Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Blaðsíða 30
HELGARDAGSKRAIN Föstudagur 9. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.00 Glæður. Um dægurtónlist sið- ustu áratuga. 4. Haukur Morth- ens. Haukur Morthens rifjar upp söngferil sinn og syngur nokkur vinsælustu lög sin frá liðnum ár- um. Umsjónarmaöur Hrafn Páls- son. Stjórn upptöku: Andrés Indriðason. 22.00 Kastljós. Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson og Helgi E. £ Helgason. i W23.05 Leiðin. (Vol). Tyrknesk blómynd frá 1981. Handrit samdi Yilmaz Guney en leikstjóri er Serif Gor- en. Aðalhlutverk: Tarik Akan, Ser- if Sezer, Halil Ergun og Meral Orhonsoy. Myndin er um þrjá fanga sem fá viku leyfi til að vitja heimila sinna. Þeir búast von- glaöir til ferðar en atvikin haga þvi svo að dvölin utan fangelsis- múranna reynist þeim lítt bæri- legri en innan þeirra. „Leiöin" var valin þesta kvikmyndin á Cann- eshátlðinni 1982 og var sýnd hér á kvikmyndahátiðinni i fyrra. Þetta er einkar áhrifamikil mynd sem fær okkar bestu meðmæli. Fjórar stjörnur. Laugardagur 10. desember 16.15 Fólk á förnum vegi. 6. Á bresku heimili. Enskunámskeið í 26 þátt- um. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur Ingóifur Hannesson. 18.30 Innsiglað með ástarkossi. Loka- þáttur. Breskur unglingamynda- flokkur í sex þáttum. Þýðandi Ragna Ragnars. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Ættarsetrið. Sjötti þáttur. Bresk- ur gamanmyndaflokkur I sjöþátt- um. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 21.20 I skammdeginu. Ása Finnsdóttir tekur á móti söngelskum gestum I sjónvarpssal. Gestir hennar eru: Björgvin Halldórsson, Jóhann Helgason, Jóhapn Már Jóhanns- son, Bergþóra Árnadóttir, Pálmi Gunnarsson, Tryggvi Húbnerog nokkur léttfætt danspör. Upp- töku stjórnaði Tage Ammendrup. j ' 22.10 Rússarnir koma. (The Russians Are Coming.). Bandarlsk gaman- mynd frá 1966. Leikstjóri Norm- an Jewison. Aðalhlutverk: Carl Reiner, Eva Marie Saint, Alan Arkin. Geggjuö grinmynd um rússneskan kafbát sem veldur miklu fjaðrafoki þegar hann strandar við Nantucket. Alan Ark- in brillerar hér og það gera llka ó- tal karakterleikarar. Þrjár stjörn- ur. Sunnudagur 11. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Árel- ius Nielsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 5. Þrefalt kraftaverk. Bandariskur fram- . haldsmyndaflokkur. Þýðandi M Óskar Ingimarsson. J17.00 Rafael. Nýr flokkur — Fyrsti hluti. Bresk heimildarmynd I þremur hlutum um ævi, verk og áhrif ítalska málarans Rafaels, en á þessu ári eru 500 ár liðin frá fæðingu meistarans. Umsjónar- maöur er David Thomas, fyrrum listgagnrýnandi við „The Times". Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þor- steinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Elln Þóra Friðfinnsdóttir. 18.50 Áskorendaeinvigið. Gunnar Gunnarsson flytur skákskýring- ar. 19.05 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáii. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. "20.40 Sjónvarp næstu viku. •21.10 Evita Peron — Siðari hluti. Ný bandarlsk sjónvarpsmynd um Evu Peron. Leikstjóri Marvin Chomsky. Aðalhlutverk Faye Dunaway og James Farentino. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.50 Gary Burton. Frá djasstónleikum i kvartetts Gary Burtons I Gamla blói I maí sl. Upptöku stjórnaði Tage Ammendrup. © Föstudagur 9. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 12.00 Dagskrá. 12.20 Fréttir. 