Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 20
BOKMENNTIR
Kreppa ’68 liðsins?
Olafur Haukur Stmonarson:
Vík milli vina.
Skáldsaga (210 bls.)
Mál og menning 1983.
Gamla klíkan úr menntaskólanum er kom-
in á miðjan fertugsaldur (35 ára eða svo).
Þau voru flest saman í Kaupmannahöfn við
nám á árunum um og fyrir 1970 (stundum
kallað 68—liðið). Þá voru þau róttæk, tóku
þátt í mótmælaaðgerðum og ræddu fram á
nætur um Byltinguna og hnignun auðvalds-
kerfisins á Vesturlöndum á milli þess sem
þau nutu hins Ijúfa lífs í hinni gömlu höfuð-
borg Islands.
En nú er öldin önnur.
Líf þeirra flestra er í steik og þau lifa í sín-
um einkaheimi sem ýmist er byggður á upp-
gjöf eða sjálfsblekkingu nema hvorttveggja
sé.
Helstu persónur:
Pétur: (Ég sögunnar) Misheppnaður rit-
höfundur sem gefið hefur út eina bók sem
fékk sæmilega dóma en seldist ekki. Hefur
mörg undanfarin ár verið að skrifa BÓKINA
en ekkert hefur orðið úr framkvæmdum.
Drekkur mikið og reykir hass. Er giftur Hjör-
disi en hjónabandið er miður gott. Er að
koma heim eftir þriggja mánaða dvöl í Köb-
en, þar sem hann ætlaði að vinna að BÓK-
INNl en gerði ekkert nema drekka bjór.
„Hvarf" á braut án þess að láta Hjördísi vita.
Hjördís: Hefur lifað fyrir Pétur og BÓK-
INA, þrátt fyrir síendurteknar misþyrmingar
hans og ósætti þeirra. Hefur lifað í voninni
um að allt lagaðist. Vann fyrir honum í Kaup-
mannahöfn og gerir enn heima. Fæst við
gluggaskreytingar. Hefur í fjarveru Péturs
haldið við Pál, sálfræðing sem hún gekk til
og er nú ákveðin í að sambandinu við Pétur
sé lokið. Kastar honum á dyr þegar hann
birtist enda er Páll þá í rúmi hennar.
Halldór: Besti vinur Péturs. Arkitekt. Er
um það bil að drekka sig út úr vinnunni hjá
Kára, sem þegar hefur keypt af honum hans
hlut í stofunni sem þeir settu upp þegar þeir
komu frá námi. Giftur Guðrúnu en heldur
stöðugt við Aðalbjörgu.
Guðrún: Leikkona sem fær lítilsháttar
hlutverk í Þjóðleikhúsinu, svona þrjú á ári.
Gift Halldóri en er alveg að gefast upp á fylli-
ríinu á honum og kvennafari.
Ingunn: Einnig leikkona, en fær betri hlut-
verk en Guðrún. Á barn með Pétri síðan á
námsárunum og hefur alltaf elskað hann
undir niðri. Gift Marteini.
Marteinn: Sá sem hlustaði í klíkunni.
Lærði ensku í Höfn. Kennir við Hamrahlíð.
Lokaður inní sér, sambandið við Ingunni
mjög slæmt. Óhamingjusamt átvagl með á-
huga á skák og engu öðru. Hengir sig í sögu-
lok.
Aðalbjörg: Vefari. Var með Halldóri í
skóla og síðan með Pétri um tíma. Hjákona
Halldórs. Býr ein._
Kári: Arkitekt. Útsmoginn peningamaður
og gildir hann einu hvað hann selur. í útjaðri
klíkunnar.
Flest búa þau í gömlum uppgerðum hús-
um i gamla bænum.
Til viðbótar aðalpersónunum kemur við
sögu fjölskrúðugt persónusafn sem verður á
vegi þeirra, sumar bráðlifandi og eftirminni-
legar svo sem Guðmundur, þjóðleikari og
brandarakall sem verið hefur 30 ár á B—
samningi, erlendur leikstjóri, húsbyggjandi
á bar, gagnrýnandi í leikarapartýi o.s.frv.
Sagan gerist á tveimur og hálfum sólarhr-
ing. Pétur segir frá í 1. persónu þar sem hann
kemur við sögu en þegar greint er frá öðrum
persónu og Pétur er hvergi nærri er sagt frá
í þriðju persónum og er þá viðkomandi per-
sóna vitundarmiðja frásagnarinnar. Þannig
er einstökum persónum fylgt eftir þennan
tíma sem sagan gerist og um leið og þeir at-
burðir eru raktir kemur smám saman fram
bakgrunnur hvers og eins þeirra. Oft er því
skipt á milli sögusviða, fer mörgum sögum
fram samtímis og skerast þær hvað eftir ann-
að. Þessi þáttur í samsetningu sögunnar er
mjög haganlega gerður og skiptir þar mikfu
máli hvað hinn knappi sögutími setur höf-
undi miklar skorður.
