Helgarpósturinn - 22.12.1983, Síða 12

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Síða 12
íslenskaI La ÓPERANl Traviata Föstudag, 30 des. kl. 20.00. Frumsýning: Rakarinn í Sevilla Frumsýning föstudag 6. jan kl. 20.00. Tekið við pöntunum ( sima 27033 frá kl. 13-17. Muniö gjafakortin okkar — Tilvalin jólagjöf. VANTAR ÞIG JÓLAGJÖF? ÞAÐ ERU 4750 BÓKATITLAR í MARKAÐSHÚSI BÓKHLÖÐ UNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 8. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLTLAND abriel HÖGGDEYFAR 75 ÁR í FARARBRODDI 75ÁRA TRYGGING FYRIR GÆÐUM Bremsuklossar fyrir flestar gerðir. DRATTAR- BEISLI fyrir Volvo og fleiri gerðir. Verð kr. 3400,- TRW Stýrisendar og spindilkúlur. BENSINDÆLUR FYRIR Gotf, Passat /100—1300 Votvo 144, 244 VW 12-13, 1302—15—1600 Vauxhall Viva M. Benz 200-280 Fiat 125—7—8— 31-32 Simca 1100-1307 Ford Cortina, Taunus, Escort, Fiesta Skoda — Citrotfn G.S. PÓSTSENDUM ÚS varahlutir Hamarshöfða 1 simar: 83744 og 36510 tími u WÓÐLEIKHÚSIfi Tyrkja-Gudda eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. Leikmynd og búning ar: Sigurjón Jóhannsson Ljós: Asmundur Karlsson Tónlist: Leifur Þórarinsson Leikstjóri: Benedikt Árna son. Leikarar: Andri Clausen, Árni Tryggvason, Baldvin Halldórsson, Briet Héðins- dóttir, Bryndís Pétursdóttir, Erlingur Gíslason, Flosi Ól- afsson, Guðmundur Ólafs- son, Hákon Waage, Helgi Skúiason, Hrannar Sigurðs- son, Jón Gunnarsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Mar- grét Guðmundsdóttir, Rand- ver Þorláksson, Rúrik Har- aldsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Karls- son, Sigurveig Jónsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Vil- borg Halldórsdóttir, Þórhall- ur Sigurðsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Örn Árnason og fl. Frumsýning: 2. jólad. kl. 20. 2. sýn. miðvikud. 28. des. kl. 20. 3. sýn. fimmtud. 29. des. kl. 20. 4. sýn. föstud. 30. des. kl. 20. Lína 'langsokkur Fimmtud. 29. des. kl. 15 Fáar sýningar eftir Miðasala kl. 13.15-20.00. Sími 1-1200. OjO LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR . _ SÍM116620 Guð gaf mér eyra Þriðjudag 27. des. kl. 20.30. Föstudag 30. des. kl. 20.30. Hart í bak Fimmtudag 29. des. kl. 20.30. Miðasala í Iðnó kl. 14-16. Við byggjum leikhús Platan, kassettan °g leikhúsmiðagjafakort seld í miðasölunni. Kátt.í koti dagur ó barnaheimili Falleg bók ó lágu verði - fyrir börn fulloíðna HRINGBORÐIÐ í dag skrifar Sigríður Halldórsdóttir Ljósið hennar nöfnu minnar Jólin eru svo tengd bernsku- minningum, að rifji maður þau upp, verður að gera það hratt og örugglega svo ekki komi geisla- baugur fullorðinslífsins á endur- minninguna. Jólahugleiðing getur aldrei orðið góð nema hún sé per- sónuleg. Þessvegna tala ég ekki um jól annars fólks heidur mín eigin. Aldrei man ég eftir að hafa farið í kirkju á jólunum nema einusinni. Þá var farið í Stefánsdóm í Vínar- borg að hlusta á Wienersanger- knaben. Okkur þótti það afskap- lega gaman, ekki afþví við hefð- um mikinn áhuga á drengjakórn- um, heldur hitt að hvergi sáu börn jafnmikið af illa bækluðu, fátæku og einkennilegu fólki einsog í þessari kirkju, til þess að glápa á. Kirkjuvörðurinn í Stefánsdómi ber þar höfuð og herðar yfir alla, það hafði verið skotið af honum andlitið í stríðinu og þar var ekk- ert nema tvær rosalegar nasahol- ur og eilífðarbros einsog á haus- kúpu. Svo var hann náttúrlega einfættur einsog mig minnir að flestir kariar hafi verið í þessari hákristnu menningarborg. Nóg um það. Aðfangadagar voru bestu dagar ársins og fóru ekki í að gera upp tékkheftið. Þá sat kvenfólkið al- fiðrað niðrí kjallara og reytti fugla. Ef það var góður bylur seinni hluta aðfangadags þá fór pabbi í fjallgöngu. Eftir því sem bylurinn var svartari, þeim mun lengri skyldi fjallgangan verða. „Einkennilegt að þurfa að fara útí þetta svona rétt fyrir heilagt," sagði systir hans og þóttist vera að taia við silfurtauið sem hún var að fægja. Kannski myndi hann villast í bylnum á aðfangadagskvöld og við kvenfólkið myndum sitja hnípnar við grútarlampann og hræðast myrkrið í göngunum á sjálfri fæðingarhátíðinni, einsog í sögu eftir Sigurbjörn Sveinsson. Alltaf kom hundurinn heim hús- bóndalaus úr þessari göngu, nokkrum mínútum fyrir heilagt. Eg vissi þetta sagði ég við systur mína, fólk verður alltaf úti á jóla- nótt á íslandi! Og -hún svaraði, „Æi, þegi þú með þennan Sigur- björn Sveinsson þinn“. í þeim orð- um töluðum kom faðirinn inn úr bylnum og spurði „hvort hundur- inn væri kominn." Þetta var siður á aðfangadag. Nágrannabóndi okkar fór alltaf að ieita að fé seinnipart þessa dags. Ef hann sást uppí hlíð að lemja stafnum í allar áttir, þá var alveg að verða heil- agt. Sá maður var þjóðháttafræð- ingur af guðsnáð. Enda sér maður í gömlum íslenskum barnasögum hvað feður lögðu á sig í slæmum veðrum til þess að skyggja á Maríu og barnið. Samt varð heilagt hvað sem tautaði og raulaði og þá var sungið og er enn „í dag er glatt í döprum hjörtum, því drottins ljóma jól...