14.00 Á bókamarkaöinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýj- um bókum. Kynnir Dóra Ingva- dóttir. 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Nýtt undir nálinni.Hildur Eirlks- dóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. J6.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- / fregnir. f 16.20 Siðdegistónleikar. 17.10 Siðdegisvakan. 18.00 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Kantata IV — Mansöngur eftir Jónas Tómasson. V 21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akur- eyrar. Umsjón: Óðinn Jónsson (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur. Umsjónarmaður: f Gérard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.15 Kvöldgestir — þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni — Ólafur Þórð- arson. Laugardagur 10. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 12.00 Dagskrá 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. íþróttaþátt- ur. Umsjón: Hermann Gunnars- son. 14.00 Listalif. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp — GunnarSalvarsson. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- . fregnir. 16.20 íslenskt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu.Umsjón: Einar Karl Haraldsson. 17.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 8. þ.m. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Enn á tali.Umsjón: Edda Björg- vinsdóttir og Helga Thorberg. 20.00 Lesið úr nýjum barna- og unglingabókum.Umsjón: Gunn- Val Sigrúnar Davíðsdóttur „Ég missti einmitt af tyrknesku myndinni sem er á föstudagskvöldið þegar hún var hér á kvikmyndahátið og ætli ég reyni ekki að bæta úr því,"segir Sigrún Davíðsdóttir matreiðslubókarhöfundur og cand. mag. Á laugardaginn er hugsanlegt að ég bjóði börnunum að horfa á Rússarnir koma með mér, en ef í hart fer er ég þess albúin að slökkva. Kannski athuga ég líka þáttinn um Rafael á sunnudaginn. Á síðasta sunnudag glæptist ég á að horfa á fyrri hlutann af myndinni um Evu Peron, svo það er vel hugsan- legt að ég freistist til að horfa á seinni hlutann með öðru auganu. Mín útvarpshlustun er mjög óskipulögð og tilviljanakennd. Ég hlusta einna helst á klassíska tónlist, til dæmis á tónleikana á sunnudagsmorgnum, sem eru oft alveg einstakir. Þá þætti mér sárt að missa af Nýjustu fréttum af Njálu á laugardaginn, þar er skemmtilega tekið á þessu hjartans máli okkar íslendinga. Nú, og svo hlusta ég á Enn á tali, eins og mér skilst að allir landsmenn geri. vör Braga. Kynnir: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 20.40 í leit að sumrLJónas Guömunds- son rithöfundur rabbar við hlust- endur. 21.15 A sveitalinunni- Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum I Reykjadal (RÚVAK). 22.00 uGrái jarlinn", smásaga eftir Onnu Maríu Þórisdóttur.Höfund- ur les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 23.05 Danslög- 24.00 Listapopp. Endurtekinn þáttur Gunnars Salvarssonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagurn. desember 8.00 Morgunandakt.Séra Lárus Guð- mundsson prófastur I Holti flytur ritningarorö og bæn. 10.25 Út og suður.Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa i Dómkirkju Krists kon- ungs i Landakoti. 13.30 Vikan sem var. Umsjón: Rafn Jónsson. 14.15 Á bókamarkaðinum. 15.15 í dægurlandi-SvavarGests kynnir tónlist fyrri ára. í þessum þætfi: Lög eftir Harold Arlen. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. Málfræði og íslenskt mál. Kristján Árnason málfræðingur flytur sunnudags- erindi. 