Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Blaðsíða 14
MATKRÁKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Jólaglöggskyggnir komnir á piparkökuna Exultate Deo! Hátíð í seilingarfjarlægð. í hillingum náttborð drekkhlaðið jólabókum: fylking sú hin fríða Steinunn Sig. og Vigdís Gríms og Einararnir Már og Kárason ryðjast inn í fagnaðarins sal (svefnherbergið) með boðun blíða og lýsa blessun yfir eymdadal (sálarkynni mín). Ég ætla nefnilega að verja upphæðinni sem Ríkið lætur í ár af hendi rakna til að bæta upp mína, að því er upp- hæðin greinir, aumu persónu, til bókakaupa en ekki matar. Auðvitað elda ég samt eina önd eða svo og bý til kæfu sem ég get úðað í mig meðan á uppbótinni (bókalestrinum) stendur; og baka brýnt brauð handa hungr- uðum heimi.... Að þeim matartilbúningi slepptum ætla ég að japla á skreiðartöflun- um sem ég vona að ísiensku hungurmorð- deildinni gefist kostur á að kaupa á almenn- um markaði innan tíðar. Það kann reyndar að vera að ég geri frek- ari skurk í eldhúsinu ef einhver Jónasinn kæmi nú og færði mér fjögur nautin feit á fjórða degi jóla og fimmfaldan hring aðfara- nótt þess næsta. Eg tala nú ekki um ef í fyll- ingu tímans fylgdu, samkvæmt ákveðnu rit- úali, ellefu hallir álfa með nægilegu eldhús- rými til að matreiða nautin á nýstárlegan hátt. Ef þú ert í slíkum hugleiðingum, Jónas minn, þá er það af minni hálfu sársaukalaust að taka á móti jólagjöfum þínum. En ég biðst þó undan talandi páfugli á grein — ég á svartan jólakött sem heitir Lucifer og hann talar jafnmörgum tungum og ég. £a y est! Þar sem hér er komið almanaksins eru á- reiðanlega margir orðnir býsna jólaglöggir eftir görótta föstudrykki, en vonandi ekki jafnmargir komnir alveg á piparkökuna; en svo kallast það ástand sem yfirþyrmandi jólaglöggskyggni kallar fram, í þá veru að viðkomandi hefur ekki þrek til annars en að bíta í eða trampa á piparköku. Alltént voru býsna margir á piparkökunni sl. laugardagskvöld í Félagsstofnun stúdenta þar sem fram fór svokölluð rannsóknaræf- ing á vegum Félags íslenskra fræða og Mím- is, félags stúdenta í ísl. fræðum. (Sjá til nánari glöggvunar smásögu Þórarins Eldjárns, Síð- asta rannsóknaræfingin, í Ofsögum sagt, Iðunn, 1982.) Þar upphófust hjaðn- ingavíg kynjanna við það að einn prófessor- anna er í pontu sté, ávarpaði samkomugesti, sem voru 47% konur og 53% karlar, eftir því sem ég best fékk talið, með orðunum „herrar mínir“. E.t.v. átti þetta að vera ís- lenskufræðingafyndni þar sem konunga- mæður og/eða drottningar voru stundum á- varpaðar ,,herra“ ef marka má íslensk forn- rit. — Bitu þá ýmsar konur eigi jafn morkin- skinnaðar og mest áberandi tegund karl- peningsins sem telur sig heyra til téðs geira þjóðlífsins, í skjaldarrendur og grenjuðu glöggt að berserkja hætti. Jólagjöggt grenj- uðu morkinskinnar á móti. — Hjaðningavíg fræðinganna voru engan veginn til lykta leidd, þar sem stúdentar siguðu mjög ómak- lega diskótekinu Dúnu á hinar stríðandi fylk- ingar....! Því hrataðist þessi frásögn fram úr penna mínum að ég held hún megi teljast nokkuð dæmigerð fyrir mannanna (já, já, konur eru menn og herrar ef út í það er farið...) misklíð, í micro- jafnt sem macrokosmos. Hvort held- ur sem rifist er um samræmdan mat fornan og samræmt titlatog fornt og nýtt, ellegar gjöreyðingarmátt kyntákna Reagans og Andropovs, líti þeir í sinn spillta barm og spyrji: til hvers var ég í heiminn borinn? If not, we'Il all be dead — not even buried — ■ tomorrow! Svarið spurningunni hvers