Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Árni Þórarinsson
og Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarf ulltrúi:
Hallgrímur Thorsteinsson
Blaöamenn: Egill Helgason
og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Utlit: Björr. Br. Björnsson,
Björgvin Ólafsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Hildur Finnsdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f.
Framkvæmdastjóri:
Guðmundur H. Jóhannesson
Auglýsingar:
Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóri:
Ingvar Halldórsson
Innheimta:
Jóhanna Hilmarsdóttir
Afgreiðsla: Þóra Nielsen
Lausasöluverð kr. 30.
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrif-
stofa eru að Ármúla 36. Sfmi
8-15-11.
Setning og umbrot:
Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Ábyrgð
lögreglunnar
Lög og regla í hverju landi
verða ekkert annað en orðin
tóm ef ekki rikiróskorað traust
milli þeirra sem eiga að hlíta
þeim, þ.e. borgaranna, og
þeirra sem eiga að framfylgja
þeim, þ.e. lögreglunnar. Um
nokkurraáraskeiða.m.k. hefur
þessu trausti ekki veriö fyrir að
fara. Aldrei hefur trúnaðar-
bresturinn verið meiri en ein-
mitt núna vegna handtöku
blaðamanns og meðferð lög-
reglu á honum.
Gegnum tíðina hafa hlið-
stæð mál komið upp og þegar
á þá heild erlitið getur lögregl-
an ekki undan því vikist að
stærstur hluti ábyrgðar á trún-
aðarbrestinum er hjá henni
sjálfri. Sá borgari er varla til
sem ekki hefur beint eða ó-.
beint kynnst harðneskjuleg-
um aðferðum lögreglu. Flest
þessara mála dagar uppi og
koma aldrei upp á yfirborðið.
Ástæðan er einfaldlega sú að
menn telja það yfirleitt engan
tilgang hafa að sækja sjálfa
lögregluna til saka. Hún verði
aldrei sek fundin.
Það er lofsvert hug-
rekki hjá þeim blaðamanni
sem nú kærir að láta á þetta
reyna og skemmst er að minn-
ast þess þegar einn af blaða-
mönnum Helgarpóstsins
sætti ólögmætri handtöku í
miðborg Reykjavikur: Þá kom
fram að lögreglumenn veigra
sér ekki við að Ijúga, — og
þetta eru orð sem eru stór en
sannleikanum samkvæm —,
upþ á borgara þegar þeir þurfa
að verja mistök sín. Það var
staðfest í opinberri rannsókn á
þessari handtöku.
Öllum geta orðið á mistök.
Líkalögreglunni. Þááaðviður-
kenna mistökin og beita öllum
ráðum til að koma í veg fyrir að
þau endurtaki sig. Það gerir
lögreglan ekki. Hún virðist
ekki hafa dug til að taka á innri
vandamálum — að hreinsa út
þá fáu óhæfu einstaklinga
sem komaóorði ástörf hennar
I heild og eyða þeim gagn-
kvæma trúnaði sem fyrr
var um fjallað. i Helg-
arpóstinum I dag er ítarleg
grein um þessi mál og m.a.
kemur fram að innan lögregl-
unnar eru menn sem gera sér
þettaljóst og viljaaðá vandan-
um sé tekið. Á þessu öllu
hljóta yfirmenn lögreglunnar
nú að taka mark.
Það er auðvitað ósækilegt
að þessi mál koniist einvörð-
ungu í brennidepil þegar full-
trúar fjölmiðlaverða fyrir barð-
inu á mistökum við löggæslu.
Hvað um hinn almenna borg-
ara? Og „gagnárás" lögregl-
unnar I formi svokallaörar
fréttatilkynningar Rannsókn-
arlögreglu ríkisins er ekki til'
þess fallin að skapa traust á
ný. Dómsmálayfirvöld islands
þurfa aó finna hlutlausa
rannsóknaraöferö I málum
eins og þessum. Ófært er að
lögreglan rannsaki eigin mál.
Slíkterekkertannaðen skrípa-
leikur.semeykurfrekareneyð-
ir því vantrausti sem nú rlkir
milli lögreglu og borgara.
víða líf og fjör. Sigmar B. Hauksson,
sælkeri, útvarpsmaður og karlrétt-
indamaður. hefur nú tekið við
rekstrarstjórn á veitingahúsinu Rán
við Skólavörðustíg og hyggst
brydda þar upp á ýmsum nýjung-
um, bæði hvað varðar matseðil og
persónulegri þjónustú við gesti. Á
Hótel Sögu hafa einnig orðið miklar
breytingar undanfarið og er stefnt
að enn frekari breytingum, sem
ganga flestar í þá átt að yngja upp
fastagestahóp staðarins. Mun þetta
hafa gefist vel. Ein helsta fyrir-
hugaða breytingin er að gera hina
gamalgrónu vínstúku Mímisbar að
diskóteki. Liggja nú fyrir teikningar
að því. Við heyrum að þá hafi gaml-
ir og grónir fastagestir gert strik í
reikninginn. Er sagt að einn stjórn-
enda staðarins, Wilhelm West-
mann, hafi fengið langan undir-
skriftalista með yfir hundrað nöfn-
um Mímisbarssáta þar sem mælst er
eindregið til þess að lífi brynningar-
bólsins verði þyrmt. Mun nú fram-
kvæmdum við diskótekun Mímis-
bars hafa verið frestað fram á næsta
ár a.m.k....
tónleikum þeim sem
enska reggíljóðskáldið Lynton
Kwesi Johnson hélt hériendis í fyrri
viku, mun mörgum hafa ofboðið
hassneyslan sem þar var höfð í
frammi, ekki af hálfu Ijóðskáldsins
eða hljómsveitar hans, heldur
hinna íslensku gesta. Mun svo
rammt hafa kveðið að þessu að
myndarlegt hassský hafði myndast
yfir hausamótum gesta um miðbik
tónleikanna, sumum til sárs sviða.
