Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 8
'fXffJfff „Smám saman varð ég skeptískari á það sem ég sá að var að gerast þarna, ég varð utan- veltu og einmana. Þeir lögðu hart að mér að neyta efnisins en ég vildi standa upprétt og ekki gefa mig. Mig tók um leið sárt að horfa upp á Papagayo, sem nú neytti heróínsins meira og minna alla daga. Heróínið byrjar sem fikt og menn halda að þeir séu ekki í hættu um að ánetjast þegar þeir gera ekki annað en að taka það í nös, en þetta er blekking. Fólk langar alltaf aftur í efnið og ánetj- ast eftir 2—3 skipti. Þegar lítið er til af efninu er síðan gripið til sprautunnar, því að þá nýtist það betur. Það að sprauta sig verður þá aðal ,,kikkið“. En svo kom að því. í einu partí- inu bað bróðir Papagayos mig að biðja um efni handa sér, því Papa- gayo var tregur á að láta bróður sinn hafa efni.“ Adda fór fram og bað um að fá einn skammt. Papa- gayo tók hana fagnandi á orðinu og tilkynnti partíinu um leið að hún ætlaði nú að prófa. Heilmikil félagsleg pressa var lögð á hana og hún lét undan. ,,Eg tók í nös og varð æðislega veik. Eg kastaði upp aftur og aftur. Þetta eru fyrstu áhrifin: Ofboðsleg vanlíðan. Svo leið vika þangað til ég tók það aftur. Ég var mjög langt niðri vegna ástandsins í heild og nú bættist við samviskubitið yfir því að hafa gefist upp. Skyndilega var ég komin inn í þessa hringiðu. Það var engin lógík til lengur, ein- hvern veginn. Eftir fyrsta skiptið var ég ákveðin í að gera þetta aldrei aftur. Aldrei. En svo kom bara næsta helgi og allir voru í þessu. Allir vinir mínir — allir sem ég reiddi mig á. Það var enginn af þeim í víni, sem fram að þessu var minn vímugjafi, en með því að taka heróín var ég þó með. Þetta var í lok nóvember, tveimur mánuðum eftir að ég kom aftur út. Heróíni fylgir þung- lyndi og vonleysi. Allt hættir að skipta máli nema efnið. Mér fannst ekkert eftirsóknarvert lengur eftir að það náði tökum á mér; ekki kynlíf, ekki persónuleg sambönd, ekkert. Það er erfitt að greina á milli áhrifa efnisins sjálfs og annarra almennra vonbrigða í lífinu þegar maður er að reyna að gera sér grein fyrir líðaninni á þessum tíma, svona eftir á, en af- staðan var þessi: Þetta er það eina sem skiptir máli, víman svíkur ekki né veldur manni vonbrigð- um. Enda lifði maður fyrir hana. Sprautunin varð að nánast kirkju- legri athöfn og jafnvel erótískri um leið. Andlegar þarfir jafnt sern, veraldlegar, eins og þörfin fyrir kynlíf, þær leystust alveg upp. Óhugnaður athafnarinnar leystist upp í alsælu. En svo á milli skammta sökk maður niður í dýpra og dýpra þunglyndi og vonleysi. Þetta er skjótvirkasta efni sem ég veit um til að breyta viðhorfi fólks til lífs- ins. Jafnvel skynsamasta fólk breytist, það varpar öllu frá sér fyrir þetta — allt gildismat þess á því hvað sé eftirsóknarvert í lífinu breytist." Adda segir að sjálfsagt sé hægt að tína til alls kyns skýringar á heróínneyslunni, sem nú á sér stað, jafnvel ekki síst meðal barna efnaðra foreldra. Heróínneysla forréttindahópa hefur farið hrað- vaxandi síðustu tvö ár í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rætt er um vaxandi vonleysi ungu kynslóðar- innar vegna vaxandi atvinnuleys- is og vegna hættunnar á gjöreyð- ingarstríði. En