Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 14
eftir Hallgrim Thorsteinsson mynd Jim Smart „Þetta er gallerí',“ segir Helgi Þorgils Fridjónsson, þegar hann heilsar mér í ganginum heima hjá sér á Freyjugöt- unni, neðan við Asmundarsafn. Galleríið heima hjá honum heitir ,,Gangurinn“ og þar hafa verið stöðugar sýningar á verkum ýmissa myndlistamanna allt frá 1980. „Eg hef boðið fólki að halda sýningar hérna — aðallega vinum og kunningjum. “ Núna sýnir hér Peter Angerman, Þjóðverji. Teikningar og litlar vatnslitamyndir hanga upp um alla veggi í ganginum. Inn af ganginum er vinnustofa Helga Þorgils. „Hérna er ég með olíumyndirnar. “ Inn afstofunni er svo önnur vinnu- stofa fyrir vatnslitamyndir og fleira. Fyrir þá sem ekki hafa séð neitt aflist Helga fer hér á eftir stutturkafli úr Listapóstsumsögn Guðbergs Bergssonar um síðustu sýningu hans íListmunahúsinu: „Málverk Helga eru dœmigerð fyrir strauminn sem nú veitir manninum aftur inn í málverkið. Athyglisverðast við málverkið er einkum það að ólíkt áður í sögu málaralistarinnar hefur gáskinn fengið gildi. Nýja málverkið á þess vegna skyldleika að rekja til skopmyndarinnar. Þess vegna er nýja málverkið afar bókmenntakennt (og það er Helgi) og sneytt sígildri heiðríkju, köldum vitsmunum.v ,,Ég hef skrifaö eitthvað og krafsað allt frá því að ég man eftir mér. Fyrsta langa smá- sagan sem ég á enn í bók er frá því ég var sjö ára. Hún var skrifuð undir áhrifum frá þriðjudagsleikritunum í útvarjánu og heitir Ambrose í París, minnir mig. Eg á stafla af út- skrifuðum stílabókum frá þessum árum.“ Skrifar hann? Myndlistarmaðurinn. Þessi steðhæfing setur mig aðeins út af laginu. En auðvitaó er það vanahugsun hjá manni að listamenn finni sér nauðsynlega einhvern einn sérhæfan farveg fyrir tjáningu sína. Frásögn Helga Þorgils hefur fundið sér stað bæði í myndum og máli. Myndum hans fylgja gjarnan stuttir textar. ,,Allir í fjölskyldu pabba hafa skrifað og ort á unga aldri," segir Helgi Þorgils. Sömu rólegheitin einkenna hann og föður hans Friðjón Þórðarson, hinn hægláta dómsmála- i;áðherra sjálfstæðismanna í síðustu ríkis- stjórn. Helgi talar hægt og allt að því afsak- andi: eins og hann geri ráð fyrir því að það sem hann segir standist ekki nauðsynlega reynslu annarra, en um leið hafa orð hans til að bera þunga og maður fær á tilfinninguna að hann fari ekki með fleipur. Foreldrar Helga bjuggu í Búðardal þangað til hann varð 12 ára. Þá fluttu þau til Stykkis- hólms. Helgi Þorgils var öll sumur í sveit á Höskuldsstöðum í Dölum — „já, þeim sem nefndir eru eftir frægasta Höskuldi á ís- landi.“ Fyrir 15 árum fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Nú stendur hann á þrítugu. ,,Ég teiknaði alltaf með sögunum. Þetta var svona eins og gengur og gerist hjá krökkum og unglingum: útklipptar fígúrur og stúss. Svo fór ég smám saman að teikna meira og mála. En ég hef alltaf skrifað með. Það er sama hvað ég er að gera; teikna, mála eða skrifa, mér finnst ég vera að fjalla um sama hlutinn. Mér finnst gott að geta bent á sögurnar sem ég skrifa með sumum mynd- anna minna og dagbókarbrot sem ég skrifa í sumar teikningarnar. Ég skrifaði til dæmis stóra smásögu í einni dembu með mynd sem ég var að mála um jólin. Mér finnst afslapp- andi að skrifa þegar ég hef verið að mála mikið. Ég vil ekki bara vera málari, eitthvað eitt ákveðið. Ég er kannski síst af öllu málari af því sem ég geri, ég á við þetta hefðbundna: olía og strigi. Ég geri mikið af teikningum og vatnslitamyndum og talsvert af skúlptúr." Helgi Þorgils bendir á litla skúlptúra víðs- vegar um stofuna. Og svo dregur hann nokkrar bækur og bæklinga út úr bóka- skápnum: þetta er útgáfan. ,,Ég hef gefið út 30 bækur. Þetta er tvenns konar útgáfa, Froskurinn og Litlu bækurn- ar.