Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 5
Smartmynd Smartmynd Einfaldleikinn segir alltaf mest * Tímaritið Storð er nú komið út f þriðja sinni, en þetta er eitthvert merkilegasta rit sinnar tegundar á íslandi vegna vandaðs frágangs og uppbyggingar. Það sem vek- ur þó hvað mesta athygli við skoðun þess, eru skemmtilegar Ijósmyndir Páls Stefánssonar sem sett hafa huggulegan svip á útlit tímaritsins frá upphafi. Páll á að baki stuttan en laggóðan feril í fagi sínu, segist sjálfur ekki hafa byrj- að að taka Ijósmyndir fyrr en fyrirfimm árum. Þessi stutti ferill hans í Ijósmynd- uninni er óvenjulegur að því leyti að nær allir aðrir blaðaljósmyndarar á íslandi hafa gengið með Ijós- myndabakteríuna frá barn- æsku. Páll segist hinsvegar aldrei hafa fengið neina dellu fyrir Ijósmyndun. „Ég má þakka þetta starf mitt uppgjöri sem ég stóð i við sjálfan mig fyrir hálfum áratug. Ég var þá á krossgötum, vissi eiginlega ekki hvaða stefnu ég ætti að taka i lífinu. Það var svo að vinur minn benti mér á Ijósmyndaskóla í Gautaborg og spurði mig jafnframt hvort ég gæti ekki hugsað mér Ijósmyndun sem ævistarf eins og eitt- hvað annað. Ég svaraði ját- andi i hálfkæringi. Og ári síðar var ég floginn til Sví- þjóðar". Þar var Páll I námi næstu þrjú ár, að hann kom aftur heim og hóf störf hjá lce- land Review og síðar Storð. Hann er spurður hvaða mótfv hann hafi mest gaman af að fást við. „Þó undarlegt megi virðast á ég mér engin sérstök mótív að uppáhaldi. Ég geng að hverju verki með sama hugarfari, sem er að Fjölgun verður á stöðvar- stjórum Flugleiða erlendis eftir áramótin. Þá verður að nýju sérstakur stöðvarstjóri í Glasgow, en skrifstofan þar var lögð niður fyrir nokkrum árum. Veruleg aukning hefur orðið á flutn- ingum á leiðinni Keflavlk — Glasgow — Kaupmanna- höfn, og verður ferðum á henni fjölgað um eina á viku í mars. í tengslum við þessa aukningu verður svo opnuð á ný skrifstofa f Glasgow og verður stöðvar- stjóri þar Þorgils Krist- mannsson sem veriö hefur á Heathrow. Það er nýr framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Flugleiöa Sigfús Er- lingsson sem vinnur að þessum breytingum og fleirum og þykir hann taka málið föstum tökum ... standa mig i mínu stykki. Og þó, ætli fólk sé ekki öðru fremur það'skemmti- legasta að fást við I þessu starfi. Það þarf nefnilega svo heillandi sálfræði til að taka góðar myndir af því“. Það er ekki aðeins starf Páls að taka Ijósmyndir, heldur einnig áhugamál: „Já, ég hef óskaplega gam- an af því að fara eitthvað út ( ósnortna náttúruna í mín- um frltíma og festa hana á filmu. Það er svo þægilegt og umfram allt róandi að sitja einn á þúfu undir fjalli og bíða eftir réttum Ijós- brigðum umhverfisins til að smella af. Einu sinni beið ég f fimm tfma eftir belju til þess að ná henni sem gleggstri og sköpulegastri á mynd“. Hvernig finnst þér annars að góð mynd eigi að vera? „Hún á fyrst og fremst að vera eins einföld og hægt er, og tjá það raunverulega sem sést í gegnum ramma Ijósmyndavélarinnar. Enga bölvaða effekta eða stæla. Einfaldleikinn er nefnilega alltaf bestur og segir mest“. ★ I • X *!■ IIV Leiöur misskilningur leiðréttur ☆ Þær voru ekki beint hýrar í bragði, nei, öskusjóðandi- bandvitlausar, stöllurnar Henríetta og Rósamunda þegar þær höfðu samband við HelgarpóStinn um dag- inn og sögðu að vitlaus mynd hefði birst af þeim f síðasta blaði! Á myndinni hefðu verið einhverjar ókunnugar konur útf bæ og önnur meira að segja reykj- andi pípu!!! Þær báðu okk- ur f gvuuuðanna bænum að leiðrétta þennan misskiln- ing ... Þennan sama eftirmiðdag hringdu á Helgarpóstinn Helga Thorberg og Edda Björgvinsdóttir og voru heldur óhressar með mynd sem hafði birst af þeim f síðasta blaði með mynda- textanum: „Henríettaog Rósamunda — einkar góðat en lauslátar í viðkynningu." í fyrsta lagi hétu þær hvorki Henrfetta né Rósamunda, f öðru lagi væru þær ekki lauslátar (þótt þær langaði kannski soldið að vera það), þótt satt væri og rétt að þær væru góðar. Helgarpósturinn vill ekki eiga á hættu að eiga þessa fjóra kvenvarga á fæti og leiðréttir hér með þennan leiða myndarugling ... ★ Umsjón: Egill Helgason . Jim Smart Nú getur þú notað eitt oa sama VISA kortið hér neima og erlendis. " r-r, Breyuarreglurum VISAgreiðslukort V|SA kort eru afgreidd á veitaþernuheimildtilaðnotakortiði 51 verslunumog þjónustustöðum hér 40 clfgrSIÖSlUStOOUm heima. VISA kortið gildir einnig víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Landsbankans víðsvegar um landið. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna ■¥•*-¥■•¥■*•¥•■¥■•*■*■¥■ HELGARPÓSTURINN 5 ARGU5«S>

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.