Helgarpósturinn - 22.12.1983, Side 20

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Side 20
POPP Draumur Stuðmanna Draumur okkar beggja Ekkert er þeim óviðkomandi þessum Stuð- mönnum, að því er virðist. Þeir hafa gefið út plötur sem selst hafa í þúsundum eintaka. Tryllt landslýð á ferðum sínum um landið og um síðustu jól var frumsýnd með þeim kvik- mynd, sem sló öll aðsóknarmet. En þetta allt saman dugði þeim ekki. Þeir urðu líka að gefa út bók og það sem enn færri áttu kannski von á að með fylgdi spil. Einskonar fjölskylduspil. Stuðmenn hafa nú yfirleitt ekkert verið að fara troðnar slóðir og þegar að bókaútgáf- unni kom var ekkert til sparað til þess að bókin gæti orðið öðruvísi en aðrar bækur í hinu íslenska bókaflóði. Nær hver einasta blaðsíða er litprentuð á þykkan og vandað- an pappír með skreytingum og myndum. Að útliti og uppsetningu er hér því um hinn vandaðasta grip að ræða. Meginefni bókarinnar er saga Stuðmanna. Sagt er frá uppvexti þeirra manna sem helst hafa komið við sögu hljómsveitarinnar og er þá augunum fyrst og fremst beint að þeim þætti sem tengist tónlist. Þó beinagrind bókarinnar sé ferill Stuð- manna, segir hún í raun mikiu stærri sögu. Hún er nefnilega jafnframt hluti af poppsögu íslendinga, frá því upp úr 1960 til 1977. Það er sá hluti sem helst er hægt að tengja því fyrirbrigði sem kallað var bílskúrshljóm- sveitir. Hún segir sögu af strákum sem fyrst og fremst héldu sig við æfingar í bílskúrum á Bítlaárunum, en þeir höfðu þó tækifæri til að troða upp í pásum hjá stærri spámönnum þessa tíma. Jafnvel fengu þeir að spreyta sig á minniháttar dansleikjum. Þetta er saga af strákum (já, það voru fyrst og fremst strákar), sem fóru að pæla í prógresív hlutum upp úr 1967, þegar Cream, Hendrix, Mayall, Fleetwood Mac og jafnvel síðar Led Zeppelin, komu til skjalanna. Þetta er saga hippa á Islandi, sem raunar fóru ekki að láta mikið á sér kræla fyrr en upp úr 1970, og svona væri hægt að telja upp lengi enn. Þetta er auðvitað engin tæmandi frásögn, en þetta er frásögn, sem rifjaði upp fyrir mér ýmsar gamlar og góðar minningar, um ár sem mörkuðu djúp spor, bæði í mitt líf og svo margra annarra. Eru Stuðmenn t.d. ekki flestir dæmi um stráka sem urðu eitthvað allt annað en mömmur þeirra og pabbar hefðu helst kosið þá að þeir yrðu þegar þeir yrðu stórir,og ætli sé ekki líkt komið með fleiri íslendingum, vegna þeirrar staðreynd- ar að þeir voru að alast upp á þessum gróskutímum í poppinu? Það er Illugi Jökulsson, sem skráð hefur sögu þessa og hefur hann gert hana mjög læsilega. Hefur léttleikinn fengið að komast þar mjög nærri en þó án þess að ganga út í öfgar. En það er ýmislegt annað að finna í bók þessari en myndir, skreytingar og sögu Stuð- manna. Þar eru líka textar nokkurra laga þeirra, svo og nótnaútsetningar og fleira mætti telja upp. Af f lestu því sem þarna er að finna má hafa gaman en einn er þó sá kafli sem ég var heldur óhress með. Það er kafli Ríkharðs Arnar Pálssonar, sem reynir að gera einskonar úttekt á tónlist Stuðmanna. Kafli þessi er skrifaður á þannig máli að ef ekki kæmu til sífelldar, og oft á tíðum hvim- leiðar orðaskýringar höfundar, væri heldur erfitt að átta sig á hvert verið er að fara. Það er farið yfir þema piatnanna Sumar á Sýr- landi og Tívolí og er nú raunar allt í lagi með þá hlið mála. Þegar Ríkharður fer hins