Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 13
ALLAR NÝJU BÆKURNAR og yfir 4000 aðrir bókatitlar MARKAÐSHÚS BÓKHLÖÐ UNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 OPIÐ ÖLL KVÖLI) TIL KL. 8. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND V-------------X Hátíöir Nú eru liðin 12 ár síðan Els Com- ediants stigu sín fyrstu skref „á fjölunum". Fyrsta sýning þeirra, „Non pius plis“, vakti miklar deil- ur í hinum litla leikhúsheimi Barcelona. Þau þóttu lítt atvinnu- mannsleg og kærulaus um drama- tíska framvindu. Pau voru tilræði við akademíurnar. Samband við áhorfendur hefur alltaf skipt þau miklu og þar kemur til áhugi þeirra á hinni gömlu katalónsku götuhátíðahefð. Þessar hátíðir, bornar uppi af risum, eldspúandi drekum, flennistórum grímum og músík, eiga sér reyndar stað um mestallan Spán en eiga þó hvergi dýpri rætur en í Katalóníu. Þær voru grundvöllur fyrir samein- ingu bæjarbúa og svo hættulegar „lýðræði" Francos að hann setti á þær bann. Els Comediants tóku þessa hátíðahefð uppá sína arma þegar hún átti yfir höfði sér að heyra sögunni til, og umbreyttu í leikhús og það kom í ljós að há- tíðastemmningin leyndi á sér. Draumur götunnar Magga sagði mér frá ævintýrum þeirra á Italíu í vetur þar sem þau komu fram í einum hluta sjón- varpsmyndar um Don Kíkóta — þetta var einskonar barokk-Kíkóti sem kom til Barcelona og upp- götvaði Miðjarðarhafið. Þessi þáttaröð var undirstjórn Maurizio Scaparro, sem hefur m.a. verið stjórnandi biennals Feneyja. Tök- ur fóru fram í Róm. Eitt sinn þurfti að nota þrjátíuogeitthvað statista í götuatriði. Þetta voru allt óupp- götvaðir leikarar sem voru á skrá hjá kvikmyndaverinu — svo loks þegar tækifærið kom reyndu þeir allir að líta út einsog Elizabeth Taylor og troðast að ljósopinu. I desember síðastliðnum frum- sýndu Els Comediants sína fyrstu kvikmynd, „Somni d’un carrer" (Draumur götunnar), á heimavíg- stöðvum í Canet, í Barcelona og í smábænum Tárrega þar sem myndin var tekin. Hún var gerð í samvinnu við leikstjórann Joan Martí og er að öllu leyti hliðstæð götuuppákomum hópsins — greinir frá leikhópi sem kemur í bæinn til að sýna á aðalhátíðinni. íbúar staðarins reynast þá vera risahöfðar, „capgrossos”, og ein- ungis meðlimir leikhópsins sýna sitt rétta andlit. Myndin er aðeins 35 mínútna löng og er til í enn styttri útgáfum sem hafa verið sýndar víða í kvikmyhdahúsum á undan lengri myndum. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður hún sýnd á næstunni i íslenska sjónvarpinu og geta af sér organdi djöfla og baðstrandargesti í öldur ljósvakans... Andardráttur Þau hafa aldeilis ekki setið auð- um höndum: Nú eru komnar út bæði bók og hljómplata innblásn- ar af sýningunni „Sol solet”, sem íslendingar fengu að kynnast fyrir þremur árum. Ekki er um endur- tekningu að ræða, heldur aðeins spunnið út frá sama tema — leit- inni að sólinni. Nú eru þau á kafi.í nýju verkefni sem þau kalla „ALÉ“ (Andardráttur) og vilja meina að sé í beinu framhaldi af „Sol solet”. Rauður þráður er „maðurinn” í öllum sínum breyti- leika og öllum sínum dyntum, ó- háður hverskyns þjóðfélagslegri hlutdrægni eða áróðri. Ólíkt fyrri sýningum er þessi í upphafi af- mörkuð við tiltekna stærð, gengið út frá tilteknum punkti, og hann síðan víkkaður útí hið ókunna. Hin týndu verðmæti eru dregin fram í dagsljósið í þessu „kómíska drama mannlegrar nærmyndar”. Það er spurning um tilfinningu, að sýna lífslöngun „á tímum þegar allir tala um kreppu, stríð, dauða, ótta, eyðileggingu...” Það stendur til að frumflytja verkið í smábæn- um Cretil í grennd við París í jan- úar næstkomandi, þar sem grúpp- ur einsog Odin Teatret og Grand Magic Circus hafa brillerað. Síðan verður haldið í Evróputúr. 1984 verður feitt ár hjá Els Comediants því auk þeysireiðarinnar með „Andardrátt” hefur Jreim verið boðið að taka þátt í Olympíuleik- unum í Los Angeles. Ekki það að þau séu svo góð í hástökki eða kringlukasti, heldur á víst að taka upp þá nýbreytni á þessum Ól- ympíuleikum að keppa í kúltúr- stökki og kúltúrkasti (flest er nú hægt í Ameríku!). Höllin Gamli íverustaður hópsins er steinsnar frá höllinni, í calle Ample, og er nú einskonar redd- ingamiðstöð, skrifstofa... einnig búa þar ýmsir viðloðandi hópinn. Ég gisti um nóttina uppi á lofti. í stigaganginum héngu fornfáleg trúarleg málverk, sjálfsagt veidd á hinum gríðarlega flóamarkaði á Glorias í Barcelona. Daginn eftir var ég einmitt leiddur í allan sann-, leika um ágæti Glorias, því þar hafði komið í net Els Comediants mörg gersemin; ótölulegur fjöldi búninga og klæða á svo til engum prís. Undir búningageymslunni var verið að dytta að einu dreka- höfði og einum „capgrosso". Magga tók mig í útsýnistúr um alla eignina; við litum yfir kartöflu- garðinn og það glitti í hafið. Þarna var jafnvel sundlaug sem var reyndar engin sundlaug, heldur uppistöðulón með hárri hrísgirð- ingu og tveimur litlum drengjum. Höllin ómaði öll af óperusöng og píanóspili — Quim var að æfa sig og ég smellti af honum mynd. Magga sýndi mér í hvern krók og kima í Villa Soledad. Það hefur sjálfsagt verið keppikefli hvers þræls að verða sement slíkrar byggingar. Olafur Engilbertsson Barcelona ; SIUND eZZZ i Kvosinni býöur þér fleira en góöan mat og Ijúfar veigar. Glæsi- legar og sérstakar innréttingar eiga stóran þátt í aö endurvekja rómantískt and- rúmsloft aldamótaáranna. Fyrir borðhald gefst tóm til að setjast viö Rosenberg barinn og hafa það notalegt. Valinkunnir tónlistar- menn tryggja enn frekar ánægjulegt kvöld með Ijúfri tónlist. - Kvöldstundin verður ógleymanleg. Austurstræti 22 (Inn stræti) Upplýsingar og pantanir i síma 11340 Auglýsingasími Helgarpóstsins er 81511 HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.