Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 19
USTAPOSTURINN Haukur og Jóhann, með einal konumyndina sina. Smartmynd Samvinna á myndfleti — Haukur Halldórsson og Jóhann G. Jóhannson opna nýstárlega málverkasýn- ingu í Gallerí Lœkjartorgi á laugardag, þar sem hanga munu uppi 40 myndverk sem þeir unnu í sameiningu. Myndlistarmennirnir Haukur Halldórsson og JÓhann G. Jó- hannsson hafa verið að vinna all-, kynduga hluti síðustu mánuði, eða eigum við að segja nýstárlega. Þeir hafa fengist við um fjörutíu myndverk í sameiningu, unnið þau sem einn maður vaeri nema hvað stíll hvors um sig hefur feng- ið að njóta sín til fullnustu. Árang- urinn eru þeir búnir að hengja upp í Gallerí Lækjartorgi og kalla hann „Sammálverkasýningu" - og sem kunngerður verður almenningi frá og með klukkan þrjú á laugar- dag. — En ætli svona samvinna í myndverki sé sniðug? „Hún getur verið það svo fram- arlega sem viðkomandi listamenn þekkja vel hvor til annars,“ segja þeir og vilja meina að svo hafi ver- ið í þeirra tilviki. „Þetta er eins og í músíkinni. Sumir ná saman og aðrir gera það ekki.“ —■ En nú hafiði fengist við gjör- ólík viðfangsefni í myndlistinni til þessa. Bagaði það ekki? „Ætli það hafi ekki hjálpað miklu fremur. Þessi ólíki bak- grunnur gerði það að verkum að við vorum óhræddir að þiggja hvor af öðrum og það varð til þess að við náðum vel sarnan." — Það hefur verið talað um að listamenn þurfi að búa við algjört frelsi og sjálfstæði svo hæfileikar þeirra megi dafna. Gengur þessi samvinna ykkar ekki í berhögg við það? „Nei, vegna þess einfaldlega að við leyfum hæfileikum og hug- myndum beggja að njóta sín til fullnustu í hverju verki. Þessi sam- vinna hefur ekki gengið á sér- kenni okkar, þvert á móti hafa þau verið ráðandi í gerð mynd- anna. Þegar svo staðið var upp frá hverri þeirra sáum við okkur til skemmtunar — og undrunar — að þessi sérkenni runnu ákaflega vel saman og studdu reyndar hvert annað. — Varla hafiði verið samtímis með fingurna í vinnslu mynd- anna? „Nei, samvinnan var nú ekki svo alger. Hún var einfaldlega mjög lík því sem við værum að kveðast á,“ segir Haukur og held- ur áfram: „Ég kastaði kannski fram fyrri parti sem svo Jóhann botnaði." — Hvaða tækni notuðuð þið við myndverkin? „Þetta eru allt andlitsmyndir sem við sýnum og því var það fyrst að við leituðum að andliti sem okkur líkaði, annaðhvort þá úr blöðum eða úti á götu. Eftir að sú leit hafði borið árangur tók annar okkar sig til og þrykkti lit á léreft, sem hinn síðan leysti upp á þeim stað á myndfletinum sem hann hafði valið til að teikna and- litið á. Annaðhvort notuðum við tréliti eða kol við sjálfa teikning- una sem þegar komið var saman við þrykkið gaf mjög skemmtilega áferð, einhverja mystík. Að minnsta kosti afar heillandi tóna- samsetningu." — Vitiði til þess að svona sam- vinna myndlistarmanna hafi tíðkast áður? „Nei, yfirleitt hafa listamenn ekki getað komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut, enda sér- hagsmunaseggir upp til hópa og unnið þar með hver í sínu horni. Þó mun þetta eitthvað hafa verið gert í nýja málverkinu og þá stundum fleiri en tveir saman. Við vitum hinsvegar ekki dæmi þess að myndlistarmenn hafi stofnað til svona samvinnu gagngert til að vinna að einni sýningu, nema ef vera skyldu tvíburarnir Haukur og Hörður Harðarsynir, en þeir eru nú líka eineggja..." — Þessa sýningu ykkar, sem hanga mun uppi fram á aðfanga- dag jóla, tileinkið þið konum. Hversvegna? „Tja, það er nú það. Eigum við ekki að segja vegna þess einfald- lega að konur eru aðalatriðið í líf- inu.