttar. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru tvær smávægilegar villur í frá- sögn Ingólfs. Á næsta fundi þeirra Páls og Ingólfs segir Páll að tclum hans og tölum Hagstofu íslands hafi ekki borið saman. Þá kemur undr- unarsvipur á Ingólf og hann svarar að bragði: ,,Já, það er merkilegt að þeir skuli ekki vera með réttar upp- lýsingar á Hagstofu íslands!“... eilur eru nú meðal fulltrúa í borgarráði og -stjórn Reykjavíkur vegna leigu á Skíðaskálanum í Hveradölum. Borgin hefur leigt út skálann undanfarið ár og mun ekki vera góð reynsla af því. Júlíus Haf- stein, formaður íþróttaráðs, mun því hafa beitt sér fyrir því að skálinn væri nú boðinn út með kaupleigu- kjörum. Hafa a.m. k. þrír aðilar lýst formlega áhuga sínum á að fá Skíða- skálann í Hveradölum, en það munu vera Veislumidstödin við Lindargötu, Gerdur Pálmadóttir, - kaupmaður í Flónni, og Magnús Jónasson sem rekið hefur skálann undanfarið. Og nú er deilt meðal borgarfulltrúa um hver skuli hreppa þetta hnoss og með hvaða kjörum... A borði skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar liggur nú tillaga sem vafalaust á eftir að standa í mörgum. Samt er hún ef grannt er skoðað í reynd aðeins opinber stað- festing á raunveruleikanum. Málið er að undanfarið hafa tveir arkítekt- ar, Dagný Helgadóttir og Gudni Pálsson, unnið fyrir Dauíð Oddsson borgarstjóra að nýju skipulagi fyrír það svæði í gamla miðbænum sem kallað er Kvosin. Nú stendur skipu- lagsnefnd frammi fyrir eftirfarandi tillögu arkítektanna: Að gera Morg- unblaðshöllina að ráðhúsi! Og fyrir framan hið nýja ráðhús á vitaskuld að vera stórt torg, -reykvískt Raadhusplads-, og á að ná yfir Hall- ærisplan og Steindórsplan. Talið er að þessi hugmynd fái misjafnar und- irtektir, þótt ekki virðist þurfa mikl- ar tilfæringar til að koma henni í framkvæmd, — nánast bara að skipta um skilti á húsinu; mann- skapurinn yrði í reynd sá sami... fyrstu merki þessi að kynslóðaskipti hafi orðið í forystu Sjálfstæðis- flokksins. Inga Jóna Þóröardóttir, - sem verið hefur framkvæmdastjóri útbreiðslu- og fræðslusviðs flokks- ins er að fara í alllangt leyfi frá störf- um. Við hennar starfi á meðan tek- ur maður sem jafnframt verður framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Því starfi hefur um árabil gegnt Þorvaldur Gardar Kristjánsson alþingismaður og þeg- ið væn laun fyrir, ofaná þingmanns- launin. Nú hefur unga tvíeykið á toppnum, Þorsteinn Pálsson og - Friðrik Sophusson, fengið því fram- gengt að Þorvaldur lætur af þessu starfi og við tekur nýr maður. Ekki mun afráðið hver hann verður en talið líklegt að hann verði úr röðum ungra sjálfstæðismanna... V ið sögðum í HP frá nokkrum jólamyndum bíóanna í Reykjavík um daginn. Nú getur HP bætt við tveimur: Jólamynd Austurbæjar- bíós verður Superman III og Laug- arásbíó kemur með eins konar framhald af snilldarþriller Hitch- cocks Psycho, sem auðvitað heitir - Psycho II... kaliað Búnaðarbankamál, en eins og fram hefur komið í HP og fleiri fjölmiðlum hafa þrír menn stefnt að bankastórastóli Þórhalls Tryggva- sonar, — bankamaðurinn Stefán Pálsson, bankamaðurinn og fram- sóknarmaðurinn Hannes Pálsson - og alþingismaðurinn og framsókn- armaðurinn Stefán Valgeirsson. - Hefur þetta mál valdið hinum verstu vandræðum í þessum góðu stofnunum, Búnaðarbankanum og Framsóknarflokknum. Nú síðast var talið að allir bankaráðsmenn- irnir, að frátöldum staðgengli Stefáns Valgeirssonar, formanns ráðsins, myndu styðja Stefán Páls- son. Síðan mun hafa komið babb í bátinn því sagt er að á daginn hafi komið að Friöjón Þórðarson, einn Frá og með 10. desember gilda VlSA-kortín JAFTNTINNANLANDS SEM UTAN! Klð f[ 6 fðnaöarbanki ísiands hf ) 1 y/SA iandsbanki islands Nú verða VISA-kortin gild í innlendum viðskiptum. Eitt og sama kortið verður gjaldgengt hjá 4 milljónum verslunfir- og þjónustu- fyrirtækja um allan heim. Úttektir í reiðufé Unnt verður, gegn framvísun VISA-kortsins, að fá sérprentað tékkaeyðublað til úttektar á reiðufé af tékkareikningi korthafa í öllum VISA-bönkum og spcirisjóðum hér innanlands. Úttektartímabil VISA er frá 18. hvers mánaðar til 17. næsta mánaðar, með eindaga 15 dögum síðar, þ.e. 2. hvers mánaðar. Fyrsta úttektartímabilið verdur þó viku lengra, eda frá 10. desember til 17. janúar, með greiðslufresti til 2. febrúar 1984 ! VERIÐ VELKOMIN IVISA-VIÐSKIPTI Alþýðubankinn hf. Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki íslands hf. Landsbanki (slands Samvinnubanki íslands hf. Eyrasparisjóður, Patreksfirði Sparisjóður Bolungarvfkur Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Mýrasýslu Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Vestmannaeyja Sparisjóður V-Húnavatnssýslu - Eitt kort um allan heim.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.