Helgarpósturinn - 22.12.1983, Page 24

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Page 24
BÓKMENNTIR Gleði lífs og ógnir stríðs Guörún Helgadóttir Sitji guds englar Myndir eftir Sigrúnu Eldjúrn. Skáldsaga (108 bls.) Iðunn 1983. >ær sögur sem Guðrún Helgadóttir hefur sent frá sér til þessa, að undanskilinni Ástar- sögu úr fjöllunum, eiga það sameiginlegt að þær gerast í nútímanum. Þær leitast við að fjalla um nútímabörn í nútímaumhverfi, skil- greina veröldina eins og hún er núna oft út frá sjónarhóli barns. Nú bregður Guðrún útaf þessu og færir sig nokkra áratugi aftur í tímann. Sitji guðs engl- ar gerist á seinni hluta stríðsáranna, nánar tiitekið má ráða af sögunni að hún gerist frá haustinu 1944 og fram yfir áramótin 1945. Sagan gerist í litlum bæ við sjávarsíðuna og benda umhverfislýsingar og ytri aðstæður mjög á Hafnarfjörð. Það fer því að þrengjast nokkuð hringurinn um uppvaxtartíma og stað höfupdarins. Sjónarhorn sögunnar er að mestu bundið við Heiðu, en hún er 11 ára og býr í litla hús- inu númer tvö með einum sex systkinum, pabba og mömmu og afa og ömmu. Pabbinn er á togara og siglir með aflann. Afi er bækl- aður eftir vinnuslys svo að mamma og amma hugsa um hann og aila krakkana. Það er ákafiega fjölbreytt og skemmtilegt persónusafn í þessari sögu. Guðrún hefur mjög gott lag á að draga fram í fáeinum dráttum mjög skýrar persónumyndir sem einnig hafa yfir sér hæfilega kýmið yfir- bragð. Á þetta bæði við um fullorðna og börn. Má um það nefna mörg dæmi svo sem Brand lækni sem segir aldrei orð og sefur alltaf i kirkjunni, nágrannakonurnar, Pál bróður Heiðu sem skaut á ameríska herinn úr hvannabyssu og er alltaf eitthvað slasað- ur o.s.frv. Það er reyndar hver persónan annarri betur gerð í sögunni. Heiða er skýr og dugleg stelpa og þar sem hún er elst ber hún töluverða ábyrgð á syst- kinum sínum. Það sem skiptir þó mestu máli fyrir söguna er það hvernig hún skynjar um- hverfi sitt og hvernig vitund hennar um það breytist í sögunni. í upphafi sögunnar er hún t.d. mjög óánægð með föður sinn. Þegar hann kemur heim af sjónum kaupir hann gott handa öllum í götunni og dettur síðan í það með Láka netamanni. En þegar á líður opnast henni skilningur á því að vegna fjar- veru hans á sjónum þekkir hann ekki börnin og að siglingarnar eru tafl um líf og dauða sem reynir mjög mikið á sjómennina. Á svip- aðan hátt opnast henni undir sögulok nýr skilningur á móður sinni og gerir sér grein fyrir því að hún er persóna en ekki bara eitt- hvað sem er til staðar. Samféiagið sem sagan gerist í er samfélag fátæks fólks sem vissulega verður að hafa fyrir lífinu. En það er einnig samfélag mikill- ar samstöð.u og samhjálpar þegar á bjártar. Kemur það t.d. glöggt fram þegar mamman þarf að fara á spítala, þá skipta nágranna- konurnar börnunum á milli sín eins og ekk- ert sé sjálfsagðari hlutur í heiminum. Ennþá sterkari verður samkenndin í bænum þegar togari ferst og annar kemst heim við illan leik. Pabbi krakkanna er á þeim togara sem sleppur en mörg börn í bænum missa feður sína. Ég er ekki frá því að þessi saga sé sett sam- an af meiri hagleik en aðrar sögur Guðrúnar Helgadóttur. I fyrsta lagi er persónusafnið nánast óborganlegt og bókin öll iðandi af lífi -- I Guðrún Hélgadóttir — skemmtileg bók, full af llfi og eftir- minnilegu fólki, segir Gunnlaugur m.a. i umsögn sinni. og fjöri. Krakkarnir og þeirra uppátæki gefa ekkert eftir því sem Guðrún hefur áður best gert. I öðru lagi er samfélagsmyndin mjög skýr eins og ég reyndi að lýsa hér að framan. Hún verkar eins og traust umgjörð um veruleika krakkanna sem sagan greinir mest frá en gefur um leið ótrúlega mikla innsýn í veröld hinna fuilorðnu fyrir þá sem það vilja sjá. En síðan höfum við enn aðra umgjörð sem yfirskyggir söguna, án þess þó að þrúga hana, en það er ógn stríðsins. Stríðið er í bænum í mynd amerísku hermannanna, en þeir eru í sjálfu sér engin ógn, frekar til að horfa á og stríða aðeins einsog þegar Páll skaut á herinn og tábraut hermanninn með skíðasleða. En ógnin er virkari í óttanum um pabba sem er á sjónum og sá ótti breytist í martröð þegar tveggja skipa er saknað. Pabbi krakkanna bjargast að vísu en aðrir nálægir missa feður og fyrirvinnur. Það er í þessu samhengi sem Guðrún teng- ir ærslafullt líf krakkanna á númer tvö og skýra og skemmtilega mynd af samfélagi al- þýðufólks á stríðsárunum við utanaðkom- andi ógnir stríðsins. Þannig fær bókin mjög ákveðna skírskotun til nútímans og þeirrar friðarumræðu sem nú er efst á baugi. Er bók- in óvænt og óvenjulegt framlag til þeirrar umfjöllunar. En fyrst og síðast er bókin skemmtileg, full af lífi og eftirminnilegu fólki, veitir bæði ijörnum og fullorðnum gleði og ánægju, en gefur um leið tilefni til umræðu og hugleið- inga af margvíslegu tagi. JÓLIN eru tími hvíldar og friðar. í tilefni þeirra sendir Alþýðusamband íslands launafólki og samherjum þess óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.