“ o.s.frv. Gamalt fólk heldur þeim sið að syngja hástöf- um með jólamessu útvarpsins, og aldrei brást að þegar fyrstu tón- arnir úr „í dag er glatt“ hljómuðu og amma hóf upp raust sína, þá var pabbi búinn að finna fyrstu síðuna úr jóiaóratóríu Bachs, svo skrúfuðu þau tækin sín í botn. Síð- an heyri ég ekkert jólalegra en út- varpsmessuna og jólaóratóríuna samtímis, svo húsið nötrar af há- tíðleika. Mér dettur í hug þessa dagana að ég sé búin að svíkja mín börn um íslenskt jólahald með útlensku skrumi. I staðinn fyrir lummur og iaufabrauð og kaffi með tári er komið glögg, piparkökur og að- ventukrans. Maður lætur draga sig á asnaeyrunum og sýður fullan fiskipottinn af þessum sænska vellingi að bjóða fólki á aðventu. Sú venta hérlendis er uppúr „Hjemmet" einsog alit gott, og eingöngu til þess að gera börn ó- þekk. Þau frekjast með skóna útí glugga á hverju kvöldi í margar vikur. Svo þarf að búa til aðventu- krans einsog í barnatímanum. En þar er víst enginn fífiagangur á ferðinni. Ekki í katólskum löndum þarsem öllu máli skiptir hvernig lit kerti þú brennir þessa fjóra sunnu- daga. Rauð eru víst svívirða á þeim fyrsta. Synd að við skulum ekki vera þýsk og hafa þessa hluti á hreinu. Skrattakollarnir 1 og 8 sem hrekktu myrkfælin börn í skammdeginu eru orðnir að am- erískum Santaklás á hreindýra- sleða. íslenskur jólasveinn hefði sett hrossatað í lítinn sauðskinns- skó. Grýlu hafa sálfræðingarnir séð fyrir, einsog það er gaman að hræða börn á henni. En ef það fréttist þá verða börnin tekin með valdi og komið fyrir hjá vanda- lausum. Svo ef maður veit ekki lengur hverslensk jól maður á að halda næst, þá er ágætt að fletta upp í almanakinu. Var það ekki skemmtileg tilviljun að Jesús fæddist um vetrarsólhvörf, þegar þráin eftir sólarljósinu er allri trú sterkari? Einhversstaðar í myrkr- inu er Grýla svo börnin fari sér ekki að voða, húsfreyjan gefur lummukaffi, karlar ganga út að spá í bylinn. Ég leyfi mér til hátíða- brigða að vitna í Bernsku Sigur- björns Sveinssonar, bls. 229, Jóla- ljósið. Sú bók hefur reynst mér betur en margar, sérstaklega þeg- ar ég man ekkert guðsorð: ....Ó Jesús Kristur, góði frels- arinn minn, mig langar svo mikið til að sjá ljós, mér leiðist svo að vera í myrkrinu á jólunum." Allt í einu heyrði Sigga fótatak. Hún flýtti sér að þerra af sér tárin með svuntuhorninu sínu. „Ertu þarna rýjan mín?“ sagði gamla konan um leið og hún kom fram í eldhúsið. „Já, ég er hérna, svaraði Sigga með grátstafinn í hálsinum. „Vertu ekki að vola rýjan mín,“ ,sagði kerling. „Nú eru blessuð jól- in komin, og ég ætla nú að fara að baka lummur." Svo fór hún að púa í eldinn og skara í hann. Hún hélt á grútarlampa í hendinni, og í honum var fífukveikur. Kerlingin rak lampanefið í eldinn og kveikti á lampanum; með þessu móti sparaði hún eina eldspýtu. Svo bað hún Siggu litlu að halda á lampanum en sjálf settist hún á hrosshaus við hlóðirnar og fór að baka lummurnar. Sigga hélt á lampanum í annarri hendinni, en með hinni gerði hún að ijósinu með smáteini sem var á- fastur við lampann. Hún ýtti fífu- kveiknum æ lengra og lengra fram í lampanefið, og lét ljósmetið drjúpa á hann. „Ó, hvað Guð er góður, að lofa mér að horfa á svona fallegt jóla- ljós," hijgsaði Sigga og brosti gegnum tárin, en það bros bar vott um innilegan hjartans fögn- uð. Það var annars engin furða, þó að Sigga litla væri glöð, því að hverjir ættu að vera glaðir á jólun- um, ef ekki einmitt þeir, sem elska Ijósið?" HÖGGDEYFAR í MIKLU ÚRVALI Við opnum ki. 8.30< og höfum opið í hádeginu , Næg bílastæði KndHkortaþ/inu**. HABERGhC Skeifunni 5a, sími 84788. I 1 li 1 Geysir “ Borgartúni 24 — 105 Reykjavík lceland — Tel. 11015 Leigjum út nýja Opel Kadett, Mazda 323 og Daihatsu-bíla. Sækjum og sendum. Símsvari allan sólar- hringinn. EUROCARD kreditkortaþjónusta 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.