Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.02.1984, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Qupperneq 15
MEÐ TÆRNAR Í MANNLÍFINU Ég vinn mjög mikið. Byrja snemma á morgnana, kenni um miðjan daginn og tek svo oftast til við vinnu aftur á kvöldin. Eg er mjög mikið við það að teikna — geri margar skissur og stækka svo upp eina og eina mynd. Þegar ég var á Maasticht akademí- unni í Hollandi setti ég mér nýja stefnu í sam- ráði við prófessorinn minn. Ég byrjaði að gera mér grein fyrir styrk skissunnar og reyndi að ná frumkrafti hennar þegar ég stækkaði hana upp. Með þessum hætti teng- ist ég kannski nýja málverkinu og á þeim tíma er það sennilega að byrja víða. Þetta var bara eðlilegt framhald á braut myndlist- arinnar. Það sem kannski hefur verið megin- gallinn á viðhorfi til myndlistar er þetta: að þessi ákveðna lína gefi myndinni kraft og að þessir tveir litir saman gefi henni sprengingu o.s.frv. því að svona gerist þetta ekki. Þessir kraftar skapast miklu meira við sköpunarat- höfnina sjálfa, þar skapast þetta lífræna sam- hengi. Litum og flötum er ekki raðað saman eftirá svo þeir passi vel saman. Það verður þá varla meira en snyrtilegur akademismi. Maður sem skoðar af áhuga á að geta greint hvort þetta eru bara fíflalæti eða hvort niðurstaðan er góð list.“ — Þarf þá þjálfað auga? ,,það þarf aðallega að skoða list með opn- um huga. Það þarf engar útlistanir enhverra merkikerta á því hvað list sé. Með því að skoða list af áhuga þroskast skilningurinn. Listin stendur með tærnar í mannlífinu. Það er mjög margt að gerast í myndlist hér núna. Nýir hlutir þróast útúr sögunni, þeir koma ekki af engu, heldur verður eitt verk til vegna þess að annað var til á undan. Þetta gerist á öllum sviðum lista, þó ef til vill síst í bókmenntum núna hjá bókmenntaþjóð- inni. Ég held að hér séu of margir sjálfskipað- ir stjórnendur í greininni, menn sem hafa of mikið vald til að segja hvað séu bókmenntir og hvað ekki — menntamenn sem eru góðir í íslensku eins og Guðbergur Bergsson segir. Helgi Þorgils er kunnur fyrir mjög sér- stæðan, persónulegan stíl. ,,Ég held að menn þekki strax myndirnar mínar, en vonandi er ég ekki alltaf að hjakka í sama farinu. Mörgum hættir því miður til þess.“ Ég hætti á það að spyrja um hlut sem ég þykist hafa séð í myndum hans: Margar myndanna hjá þér eru kynferðislegar. Það er mikið af typpum í þeim? ,,Ég hef heyrt þetta. Einhver kallaði mig typpamálara. Það var einmitt kona á sýning- unni minni um daginn sem var að tala um þetta. Ég sagðist nú halda að þetta væri bara hennar hugsunarháttur sem fengi hana til að sjá þetta út úr myndunum. Svo labbaði ég með henni um sýninguna og taldi myndirn- ar sem gátu talist „kynferðislegar" að henn- ar áliti. Þá kom í ljós að Jretta voru kannski 10-15% af myndunum. I þeim er ég oft að lýsa ákveðnum tómleika, einsemd manns- sálarinnar. Ég er ekki að nota þetta í ein- hverju klámaugnamiði. Þetta er ekki kyn- ferðislegra en tvö epli á borði, jafn eðlilegt og fallegt. Þetta er sá kraftur sem dregur manninn áfram, frumkrafturinn. En í mínum myndum er ekkert meira um þetta en hjá ýmsum öðrum málurum í listasögunni. Það er þannig ýmislegt að gerast í myndum eftir Bosch, Picasso, Ensor o.fl. Ég er ekki mjög dæmigerður málari fyrir ,,nýja málverkið" ,ég er svona á kantinum. Það má vera að ég máli örðuvisi af þvi að ég er sveitamaður og ég er kannski líka meiri rómantíker en margir áðrir jafnaldrar mín- Helgi Þorgils Friöjónsson í Helgarpóstsviötali

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.