Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.12.1983, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Qupperneq 11
þar álitlega stúlku, gengur til hennar og segist vera með frá- bæra bók handa henni, kínversk ljóð. Þetta var ófyrirgefanlega klaufalegt. Honum átti að vera ljós sú staðreynd að konur þora ekki fyrir sitt litla líf að líta á þá karlmenn, sem standa við lestur í bókaverslunum, af ótta við að þar séu þeir að upplifa sínar villtustu ástríður — á prenti. Að lokum vil ég skora á ein- hvern lífsreyndan, íslenskan karl- mann (lukkulega sjálflærðan í fræðunum hérlendis) að skrifa leiðbeiningahandbók pipar- sveinsins, með raunhæfum ís- lenskum aðferðum t.d. líkt og þessi gamla góða: (Sagt um leið og Hann hefur þrifið Hana út á dans- gólfið) „Kemurðu oft hingað? — Æðislega er heitt hérna, komum bara út!“ Og að sjálfsögðu verður verðandi rithöfundur að muna að fjalla hlýlega um konuna sem kyntákn — kynveru eingöngu. Og fyrir alla muni að forðast að fara út í þá deild að væla um konuna sem félaga, hvað þá jafningja karl- mannsins. Og enga uppgerðar- slepju um að íslenski karlmaður- inn sé einhver vemmileg tilfinn- ingavera. Hann er „hörkutól og karlmenni" eins og blaðamaður- inn rataði réttilega á í greininni, en mun þó sennilega fremur vera komið frá erlendættaða vini hans, sem hann vitnaði aðeins í og hefði betur tekið mark á. Guðrún Alfreðsdóttir Deilurnar um HSÍ Herra ritstjóri. í síðasta blaði Helgarpóstsins er látið að því liggja að blað það sem Amundi Amundason gaf út og fjallaði um Í.A. — liðið í knatt- spyrnu sé gefið út á vegum H.S.Í. I þessu sambandi vil ég taka fram að umrætt blað var ekki gefið út á vegum HSÍ og firrum við okkur allri ábyrgð á útgáfu umrædds blaðs. Þá er í blaðinu leiðinleg glósa um mig sem formann HSÍ og sagt að einu afskipti mín af handknatt- leik hafi verið er ég var video- maður landsliðsins. I þessu sambandi vil ég benda á eftirfarandi: Árið 1973 stofnaði ég og var for- maður í handknattleiksdeild Leiknis í Breiðholti og var ég þar formaður í þrjú ár. Frá sama tíma og alls í fjögur ár sat ég í stjórn Handknattleiksráðs Reykjavíkur en formaður þar var þá Júlíus Hafstein. Þá sat ég eitt ár í mótanefnd HSÍ en var hvergi í stjórn en varamað- ur í Handknattleiksráði Reykja- víkur. Á árinu 1978 var ég kjörinn í stjórn HSÍ og hef verið í stjórn þar síðan. Af störfum mínum innan stjórn- ar HSÍ hef ég verið formaður unglingalandsliðsnefndar í eitt tímabil, formaður mótanefndar tvö tímabil og aðstoðarmaður Iandsliðsþjálfarans tvö tímabil. Það er rétt að ég hefi einnig annast video-upptökur fyrir HSI og kom það einfaldlega til af því 4750 BÓKATITLAR MESTA ÚRVAL ÍSLENSKRA BÓKA í BORGINNI Bækur í öllum verðflokkum MARKAÐSHÚS BÓKHLÖÐUNNAR Laugavegi 39 Sími16180 að ég er tæknimenntaður í raf- eindavirkjun og því lá beinast við að ég gerði slíkt. Tíu ára starf inn- an handknattleikshreyfingarinn- ar og með þá málaflokka sem ég hefi nefnt hér að framan hlýtur að teljast góður undirbúningur fyrir starf formanns HSÍ. Skrif ykkar þjóna því engum öðrum tilgangi en gera mér for- mannsstarfið erfitt. Fer ég því fram á að þessi skrif verði leiðrétt. Reykjavík, 21. desember 1983. Friðrik Guðmundsson formaður HSÍ HP þakkar þessa athugasemd, en verður aö ítreka að blaðið hef- ur óyggjandi upplýsingar um að fyrrnefnt blað var kynnt sem stuðningsblað við HSÍ, m.a. gagn- vart þeim auglýsendum sem leitað var til. Auk þess stóð hvergi íblað- inu að ,,einu afskipti" formanns HSÍaf handboltamálum hafi verið „vídeómennska - Ritstj. w FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA sendir félagsmönnum sínum og ödrum velunn- urum félagsins bestu óskir um gledilegjól og far- sœlt komandi ár. Sérstakar þakkir senda aldraöir félagsmenn, ekkjur og börn látinna félaga, fyrir rœktarsemi og glaöning um hver jól í áratugi. i. 5 Stjórn Félags járniönaöarmanna l cottylene fabnc 9 9 __ w ‘Jrminjih Fullkomið samræmi vÆm TANGA MINI MIDI MAXI Q stepy luxe reveN reen tton sphinx ts reve cotton cottylene fabric doreen one size plusN cotton stretch fabnc ÁGÚST ÁRMANN hf. Jík UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN #U\ SUNDABORG 24 SÍMI 86677

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.