Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 25
 handrrt hlustendur vlrKum 'lrr>anns .arins „f stúdiói af „virkum HálUimi ðramrriafón Bás 1 Kl hringia- og það er blanda af öfund og stríðni í rödd þeirra. Kristín svarar þessu ekki, heldur tekur strax til við að búa viðmælendur sína undir viðtal- ið sem á að útvarpa eftir fáeinar mínútur. Þeir eru greinilega svolítið kvíðnir, augljóslega óvanir útvarps- viðtölum og tvístíga báðir and- spænis ráðleggingum Kristínar. Þegar að viðtalinu kemur reynast viðmælendurnir ókei, en Kristín hinsvegar svo illilega hás að spurn- ingar hennar heyrast varla. Handan glersins er blótað mikinn, sumir kveikja sér í sígarettu í ofboði, aðrir strjúka af sér ennissyitann. Þórir tæknimaður freistar þess að skýra rödd Kristínar með fiffi í tækniborð- inu. En svo ræskir Kristín sig ósköp pent í áheyrn aiþjóðar og allt fer vel að lokum. Lokastef þáttarins er sett í gang að viðtalinu ioknu: Klukkan er niu og menn stíga úr stólum sínum og rétta úr bökum. Spurningar heyrast hvort þetta hafi ekki bara verið ágætt. Menn eru á því að svo hafi verið. / Hvassaleiti Öllu meiri umferð er komin á göt- ur borgarinnar þegar tíðindamenn HP stíga upp í bifreið sína á bíla- stæði Ríkisútvarpsins Skúlagötu, en þegar þeir lögðu henni þar. Og tals- vert farið að birta af degi. Það er haldið sem leið liggur upp í Hvassa- leiti. Þar ku Rás 2 vera til húsa, ein- hversstaðar neðst í kjallara nýja útvarpshússins. „Hringdu í Jón Ólafs, hann hefur örugglega sofið yfir sig,“ er fyrsta hljóðsamsetningin sem við greinum úr húsakynnum Rásar 2 þegar þangað er komið. Það er Páll Þor- steinsson sem þeinir þessum orðum til Ásgeirs Tómassonar. Á milli þeirra situr þögui kona um þrítugt sem ég labba að og segi: ..Komdu sæl og blessuð, Sigmundur heiti ég og þetta er Einar ijósmyndari. Við erum frá HP og ætlum að fá að fyigj- ast meö útvörpun morgunþáttarins vkkar." Hún kveðst heita Arnþrúður og segir: ,,En sætt af ykkur. Það er loksins að maður fær að dást að öðr- um andlitum en þeirra þremenning- anna milli klukkan tíu og tólf á morgnana! Annars erum við að fara yfir handritið að þættinum," bætir hún við. Ég fæ að kíkja á eitt handritið þegar Páll Þorsteinsson hefur lokið við að Ijósrita orginalinn í fimmgang, þ.e.a.s. eitt eintak á hvern umsjónarmann og það fimmta handa tæknimanni. Þarna kemst maður að því að allt sem þau láta frá sér fara í þættinum — svo eðlilega og frísklega sem þau mæla það af munni fram — er í rauninni orðrétt skrifað upp á sirka fimmtán síðna A fjóra. Hvert lag sem spila á í þættinum er skrifað niður, af hvaða plötu það kemur, tímaiengd þess og meira að segja sekúndu- fjöldinn frá því lagið hefst og fyrsti söngur í því heyrist er gaumgæfi- lega skráður niður svo vita megi livað hægt er að tala iengi með upp- hafsstefjum þess á fóninum. Svolítið fiókið finnst manni. Víöáttukátur „Jon er á leiðinni," segir Ásgeir og leggur síintólið á. ,,Er þá ekki best að fara að raöa plötunum." Arnþrúöur rennir forláta rekka á hjólum upp að básnum þeirra og karlpeningurinn tekur