“ -SER ÓPERA * Fjœrmynd af Operunni Ekki get ég sagt að ég sé þaulkunnugur í Óperunni við Ingólfsstræti. Þó hef ég séð þar nokkrar sýningar, m.a. Sígaunabaróninn og Töfraflautuna og Litla Sótarann eftir Britten og stundum líkað ágætlega. Nú síðast sá ég (og heyrði) Símann og Miðilinn eftir Ame- ríku—Italann Gian—Carlo Menotti. Það var skemmtilegt kvöld og það var serverað kampavín í hléinu. Og kransakökur. Nammi- namm. Já, og þetta voru fínar sýningar, báðar tvær. Einþáttungurinn Síminn er bráð- skemmtilegur og fjallar um þríhyrninginn Lucy, Ben og béaðan símann, sem lengst af kemur í veg fyrir að Ben fái játað Lucy litlu ást sína. Það er alltaf einhver að hringja og trufla þegar hátt stendur í stönginni. Ljóta mæðan á honum Benna. Og hann sem var að fara í ferðalag og næstum búinn að missa af lestinni. En svo datt honum það snjallræði í hug að hringja sjálfur í dömuna af stöðinni og fékk samband og þetta reddaðist allt á síðasta snúningi. Mikið var ég feginn. En fegnastur var ég þó hvað Elín Sigur- vinsdóttir söng vel og vandlega. Reyndar má segja að hún hafi unnið stórsigur sem óperusöngkona þetta kvöld; hún bæði lék og söng af miklum húmorkrafti og léttleika. John Speight, sem maður kannast fyrst og fremst við sem tónskáld, var líka alveg ágæt- ur Ben. Hann kann sannarlega að haga sér á sviði maðurinn sá, og sungið getur hann þó hann hafi kannski ekki neina Metrödd. Þuríður Pálsdóttir, sem fór með aðalhlut- verkið í Miðlinum (frú Flóru) hafði, og hefur, hinsvegar Metrödd. Þó hún hafi auðvitað dökknað (dýpkað) með árunum. Hún var stórkostleg í þessu hlutverki, stundum svo magnþrungin að manni varð næstum ekki um sel. Þessi stutta ópera í tveim þáttum er þekktasta verk Menottis og sumir segja besta framlag hans á óperusviðinu. Efnið er í það minnsta nógu átakanlegt: syrgjendur hafðir að fíflum, samviskan nagar svikamið- ilinn frú Flóru og svo er saklaus málleysingi (leikinn af Viðari Eggertssyni, bravó) myrtur í lokin. Þetta er víst það sem kallað er meló- drama og virkar þegar allt er í lagi í leikhús- inu. Og ég held bara að flest hafi gengið upp þarna á frumsýningunni. T.d. kom Katrín Sigurðardóttir yndislega á óvart sem Món- ika, dóttirin á bænum, en ég hafði aldrei heyrt í henni áður svo ég viti. Þetta er stórt og erfitt hlutverk fyrir klingjandi sópran og svo tekur stúlkan sig líka alveg ljómandi vel út. Hún er víst þingeysk. Hallmar Sigurðsson leikstýrði báðum óperunum og þó ég sé ekki alveg sáttur við „Þurlður Pálsdóttir er stórkostleg I hlutverki Flóru, og stundum svo magnþrungin að manni varð næstum ekki um sel,“ segir Leifur Þórarinsson m.a. I dómi slnum um Miöilinn og Slm- ann eftir Menotti, sem íslenska óperan sýnir. eftir Leif Þórarinsson allar „plaseringar" og „hreyfimunstur", eða hvað það nú heitir, hjá honum, held ég hann geti vel við unað þessa frumraun sína á óperusviðinu. Leiktjöld voru gerð af Stein- þóri Sigurðssyni sem er, einsog allir vita, hreinn snillrngur á því sviði. Eiginlega var ég sáttur við allt þetta kvöld nema þá helst tón- list Menottis. Hún er flatneskjukómísk „ameríkana" og ekki vitund ítölsk þrátt fyrir ætterni höfundár. Gæti eiginlega verið eftir hvaða Kana sem kynnst hefur Stravinsky og Weill. Ég held líka að óperur Menottis séu lítið sýndar í alvöruleikhúsum í seinni tíð, nema þá kannski í Spoleto, þar sem hann er forstjóri og einvaldur, þó varla þar heldur. Vel á minnst, Spoleto: hvenær fáum við að sjá Maddama Butterfly með Kristjáni Jóhannssyni? Bæði ítalska sjónvarpið og Eurovision gerðu upptökur af sýningunni í Spoleto og önnur hvor hlýtur að liggja á lausu ef Ríkisútvarpið sýnir einhvern áhuga. Já, eitt að lokum: í Nærmynd af Kristjáni í síðasta Helgarpósti er ég borinn fyrir dálítið einkennilegum fullyrðingum um Akureyr- inga og ýms persónuleg mál þessa okkar mesta söngvara í seinni tíð. Þarna hefur höfundur myndarinnar eitthvað ruglað saman heimildarmönnum, allavega held ég Akureyringa (þó þeir séu erfiðir) hvorki for- dómafyllri né illvígari en afganginn af heim- inum. Svo er líka erfitt (mannskemmandi) að skilja í Reykjavík. Það vita bæði ég og aðrir frá fyrstu hendi. En það særði mig þó sér- staklega að hann skyldi ekki hafa neitt eftir mér um „músíkmennsku" Kristjáns, sem hann hafði þó talið mér trú um að væri mein- ingin að gera og ég var svo glaður að segja frá. Nú, en þetta var víst allt gert í bestu meiningu. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.