Þá er sagt að menn hafi lítt verið að
fela þessar reykingar sínar, heldur
hafi hassmolarnir legið óbyrgðir á
borðum og rauðgióandi pípan verið
látin ganga milli manna svo sem
ekkert væri sjálfsagðara. Tónleik-
arnir voru haldnir í Sigtúni og lög-
reglan var víst víðs fjarri þessu góða
gamni...
lEinnig hefur vakið athygli í
sambandi við heimsókn Johnsons
þessa að hann mun hafa krafist
peningagreiðslna fyrir viðtöl fjöl-
miðla. Sagt er að Sjónvarpið hafi
,,keypt“ viðtal fyrir Kastljós, en út-
varpið ekki gengið að slíku. Engin
blöð tóku viðtöi við þennan fégráð-
uga fulltrúa öreigaskálda...
sig í verslunum Aíengis- og tóbaks-
uerslunar ríkisins í vikunni í kjölfar
fréttar Morgunblaðsins um fyrir-
hugaðar hækkanir á áfengi, enda ó-
venjulegt að blöð komist í siíkar fyr-
irætlanir. Flýttu margir kaupum á
jólavíninu eins og eðlilegt er, en við
höfum fyrir satt að hækkunin verði
mjög veruleg, einkanlega á dýrustu
áfengistegundum eins og koníaki
og kampavíni. Með slíkri sam-
ræmingu í verðlagningu má búast
við að nokkurt lag komist á verð-
hlutföll á vínmarkaðnum...
Leiðrétting
Eftirfarandi kafii féll niður úr ball-
ettumsögn Gunnlaugs Ástgeirs-
sonar í síðasta HP:
En hitt er víst að fagrar listir sem
veita áhorfendum gleði og ánægju
auka tvímælalaust heildarham-
ingjuvísitölu þjóðarinnar og veitir
ekki af eins og nú er komið. Heil ný
iistgrein sem festir rætur hlýtur að
auka þessa stærð verulega, og því
er það ekki aðeins skylda lands-
feðra að hlú að slíku, heldur bein-
línis lífsnauðsyn ef mannlíf á að
haldast við í þessu kalda landi. Þeir
vita ekki hverskonar refsingu þeir
kalla yfir sig ef þeir þrengja að
vaxtarbroddum menningarinnar.
Akademía eda
ekki akademía
— dálítil leiörétting
Lítið og með öllu ofaukið smá-
orð varð höfundi viðtals við
Jóhann Hjálmarsson í Helgarpósti
til óblandinnar hrellingar og
mæðu. Það var eitt örlítið ,,ekki“
sem slæddist inn í síðustu máls-
grein viðtalsins, þannig að merk-
ing setningarinnar snerist algjör-
lega við. Leiðrétt og kórrétt er
setningin á þennan veg: Nei... þú
þarft heila akademíu til að svara
svona stórri spurningu.
Kátt.í
koti
dagur ó barnaheimili
Falleg bók
á lágu verði
- fyrir börn
fullo^ðna
JOLA-
TILBOÐIN HUOMAVEL
-en hvernig hljóma „græjurnar“?
NAD - hljómtækin sem hin tækin eru dæmd eftir!
NAD5120
Plötuspilari
PERFORMANCE TABLE
I 2 34 5 í í 8 S
Build quality
Armquality
Feedback isolation
Ease of use
Appearanceéi finish
PERFORMANCE TOTAL
SOUND QUALITY
VALUE FORMONEY
94%
94%
NAD7120
Magnari
PERFORMANCE TABLE
123456 789
Build quaHty
Power output
FM sensitivity
Ease of use
Appearance & fmish
PERFORMANCE TOTAL
SOUNDQUALlTY~
valueformönEy
w.
Popular Hi-Fi
Magnarar ársins í Danmörku s.l. 3 ár. =
MI-FI
/QRAND PRIX\
AWARD
*
AurttMcteo
n__ S
b 35 Ö © 5hbb|©119 hh ©
Grand Prix sigurvegarar s.l. 4 ár.
•*böoö:
Hvers vegna mæla allir
með Boston Acoustic?
„Boston Acoustic A40 eru litlir hátalarar sem veita
mikiðfyrir lágt verð“. Audio
„Boston Acoustic A40 standast fyllilega samanburð
við margfaldlega stærri hátalara í mikið hærri
VerðflOkkum". New York Times
„Boston Acoustic A40 eru tvímælalaust einhverjir
allra hagkvæmustu hátalarar sem við höfum
kynnst í lengri tírna". stereo Review
Sound Quality Value for £
Boston Acoustics A40 90% 93%
Popular Hi-Fi
Þeir sem qera kröfur til tónlistar versla við okkur.
10 HELGARPOSTURINN