fleira kemur vafa- laust til. ,,Ég held að sumt af þessu séu eftirköst vegna byltingarinnar 1974,“ segir Adda. „Portúgalir höfðu lengi verið í eins konar sigurvímu vegna þeirra breytinga og réttinda sem þar áttu að hafa náðst fram. Upp úr 1980 fór síðan að bera á vonleysi og vonbrigðum Norræna húsið Starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavík Hér með er auglýst laust til umsóknar starf for- stjóra Norræna hússins í Reykjavík, og verður staðan veitt frá 1. nóvember 1984 til fjögurra ára. Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstöðu daglegri starfsemi Norræna hússins, en hlut- verk þess er að stuðla að menningartengslum milli íslands og annarra Norðurlanda með þvi að efla og glæða áhuga íslendinga á norrænum málefnum og einnig að beina islenskum menn- ingarstraumum til norrænu bræðraþjóðanna. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt að fjögurra ára leyfi frá störfum til að taka að sér stöður við norrænar stofnanir og geta talið sér starfs- tímann til jafns við starf unnið i heimalandinu. Laun og önnur kjör ákvarðast eftir nánara sam- komulagi. Fritt húsnæði. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðlaugur Þorvaldsson, stjórnarformaður NH (s.25644) og Ann Sandelin, Norræna húsinu (s. 17030). Umsóknir stílaðar til stjórnar Norræna hússins sendist: Nordiska Ministerrádet, Kultursekretariatet, Snaregade 10, DK—1205 Kobenhavn K. Skulu þær hafa borist eigi síðar en 15. febr. 1984. Norræna húsiö er ein meöal 40 samnorrænna fastastofnana og framkvæmda, sem fé er veitt til á hinni sameiginlegu norrænu menningarfjárhagsáætlun. Ráðnerranefnd Noröurlanda, þar sem menningar- og menntamálaráðherrarnir eiga sæti, fer meö æðsta ákvörðunarvald I hinni norrænu samvinnu um menningarmál. Fram- kvæmdir annast Menningarmálaskrifstofa ráðherranefndarinnar I Kaupmannahöfn. hjá fólki vegna þess að voða lítið hafði í rauninni breyst. Þetta var eins og svikin bylting. Aðstæður ungs fólks þarna eru gjöróiíkar okkar. Það sem við álít- um eðlileg samskipti kynjanna fyrir giftingu til dæmis er ekki til. Ungir menn leita til gleðikvenna eða hver til annars. Framtíðin er engan veginn glæsileg fyrir ungan mann. Venjuleg vinna gefur lítið í aðra hönd, menn eiga fyrir kaffi og sígarettum ef þeir komast í sæmilegt skrifstofudjobb. Mér finnst svona eftir á, að ef ég hefði alist upp í millistéttarfjölskyldu þarna, þá væri ég annað hvort mella eða „díler". En það eru engin einhlít svör.“ Adda ákvað þegar líða tók að jólum að fara heim. Þá var hún búin að taka heróín 5—6 sinnum. Lögreglan var að gera rassíu á fíkniefnamarkaðnum og fólk var stressað og niðurdregið. „Ég var flutt út frá fjölskyldu Papagayos og á hótel þarna rétt hjá, en borðaði þó alltaf með fjöl- skyldunni. Það hafði kólnað á milli okkar Papagayos. Ég hafði farið og náð í peningana mína á heimili hans og stungið af frá hon- um og vinum hans. Hann varð óður og barði mig. Veldi þeirra á hassmarkaðnum í Lissabon hafði farið hnignandi og þeir höfðu far- ið til Spánar til að sækja nokkur hundruð kíló af hassi. Ég fór með í þá ferð og var ósátt við það hvernig þeir fóru með einn gæjann í ferðinni. Hann hefði óaf- vitandi setið uppi með alla sökina hefði komist upp um smyglið. Þessi