“ Litlu bækurnar koma út öðru hverju, nú síðast 20 saman í lítilli öskju sem er litlu stærri en sígarettupakki. Hver bók hefur að geyma verk eftir einn íslenskan listamann. Stærsta bókin sem hann hefur gefið út eftir sjálfan sig er Dagbók, sem kom út 1981. í henni er að finna teikningar og dagbókar- brot, sem spanna breidd þess sem hann hef- ur verið að fást við í verkum sínum. Einu sinni á ári kemur svo Gangurinn út. Gangur- inn heitir eftir galleríinu og hefur að geyma verk eftir alla sem hafa sýnt á Ganginum það árið, eina blaðsíðu eftir hvern. Enn er ótalið tímaritið Brunnurinn sem Helgi gefur út ásamt fimm öðrum listamönnum. Brunnur- inn inniheldur sögur, teikningar og ljóð eftir ýmsa listamenn. Brunnurinn átti upptök sín fyrir ári á Gullströndin andar — listahátíð ný- listamanna. — Þetta efni, þessi útgáfa virðist upplagt fjölmiðlaefni. Hvernig hefur þessu verið tek- ið á fjölmiðlum? „Þeir skellihlæja bara á blöðunum þegar við komum með fréttatilkynningu eða út- gáfu frá okkur. Ég er hissa á þessu því að mér finnst að það sem við erum að gera ætti að vera nær fólki núna, sérstaklega fólki af okk- ar kynslóð, heldur en til dæmis abstrakt list. Við fengum einu sinni eina síðu á viku í Vísi. Þetta var Gallerí Vísir. En menn voru alltaf í fýlu út af þessu. Síðan fékk aldrei að vera í friði, það komu inn á hana auglýsingar og annað hversdagslegt efni, sem blaðið hafði greinilega meiri áhuga á en því efni sem menn voru búnir að vinna sérstaklega fyrir síðuna. Þetta stóð í eitt sumar, 1976. það er eins og fólk vilji ekki eitthvað sem það er óvant, blaðstjórinn sagði að viðskiptamenn- irnir væru hræddir við þett,a. En fólk þarf ekki að vera hrætt. Ég veit að allir sem gefa sér tíma, hafa gaman að list okkar. Það kost- ar vinnu, en ég þekki engan sem hefur séð eftir henni. Upp úr slíkum áhuga koma menn eins og Ragnar í Smára, og það hlýtur að vera gott fyrir listina." — Er lengra á milli myndlistamanna og samtíðarfólks þeirra en áður? „Þetta er náttúrlega öðruvísi en þegar ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnun- um. Þá vildi fólk eiga og styrkja íslenska listamenn, það var að berjast fyrir sjálfstæði íslands. Nú hugsa ég að fólki sé skítsama. Ef fólk heyrir um sýningu í Nýlistasafninu segir það: „nei, þangað færi ég sko ekki þó mér væri borgað fyrir það.“ En á þessum hræöi- lega stað hafa margar af merkilegri sýning- um á landinu hangið. Annars lenti ég í skemmtilegri sýningu með Kristni Harðarsyni síðasta sumar. Þetta var á Jörfagleðinni í Dalabúð og við sýndum í einu herbergi félagsheimilisins. I öðru her- bergi var sýning á verkum okkar þekktustu abstraktmálara. það var áberandi hvað fólk veitti okkar sýningu miklu meiri athygli. Það skoðaði hana betur, þetta var eitthvað nýtt og áhugavekjandi. Sumir voru að skoða sýn- inguna tímunum saman og mér skilst að enn tali fólk um hana. Sumir eldri menn segja stundum að það, sem er verið að gera í „nýja málverkinu", sé ekkert nýtt. Við heyrum stundum að ungu mennirnir máli eins og „bryggjumennirnir" um aldamótin. Eini munurinn sé sá að ungu mennirnir kunni ekki að rnála." — Hefur andstaðan verið hatrömm gegn nýlistinni og „nýja málverkinu"? „Ég veit ekki hvort þessi andstaða hefur nokkurn tíma verið hatrömm. Margir eru vondir út í okkur en það eru líka margir sem eru ágætlega ánægðir. En það er mjög al- gengt að „nýja málverkið" sé litið hornauga. Ég þekki þetta til dæmis vel úr Myndiista- og handíðaskólanum þar sem ég kenni. Þar iíta margir kennaranna á það sem tískubram- bolt, segja að ungu málararnir kunni ekkert, og allt heila fyrirtækið sé skapað af peninga- mönnum. En sagan var svipuð á konsepttí- munum og ég býst við aö hún verði svona áfram.