Nú er þessi saga að mörgu leyti vel skrifuð.
Atburðarásin er yfirleitt hröð, persónur ljós-
lifandi og markaðar skýrum sérkennum,
sum samtöl eru kannski full löng og þreyt-
andi og einstaka sinnum verður stíllinn ó-
þarflega hátíðlegur. En það kemur ekki að
meginsök.
Samt sem áður er ég ekki almennilega
sáttur við þessa bók. Kannski er það bara
vegna þess að ég sætti mig ekki við þá böl-
sýnu mynd af tilgangslausu upplausnarlífi
þeirrar kynslóðar sem hann er að fjalla um
(og ég get hæglega talist til). Má vera. En það
er ekki víst að þar með sé öll sagan sögð.
Þó svo að við afmörkum þann hóp sem
höfundur er að fjalla um við menntafólk sem
var við nám erlendis í kringum 1970 þá virð-
ist mér hann alls ekki vera að fjalla um raun-
veruleg vandamál þess fólks. Flestír hverfa
að vísu meira og minna frá róttækum hug-
myndum eða reyna að aðlaga þær einhverj-
um raunveruleika og vafalaust skammast
ýmsir sín fyrir það. En eftir heimkomu bein-
Ólafur Haukur —
bölsýn mynd af
tilgangslausu
upplausnarllfi
68’kynslóöarinnar
sem gengur ekki
alveg upp, segir
Gunnlaugur m.a.
í umsögn sinni.
ist atorka þessa hóps fyrst og fremst að því
að koma sér vel fyrir í þjóðfélaginu og fá
góðar stöður, sem yfirleitt tekst bærilega. En
skömmu eftir það grípur um sig tómleikatil-
finning, tilfinning stöðnunar, þegar fólk sem
hefur árum saman keppt að settu marki hef-
ur náð því og finnst það vera komið í lokaða
skúffu í þjóðfélaginu. Viðbrögð við þessu á-
standi eru alls ekki öll á sömu bókina lærð,
geta bæði verið jákvæð og neikvæð ef mað-
ur á að leggja siðferðilegan mælikvarða á
þau. Heildarmynd höfundar af þessu ferli er
fremur óljós og lýsing hans á viðbrögðum
einstaklinganna er einhliða.
Nú er þessi saga skrifuð eftir einhverju
sem kalla má raunsæislega aðferð. A.m.k.
virðist hún eiga að vera raunsæ lýsing á til-
teknum hópi í tiltekinni stöðu og á tilteknum
aldri. Ein meginhugmynd margra raunsæis-
páfa (t.d. Lukács) er sú að í raunsæisverki
eigi persónusköpun að byggjast á því að per-
sónur séu saman settar úr séreinkennum og
dæmigerðum einkennum. Séreinkennum
sem ljá persónum einstaklingssvipmót og
dæmigerðum einkennum sem samræma
þær tilteknum þjóðfélagshópi.
Ef leggja má þennan mælikvarða á þessa
sögu og jafnframt gera ráð fyrir að höfundur
ætli sér að segja sögu einnar kynslóðar, þó
ekki sé nema hinum róttæka hluta hennar,
þá fæ ég ekki betur séð en að það skorti
verulega á að hinir dæmigerðu þættir séu
nógu margir til þess að líta megi á söguna
sem slíka, og hafi það verið ætlun höfundar
tekst hún ekki.
Hitt er svo annað mál að hafi höfundur
ætlað sé að segja sögu tiltekinna einstakl-
inga sem voru við nám í Kaupmannahöfn þá
tekst það bærilega og má hafa nokkuð gam-
an af, enda eru persónulýsingarnar hæfilega
kvikindislegar. En sé þannig litið á söguna
vísar hún fremur lítið útfyrir þennan þrönga
hóp og hefur takmarkað almennt gildi.
MYNDLIST
Fingraflug
Sumir skartgripir eru svo fagurlega gerðir
að maður sér strax í huganum konuna sem
ber þá. Saman fer skartgripur og konan.
Sem eru tveir skartgripir, og þegar best læt-
ur veit maður ekki hvort konan ber skart-
gripinn eða skartgripurinn konuna. Best er
að annað beri hitt uppi þá á reynir, að hvor-
ugt glati gildi sínu þótt aldurinn færist yfir,
heldur aukist það. Algengara er þó að konan
fari forgörðum en skartgripurinn síður og
getur vænst þess að verða forngripur.
Ljóðskáldin voru mikið fyrir að yrkja um
skartgripi. í kvæðum var ævinlega verið að
kasta hringum í hafið og hetjur að kafa eftir
þeim. Hringur og konan voru þá hið sama,
í tákninu, og hlaut kafarinn meyna að laun-
um. Hana sem var tvenns konar djúp: hið
dónalega djúp líkamans og djúp hins æðri
anda.
