Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRAIN v r K \ $ f 4} :fr- Föstudagur 13. janúar Skonrokk Umsjónarmaður Edda Andrésdóttir. Eitraö regn. Mengun blasir við augum hvarvetna ( iðnrikjum heims. En jafnframt því að menga næsta umhverfi geta skaðleg efni úr verksmiðjureyk blandast regni og falliö til jarðar i öðrum löndum og unnið tjón á lifríki þar. í myndinni er gerð grein fyrir þessum vanda og leiö- um til úrbóta. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. Ung og saklaus (Young and Inno- cent) Bresk sakamálamynd frá 1937. Leikstjóri Alfred Hitch- cock. Aöalhlutverk: Nova Pil- beam, Derrick de Marney og Mary Clare. Fræg kvikmyndaleik- kona finnst látin á sjávarströnd. Ungur kunningi hennar er grun- aður um að hafa myrt hana en tekst að flýjaáðuren réttarhöldin byrja. Hann aetlar að reyna aö sanna sakleysi sitt og fær ó- vænta aöstoö. Ekki Hitchcock uppá sitt allra besta, en góður samt. Tvær stjörnur. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.30 Dagskrárlok. Laugardagur 14. janúar. Fólk á förnum vegi 9. Geröu það sjálfur. Enskunámskeið i 26 þátt- um. iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Engin hetja. Þriðji þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur [ sex þáttum fyrir börn og unglinga. Þýöandi Guðrún Jörundsdóttir. Enska knattspyrnan I litsins ólgusjó. Annar þáttur Breskur gamanmyndaflokkur I sex þáttum. Þyöandi Jóhanna Þráinsdóttur. Fangarokk (Jailhouse Rock) Bandarísk biómynd frá 1957. Leikstjóri Richard Thorpe. Aöal- hlutverk: Elvis Presley, Judy Tyler, og Mickey Shaughnessy. Elvis leikur ungan mann sem er saklaus dæmdur til fangelsis- vistar. í fangelsinu fer hann að æfa söng og þar kemur að hann er látinn laus og lætur að sér kveða svo um munar i rokkinu. Lélegt handrit, en Elvis leggur til sigilda mjaðmahnykki. Tvær 16.15 16.30 18.30 & 20.35 ý ».00 stjörnur.Þýöandi Guörún Jör- undsdóttir. 22.35 Gullræsin (Sewers of Gold) Bresk biómynd sem tekur mið af bankahólfaráni I Nice i Frakk- landi áriö 1976. Leikstjóri Francis Megahy. Aðalhlutverk: lan Mc- Shane og Warren Clarke. Of- stækisfullur hægrisinni leggurá ráðin um bankarán I Nice i Frakk- landi. Inngönguleiðin er skolp- ræsi og í bankahólfunum blöa innbrotsþjófanna 450 milljón króna verómæti ef heppnin er með. Slappur formúluþriller. Ein stjarna af fjórum. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 00.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 15. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja Agnes M. Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi þjóökirkjunnar flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Sveitasími - Bandariskur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 17.00 Stórfljótin 2. Amazon Franskur myndaflokkur um sjö stórfljót, menningu og sögu landanna sem þau renna um. Þýðandi og þulur Friðrik Páll Jónsson. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmenn Ása H. Ragnarsdóttir og Þorst- einn Marelsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjónar- maður Guðmundur Ingi Krist- jánsson. 1 20.50 Glugginn Þáttur um listir, menn- ingarmál o.fl. Umsjónarmaður Sveinbjörn I. Baldvinsson. Stjórn upptöku Andrés Indrióason. 21.35 Nýárskonsert frá Vínarborg. Fíl- harmónluhljómsveit Vinarborgar leikur lög eftir Jóhann Strauss. Stjórnandi Lorin Maazel. Þýðandi og þulur Jón Þórarinsson. (Evró- vision — Austurriska sjón- varpið). 