17.00 Hrimgrund. Útvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharöur Linnet. 17.40 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar fslands í Háskólabíói 8. þ.m. (síðari hlutiL' 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ábökkum Laxár.Jóhanna Stein- grimsdóttir I Árnesi segir frá (RÚVAK). 19.50 Tvö kvæði eftir Grím Thomsen. Þorsteinn ð. Steþhensen les. 20.00 Útvarp unga fólksins.Stjórnandi: Guðrún Birgisdóttir. 21.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hann- essonar. 21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les (3). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra.Stjórnandi: Signý Pálsdótt- ir (RÚVAK). 23.05 Djass: Be-bop — 1. þáttur. — Jón Múli Árnason. SJONVARP Spellvirki Kvikmyndaval Sjónvarpsins um síð- ustu helgi var með skárra móti; suður- afríska verðlaunamyndin Flauelsblóm í ágúst (1979) í leikstjórn Ross Devenish, J gamla, góða High Society (1956) með Sinatra, Crossby og Grace Kelly að ógleymdum Louis Armstrong og loks síðasta mynd laugardagsins Spellvirki (Sabotage), hin klassíska mynd Hitch- cocks frá árinu 1937 með Sylvia Sidney, Oscar Homolka og John Lodger. Af þess- um þremur myndum er sú síðastnefnda sú forvitnilegasta að mínu mati. Sabotage er frá athyglisverðu skeiði i kvikmyndagerð Hitchcocks. Hún er ein þeirra mynda er hann gerir í Bretlandi fyrir stríð (fer alfarinn til Hollywood 1939) og sem flestar bera með sér and- rúmsloft njósna og hryðjuverka — að- draganda heimsstyrjaldarinnar. Þegar Hitchcock sneri baki við gerð þögulla kvikmynda (sú frægasta er Leigjand- inn— The Lodger — gerð 1926) vakti hann strax athygli fyrir hugvitsamlegar og snjallar hljóðupptökur, t.a.m. stóðu gagnrýnendur á öndinni þegar þeir sáu Blackmail (1929), gerða á fyrsta ári hljóð- myndanna. Sabotage er framhald á spennu- og njósnamyndum Hitchcocks; áður hafði hann sent frá sér The man who knew to much (1934), The thirty- Sabotage (1937) er frá gagnmerku kvik- myndaskeiði Hitchcocks. nine steps (1935) og Secret Agent (1936). í Sabotage fullkomnar hann mörg ein- kenni sín, þ.á m. myndhreyfinguna — sem er undir miklum áhrifum frá hinni sígildu kvikmyndalist Þjóðverjans Murnau — og myndskeytinguna (mon- tage) sem hann Iærði af Rússanum Eisenstein. Hitchcock var alla tíð hrifinn af andstæðum, hvort sem um var að ræða Ijós og skugga, gæsku og mann- vonsku. í Sabotage gafst honum einmitt tækifæri til að leika sér að þessum þátt- um; straumrof/birta, ómannúðleg spell- virki/fallegt barn sem verður saklaust fórnarlamb tilræðismanna. Hið ómann- úðlega viðfangsefni í Sabotage fór reynd- ar fyrir brjóstið á mörgum í Bretlandi, sérstaklega morðið á piltinum, og hinn frægi gagnrýnandi Observer, frú Lejeune, mótmælti hástöfum. Það mikla blaðaumtal sem myndin olli á sínum tíma varð til þess að Hitchcock afréð að gera næstu mynd sína að glæpagamanleik og hin hálfmisheppnaða Young and Inno- cent (1937) sá dagsins ljós. Meistarinn bætti þó um betur ári síðar með The Lady vanishes (1938). Þegar Sjónvarpið sýnir myndir á borð við Sabotage (og reyndar kvikmyndir yfirleitt) væri það mjög vel þegið að ein- hver fjallaði um kvikmyndina í stuttu máli fyrir sýningu þar sem leikstjóri og viðfangsefni væri sett í sögulegt sam- hengi. Slíkan inngang gæti t.d. þulan les- ið. Sjónvarpið sýnir oft sígild verk kvik- myndalistarinnar án þess að fylgja myndunum úr hlaði á sómasamlegan