Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarf ulltrúi: Hallgrlmur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björn Br. Björnsson,' Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiösla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 36, Reykjavík, simi 8-15-11. Afgreiösla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Slmi 8-15-11. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaöaprent hf. Heróín Fíkniefnavandamálið hefur fyrir löngu skotið upp kollinum hér á landi. Fíkni- efni af öllu tagi hafa flætt inn í landið undanfarin ár í sfauknum mæli og vandinn hefur farið vaxandi. Lif þúsunda ungmenna standa tilbúin til niðurrifs fíkniefnavágestsins ef ekk- ert verður að gert. Það er eins og yfirvöld hafi ekki fyllilega áttað sig á þeirri öfugþróun sem hefur verið að eiga sér stað í þessum málum. Það vantar þó ekki yfirlýsingarnar. Þaðerverið að skipa starfshópa á nefndir ofan en árangurinn er lítt eða ekki merkjanleg- ur. Helgarpósturinn skýrir frá ömurlegri reynslu ís- lenskrar stúlku i sólarlönd- um ( blaðinu í dag. Saklaus sólarlandaferð hennar snerist upp í heils árs mar- tröð í skugga öflugasta eit- urlyfs sem þekkt er, heró- fns. Hún ánetjaöist þessu sterka efni og það lagði næstum llf hennar f rúst. Heróínneysla hefur auk- ist gríðarlega hin allra sið- ustu ár I Evrópu og Banda- ríkjunum. Það sem er kannski mest sláandi við þessa þróun er sú stað- reynd, að nú neytir þessa efnis ekki aðeins fólk i lægstu lögum þjóðfélags- ins, þar sem vonleysið og tilgangsleysið er allsráð- andi, heldur hafa ungmenni í millistétt og þaðan af bet- ur stætt fólk í síauknum mæli gefið sig heróíninu á vald. Margir undirrita þann- ig sitt eigið dánarvottorð. Fyrir þetta unga fólk virðist ekkert skipta máli í þessu llfi, síst af öliu það sjálft. I sögu ungu stúlkunnar í Helgarpóstinum í dag er skyggnst inn i þennan hug- arheim. Hann ernöturlegur, ógnvekjandi. Ótal spurn- ingar vakna, sem þjóðfélag- ið verður að finna svör við, svör sem koma að gagni. Unga íslenska stúlkan fann svar. Henni tókst það sem fáum tekst sem hefja neyslu heróíns: Hún hætti. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig, en það tókst. Mörg ungmenni hafa lát- ist af ofneyslu fíkniefna hér á landi. Heróin er ekki alveg óþekkt fyrirbæri á íslensk- um fíkniefnamarkaði og á eftir að verða algengara verði ekkert gert. Getum við horft upp á þessa krakka deyja? BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Ó já, vid höfum heyrt þad áöur í síðasta tölublaði Helgarpósts- ins er rætt um inntak áramótaboð- skaps þjóðarleiðtoganna og því velt upp, hvort við höfum heyrt það áður. Blaðið hefur einhvern grun um, að slíkar ræður kunni að samanstanda af klisjum að mestu leyti, þó að ræðumenn sjálfir telji ekki að svo sé. Greinarhöfundur hefur svo verið beðinn að segja sitt álit á því og veit ekki sjálfur hvort það er vegna eigin klisju- brúks eða hins gagnstæða. Trú- lega er þó ástæðan sú, að ,,klisj- urnar eru sennilega mest áber- andi í máli stjórnmálamanna" að sögn Svavars Sigmundssonar mál- fræðings í sama blaði, og þá verð- ur ekki undan vikist beiðni blaðs- ins. Það skal upplýst alveg strax, að þeirri spurningu, hvort áramóta- ræður séu klisjukenndar, er hik- laust svarað játandi. Þar með er engri rýrð varpað á ræðumenn og allra síst þá síðustu. Þessir ræðu- menn, sem og forverar þeirra, eru fangar þeirrar þjóðlegu hefðar, að þjóðarleiðtogar skuli tala til fólks, en ekki viö það. Enda þarf ekki nema að horfa framan í þá til þess að sjá hversu upphafnir þeir verða undir flutningnum. Má geta nærri að skammdegislúnir