vegna allir ilma ekki sólu mót! Ég veit ekki betur en 97% íslendinga séu í þjóðkirkjunni, viðurkennandi þar með að þeir séu sprottnir af fríðri Jesse rót. Hvers vegna halda þessi 97% jól!? Jæja. Ég hef nú þegar, rúmfræði blaðsins vegna, þurft að stytta texta minn til tals- verðra skemmda. Mál er víst að linni. Ég vil að lokum á það minna, að jólin eru ekki syndaaflausn í formi kreditkorta og banka- víxla, heldur, ef rétt er á haldið, heimsins hjálparráð með Ijós og hljóma í bakgrunni. — Aður en ég dreg uppskriftirnar upp úr svuntuvasanum vil ég óska öllum vinum og velunnurum hreinskilinna jóla svo og árs og friðar, í von um að samstaða um heimsins hjálparráð náist steik bráðar. Þessari ósk fylgi ég úr hlaði með einum elsta og að mínu mati fegursta sálmi sem ortur hefur verið á íslenska tungu, af Sturlungnum Kolbeini Tumasyni. Hann hefst svo: Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, eg er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Hátíðakæfa Þessi kjötbakstur er algjört dúndur, hvort heldur er sem forréttur, léttur hádegisverð- ur eða náttsnarl. Svo er hann þeirrar náttúru að sumir eru að stelast í þetta á öllum tímum sólarhrings... sem forrétturnægirkæfan fyr- ir u.þ.b. 10 manns. 750 g kálfahakk 750 g svínahakk 3 marin hvítiauksrif 1 meðalstór laukur, smátt saxadur 2 msk smátt söxuð steinselja (eða 1 msk þurrkuð) 1 tsk þurrkuð salvía (sage) Vz tsk þurrkað marjoram 1 tsk þurrkað timjan 50 g smátt saxaðir heslihnetukjarnar 1 epii, smátt saxað 5 msk haframjöl 1 egg 2 tsk nýmalaður svartur pipar 1 tsk rifinn sítrónubörkur 250 g kjúklingalifur 25 g smjör 4 msk koníak (má sleppa) 2 dl rjómi 10 sneiðar beikon 2 lárviðarlauf 1. Hreinsið kjúklingalifrina og steikið í 2 mín. í smjöri á pönnu. Hellið koníakinu yfir og þá rjómanum. Látið suðuna koma upp og merjið allt saman í gegnum síu eða í „blöndunartæki" (mixer). 2. Hrærið lifrarstöppunni saman við öll önn- ur hráefni og hnoðið farsið vel með hönd- unum. 3. Leggið pörulausar beikonsneiðar í 2 1 form, gjarnan úr leir, en haldið eftir 3-4 sneiðum til að setja ofan á kæfuna. Komið farsinu fyrir í forminu og þrýstið því vel niður. Leggið beikonsneiðar og lárviðar- blöð yfir. 4. Setjið formið í stórt, djúpt eldfast fat og hellið í það sjóðandi vatni þar til það nær upp á mitt formið. Setjið lok á það eða ál- pappír og bakið í 1V2— 2 tíma; undir lok bökunartímans (þegar u.þ.b. 10 mín. eru eftir) er lokið tekið af. — Bökunartíminn fer eftir dýpt formsins. Þið finnið hvenær kæfan er bökuð með því að stinga í hana prjóni. Ef upp kemur blóðrauður safi er kæfan enn hrá en ef vökvinn er glær, er kominn tími til að taka hana úr ofninum. 5. Setjið farg á kæfuna og látið hana kólna þannig. Stingið henni í ísskápinn þegar hún er orðin stofuheit. Best er að láta kæf- una bíða í sólarhring og jafna sig, áður en hún er borin fram. Hún geymist í ísskápn- um í a.m.k. viku. — Einnig má frysta kæf- una hráa, en gleymið þá ekki að baka hana daginn áður en þið ætlið að bera hana fram. 6. Meðlæti. T.d. litlar, súrar gúrkur og heitt snittubrauð og e.t.v. hrásalat, fremur með jógúrtsósu en olíusósu. Önd med ávaxtafyllingu Hér kemur fremur hefðbundin uppskrift að jólaönd, fylltri með eplum og sveskjum. Hún miðast við önd sem er 2-2!/2 kg að þyngd og nægir handa 4. Sé öndin léttari eða þyngri gerið þið tilhlýðilegar breytingar á steikingartímanum. Mikilvægt er að of- steikja kjötið ekki, að það sé dálítið rjótt, þegar öndin er „fullsteikt". 1 önd, 2-2'/2 kg salt, nýmalaður svartur pipar u.