vegar að greina tónlistina á SAS, beinir hann eink- um augum (eða eyrum) sínum að takti lag- anna, en sleppir að mestu því sem byggt er ofan á grunninn. Hann reynir að skýra mál sitt með því að nótnaskrifa ýmis taktdæmi og er ég hræddur um að slíkt og því um líkt fari nú að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá hinum almenna lesanda. Tívolí og Með allt á hreinu fá mun skiljanlegri umfjöllun en for- málinn að þeirri síðarnefndu er þó heldur langsóttur og virðist mér tilgangur Ríkharðs með honum helst vera sá að koma því að að hann viti nú allt um Stravinsky, fæðingar- og dánardag hans, svo og Vorblótið. Þetta er náttúrlega allt of langt mál um jafn stuttan kafla. Eitt smásmugulegt atriði þó enn. Þar sem fjailað er um tvær fyrstu Stuð- mannaplöturnar, sem voru 45 snúninga og tveggja laga, hvor um sig, er millifyrirsögn sem er „EP-upptaktur.“ Samkvæmt því er ég best veit heita tveggja laga plötur á ensku „singles" en fjögurra laga plötur hafa gjarn- an verið kallaðar „EP", en það stendur fyrir Extended Play og þar sem Stuðmannaplöt- urnar voru tveggja laga, verður naumast hægt að kalla þær EP-plötur. Á heildina litið er Draumur okkar beggja skemmtileg bók, sem á erindi til þeirra sem vilja rifja upp hluti frá Bítlatímabilinu og það- an í frá til ársins 1977, en hún ætti ekki síður að vera góð lesning fyrir þá sem vilja fræð- ast um þennan tíma og tíðarandann, sem þá ríkti. P.s. Ein smásmuguleg athugasemd enn: Eric Clapton lék aldrei með Graham Bond Organisation, eins og fram kemur í bókinni. Tórt verdur til trallsins-Studmenn Nú er það svart. Ég var svo niðursokkinn í bókina að ég var búinn að skrifa um hana þegar ég mundi eftir að það fylgdi með henni plata. Tórt verður til trallsins nefnist hún og hefur að geyma fjögur lög, sem tekin eru upp á einu af þessum frægu Stuðmanna- böllum. Þessi fjögur lög eru öll gömul og nokkuð vel þekkt, þ.e. Tætum og tryllum, Hr. Reykjavík, í stórum hring móti sól og Dýrin. í Tætum og tryllum, sem er þeirra lengst, er langur millikafli þar sem Valli fer með eina af sínum frægu tölum og hljóð- færaleikararnir bregða á leik, í ýmsum stefj- um svo sem Bonanzalaginu og kynningar- lagi Hljómsveitar Svavars Gests. Utsending- ar hinna laganna eru líka nokkuð frá- brugðnar því sem þær voru á plötunum hér áður fyrr. Hafa þau nú fengið á sig einskonar bræðingshjúp og er ég ekki viss um að ég kunni alls kostar við það. Það er eins og gamli sjarminn hafi verið þurrkaður af þeim, í þeim tilgangi að módernisera þau. Var ekki annars einhvern tíma tilgangur Stuðmanna að vera svona hæfiiega gamaldags, eða er ég bara að verða gamaldags? Plata þessi er svo sem ágætur kaupbætir en ekkert annað. P.s. Ég er ekki búinn að prófa spilið ennþá. eftir Gunnlaug Sigfússon Bone Symphony Og ekki er ég laus við Stuðmenn ennþá, því eins og flestir vita, hefur Jakob Magnús- son unnið um nokkurra ára skeið að því að koma sér á framfæri erlendis. Fyrir nokkr- um árum kom út á vegum Warner Bros, í Bandaríkjunum, bræðingsplata með Jakobi og hljómsveit hans og virtist þá sem hann væri að ná einhverri fótfestu þar í landi. Ymissa hluta vegna gekk það dæmi þó ekki upp og svo fór að lokum að samstarfið við WB datt uppfyrir. En Jakob er þekktur fyrir flest annað en að gefast upp þó á móti blási og hefur hann nú hafið samstarf við tvo Bandaríkjamenn, sem heita