Hringar voru líka tákn í draumum, eins og
við þekkjum úr íslendingasögunum. Hringar
voru einnig í hinni eilífu fléttu kenninganna:
hringaná og hringagrund. Jafnvel ljóð-
formið gat verið hringhent.
Og hringhent yrði konan sem fengi að
gjöf smíði Ófeigs Björnssonar, bæði skart
hans og grjót úr „iðrum jarðar".
Á sýningu Ófeigs ríkir í Gallerí Grjót sú
platónska ást eða ástarandrúmsloft sem oft
erá gullsmíðavinnustofum. Það er andrúms-
loft hinnar huglægu ástar. Líkaminn er
elskaður einvörðungu í þeim tilgangi að
hægt verði að skreyta hann, með dýrum
málmum.
Reynt er að fara með sýningunni út fyrir
hið beina „kvenhugtak" eða tákn. Jörðin
fæðir líka af sér grýti. Grjótið er með líknar-
belginn á sér. Á ýmsan hátt minnir þetta á
blóðmörskeppi Kristjáns Guðmundssonar.
En hér er hið nýfædda grjót tengt fæðingu
fegurðarinnar, konunni sem er líka jörð
mannkynsins og því skrauti sem hún ber til
að heilla þann sem frjóvgar hana, svo hún
geti fætt á ný. Skartgripurinn er þá „Aungull
í tímanum” en það er nafn á ljóðabók: það
sem veiddist á öngul skgrtgripsins fæðir
kannski eftir níu mánuði nýjan öngul í nýj-
um tíma.
En leikir Ófeigs eru fleiri. Hann leikur sér
að F-unum: Fingur: Fjöður: Flug: Fjöðurstaf-
ur. Hinn vængjaði fingur eða fjaðraði skrifar
með fjöðurstaf skáldskap sinn: skáldskap
skartgripsins.
í afar grönnu samræmi fer saman léttleiki
gullhringsins og fjaðrarinnar. Þarna er flug á
flugi. Fjöðurstafurinn er jafn grannur og
sjálfur hringurinn, en fjöðrin breiðir út
fanirnar og breikkar móti breiðu handar-
bakinu en mjókkar það um leið sökum
áhrifa frá broddi fanahafsins.
Fjaðrir hafa lítið verið notaðar til skart-
Sýning Ófeigs
Björnssonar I Gall-
erí Grjót — and-
rúmsloft hinnar
huglægu ástar,
segir Guðbergur
m.a. í umsögn
sinni.
eftir Guðberg Bergsson
gripagerðar. Hinsvegar er algengt í skart-
gripagerð að sjálfur skartgripurinn sé fjöður,
úr gulli, sifri eða öðrum málmi. En fjöður
fuglsins hefur hvergi fengið að njóta sín
nema í myndlist og skrauti Suðurhafseyja-
þjóða en þó sérsiaklega í Suður-Ameríku.
Sjálfur Quezalcoatl var fjaðraður ormur: það
er hringur. Fjaðurvefnaður var einnig al-
gengur, hnýtt með sérstökum hnút um
fjöðurstafinn neðst, og hann hefur varðveist
enn fram á okkar dag. Litskrúð fjaðranna er
það sama og í upphafi, ófölnað.
Þær konur sem bera skartgripi Ófeigs
þurfa því ekki að óttast að litur fjaðranna
dofni jafnvel áður en fegurð þeirra sjálfra
dofnar og jafnvel flýr. Sem við skulum vona
að verði aldrei. Vegna þess að sérhvert
aldursskeið á sína fegurð. Þó með einu skil-
yrði, að yfir hinni fögru mannveru hvíli vits-
munaleg ró. Oft er henni þó ekki fyrir að
fara. Að andlitið sé eins og rokið er algeng-
ast. Rokeðlið er svo ríkt í okkur íslending-
um: rok í hugsun, rok í ást, rok í okkur við
að éta; það er rokið á með kossum, og síðan
í rokhvelli gert hitt og rokið út.
Þess vegna er undarlegt að sjá kyrrð fjaðr-
anna á hringunum. Kyrrð fjaðranna minnir
mig á kyrrð sumra blóma, hvað sum blóm
geta haft yfir sér mikla kyrrð, jafnvel eilífð,
eins og til dæmis orkídean. Hvaðan kemur
sumum blómum, einkum skrautblómum, og
skartgripum þessi kynlega kyrrð? Kannski
frá regnguðinum Tlaloc, honum sem sendir
fingur regnsins í fiðruðu flugi fuglsins, með
orma sem mynduðu hringa og tákrluðu frjó-
semi jarðar; frá kyrrð vatnsins sem blómið
drekkur?
Á hinn bóginn eru hálsmen Ófeigs í líkingu
við tvö stílfærð lungu sem liggja úti, utan á
brjóstinu. Öll hálsmenin, sem hanga á fín-
legri keðju, eru til þess gerð að þau andi á
brjósti konunnar.
20 HELGARPÓSTURINN