þ.b. 1 tsk steytt engifer 250 g epli 125 g steinlausar sveskjur 31/2-4 dl kjötkraftur (eda Vi hlutar kjötkraftur og I/2 hluti raudvín) sojasósa 3-4 msk rjómi maísmjöl eda sósuþykkir seglgarn og kjötnál 1. Stillið ofninn á 220-230 gr. Afhýðið eplin, fjarlægið kjarnana og skerið þau í báta. Mýkið sveskjurnar um stund í sjóðheitu vatni og látið drjúpa vel af þeim. 2. Fjarlægið hvítu fituhnúðana við gumpinn. Þerrið öndina vel að innan með eldhús- pappír og kryddið (að innan) með salti, pipar og engifer, og fyllið með eplum og sveskjum. Einnig má þreifasig áfram með frekari krydd í fyllinguna, s.s. kanel, neg- ul og salvíu. 3. Þá er að sauma fuglinn saman. Skerið af hálshúðina sem slútir fram og saumið hálsopið saman, og þá bakhlutann. Gætið þess að sauma ekki of utarlega í skinnið, því við steikinguna strekkist á því. Núið fuglinn að utan með salti og pipar. 4. Þegar ofninn er orðinn heitur setjið þið öndina á rist yfir ofnskúffu. Reiknið með 15 mín. steikingartíma á hvert pund. Steikið við 220-230 gr. í 45 mín., minnkið þá hitann niður í 190 gr. 5. Þegar öndin hefur verið í ofninum í 30-45 mín. (eftir stærð) og er tekin að brúnast, skerið þið litlar rifur í skorpuna með jöfnu millibili. Þetta er gert til að óæskileg fita renni út og skorpan verði stökkari. En gætið þess að skera ékki djúpt, því þá rennur fitan inn í kjötið og spillir því. 6. Eins og sagði hér að framan er kjötið best rjótt og safaríkt. Hafið eftirfarandi til marks: Stingið kjötnál í læri fuglsins. Ef safinn sem úr drýpur er hreinn og tær er fuglinn vel (og að margra dómi of) steikt- ur; sé safinn hins vegar ljósrauður, ætti kjötið að vera hæfilega steikt, en ef vill má brúna fuglinn enn betur í 5 mín. undir grilli. 7. Þegar öndin er að ykkar áliti hæfilega steikt, takið þið ofnskúffuna út úr ofnin- um og leyfið öndinni að jafna sig á ristinni í 10 mín. fyrir opnum ofndyrum. 8. Búið til sósuna á meðan.. Fleytið fituna of- an af kraftinum í ofnskúffunni og fleygið og sjóðið saman sósu úr kraftinum (og auka krafti, ef þessi nægir ekki til), og rauðvíni. Bragðbætið með salti, pipar og sojasósu (eða koníaksslettu ef þið eigið það við hendina) eftir smekk og þykkið eins og með þarf með maísmjöli eða sósu- þykki. (Að sjálfsögðu má fá auka kraft með því að sjóða innyflin.) 9. Og þá er aðeins eftir að fjarlægja seglgarn- ið og vanda kjötskurðinn með flugbeitt- um hníf. Meðlæti: sumir vilja áreiðan- lega fá brúnaðar karamellukartöflur og rauðkál eða rósakál, og ber eða berja- hlaup ættu ævinlega að smakkast vel með steiktri önd. Og e.t.v. eru einhverjir til í að prófa eftirfarandi appelsínusalat. Appelsínusalat (handa 4) 2 stórar appelsínur 1 blaðsalathöfud 1 tsk franskt sinnep salt og pipar '/2 tsk sykur II/2 msk matarolía 1 '/2 msk vínedik, helst ljóst 1. Afhýðið appelsínurnar og fjarlægið vendi- lega hvítu húðina. Mér finnst skemmtileg- ast að skera appelsínurnar í báta, á milli „eðlilegu" bátanna, þ.e. í aldinholdið. 2. Þvoið salatblöðin og þerrið vel, raðið þeim á fat eða í skál og appelsínubátunum yfir. 3. Hrærið nú sósuna kröftuglega saman: sinnep, sykur, olíu og edik, ásamt salti og pipar eftir smekk, og hellið yfir salatið. — Betur fer á að borða slíkt salat af sérstök- um skálum. VIDEOHORNIÐ VHS - VIDEO - BETA - VIDEO - VHS FÁUM DAGLEGA NÝTT EFNI í VHS. LEIGJUM EINNIG ÚT VHS OG BETA TÆKI VIDEOHORNIÐ, FÁLKAGÖTU 2 — Á HORNI SUÐURGÖTU OG FÁLKAGÖTU - OPIÐ ALLÁ DAGA FRÁ KL. 14-22 - SÍMI 27757 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.