23.30 Dagskrárlok. Föstudagur 13. janúar 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar Stefánsson les (14). 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eirlks- dóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. 16.20 Siðdegistónleikar 17.00 Síödegisvakan 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guð- laug Marla Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg fThoroddsen kynnir. Evrópukeppni bikarhafa i hand- knattleik Hermann Gunnarsson lýsir siöari hálfleik KR og Maccabi Zion I átta liða úrslitum frá Laugardalshöll. 21.15 Hljómskálamúsik Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Viö aldahvörf Þáttur um braut- ryðjendur I grasafræöi og garð- Val Einars Karls „A föstudögum er ég yfirleitt svo þreyttur eftir vikuna að ég get ómögulega meðtekið fræðsluefni, og því verð ég líklega að sleppa myndinni um eitraða regnið þó forvitnileg sé, segir Einar Karl Haralds- son Þjóðviljaritstjóri. Hins vegar get ég vel hugsað mér að sjá vestra eða krimma og þá er Hitchcock auðvitað ekkert slor. Ég hef gaman af ensku knattspyrnunni, en á heimilinu rikir reyndar ekki rétt andrúmsloft í garð þess áhuga. Fyrsta músíkhetjan mín, Presley, kitlar gamlar taugar. Það er nokkuð hefðbundið ámínu heimili aðhlustaá Út o^ suður og messuna, hjá mér er það vani frá blantu barnsbeini, Nú, svo þykir mér líklegt að ég leggi eyrun við Vikunni sem var og þætti Stefáns Jóns á hverfisknæpunni. Um kvöldið hlusta ég á Bókvit Jóns Orms og kannski hef ég opið fyrir handboltann. yrkju á íslandi um aldamótin. IV. Þáttur: Georg Schierbeck: seinni hluti Umsjón: Hrafnhildur Jóns- ’dóttir. Lesari með henni Jóhann Pálsson (RÚVAK). Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. Kvöldgestir — þáttur Jónasar Jónassonar. Fréttir. Dagskrárlok. Næturút- varp frá RÁS 2 hefst með veður- fregnum kl. 01.00. Laugardagur 14. janúar 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunnarsson. 14.00 Listalif Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp — GunnarSalvarsson. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00) 16.20 íslenskt mál Jörgen Pind sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón: Einar Karl Haraldsson. 17.00 Síðdegistónleikar 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. «0 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 5 Lifað og skrifað: „Nitján hundruð áttatiu og fjögur" Annar þáttur: „Stóri bróðir gefur þér gætur.“ - Samantekt og þýðingar: Sverrir Hólmarsson. 20.00 Barnalög. '20.10 Ungir pennar Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Nikulás Nickleby" eftir Charles Dickens Fyrir minnihlutann Umsjón: Árni Björnsson.. ÍS15 Á sveitalinunni Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum i Reykjadal (RÚVAK). 22.00 Krækiber á stangli Annar rabb- þáttur Guömundar L. Frið- finnsonar. 22.35 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson. 23.05 Létt og sígild tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2. Sunnudagur 15. janúar Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jónsonar. 1T00 Messa í Bústaðakirkju frá Fella- og Hólasókn Prestur: Séra Hreinn Hjartarson. Organleikari: Guðný Margrét Magnúsdóttir. • Hádegistónleikar .12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12-20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- *ís> kynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan sem var Umsjón: Rafn Jónsson. 