Marc Levintha! og Scott Wilk. Kalla þeir sig Bone Symphony og hafa nú gefið út á vegum Capitol fimm laga plötu, eða svokallaða mini LP, en slík fyrirbrigði eru mjög að ryðja sér til rúms núna. Ekki verður annað sagt en Bone Symp- hony hafi komið mér þægilega á óvart. Ekki síst vegna þess að utan þess sem Jakob hefur fengist við að gera með Stuðmönnum, hefur framleiðsla hans verið svona upp og ofan. Bone Symphony flytur tónlist sem menn vilja sjálfsagt flokka undir tölvupopp en þeir eru þó ekki eingöngu bundnir synhtesizer- um og trommuheilum. Þeir njóta að ein- hverju leyti aðstoðar trommuleikara og gít- ar er notaðurog þá einkum til þess að fönka tónlistina svolítið upp. Piece Of My Heart er að mínu mati besta Iag plötunnar. Það er með góðu fönk-bíti og laglína þess er sterk. Af öðrum lögum vil ég nefna It’s A Jungle Out There, sem er það lag sem grípur mann fyrst á plötunni og Dome Of The Spheres vinnur einnig vel á. Það er raunar eina lagið sem Jakob hefur komið ná- lægt að semja að þessu sinni. Scott Wiik er sá sem sér um sönginn og hefur hann karlmannlega rödd, sem er alger andstaða háu raddanna sem fylgt hafa þungarokkinu til dæmis. Að mínu mati gefur Bone Symhony lítið eftir bresku tölvupoppsveitunum og er það meira en hægt er að segja um flestar slíkar bandarískar hljómsveitir. Ég sé heldur ekk- ert því til fyrirstöðu að Bone Symphony geti slegið í gegn með efni sem þetta. kemur að utan JAZZ Mín upphefð Þar kom að Mezzoforte fylltu Háskólabíó. Á sunnudagskvöldið var fóru þeir á kostum í bíóinu og rann allur ágóði tónleikanna til Tónlistarskóla FÍH. Undanfarið ár hafa Mezzópiltarnir vakið mikla athygli erlendis eins og Kristján Jó- hannsson stórsöngvari og Guðmundur Steinsson leikritaskáld. En þó Kristján og Guðmundur hafi fyllt tónleikahallir og leik- hús hér á skerinu hefur Mezzoforte ekki tek- ist það fyrr en nú. Jóhann bassaleikari sagði, að á síðasta konsert þeirra á heimavelli fyrir utanförina hefði mátt telja áheyrendur á fingrum sér. Sem betur fer hefur þetta breyst einsog álit Morgunblaðsins á Halldóri Lax- ness eftir að hann fékk Nóbelinn. Kannski á upphefðin útlenska eftir að opna eyru land- ans fyrir bræðingi; þá verður líbblegur litur í túni Icelandic Seafunk Companys, sem lék ágætlega fyrir hlé á þessum tónleikum. Þar er helstur lagasmiður gítarleikarinn Hákon Möller og höfuðeinleikari ásamt Einari Braga altista. Ætli nokkur bræðingssveit hafi starfáð hér utan þessara tveggja nema Stormsveit Bjössa Thor og Hjartar Howser. Þeir eru enn rafmagnaðir í Gömmunum og leika á Borginni af og til. Nemasveit FÍH lék í upphafi tónleikanna og kennarasveit einnig. Var þar kominn tentett Stefáns S. Stefánssonar, sem blés sem best í Norræna húsinu á dögunum. Hljómur- inn komst ekki til skila í Háskólabíói, sem er afspyrnuvont tónleikahús. Það kom þó ekki að sök eftir hlé þegar Mezzoforte stigu á sviðið. Þeir báru nafnið með réttu allt frá Háspennu upphafsins tii Isbláma lokanna. Kannski hefði verið gott að fá styrkleikabreytingu á köflum og voða- lega var saxtónninn skerandi hjá Kristni — tæknifróðir segja mér að það hafi verið vegna þess að hljóðkerfið hafi ekki verið nógu sterkt og diskantinn því svo skerandi er hátt var stillt. Það fór ekki á milli mála að þarna voru atvinnumenn á ferðinni og ekki áttu aðstoð- armennirnir lítinn þátt í sjóinu með ljósa- dýrð