þegnarnir fyllast tilhlýðilegri lotningu, þegar þessi heiðríku og púðruðu andlit birtast á skerminum til þess að segja okkur öllum að vera góð þjóð og samstillt. Og svo fáum við fannhvíta jöklanna tinda á eftir þeim og þjóðsönginn eða aðra ættjarðarsöngva, og við réttum úr bognu bakinu og hugsum um stund, hvort þetta sé kannski ekki allt í lagi. Og til þess er leikurinn gerður. í því er hefðin fólgin, að ekkert sé sagt sem rótar við nein- um. En hefðin er engin afsökun. Hún ætti að vera í því einu fólgin, að áramótaræður séu fluttar. Og það er ágæt hefð. Það er hins vegar ekkert sem bannar leiðtogum okkar að tala við okkur eins og hugsandi fólk og í einhverju sam- ræmi við það líf sem við lifum, þó að mér sé fullljóst að þeir fengju eitt allsherjar gúmoren á latínu ef þeir leyfðu sér það. Ekki síst á þetta við forseta okkar og biskup, sem verða að lifa við það að hafa nánast engar skoðanir á neinu máli, þó að allir viti að víst hafa báðar þessar fjölhæfu og gáfuðu manneskjur, sem embættin skipa, ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og hugsjónir íslensku þjóðinni til handa. En mikið væri nú skemmtilegra að heyra biskupinn okkar skilgreina friðarboðskap sinn nánar og skýra fyrir mönn- um, að ófriður og styrjaldir eru verk mannanna, sem ákvörðun er tekin um hverju sinni, en ekki eitt- hvað sem gerist þrátt fyrir gæsku mannfólksins. En þar með væri biskupinn farinn að tala um póli- tík, og það má hann víst ekki, þó að sjálfur Jesús Kristur hefði talað þannig, að hann hefði ekki fengið boðskap sinn birtan í Morgunblað- inu nú á dögum. Og víst væri gam- an að forsetinn okkar gæti sagt okkur um hver áramót, hvernig hún teldi að til hefði tekist um litlu lífin okkar á liðnu ári, hvað hún hefði séð á ferðum sinum í öðrum löndum, sem við gætum lært af, og hvernig hún teldi að við gætum bætt okkar ráð. En þá væri hún líka farin að tala um stjórnmál, því að allt okkar líf byggist á því sem við gerum og hvernig við bregð- umst við því sem gerist og við fá- um ekki við ráðið og það eru reyndar stjórnmál. Sérhver lifandi manneskja ber mikla ábyrgð á lífi sínu og annarra, undan því verður ekki vikist. Sé reynt að fjarlægja menn frá þeirri ábyrgð til þess að þeim líði betur er verið að blekkja fólk, enda varir sú vellíðan ekki lengi. Það er þetta sem áramóta- ræðumenn gera um hver ártala- skil, og þess vegna verða ræður þeirra að mestu leyti klisjur. Einn er þó sá ræðumanna, sem ekki þarf að lifa við hlutleysið, hvorki um áramót né ella. Við lof- uðum mörg hver að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins, þegar við fermdumst, og þar með líklega fulltrúa hans, biskupinn, en aldrei Steingrím Hermannsson. Fyrir hann er því engin ástæða til að lygna aftur augunum framan í þjóðina um áramót og tala um málefni hennar eins og hann eigi þar engan hlut að máli. Sjálfur seg- ir hann í Helgarpóstinum: ,,Eg vona svo sannarlega að endur- tekning góðra óska um áramót sé góður siður.“ Við getum verið honum sammála um það. En svo segir hann: „Það er hollt að líta yfir farinn veg og átta sig á því hvar við stöndum. Það mætti gera oftar.