Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 7
TOLU BANKASTJÓRA - HVERJIR VERMA HINA EFTIRSÓTTU STÓLA? eftir Egil Helgason og Hallgrím Thorsteinsson myndir Jim Smart og fleiri Hverjir eru þessir menn? Þekkið þið þá? Tæpast alla . . . En ef til vill hafið þið einhvern tíma spjallað við einhvern þeirra um ykkar bágbornu fjárreiður. Allir þessir karlmenn eru bankastjórar, sitja í æðstu valdastólum í við- skiptabönkunum sjö í Reykjavík: Landsbank- anum, Utvegsbankanum, Búnaðarbankanum, Verslunarbankanum, Iðnaðarbankanum, Samvinnubankanum og Alþýðubankanum. Undir þessa menn heyra 123 bankaafgreiðslu- staðir um allt landið, einhver sægur af aðstoð- arbankastjórum sem eru mjög vaxandi stétt, ótal bankastarfsmenn og — jú, þetta eru lykil- menn í íslenska hagkerfinu og verma stóla sem margir vildu kaupa dýru verði. Hvernig þeir komust alla þessa leið? Það má að einhverju leyti ráða af því lauslega banka- stjóratali sem hér fer á eftir. Sumir hafa fetað sig hægt og örugglega upp í gegnum banka- kerfið, aðrir eru ,,uppgjafapólitíkusar“ eða „flokksgæðingar" eins og kallað er, sem hafa fengið embættin í skjóli sinna stjórnmála- flokka, nema hvort tveggja sé. Bankastjóramál hafa verið mjög til umræðu það sem af er þessu ári vegna tveggja um- deildra stöðuveitinga í Búnaðarbankanum — þar hafa stjórnmálamenn tvívegis beðið lægri hlut fyrir reyndum bankamönnum í kapp- hlaupinu um bankastjórastól. I framhaldi af því velta menn fyrir sér hvort tök stjórnmála- flokkanna á ríkisbönkunum þremur, Búnað- arbankanum, Útvegsbankanum og Lands- bankanum, séu að linast. Úr því mun tíminn skera, ef til vill þegar bankastjórastaða í Út- vegsbankanum losnar innan tíðar. Helgarpósturinn kynnir hér 15 bankastjóra og leitast síðan við að svara þeirri spurningu hvort flokkspólitíkin sé á undanhaldi í banka- kerfinu. Jónas H. Haralz, bankastjóri í Lands- bankanum. f. 6. október 1919 í Reykjavík. ekkill, 1 sonur. heimili: Sunnubraut 23, Kóp. bifreið: Peugeot 505 '83. Stúdent frá MR 1938, magisters- próf í hagfræði, tölfræði, stjórn- málafræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1944, starfs- maður hjá nýbyggingaráði og fjár- hagsráði 1945-50, hjá Alþjóða- bankanum í Washington 1950-57, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu 1958-61, forstjóri efna- hagsstofnunarinnar 1961-69, bankastjóri í Landsbankanum frá 1969. Formaður stjórnar Reiknistofn- unar bankanna, formaður útflutn- ingslánasjóðs, á sæti í stjórn iðn- þróunarsjóðs og auk þess i stjórn Hjartaverndar. starfssvið innan bankans: skipu- lagsmál, rafreiknimál, bygginga- mál. áhugamál: útivera og almennings- íþróttir. pólitísk staða: Jónas á sæti í mið- stjórn Sjálfstðisflokksins og skipar sér í hóp með frjálshyggjumönn- um. Hann tók við bankastjóra- stöðunni af Pétri Benediktssyni og staðan því „eign“ Sjálfstæðis- flokksins um árabil. Björgvin Vilmundar- son, bankastjóri í Landsbankanum. f. 28. júní 1934 í Reykjavík. kvæntur: Sigurlaugu Pétursdótt- ur, 1 barn, 2 stjúpbörn. heimili: Hávallagata 20, Rvk. bifreið: Mercedes Benz 280SE ’83. Stúdent frá MR 1954, viðskipta- fræðingur frá HÍ 1957, framhalds- nám í milliríkjaviðskiptum í Bandaríkjunum 