14.15 John F. Kennedy. Dagskrá um ævi hans og störf. Umsjón: Árni Sigurðsson og Jóhann Haf- steinsson. 15.15 í dægurlandi Svavar Gests kynnir 16.20 Um visindi og fræði — Rann sóknir á kransæðasjúklingum. Þóröur Harðarson prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Frá tónleikum Filharmóníusveit- ar Berlínar 2. júni s.l. pO Þankar á hverfisknæpunni — iStefán Jón Hafstein. ?Kvöldfréttir. Tilkynningar Bókvit Umsjón: Jón Ormur Hall- dórsson. 19.50 Útvarp unga fólksins Stjórnandi: „Margrét Blöndal (RÚVAK) Evropukeppni bikarhafa í hand- knattleik Hermann Gunnarsson lýsir siðari hálfleik KR og s Maccabi Zion I átta liöa úrslitum ífrá Laugardalshöll. Landbúnaðurinn á liönu ári. - Jónas Jónasson búnaðarmála- stjóri flytur yfirlitserindi. 21.45 Útvarpssagan: „Laundóttir hreppstjórans11 eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (20). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Stjórnandi: Signý Pálsdótt- ir (RÚVAK). 23.05 Djassþáttur — Jón Múli Árna- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. SJONVARP^* eftir Björn V. Sigurpálsson Form og irmihald ÚTVARP eftir Gísla Helgason Jan Johannsson Umræðuþættir Sjónvarpsins eru orðn- ir með ýmsu móti. Þátturinn á þriðju- dagskvöld um aðskilnað eða samtvinnun löggjafarvalds og framkvæmdavalds fjallaði svo sem um nógu athyglisvert mál, en var þó heldur dauflegur í bragði, enda harla hefðbundinn að formi. Raunar verður það að segjast um um- ræðuþætti undir stjórn Guðjóns Einars- sonar að þeir eru oftast innihaldsríkir og málefnalegir en sjaldnrist þrungnir spennu, óvæntum uppákomum og stór- um orðum. Það er hins vegar það sem menn vilja sjá í sjónvarpi í umræðuþátt- um af þessu tagi, og þess vegna hvarflar að manni hvort það láti ekki betur stíl Guðjóns, sem er allra góðra gjalda verð- ur, að fást við ítarlega, þaulunna úttekt- ar- og fréttaþætti um málefni líðandi stundar, sem því miður sést alltof lítið af í sjónvarpinu okkar. En líklega fær hann hvorki tíma né peninga til að ráðast í slíka dagskrárgerð. Viðmælendur Guðjóns í þessum þætti voru stilltir vel enda hefur hvorugur orð á sér fyrir að vera æsingamaður. Þótt Stefáni Benediktssyni hafi skolað býsna óvænt inn á þing blandast varla nokkr- um hugur um að þarna er „alvöru“ —pólitíkus á ferð, sem er meira en sagt verður um marga hinna nýkjörnu full- trúa þjóðarinnar á yfirstandandi þingi. Stefán hélt enda vel á sjónarmiðum regn- Guðjón Einarsson — málefnalegur. hlífarsamtaka sinna, sem áreiðanlega njóta töluverðrar samúðar langt út fyrir raðir Bandalagsmanna og eiga jafnvel fylgjendur innan hinna stjórnmálaflokk- anna. Meira að segja var ekki laust við að manni fyndist sá margsjóaði „kerfiskall” Tómas Arnason svolítið viðkvæmur fyrir hugmyndum Bandalagsmanna um að- skilnað lögpjafarvalds og ríkisvalds. h.n af þvi hér var ofurlítið verið að nöldra út af umræðuþáttum Sjónvarps má halda áfram og gera fréttir Sjónvarps- ins að umtalsefni. Það er ekki laust við að manni þyki farið að gæta þar einnig býsna mikillar stöðnunar og þá kannski fremur í formi en endilega innihaldi. Fréttirnar hafa verið með svipuðu sniði býsna lengi og það er alveg orðið tíma- bært að hressa svolítið upp á „útlit” þeirra, svo að notað sé blaðamál, létta þær lítið eitt og láta fréttamennina ein- staka sinnum bregða á leik. Útvarps- menn hafa gert þetta með góðum árangri og jafnvel sá maður í sumar til- hneigingu í þessa átt hjá hinni sigldu konu Sigrúnu