“ Þetta er lík^-alveg rétt, en forsætisráðherra var órafjarri því í ræðu sinni um þessi áramót. Satt að segja setti hann algjört staðar- met í klisjum að þessu sinni, og bendir því allt til að Svavar Sig- mundsson hafi rétt fyrir sér um klisjubrúk stjórnmálamanna. Til þess að „átta sig á því hvar við stöndum" eru þjóðskáldin og guð í bakgrunninum. Forsetinn og biskupinn eru á þeirra sviði. Það sem forsætisráðherrann á að gera í áramótaræðu er að segja okkur, hvað hann og ráðherrar hans ætl- ast fyrir á nýju ári, hvernig til hef- ur tekist á hinu liðna og hvaða kröfur hann gerir til okkar lands- manna á nýju ári. Hann má gjarn- an skýra og skilgreina ástand heimsmála og greina frá hlut ís- lenska lýðveldisins í baráttunni fyrir bættum heimi og betra mannlífi. Sá hlutur fellur og stend- ur nú með ákvörðunum Stein- gríms Hermannssonar sjálfs og ráðherra hans, og undan þeirri ábyrgð getur hann ekki vikist. „Góðar óskir" hans til lands- manna er að verulegu leyti á valdi hans sjálfs að færa til veruleikans. Forsætisráðherra hefur þegar tek- ið afdrifaríkar ákvarðanir um líf fólksins í landinu þann stutta tima sem hann hefur setið við völd, og sumar þeirra hafa hoggið mjög nærri lífi íslenskra fjölskyldna. I áramótaræðu sinni vék ráðherr- ann lítiliega að erfiðleikum þess- ara fjölskyldna, en hann lét ekki uppskátt hvers þær mættu vænta á árinu 1984, heldur ráðlagði þeim að aka til fjalla og horfa á fegurð jöklahringsins þegar áhyggjur sæktu að, og hyrfi þá kvíðinn sem dögg fyrir sólu. Gall- inn við þessa ráðgjöf er, að mjög eiga menn misgóðar bifreiðir og jafnframt er hinn íslenski veru- leiki margólíkur innbyrðis. Nokk- ur efi sækir á um, að einstæðar mæður landsins, sem í býti hvern morgun yfirgefa rándýrar og ótryggar leiguíbúðir sínar með smábörnin dúðuð og flytja þau með strætisvögnum á dagheimil- in, taka annan vagn í vinnuna og fara sömu leiðir dauðþreyttar heim, hafi alvegskilið ráðlegging- ar forsætisráðherra. Þær eiga þó um 6000 litla íslendinga samtals, sem sömu kröfur verða gerðar til og annarra þegna þjóðfélagsins, þegar þeir eru fullvaxta. Og nokk- ur efi er einnig ríkjandi um fjalla- ferðir þeirra hundruða atvinnu- lausra verkamanna, sem nú lifa ásamt ellilífeyrisþegum og öryrkj- um, langt undir framfærslumarki í landinu. Þjóðin hefur ekki minnsta gagn af þessum áferðar- fallega boðskap ráðherrans. Vel má vera að hún geri sér alls ekki ljóst, hversu gagnslaus þessi boðskapur er. Það má einnig vera að þjóðin skilji ekki lengur, hversu stéttskipt þjóðfélagið okkar er. Veruleiki Steingríms Hermanns- sonar, fyrrverandi ráðherrasonar og núverandi ráðherra, er óra- fjarri veruleika almenns launa- fólks í landinu, enda talar hann til fólksins eins og sá sem ekkert þekkir það. Og það er líklega meinið.aðstjórnmálamenn koma gjarnan úr þjóðfélagshópum for-, réttindafólksins, og þess vegna verður allt tal þeirra til fólksins, en ekki viö það. Menn tala vid jafn- ingja sína, en til undirsáta sinna. Við jafningja sína tala menn í al- vöru, til undirsáta sinna tala menn í klisjum. Og því miður sætta menn sig við að vera undirsátar forréttindafólksins í stað þess að taka völdin í sínar eigin hendur, hlusta á leiðtogana segja sér að allir séu jafnir á íslandi, góðir og göfugir, í stuttu máli gömlu sérís- lensku klisjuna um að allt sé í lagi hjá okkur. Það er það auðvitað ekki fremur en í öðrum mannanna samfélög- um, og síðasta færa leiðin til að bæta líf okkar er sú að tala ekki saman. Þess vegna eru klisjur ekki einasta heimskulegar og hvim- leiðar, heldur einnig hættulegar. Og engir ættu síður að leyfa sér að nota þær en einmitt stjórnmála- menn. Guðrún Helgadóttir alþingismaður Staglkenndur boöskapur? Það kom mér á óvart þegar rit- stjóri Helgarpóstsins hringdi á dögunum og bað mig að setja á blað fáein orð um það hvort mér þætti nýársboðskapur forseta, biskups og forsætisráðherra stagl- kenndur eður ei. Þvílikur þanki hafði aldrei ónáðað mig áður. Ég flýtti mér að ganga úr skugga um, að spurningin væri óháð þeim persónum sem nú um stundarsak- ir gegna þessum þremur af æðstu embættum þjóðarinnar. Staglkenndur — í þeirri merk- ingu að hvert nýársávarpið sé öðru líkt? — Það held ég alls ekki, þó ég staðhæfi, að nútímamaður- inn sé mörgum árþúsundum of seint uppi til þess að hugsa þá hugsun sem aldrei hefur verið hugsuð áður á jörð. Og þó ein- hverjum yrði það á, myndi honum sjálfum síðast allra detta í hug, að svo hefði verið, svo að það kemur í einn stað niður. Á hinn bóginn tilheyra viss orð vissum tíma og engin önnur. Jóla- guðspjallið er lesið á aðfangadags- kvöld og þó flestir kunni það meira og minna utanbókar fyrir löngu hlusta allir með jafnmikilli athygli og þeir séu að heyra það í fyrsta skipti. Um leið og 12. klukkuslagið hefur dáið út á ný- arsnótt hljómar Nú árið er liðið í aldanna skaut. Á þessu augnabliki vaknar þjóðkórinn hans Páls ís- ólfssonar til nýs lífs og syngur ein- um munni. Spurningin þeirra á Helgarpóst- inum olli því, að ég las nýársboð- skapinn betur en ella að þessu sinni. Forseti íslands átti þá ósk þjóð sinni til handa að hún minnt- ist stofnunar lýðveldis á Þingvöll- um fyrir 40 árum í sátt við sjálfa sig og „sem fyrirmynd friðarvilja öðrum þjóðum til eftirbreytni." Biskupinn yfir íslandi sagði m.a.: „Það mætti þó leiða hugann að nýárstextanum: Svo segir Drottinn, frelsari yðar: „Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafni, það tekur þegar að votta fyrir því — sjáið þér það ekki?“ Hið nýja fyrir stafni er ný og samstilltari þjónusta við ná- ungann, þjónusta við Guð, þjón- usta við land og þjóð. Fordæmið lýsir sér í guðspjalli friðarins . . .“ Forsætisráðherra ræddi erfið- leika líðandi stundar og sagði, að bæði af efnahagslegum og mann- legum ástæðum væri nauðsynlegt að ná traustum tökum á grund- vallarforsendum heilbrigðs þjóð- lífs: „Þessi vandamál eru inn- lend,“ sagði hann. „Lausn þeirra er í okkar eigin höndum og í raun óafsakanlegt, ef við fáum ekki við þau ráðið.“ Við þekkjum kjarnann í þessum boðskap og vitum að hann er jafn- sannur nú og hann var fyrir einu ári eða tíu árum. Mennirnir geta ekki leyst vandamál sín í eitt skipti fyrir öíl og nýjar kynslóðir öðlast nýja reynslu. Staglkenndur eður ei? Nýársboðskapur forseta, bisk- ups og forsætisráðherra var orð í tíma töluð og þjóðin hlustaði á það, sem sagt var. _ Halldór Blöndal alþingismaður Helgarpóstinum hafa jafn- framt borist tvö bréf, — frá Jóni Viðari Jónssyni, leiklistar- stjóra hljóðvarps, og Bríeti Héðinsdóttur leikstjóra —, vegna gagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar um leikritið Mörð Valgarðsson í hljóðvarp- inu um jólin. Af óviðráðanleg- um ástæðum af tæknilegum toga verða þessi bréf því mið- ur að bíða næsta tbl. HP. og birtast þá ásamt svari Páls Baídvins. Beðist er velvirð- ingar á þessu. LAUSNÁ SPILAÞRAUT Vestur byrjar á að taka trompin. Lætur síðan spaða, sem hann gef- ur. Suður fær á spaðatíuna og læt- ur tíguldömuna, sem vestur tekur á ásinn. Tekur á spaðaás og kóng og kastar tígultvisti. Trompar svo fjórða spaðann. Sé lega spaðanna ekki verri en 4-2, þá á hann tólf slagi. Eigi suður fimm eða sex spaða, þá spilar vestur öllum trompunum, því þá reynir hann hjartasvínun. Eigi norður spað- ann, spilar vestur öllum trompun- um og þegar þrjú spil eru eftir, þá getur norður ekki varið bæði spaðann og hjartadömuna, eigi hann hana. Ávinningurinn við það að vestur gefur er sá, að þá getur hann reiknað út hjörtun og látið suður fá á hjartadömuna. NOACK l;7:l ín Viii':';! FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI Saensku bilatramleiðendurnir VOLVO. SAAB og SCANIA nota NOACK lalgeyma vegna kosta þeiira. Rakarastofaa Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.