til við að raða plötunum þar ofan í, alit eftir fyrirfram ákveðinni röð svo tækni- maðurinn fipist ekki við plötusnúðs- verkið þegar þar að kemur. Þetta er svona kvart hundrað hljómskífa að því er ég best fæ talið. „Var ekki annars kaffi á könn- unni," spyr Páll sjálfan sig og ráfar fram í kaffistofu. Ég á eftir. „Ef það er eitthvað sem kemur manni öðru fremur í stuð, þá er það rótsterkur kaffiandskoti," segir hann. „Og þar eð maður þarf að vera alveg víð- áttuhress í útsendingu, drekkur maður ósköpin öll af kaffi á morgn- ana.“ Klukkuna vantar korter í tíu og Jón Ólafsson er mættur með tölu- vert af stírum á augnhvörmunum. „Þó maður sofi nú einu sinni yfir sig," segir hann í umkvörtunartón þegar starfsfélagar hans tæpa á þessari hæpnu mætingu hans. Jón skvettir í sig einum kaffibolla, bítur tvisvar í rúnstvkki og með það er hann hlaupinn á eítir hinum inn í stúdíó. Páll fer fyrir hópnum með hljómplöturekkann rúllandi á und- an sér, Þau eru í stuði og gera óspart grín hvert að öðru, aliskyns brand- arar fjúka sem varða jafnt klám sem ófarir náungans. Gulli tæknimaður situr inni í stúdíói og lætur sér fátt um finnast þótt hann fái nokkrar óvægnar sendingar frá fjórmenningunum. Hann er með hugann við böndin sem geyma auglýsingarnar og kynningarstefið. Þau eru sest við stúdíóborðið, komin með heddfóna á hausinn og gjóa augunum á handritin sem liggja fyrir framan þau. Þar til Páll öskrar: „Eru ekki ailir hressir?" Langt „jú“ heyrist frá hinum. Þetta er eins og handboltalið að ná upp stemmningu fyrir landsleik, nema hvað það eru aðeins fjórir inn á. Hvað fór úrskeiöis? Allt í einu stendur Arnþrúður upp og segir eitthvert sambandsleysi vera milli heddfóns og stjórnborðs hjá sér. Klukkuna vantar tvær mínútur í tíu þegar hún rykkir ein- hverri leiðslu úr sambandi í stjórn- borðinu. Gulli tæknimaður biður til guðs og spyr „iivern andskotann varstu að gera stelpuskjáta?" Þrúða fer í kerfi. Karlpeningurinn leggst allur sem einn yfír stjórnborðið og hver og einn þykist vita hinum betur hvað hafi íarið úrskeiðis. Klukkan tifar. „Það vár þessi," segir sökudólgurinn og bendir á eina leiðsiuna. „Þú gast nú sagt það strax," segir Gulli, stingur í sam- band og rýkur því næst i sæti sitt, pústar í þrjár sekúndur. Og setur svo kynningarstefið góða i gang. Arnþrúður hlær lymskulega. Það er Páll Þorsteinsson sem býð- ur góðum hlustendum góðan dag- inn og svo framvegis. Síðan kemst fyrsta lagið á snúning. Og þjóðin dansar við fiskhreinsunarborðin eða við hvað hún nú vinnur... sþ'ákka í mönnu n ennÞá syfjaðu kynn, '/ödd. Jór syfjaður s :rKaroar. tasP,ega hálfan Komiun „Ég býst við að almenningur geri sér ekki ljósa grein fyrir þeirri ofboðslegu undirbúningsvinnu sem þarf til að halda úti svona út- varpsþætti. Þessu má líkja við ís- jaka að því leyti að níu tíundu hlut- ar vinnunnar sem fer í þetta, heyr- ist aldrei." Páll Þorsteinsson segir þetta. „Það er sitthvað góð eða slæm afþreying," heidur hann áfram. „Góð afþreying á að auðga hvers- dagsamstur . manna, létta undir með þefm og gera þn frísklegri