Stefánsdóttur, þegar hún mætti með pönklitað hárið á skjáinn til að segja frá stefnum og straumum í hár- tísku — óintresant efni fyrir þorra lands- manna en uppátækið fékk þá til áð horfa og hlusta. Hjá Sigrúnu mátti þarna greina áhrif Ameríkudvalar hennar, en þar í landi hafa menn löngu gert upp við sig að sjón- varpsfréttir eru líka að öðrum þræði svolítill sjóvbísness og það sakar ekkert að flytja inn hóflegan skammt af þeim hugsunarhætti. Þar hafa sjónvarpsmenn sniðið fréttir sínar í kringum einn lykil- mann, sama fréttaþulinn sem er um leið fréttamaður og fréttaskýrandi. Mætti ekki alveg íhuga eitthvert svona form utan um fréttirnar? Ég gæti amk. alveg hugsað mér félaga Ingva Hrafn sem ís- lenskan Walter Cronkite. Á sunnudagskvöldið var, þann 8. janú- ar, flutti Ríkisútvarpið fyrri þáttinn af tveimur um sænska píanóleikarann og tónskáldið Jan Johannsson. Það voru þeir Ólafur Þórðarson og Kormákur Bragason, sem sáu um þann þátt. Ég fyllt- ist eftirvæntingu og ánægju, því að Jan var sá hljóðfæraleikari, sem vann hug minn og hjarta fyrir svosum 18 árum. Þá spilaði Jón Múli talsvert af tónlist hans í morgunútvarpinu. Ég hreifst af þessum blíðu tónum og þeirri næmi, sem Jan virtist búa yfir. Hann varð sérstaklega þekktur fyrir plötuna „Jazz pá Svenska,” sem kom út árið 1964, en þar lék hann og útsetti nokkur sænsk þjóðlög, sem hann hafði grafið upp. Síðar gaf hann út plöiu, sem heitir „Ævintýri alþýðutónlistar,” en þar notaði hann m.a. gamlar upptök- ur frá sænska útvarpinu og þar dúlluðu Hilmar Jónsson — aðvaranir bindindis- manna hundsaöar. menn sænsk þjóðlög, en Jan setti svo hljóðfæraleik sinn undir af mikilli snilld. Jan lék mikið í sænska útvarpið og var um skeið með þjóðlagaþætti þar. Hann hafði einmitt nýlega lokið upptökuin á tónlist fyrir slíka þætti þegar hann lést í bílslysi þann 9. nóvember árið 1968, en á síðasta ári voru því 15 ár frá andláti hans. Það var því vel við hæfi að Ríkisút- varpið skyldi minnast hans, þó að óneit- anlega hefði verið betra að hafa skemm- tilegri ástæður til þess. Það virðist vera þannig, að allur annar jazz en bandarísk- ur og svartur eigi frekar tregan aðgang að útvarpinu. Jún Múli er að rekja sögu jazzins, er e.t.v. búinn að því, en hinn jazzþáttastjórnandinn þekkir virðist mér lítið til annars en vestanhafs-jazzins. Þessu þarf að bæta úr, á hinum Norður- löndunum er mikið jazzlíf og ef til vill hefðu íslendingar fengið að kynnast tón- list Jans, ef tónlist hans og fleiri Norður- landa-jazzara hefði átt greiðari aðgang að Ríkisútvarpinu. Ég hlakka til að heyra seinni þáttinn um Jan, sem verður á sunnudaginn kl. 23.05 og ef vel liggur á mér þá mun ég ef til vill segja frá persónulegum kynnum mínum af að- standendum hans. í dag, þegar þetta er hripað niður, á víst Góðtemplarareglan hundrað ára afmæli. Hilmar Jónsson bókavörður vakti á þessu athygli í erindi Um daginn og veg- inn. Erindið var frekar illa flutt, svo að það var með naumindum, að ég entist til þess að hlusta. Hilmar vakti athygli á, að stjórnvöld þessa lands og fleiri hefðu hundsað aðvaranir bindindismanna um áfengisneyslu, en staðreyndin er sú, að þar sem ofstæki ríkir í málflutningi er árangur ekki sem skyldi. Því hafa þeir, sem drukkið hafa manna mest en hætt náð góðum árangri í baráttunni gegn Bakkusi. Það sýnir m.a. hin nýja sjúkra- stöð Vogur, sem þeir hafa nú reist. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.