gæi var síðar drepinn fyrir að kjafta frá viðskiptum, hann var sprengdur í loft upp í bílnum sín- um. Ég vildi komast burt úr þess- um dýragarði. Papagayo bað mig að bíða í tvo daga, sagðist ætla að koma með mér. Net lögreglunnar var að þrengjast að honum og hann þurfti að kæla sig. Hann keypti sér vetrarklæðnað og við fórum heim til íslands. Hann labbaði í gegnum tollinn á Keflavíkurflugvelli með 100 grömm af hassi og líklega 10—15 grömm af heróíni, en hann laumaðist ekki í gegn. í hliðinu var gerð athugasemd við það að hann hefði aðeins flugmiða aðra leiðina en þá trylltist hann af suðrænum skaphita og gerði sig eins áber- andi og hann gat. Taktíkin virkaði og hann komst óáreittur í gegn. Við fórum aftur út eftir mánuð. Þá fórum við niður til Algarve, þar sem Papagayo þekkti mann, Canario að nafni, sem rak tísku- fyrirtæki með tveimur fyrirsæt- um, Manúelu og Selestu. Manúela var á heróíni. Canario bauð mér vinnu við tískufyrirtækið. Hann ferðaðist með úrval sitt af fatnaði milli 5 stjörnu hótela í Portúgal pg módelin sýndu klæðnaðinn. Ég var í því að taka á móti kúnnum. Manúela var í því auk módelstarfa að selja sig til að drýgja tekjurnar. Ég var í íbúð á Algarve með Manúelu og helgarnar fóru þar í heróínneyslu og þegar farið var til Lissabon var sniffað eða sprautað á hverjum degi. Þannig gekk þetta frá febrúar og fram í endaðan júlí. Ég var orðin langt leidd af neysl- unni. Allt annað var hismi, allur baráttuvilji var horfinn, tíminn fór allur í heróín núna. Úr fjarlægð fylgdist ég með hvernig afköst, áhrif og fjármagn Papagayo í Lissabon fóru dvínandi. Papagayo og Manúela ákváðu ásamt þriðja aðila að kaupa heróín af Paki- stana, sem komið hafi á fölskum afgönskum flóttamannapassa í gegnum Holland til Portúgal. Þeim tókst að ná saman um tveim- ur milljónum króna og „díllinn" var settur upp. Ætlunin var að setja síðan upp bein viðskiptasam- bönd við Afghanistan og Pakistan þegar markaðurinn yrði tilbúinn. Gengið var frá samkomulaginu í smábæ utan við Lissabon, í Cascais. Heróínið átti síðan að sækja í íbúð Pakistanans í Lissa- bon. Manúela var send inn í íbúð- ina á meðan við Papagayo biðum úti í bíl. Biðin varð löng. Við viss- um ekki að lögreglan var inni í íbúðinni. Pakistaninn var ekki heima en konan hans var þar og féll saman í höndum lögreglunn- ar, sem gerði mörg kíló af heróíni upptæk þarna. Rétt áður en við Papagayo ætluðum að stinga af settist óeinkennisklædd lögga upp í bílinn til okkar og leikurinn var tapaður. I bílnum var taska Manúelu með fjórum grömmum af heróíni, sýnishornum sending- arinnar. „Keyrðu niður á stöð,“ sagði löggan. Og Papagayo ók niðureftir, sallarólegur, eins og hann væri að keyra ömmu sína heim úr boði. Hann og Manúela sátu í yfirheyrslum í fleiri klukku- stundir en ég slapp alveg. Þeim bar saman um það að ég hefði staðið utan við þetta allt. Tvær löggur keyrðu mig svo út í íbúðina í Cascais. Þar tókst mér að skola niður öllu sprautudótinu án þess að þeir tækju eftir því — þeir voru að skoða myndaalbúmið mitt á meðan. En tveir kaupendur komu þarna og löggan náði öðrum þeirra. Ég flutti heim til Papagayo en hann fór í fangelsi. Nú hafði ég ekkert efni lengur og leið ijla, en á sama tíma var þarna komið tæki- færi til