Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 3
leikur forvitni á að vita um þessa merkiiegu hátlð, jól- in. Hún er fyrst og fremst ætluð almenningi, jafnt börnum og fullorðnum, en kannski slður prófessorum og fræðingum. Ég reyni að grafast fyrir um sögulegan uppruna hinna ýmsu jóla- siða og það hvernig siðvenj- urnar hafa breyst I tlmans rás. Við getum til dæmis nefnt jólatréð. Þessi siður verður útbreiddur I Þýska- landi á 18du öld og berst til Norðurlandanna á þeirri 19du. Þegar hugmyndin berst hingað til íslands koma upp ýmis vandamál I sambandi við framkvæmd- ina — vegna þess einfald- lega að hér voru ekki til greniskógar. Þvl notuðust Islendingar lengi vel við spýtujólatrén sem margir muna kannski eftir og slðar við innflutt gervijólatré. Fyrir utan fróðleik af þessu tagi eru I bókinni bæði gamlir og nýir bók- menntatextar, Ijóð, sögur og kaflar úr fornsögum, sem tengjast jólahaldi á einn hátt eða annan. Þannig er bókin I aðra röndina lestrar- bók um.jólin.11 Bók Árna um jólin er skreytt fjölda mynda, bæði I lit og svarthvltu, eftir Hring Jóhannesson listmálara. Bjallan gefur út. „Kátt erájólunum, koma þau senn, — þámunu upp KtaGils- bakkamenn..." Myndskreyting Hrings Jóhannessonar við Gilsbakkaþulu, eitt af jólakvæðunum (jólabók Árna Björns- sonar. Greniskógar og Hann Árni Björnsson þjóðháttafræðingur er kannski enginn jólasveinn, nema þá svona rétt ( meðal- lagi. En hann er löngu sest- ur á trón sem helstur sér- fræðingur (slenskur um jólahald og flest sem við- kemur iólum. Nú um daginn spýtujólatré sendi Árni frá sér bókina í jólaskapi, en þar eru sögð ýmis forvitnileg deili ájóla- haldi að fornu og nýju; Helgarpósturinn bað Árna að fara nokkrum orðum um bókina nýju. „í bókinni reyni ég að svara ýmsu því sem fólki Eftir frumsýningu á kvikmyndinni Skilaboð til Söndru efndu aðstendendur myndarinnar til hófs þar sem þessum tlmamótum varfagnað. Margt gestavari veislunni og héreraðalleikari myndarinnar, Bessi Bjarnason i rökræðum við Halldór Laxness. Eflaust eru þeir að velta fyrir sér þjáningum rithöfunda. Milli þeirra stendur eiginkona Bessa, Margrét Guðmundsdóttir leikkona. rð/r gólfdúk, saðgeragam þaðbesta. •• - "Seitklebe? fGBroanímiKN Hverfisgötu 34 -101 Reykjavfk - Sfmi 14484 -13150 „Sýnist þér þetta ekki vera góölátleg svlvirða?" — Ég hef ekki séð þetta leikrit sem þú ert að leikstýra. „En þú færð tækifæri til þess 29. desember. Það heitir Sví- virtir áhorfendur og er eftir Peter Handke. Þetta gæti veriö forsmekkurinn að áramótaskaupinu. Við vonum að minnsta kosti að þetta verði gott skaup og það er alla vega fjörlegt; I þetta skiptið fá leikarar Stúdentaieikhússins ekki bara tæki- færi til að leika heldur llka til að leika sér... og áhorfendur fá tækifæri til að leika með. — Hvenær er þetta verk samið? „Peter Handke samdi Svlvirtir áhorfendur 1966. Hann hafði þá nýlokiö laganámi en var I nánum tengslum við leikhús og ieikara I Þýskalandi og París. Annars er hann austurrlskur. Peter Handke blöskraði hvernig fariö hafði verið með leik- arafram að þessu. Hann langaði til að virkjaleikara betursem miðil og stokka upp þessa hefðbundnu afstöðu milli senu og salar. — Er hann að kryfja tungumálið eins og í Kaspar (Hauser)? „Ekki sjálft tungumáliö heldur tungumál áhorfenda og leik- ara, tungumál leikhússins, þetta hefðbundna, staðnaða form leikhússins“. — Er Handke enn að fást við þessa hluti—formið? „Já, formið og innihaldið. Hann er einn af örfáum sem hafa fengiö þetta tvennt til að haldast ( hendur þannig að það segi okkureitthvaðsem skiptir máli um llf nútimamannsins. Hann og Botho Strauss eru liklega tvö fremstu núlifandi teikskáld Evrópu. — Vildi Handke hneyksla áhorfendur i „Svívirtir áhorfend- ur?“ „Nei, ekki fyrst og fremst það heldurvekja til llfsins með því að þrýsta leikhúsforminu út á ystu nöf. Þetta nafn leikritsins: Svivirtir áhorfendur, er hægt að túlka á fleiri en einn veg. Það þarf ekki að þýða að áhorfendur verði svfvirtir, heldur að þeir hafi verið svivirtir með þvi að byggja ósýnilegan vegg milli salarog sviðs, þannig að áhorfendur hafaorðið hlutlaus aðili f leikhúsi. Kannski er þetta f fyrsta sinn sem áhorfendum er sýnd virðing, þvl að I gegnum allt leik.ritið er nærvera þeirra höfö I huga. Það másegjaað þettasé, þegar allt kemurtil alls, óður til áhorfenda". — Það hefur hvílt mikil leynd yfir æfingum á þessu verki. Er einhver sérstök ástæða fyrir þvi? „Leyndin er ekki aðalmálið, heldur sú staða sem leikararnir eru (. Hún hefur verið svo erfið að þeir hafa þurft þá kyrrð leit- unar sem luktar dyr gefa“. — Þettaerfyrstasviðsverkiðsemþúleikstýrir. Kvikmyndin (Á hjara veraldar) hefur verið þinn miðill hingað til. „Leikhúsið er mjög ólikur miðill kvikmyndinni, en ég hef gaman af miðlum I öilum myndum. Ég tek á þessu verkefni áf mikilli ánægju og ég er ekki slöur að læra en leikararnir. Aðalatriðiö er að við höfum skemmt okkur mjög mikið. Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir leikarana en fjörkippir hafa verið miklir meðal okkar og ég vona að það berist yfir til áhorfenda hvað þetta hefur verið skemmtileg vinna“. — Um hvað er leikritið? „Það er um lif áhorfenda og áhorfendur. Það liggur í augum uppi að það er fjörlegt“. — Ertu ekkert hrædd um að áhorfendur verði hræddir? „Mér hefur alltaf fundist billegt að herja á áhorfendur beint. Það verður beitt öðrum brögðum en þeim verður fólk að kom- ast að með þvi að koma á sýninguna". — Ef ekki er herjað beint á áhorfendur, er þá komið aftan að þeim? „Ætli það sé ekki frekar, að það sé læðst inn um þá“. Stúdentaleikhúsið frumsýnir Svívirtir áhorfendur í Tjarnar- bæ (Tjarnarbíó) fimmtudaginn 29. desember. Krístín Jóhannes- dóttir, sem er þekktust fyrir'kvikmynd sína, Á hjara veraldar, leik- stýrir nú í fyrsta sinn á sviði, en leikarar í Stúdentaleikhúsinu bera henni þá söguna að það sé eins og hún hafi aldrei gert annað. Hvaða svfviröa er betta? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.