hátt. Sama gildir reyndar um kynningu á myndum kvikmyndahúsanna. Reyndar sýndi Glugginn glefsu úr Veróníku Voss s.l. sunnudag en hefði betur látið ógert, því áhorfandinn var engu nær um kvik- myndalist Fassbinders. Hættið þessum spellvirkjum og mótið fastheldna kvik- mynda — og menningarstefnu Sjón- varpsins. UTVARP Rás tvö Þá er hún komin, Rás tvö. Andrés Björnsson útvarpsstjóri ávarpaði hlust- endur og sagði að 5 ár væru liðin síðan hugmyndin um aðra rás kom fram og rak þann, sem þetta ritar, í rogastans þegar hann áttaði sig á því hvað Ríkisútvarpið er í raun og veru snart í snúningum. Fimm ár, hvað er það? Og síðan kom rásarstjórinn og lýsti þeirri von sinni, að Rás tvö yrði lífleg. Ekki fengu málvandir gagnrýnendur hland fyrir hjartað af ávarpi Þorgeirs þótt honum yrði það á í auglýsingaflóðinu í fyrra að segja frá því hvað jólasveinana hefði hlakkað til að hitta Bryndísi og Þórð. En þetta er liðin tíð og slíkir atburðir gerast vonandi ekki jafnoft í auglýsingum Rásar tvö og Sjónvarpsins. Ýmsir hafa lýst ánægju sinni vegna þessa nýja fyrirbæris, en varla verður það talin nein háttvísi af forráðamönnum Ríkisútvarpsins að byrja áður en send- ingar nást norður til Ákureyrar eða til annarra landshluta. En óþreyjan er söm við sig hérna fyrir sunnan. Þeir tveir dagar, sem liðu af ævi Rásar tvö áður en þetta greinarkorn var skrif- að, virtust ætla að láta þá von rásar- stjórans rætast að um líflegt fyrirbæri yrði að ræða. Hann hefur fengið til starfa þaulvana og skemmtilega þáttastjórn- endur. Ekki þurfti að óttast handbragð manna eins og Páls Þorsteinssonar og Ásgeirs Tómassonar, en Arnþrúður mætti vera hressilegri í ,,fasi“ þegar hún kynnir poppið og taka Jóhönnu Harðar- dóttur sér til fyrirmyndar, en kynningar Jóhönnu voru með því skemmtilegasta sem heyrst hefur í poppþáttum hér á landi. En þáttastjórnendurnir mega vara sig á óvinum vandlætaranna eins og orð- slettunni ,,próblem“. í lok fyrsta dags Rásar tvö var Erna Indriðadóttir með gesti í útvarpssal. Tókst henni að skapa skemmtilegt andrúmsloft sem lofar góðu um framhaldið. Ein helsta nýjungin sem menn biðu eft- ir að heyra voru leiknu útvarpsauglýs- ingarnar. Var þar ýmislegt vel gert. Ekki verður í þetta sinn fjallað um einstakar auglýsingar, en talsvert bar á því að sjón- varpsauglýsingar væru notaðar nær óbreyttar og tónmeisturum hætti til að láta tónlist og „hljóðhrif" (nýyrði fyrir hljóðeffekta) yfirgnæfa boðskap auglýs- inganna. Rás tvö er fyrst og fremst ætlað að vera með léttu yfirbragði og hjálpa mönnum til þess að þurfa ekki að hugsa heldur láta tímann líða fyrirhafnarlítið. í framtíðinni fær rásin vonandi það hlutverk að gera Útvarpið mikilvirkari og áhrifameiri fjöl- miðil en nú er með því að ýmsir talmáls- liðir, sem útvarpað er á daginn, verði endurteknir að kvöldi. Það yrði til þess að auka raunverulegt val hlustenda og gerði stofnuninni jafnframt kleift að þjóna betur ýmsum hagsmuna- og áhugahópum. Ef til vill snýst síðan hlut- verk rásanna við. Langbylgjustöðin verður þá eins konar vörður vegfarenda og stundastyttir, en „menningin" flyst yfir á Rás tvö. Þá hefur vonandi fundist skemmtilegra upphafsstef fyrir rásina sem verður ekki jafn-Gunnars Þórðar- sonarlegt og það sem nú er leikið. En í lokin er skorað á stjórnendur rásarinnar að efna til samkeppni um slíkt stef þar sem fleirum en landsliðinu í poppi veitist útrás hæfileika sinna. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.