að hætta. Við höfðum áður reynt að hætta, tvisvar eða þrisv- ar sinnum, án árangurs. Fjöl- skylda Papagayos færði honum mat í fangelsið og annað sem hann þurfti. Þau gerðu allt fyrir hann. Það var eins og hann væri bara á spítala. Pabbi hans reddaði honum besta lögfræðingnum í bænum og hann var keyptur út — látinn laus gegn tryggingu eftir nokkrar vikur. Þarna er ekki verið að spyrja um það hvort þú sért sekur heldur aðeins hvern þú þekkir. Pabbinn þekkti líka einn virtasta dómarann í Lissabon. Ekki tókst að sanna viðskiptin á Papagayo og Manúelu. Pakistan- inn náðist en þagði um allt. Konan hans var með ruglaðan framburð sem stangaðist á við það sem Papagayo og Manúela héldu fram. Það var mín gæfa að lenda ekki inni. Utlendingar verða ekki keyptir út. Éftir að Papagayo losnaði, byrj- aði hann strax að ,,díla“ aftur og hann hélt áfram í heróíninu. Ég þraukaði. Það bjargaði mér kannski að horfa á hann fara fjandans til í heróíninu. Ég fór heim. Allir peningar höfðu að vísu horfið í dílnum en Papagayo tókst að redda handa mér pening með því að selja sig portúgölskum aðalsmanni, Car- los, sem var afar hrifinn af honum. Þegar ég kom heim leitaði ég fljótlega til geðlæknis, sem setti mig strax á dúndursterk geðlyf eftir einn viðtalstíma um æsku mína og uppvöxt! Síðan reikaði ég um í reiðileysi og missti hálfan mánuð úr lífi mínu. Ég vaknaði upp á lögreglustöðinni einn daginn. Skömmu síðar hitti ég sálfræðing fyrir utan Óðal sem tókst að blása einhverjum votti af lífsanda í mig á ný. Hann trappaði mig niður og tók mig af þessum sterku lyfjum. Þetta var í ágúst ’82. Stuttu síðar fór ég út á land, til æskustöðvanna, og þar vann ég á fullu, borðaði góðan mat og byggði mig aftur upp líkamlega, raðaði saman nokkrum brotum. Ég hef bætt við mig 12 kílóum síð- an ég kom heim. Síðan hef ég notað alkóhól mjög mikið, meira en áður, en aldrei þannig að ég hafi viljað kasta mér út í það. Ég hef misst trúna á lífið að miklu leyti. Ég hangi núna á blá- þræði, fer varlega í alla hluti, tek enga áhættu í tilfinningasam- böndum. Ég þori ekki ennþá að fara til útlanda. Ég verð þunglynd alltaf öðru hverju, en ég var aldrei þannig áður. I raun finnst mér hallærislegt að vera á bömmer og berst gegn því markvisst og með- vitað. Ég er persónulega á móti þess- um draug sem ég er orðin. Núna sækist ég því eftir félagsskap við þá sem ekki eru á því að gefast upp. Ég get ómögulega verið í ná- vist fólks sem er á bömmer.” Það síðasta sem heyrðist frá Lissabon var það, að Papagayo hafði farið í meðferð sl. sumar og náð sér. Hann selur nú bara hass og stundar iðju sína einn. „Aðal- atriðið er að vera einn í þessu,“ segir hann. En José, vinur hans í Torre- molinos, sem alla tíð vann bakvið tjöldin, er kominn á toppinn. Hann hefur náð því takmarki sem hann setti sér sem strákur í fá- tækrahverfum Lissabon: Að verða vellauðugur. Hann lenti í fangelsi fyrir fíkniefnamisferli í sumar. Þá snaraði hann út sem svarar 400.000 krónum. Hann er nú annar aðaleigenda Pipers, stærstu fíkniefnadreifingarmið- stöðvar í Suður-Evrópu. Og Manúela selur sig enn. EXCELLENT Teygjulök tvær stærðir Mikið úrval — Sængurlín cinavöí hé. Sími: 27755 8 HELGARPDSTUP' MN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.