og reykjarmekki. Það minnti helst á Garðveisluna í Þjóðleikhúsinu er Gulli Briem lamdi klassískt trommusóló í litadýrð og reykjarkófi. Flestir voru ópusarnir af út- komnum skífum og gaman var að heyra Vindur úr suðri af / hakanum, þar leyfðu þeir sér að teygja aðeins á sólóunum og Ey- þór fór á kostum. Eftir hvern píanósóló hans bölvaði maður því hversu stuttur sá væri. Það hlýtur að vera eitthvað varið í slíka sólóa! Friðrik lék líka oft fallega og eitt nýtt lag var flutt eftir hann: Heima er best. I einu orði sagt: Stórgott! Hljómsveitin hefur aldrei verið betri og mikið væri gaman að heyra í þeim þar sem þeir Ieyfðu sér að spinna lengur einsog þegar þeir léku Dans- andi stúlkuna hans Niels-Hennings fyrir margt löngu. Mikill fengur er að ásláttarleik- aranum hollenska og minnti hann stundum á Áskel Másson með kongó og munnhljóð. Gunnar Reynir, Bob og Sandra Þá er búið að frumsýna Skilaboð til Söndru og mikið var gaman að heyra Bob Magnus- son trylla á bassann í upphafi myndarinnar og oftar þó. Þetta var tekið upp á afmælis- tónleikum Jazzvakningar 1980. Gunnar Reynir samdi tónlistina við myndina og var þar margt skemmtilegt stefið. Rúnar Georgs- son og Björn Thoroddsen fóru á frjálsum kostum undir erótískum senum og Reynir Sigurðsson, Guðmundur Ingólfsson og Guð- mundur Steingrímsson spilltu ekki fyrir. Gaman væri að heyra tónlistina í heild en í kvikmyndum er allt bútað niður sem vera ber. Þar styður tónlistin myndina en ekki öfugt. Af kosningum Þá eru lesendakosningar down beat á þrykk út komnar og ætla ég hér að birta lista yfir efstu menn og í sviga þá er hlutu efstu sæti í gagnrýnendakosningum sama blaðs i ágúst sl. í heiðursfylkinguna Hall of Fame bættist að þessu sinni franski fiðlarinn Step- hane Grappelli, en gagnrýnendur veittu Al- bert Ayler inngöngu. Djassleikari ársins: Wynton Marsalis, popprokkari ársins: Don- ald Fagen og sálrýþmablúsari ársins: Mic- hael Jackson. Krítikerar kusu ekki djassista ársins en Fagen í poppi og Ray Charles í sál. Djassskífa ársins: Star People með Miles Davis (Blues Forever með Ábrams). Popp- skífa: Synchronicity með Police og sálskífa: Thriller með Jackson. Órafmögnuð smá- sveit: Art Blakey's Jazz Messengers (sama). Rafmögnuð smásveit: Weather Report (sama). Stórsveit: Count Basie (Akiyoshi/ Tabackin). Sálgrúppa: Earth, Wind & Fire. Poppgrúppa: Police. Trompet: Wynton Marsalis (sami). Básúna: Jimmy Knepper (sami). Flauta: James Newton (sami). Klari- nett: Benny Goodman (Anthony Braxton). Sópran saxafónn: Vayne Shorter (Steve Lacy). Altósax: Phil Woods (sami). Tenor- sax: Sonny Rollins (sarni). Barrýtonsax:' Gerry Mulligan (Pepper Adams). Píanó: Oscar Peterson (Cecil Taylor). Rafpíanó: Chick Corea (Zawinul). Orgel: Jimmy Smith (sami). Gítar: Pat Metheny (Jim Hall). Rafbassi: Joco Fastorius (Steve Swallow). Bassi: Ron Carter (Charlie Haden). Synþesæser: Zawinul (sami). Trommur: Jack DeJohnette (Max Roach). Slagverk: Nana Vasconcelos (sami). Víbrafónn: Gary Burton (sami). Fiðla: Stephane Grappelli (sami). Önnur hljóðfæri: Totts Thielemans, munnharpa (Howard Johnson, túba). Útsetj- ari: Gil Evans (sami). Tónskáid: Carla Bley (sama). Söngvari: Jarreu (Joe Williams). Söngkona: Sarah Vaughan (sama). Söng- hópur: Manhattan Transfer (sömu). Og gleðileg jól með sveiflu. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.