Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 5
> Lyktsterkir og lostætir ostar V- Hann er ekki par smeykur við að brydda upp á nýjung- um hann Ómar Hallsson, veitingamaður ( Naustinu og vföar. Nú slðast fékk hann til liðs við sig mikinn matarsnill-/-? ing frá Mið-Evrópu, Sviss- Hvað er I pottinum hjá Sepp Húgi? Auðvitað eitthvað með osti I! lendinginn Sepp Hugi, sem er yfirkokkur á fimm stjarna hótelinu „Crans Ambassa- dor ( Valais ( Sviss. Hann kom hingað gagngert til að Nkynna íslendingum svissn- '>w_eska matargerðarlist. >- „Svissneska eldhúsið s er auðvitað undir / miklum áhrifr um frá stóru nágrönnunum, Þjóðverjum, Frökkum og ítöl- um,“ sagði Sepp Hugi, þar sem hann stóð yfir pottum ( eldhúsi Naustsins. „En við notum meira af osti en þeir, osturinn er aðaleinkennið á svissneskri matargerðarlist, og svo mikið af ferskum á- vöxtum og grænmeti." Magi og munnur Helgar- póstsmanna fékk að sann- reyna þetta á fýrirtaks máltíð sem Sepp Húgi matreiddi. Þar voru mjög áberandi ostar sem hrelldu lyktarskynið en kitluðu bragðlaukana og runnu kontrapúnktlskt saman við milt rauðvln frá hllðum Valais. Svissneskir ostahlemmar — það vantaði bara að Vil- hjálmurTell stykki jóðlandi upp á svið I Naustinu. ■vna' •VSftífS pév upp'. anura- Kisubörnin kátu Q „Þetta er ósköp einföld saga um þrjá litla kettlinga sem rata ( viðburðarlkt ævin- týri eftir að eigandi þeirra hefurfleygt þeim frá sér.“ Þannig farast G(sla Rúnari Jónssyni orð um efni nýrrar barnaplötu sem SG-hljóm- plötur hafa sent frá sér. Kisu- börnin kátu nefnist hún og er ( leikbúningi Glsla, en flytj- endur ásamt honum eru Úll- en dúllen doff leikflokkurinn, alias Sigurður Sigurjónsson, Edda Björgvinsdóttir og Þór- hallur (Laddi) Sigurðsson. Glsli segist ekki hafa nokk- urn grun um hverskrifað hafi þetta ævintýri, en bendir á að það hafi orðið afar þekkt ( kvikmyndabúningi Walt Disney-samsteypunnar fyrir fáum áratugum. Vinsældir myndarinnar hafi svo leitt til þess að sagan var gefin út á bókfelli. „Ég veit ekki hvort ég má kalla þennan leikbúning minn áverkinu fyndinn. Ég lagði aðal áhersluna á að hafa hann áheyrilegan. Jú annars, auðvitað er platan fyndin á köflum," segir Glsli. srs ^ Hann segir þaö ekki mjög frábrugðið að vinna efni fyrir börn og fullorðna. Vandvirkn- in þurfi að vera hin sama, enda séu börn ekki slður ó- vægir gagnrýnendur en þeir eldri. „Annars hef ég alltaf staðið I þeirri meiningu að gott barnaefni þurfi að geta náð til fullorðinna llka. Ef svo er ekki, þá er eitthvað að vinnslu þess,“ segir Glsli. Þess má að lokum geta að SG-útgáfan hefur fengið Glsla til að leikgera þrjú önn- ur verk ætluö börnum til út- gáfu á hljómplötu, sem út munu koma I skömmtum á næstu misserum.-^- Umsjón: Sigmundur Ernir og Jim Smart ÆGISUTGAFAN Læknirinn í litla þorpinu er oröinn gamall og tregur til aö taka upp nýja starfshætti. Hann bregst illa viö þegar ungur læknir, Philip March, flyst i nágrennið og sjúklingarnir leita frekar til hans. Dóttir gamla læknisins, Laura, stendur meö fööur sínum og þolir illa vinsældir nýja læknisins, en ýmsir óviöráöanlegir atburöir valda því aö leiöir hennar og Philips liggja hvaö eftir annaö saman. Yngri systir hennar, Barbara, sér aftur á móti ekki sólina fyrir hinum unga og glæsilega lækni og grípur til heldur vafasamra ráöa til aö vekja athygli hans á sér. Verð kr. 494.- Þessi bók er skrifuö af kínversku skáldkon- unni Han Suyin, en hún er löngu orðinn heimsfrægur rithöfundur. Hún hefur skrifaö margar metsölubækur en Doktor Han er þeirra þekktust og hefur verið kvikmynduð. Sagan segir frá ástarsambandi kínversks kvenlæknis og Englendings sem kynnast i Hong Kong. Hún menntuð Asíukona trú þeim heföum er uppeldiö hefur kennt henni og hann vesturlandamaður meö gjörólíkan bakgrunn. Þeirra ólíku uppeldisáhrif spanna gegnum þessa margþrungnu ást- arsögu og gefa henni stórkostlegan bak- grunn. Sagt hefur verið aö Han Suyin segi sína eigin sögu í þessari bók. Verð kr. 494.00.- i þessari bók er fjallað itarlega um öll stjörnumerkin. Þar eru skýrðir kostir og gallar í fari karla og kvenna í hinum einstöku merkjum. Hvers vegna er maki þinn sífellt aö skipta um áhugamál? Er hann kannski „Tvíburi". Er vinur þinn þrjóskur? Þá er hann líklega í „Nautinu". Finnst þér augun hennar lesa sálu þína? Er hún kannski „Sporödreki?“ Þær eru margar kunnuglegar skýringarnar í þessari bók af þeim sem þú þekkir og umgengst. Þú finnur fljótlega í hvaöa merki viðkom- andi er án þess aö vita hvaöa mánaöardag hann eöa hún eru fædd. Hegðan þeirra skýrir það allt. Verð kr. 697.80.- j HELGARPOSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.