Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 4
Alveg einstakt félag fyrir einstæðinga Viö Helgarpóstsmenn treystum okkur ekki til aö fullyrða að við höfum vakið upp mikla hreyfingu, já, stofnað til vakningar, með greininni um hinn örvænt- ingarfulla piparsvein hér skömmu fyrir jólin. Altént vitum við að hér í bænum vinna ónefndir menn leynt og Ijóst að því að stofna nýtt félag, alveg einstakt fé- lag. Já, þetta heitir félagið, að minnsta kosti nú meðan málið er á frumstigi — Alveg einstakt félag. Hvata- menn að stofnuninni eru nokkrir ungir piparsveinar og fráskildir, sem eru orðnir þreyttir á hörðu einlífinu og því smánarlega hlutverki sem þjóðfélagið ætlar slíku fólki. Félagið á að vera til ánægju, til yndisauka með skemmtanahaldi og sam- komum, en þó fyrst og fremst til gagns með sókn fyrir bættum kjörum og auknum réttindum einlifis- manna. Af nógu er að taka, segja hvatamennirnir, en við bíðum í ofvæni eftir að geta skýrt frá því hver hin aðkall- andi baráttumál eru. Þegar þar að kemur er því lofað að fjölmiðlarnir muni ekki fara varhluta af starfseminni. Og — það skal tekið fram til að forða öllum misskilningi: Þetta einstaka félag er ekki hjónabandsmiðlun, nei, nema síður sé ... Piparsveinn Helgarpóstsins úttaugaður og örvæntingar- fullur. Bókin kom að engu haldi — en ætli sé von i hinu nýja félagi? Sýnd kl. 9. Skilaboð til Söndru eftir skáldsögu Jökuls Jakobssonar BLAÐAUMMÆLI: Tvímælalaust merkasta jólamyndln í ár. FRI — Tíminn. Skemmtileg kvikmynd, full af nota- legri kímni og segir okkar jafnframt þó nokkuð um okkur sjálf og þjóö- félagið sem viö búum i. IH — Þjóöviljinn. Skemmtileg og oft bráöfalleg mynd. GB — DV. Heldur áhorfanda spenntum og flyt- ur honum á lúmskan en hljóðlátan hátt erindl sem margsinnls hefur ver- ið brýnt fyrir okkar gráu skoilaeyr- um, ekki ósjaldan af höfundi sog- unnar sem filman er sótt i, Jökli Jakobssyni. PBB — Helgarpósturínn. Bessi vinnur leiksigur í sínu fyrsta stóra kvikmyndahlutverki. HK — DV. Getur Bessi Bjarnason ekki leyft sér ýmislegt sem við hin þorum ekkl einu sinni aö stinga uppá i einrúmi? ÓMJ — Morgunblaðið. Þríraf núverandi og fyrrverandi forkólfum Happdrættis Háskóla islands rifjaupp gamladaga — sr. Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup íslands, Þórir Kr. Þóröarson og Guðmundur Magnússon, rektor. Smartmynd Líf og fjör í lotteríinu „Það er óneitanlega óvenjulegt i heiminum að háskóli sé byggður upp og rekinn að verulegu leyti fyrir happdrættisfé. En á Islandi getur það varla talist óvenjulegt, því hér er þjóð- félagið meira og minna rek- ið sem eitt stórt happ- drætti." Á þessa leið mælt- ist Guðmundi Magnússyni háskólarektor í árlegu hófi Happdrættis Háskóla ís- lands í vikunni, en happ- drættið verður fimmtugt 10. mars næstkomandi. Það er gróska í HHÍ á afmælisárinu og stóri vinn- ingurinn aftur orðinn veru- lega stór, eða einbýlishúss- verð, eins og hann var löng- um áður, en vinningshlut- fallið er þar hærra en þekk- ist annars staðar eða 70%. Og í ár eiga menn séns á að fá mest 9.000.000 auk þess sem Háskólinn er styrktur í leiðinni. Það var létt yfir mönnum í hófinu og eftirfarandi há- skólasögu sagði dr. Ármann Snævarr, fyrrum rektor og stjórnarformaður happ- drættisins: Stúdent nokkur hafði verið i sex ár við nám i háskólanum i Kiev — formlega séð. Hann hafði mest sinnt lystisemdum, látið bækurnar sitja á hak- anum og alveg sleppt því að taka próf í liffræði. Þar kemur, eftir sex ár, að deild- arforseti tekur pilt á hval- beinið og segir að sam- kvæmt skýrslu um námsfer- ilinn sé árangurinn eitt stórt núll og nú dugi ekkert annað en að gangast undir líffræöiprófiö eftir þrjár vik- ur. Stúdentinn druslast í prófið og í munnlegu prófi er fyrsta spurningin: Hvað geturðu sagt mér um Darwin? Eftir nokkra um- hugsun svarar stúdentinn lífsglaði: Ég get sagt mikið um Georgiuvín, dálítið um Rínarvfn, en Darvín hef ég aldrei drukkið!" Tveir guöfræðiprófessorar gantast — Þórir Kr. Þórðarson og Björn Björnsson STRAUM LOKUR Cut out LANDSINS BESTA ÚRVAL STRAUMLOKUR OG SPENNUSTILLAR í nær allar geröir bifreiða og vinnutækja á mjög hagstæðu verði HABERG h£ Skeifunni 5a. sími 84788. m ■' I O !j. i Q) ,5» f|l te -> § ■/v> = m —- » Geysir Borgartúni 24 — 105 Reykjavík lceland — Tel. 11015 Leigjum út nýja Opel Kadett, Mazda 323 og Daihatsu-bíla. Sækjum og sendum. Símsvari allan sólar- hringinn. EUROCARD kreditkortaþjónusta Nú getur þú fengið HELGARPÓSTINN í áskrift: Inn um bréfalúguna á föstudagsmorgni Áskriftarsími 81511 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.