til vinnu. Þetta reynum við í morg- unútvarpi Rásar 2 með því að ieika góða músík sem á að höfða til ailra. Nei, þetta er ekki vin- sældalagaþáttur." Þessi kvarthluti morgunút- varpsins á Rás 2 segir það eitt af megin markmiðum þáttarins að vera í góðu sambandi við hlust- endur. „Við reynum að gleðjast með þeim í hversdagsleikanum og hjálpa þeim að lita hann fjör- ugum iitum," segir Páll. „Það er annars alveg makalaust hvað Islendingar eru kaldir að hringja, eða eigum við að segja hvað þeim finnst gaman að kom- ast í útvarpið. Það hringja til okk- ar tugir og alil upp í hundrað manns á hverjum morgni. Feimni hrjáir ekki mörlandann, og þó hann sé kahnski ekki eins tilfinn- ingalega hress og Spánverjar sem jafnan gráta með sinni gteði, þá er hann óhræddur við að tjá sig. Sumir hverjir eru víðáttuhressir." Og hressileiki er einmitt eitt af höfuðmerkjum umsjónarmanna morgunútvarpsins á Rás 2. Varla eru þeir allir svo últraskapgóðir alla morgna sem raun virðist vera við hlustun? „Við eigum vissulega okkar slóppu morgna eins og aðrir. En þegar og ef einhver okkar hefur slysast veggjarmegin fram úr rúminu og reynist tiltakaniega skapillur þegar hauii mætir til vinnu, þá kemur sér vel að við erum fjögur sem stöndum í þessu og þannig er auðgert að hlifa þjóð- inni við flýlupokanum þann morg- uninn. Hiustendur mega ekki gjaida þess þegar eitthvert okkar ■ á slæman dag. Þetta á að vera líf- legur og hress þáttur og það verð- ur að gilda um okkur sem tölum, jafnt og þá tóna sem við kynnum." Páll er spurður hvort það kosti ekki töluverða streitu að þurfa að vera sífellt á varðbergi gagnvart réttri málnotkun í beinni útsend- ingu morgunþáttanna. „Ef ég væri að lesa Ijóð í beinni útsendingu, segjum til dæmis Passíusálmana eða Einræður Starkaðar eftir Einar Ben., þá færi ég náttúrlega í vínkil ef ég mis- mælti mig. En morgunútvarpið er sem betur fer annars eðiis. Þetta er meira spjall lijá okkur en beinar einræður og að því leyti er kannski eðlilegra að við mismæl- umokkur endrum ogsinnum, eins og flest fólk gerir í almennu tali, þó svo að hitt sé vissulega áíski- legra." Er þig ekki farið að klígja við dægurlögum? „Gríðarlegur áhugi á skalla- poppinu hefur varnað því hingað til og svo einnig hitt að við þessa útvarpsþáttagerð hef ég starfað með skemmtilegu fólki og fjör- ugu. Þannig er enginn dagur öðr- um líkur þó svo að viðfangsefnið sé alltaf það sama að eðli til." En hvað með hlustandann, hversdagshetjuna úti í bæ; eru ekki líkur á að húnfái ógeð ádæg- urmúsík þegar tímar líða fram? „Það er náttúrlega hætt við að rásin staðni ef samá fóik heldur um stjónvölinn lengur en góðu hófi gegnir. Stöðinni er iífsnauð- synlegt að geta alið upp góða þáttagerðarmenn, útvarpsmenn framtiðarinnar sem koma til meö að endurnýja og viðhalda fersk- leika stöðvarinnar með nýjum hugmyndum. Áhugi á dægur- músík hverfur náttúrlega aldrei. Það er hinsvegar spursmál hvern- ig honum er best við haldið. Mér finnst Rás 2 ágætt svar við því sem stendur." i •í I HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.