1958-60, for- stöðumaður gjaldeyrisdeildar bankanna 1960-64, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans 1964-69, aðalbankastjóri í Lands- bankanum frá 1969. Er formaður samninganefndar bankanna frá 1971, formaður öryggismálanefndar Alþingis frá 1980, tilnefndur af Alþýðuflokki, hefur um árabil verið virkur félagi í Samtökum áhugamanna um vestræna samvinnu. starfssvið innan bankans: einkum starfsmannahald og útlán vegna sjávarútvegs. áhugamál: utanríkismál, laxveiði og fiskirækt. pólitisk staða: Emil Jónsson ráð- herra sat áður í stöðu Björgvins og staðan hefur talist ,,eign“ Alþýðu- flokksins um árabil. Halldór Guðbjarna- son, bankastjóri í Út- vegsbankanum. f. 20. október 1946 á ísafirði. kvæntur: Steinunni Brynjólfsdótt- ur nema, 3 börn. heimili: Hliðabyggð 3, Garðabæ. bifreið: Volvo 760 ’83. Stúdent frá MA 1967, viðskipta- fræðingur frá HÍ 1972, störf hjá bankaeftirliti Seðlabankans 1971-75, útibússtjóri Útvegsbank- ans í Vestmannaeyjum 1975-81, eftirlitsmaður með útibúum bank- ans 1981-82, aðstoðarbankastjóri 1982-83, bankastjóri í Útvegs- bankanum frá 1. maí 1983. Situr í stjórn Iðnþróunarsjóðs. starfssvið innan bankans: skipu- lagsmál, málefni hagdeildar, gjaldeyrismál, skrifstofustjórn. áhugamál: íþróttir, knattspyrna, skíði, hús og garður. pólitísk staða: situr í framsóknar- stöðu þar sem áður sat Bjarni Guð- björnsson fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins. Frímúrari. HELGARPÓSTURINN 7 Helgi Bergs, banka- stjóri í Landsbankan- um. f. 9. júní 1920 í Reykjavík. kvæntur: Lis Eriksen, 4 börn. heimili Snekkjuvogur 11, Rvk. bifreið: Chevrolet '80. Stúdent frá MR 1938, kandídats- próf í efnaverkfræði frá Kaup- mannahöfn 1943, verkfræðistörf í Höfn 1943-45, verkfræðingur SÍS 1945-53, forstöðumaður tækni- deildar SÍS frá 1948, verkfræðing- ur hjá FAO 1953-54, fram- kvæmdastjóri SÍS 1961-71, banka- stjóri í Landsbankanum frá 1971. Situr í stjórn fiskveiðisjóðs. starfssvið innan bankans: erlend viðskipti og erlendar lántökur. áhugamál: . . . pólitísk staða: Helgi var alþingis- maður fyrir Framsóknarflokkinn 1963-67 og ritari flokksins 1962-71. Staða hans í bankanum er „framsóknarstaða”, var áður i höndum Vilhjálms Þórs, og Helgi er maður sem enn hefur talsverð áhrif innan Framsóknarflokksins. Jónas G. Rafnar, bankastjóri í Útvegs- bankanum. f. 26. ágúst 1920 á Akureyri. kvæntur: Aðalheiði Bjarnadóttur hjúkrunarkonu, 3 dætur. heimili: Háteigsvegur 46, Rvk. bifreið: Volvo 760 ’83. Stúdent frá MA 1940, lögfræð- ingur frá HÍ1946, héraðsdómslög- maður á Akureyri frá 1947, þing- maður Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 1949-56 og aftur 1959-71, formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis um skeið, settur bankastjóri í Útvegsbankanum fyrir Jóhann Hafstein i september 1961 til ársloka það ár, banka- stjóri í Útvegsbankanum frá 1963. starfssvið innan bankans: sam- skipti við Seðlabankann, útibú á Norðurlandi. áhugamál: allt sem viðkemur mannkynssögu og íslandssögu. pólitísk staða: sjálfstæðismaður, tengdafaðir Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og beitti sér ötullega fyrir kjöri hans. Frímúrari.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.