“ — Hvað er það sem menn sætta sig ekki við? „Það er það sem ég skil ekki! Það er náttúrlega ákveðin stefna í tísku. Það er ekkert nýtt að svo sé. Auðvitað er hellingur af drasli inni á milli, þannig hefur það líka alltaf verið — menn geta ekki verið að setja það fyrir sig. En það sem er kannski' mest þreytandi af þessu er þegar sagt er að það sé eins og ungu mennirnir kunni ekki fagið. Ég hélt að menn hefðu lært af sögunni. Auðvitað er það della að þessir menn kunni ekkert. Það síðasta í þessa veru sem ég heyrði var að maður sagði að „nýja mál- verkið“ væri bara það sama og önnur hver kona á Vestfjörðum væri að gera í frístund- um. Minnir þetta ekki á það sem sagt var um flatarmálarana? Annars er ég orðinn þreyttur á orðinu nýtt í þessu sambandi. Þetta er ekkert ósvipað því sem oft hefur verið að gerast í list og um- fjöllun um hana. Það eru spennandi hlutir að gerast í tónlist, myndlist og bókmenntum. Sagt er að þetta minni á krotið á veggjum salerna og brautarstöðva. Þetta er svipað því sem Picasso og Braque gerðu þegar þeir leituðu fyrirmynda í svertingjalist eða þegar Cobrahópurinn vann út frá barnateikning- um. Það sem nú er verið að gera ætti að vera enn nær „frumi" nútímamannsins, sem hef- ur matast á hraða nútímans. Nú eru mörg þessara verka expressionisk — það virðist spretta af þörf til að finna það sem mann- inum er eðlilegt. Abstraktmálarar voru að leita að síðustu myndinni, þessari einu og sönnu, sem býr ein með sjálfri sér. En það gengur ekkert endanlega upp í list. Sem betur fer. Það er til dæmis engin ein skilgreining sem dugir fyrir hið svokallaða „nýja mál- verk", en það er staðreynd að það besta sem skapað er á hverjum tíma kemur oftast með einhverju sem kalla mætti tísku. Ungir lista- menn finna sig í því sem er mest í sviðsljós- inu og vinna svo að því að komast að kjarna málsins. Á tímabili virðist til dæmis eins og allir íslenskir listamenn verði fyrir áhrifum af kúbisma. Mér finnst líka grunnhyggja að segja að þetta sé eintómur kaupskapur, að menn verði að mála svona og svona til að teljast gjaldgengir. Og þessar staðhæfingar stand- ast heldur ekki. Það er miklu meiri peningur í grafík og „nýju málararnir" eru mörgum sinnum ódýrari en til dæmis popplistamenn. Peningar skapa enga list. Það besta við unga íslenska myndlistarmenn er það að þeir gera ekkert frekar ráð fyrir því að fá peninga fyrir það sem þeir eru að gera. Menn verða frekar fyrir vonbrigðum ef þeir eiga von á pening- um, og þetta sér maður talsvert erlendis. Þetta getur orkað þannig að menn fara að gera eitthvað eingöngu til þess að geta selt það.“ — En er þá einhver andstaða við það hér að vera „viðurkenndur listamaður," við það að seljast? Nei það er ekkert að því að selja vel. Það er ánægjulegt ef að vel gengur, það veitir mönnum öryggi og tíma. En það sem mest ber á selst ekkert endilega betur." —■ En hvað með þína velgengni? „Þegar ég byrjaði fékk ég kannski verri útreið en margir aðrir. Svo hafa menn kannski orðið þreyttir á mér og hugsað sem svo: „hann hlýtur að hafa eitthvað fram að færa, fyrst hann itennir að standa í þessu ár eftir ár.“ Það hefur sjálfsagt hjálpað mér líka að ég hef talsvert sýnt úti. Ef Erró hefði bara sýnt hér heima, þá hefði kannski bara verið talað um hann vegna þrautseigjunnar. En það eru og verða alltaf dæmi um myndlistar- menn sem aldrei njóta þeirrar viðurkenn- ingar sem þeir eiga skilda. Menn eins og til dæmis Svavar Guðnason eða Magnús Páls- son, sem eru fínir listamenn en hafa fengið allt of litla athygli." — Hvernig vinnur þú?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.