Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 24
Aheitin á Strandarkirkju: HEIPIN á ' FJAR- FESTING eftir Sigmund Erni Rúnarsson Trú íslendinga á mátt allskonar milliliöa milli guös og manna hefur veriö rík um aldir. Dýrlingar, kirkjumunir ellegar heilu guös- húsin voru hafin til skýjanna í fortíö. Ogsvo er aö nokkru enn. í íslenskri ásatrú voru líkneski tilbeöin, ýmsir dýrlingar komu til sögunnar meö kristnitökunni um áriö þúsund, en þegar siöa- skiptin uröu aö veruleika átti aö kveöa niöur alla þessa milliliöadýrkun aö boöi Marteins Luters. Samband guös og manna skyldi eftir- leiöis veröa milliliöalaust. En þaö hefur ekki tekist. Aheit fjölmargra Is- lendinga á Strandarkirkju eru til vitnis um þaö. Þessi kirkja á sunnanveröum Reykjanes- skaga er tilbeöin enn í dag. Fólk trúir þvístaö- fastlega aö þessari byggingu fylgi dýrölegur máttur. Hann geti hjálpaö því svo framarlega sem þaö heiti á kirkjuna nokkurri fjárupp- hœö. Aheitin á Strandarkirkju má rekja aftur um tvœr aldir í þeirri mynd sem þau nú þekkjast. Um upphaf þeirra og ástœöur er fátt vitaö, sömuleiöis sem takmörkuö vitneskja er fyrir hendi um sögu kirkjunnar, byggingarmenn hennar og útlit í fyrstu. Þjóösagan um haf- raunir nokkurra sjómanna undan ströndum Reykjaness sem bjargaö var afskínandi engli í fjöruboröinu íHerdísarvík, er þó oftast nefnd sem hvatinn aö byggingu kirkjunnar. Strandarkirkja var fyrrum í eigu mestu höfö- ingja landsins og staösett í blómlegri byggö. Sandfok, landeyöing og fólksflótti hefur á síö- ari tímum fœrt henniþaö hlutskipti aö vera af- skekkt. Nú er þar aöeins fámenn sókn, eitt- hvaö um tveir bæir fólks, og aöeins messaö þá sjaldan fœrt er frá Hverageröi, hvaöan sókn- arpresturinn kemur alla leiö. Fjármunirnir sem streymt hafa til Strandar- kirkju á síöustu öldum skipta oröiö millj- ónum. í fyrstu rann þetta fé einvöröungu til viöhalds kirkjunnar og launa prests, en skömmu fyrir síöustu aldamót þótti geistlega valdinu í Reykjavík nóg um efni kirkjunnar á Strönd og stofnaöi í krafti áheitafjárins Hinn almenna kirkjusjóö. Sá sjóöur hefur æ síöan veriö notaöur til lána fyrir kaup allra kirkna í landinu á ýmsum munum og eöa upp- byggingu. Á tímabili fór nœstum ekkert af á- heitafénu til Strandarkirkju sjálfrar og grotn- aöi hún niöur á öndveröri þessari öld. Hin síö- ustu ár hefur hinsvegar veriö gert átak til endurbóta á kirkjunni, enda þótti mörgum sem hún œtti oröiö fyrir því. Höfuöstóll Hins almenna kirkjusjóös er geymdur á Biskupsstofu, þangaö sem áheitin berast. Hann var á síöasta ári hátt á sjöttu milljón, 5.800.000. Þar af nam þaö fé sem safnast haföi til Strandarkirkju einnar um sjötíu og fimm prósentum af veltu hans, eöa 4.300.000. Magnús Guöjónsson biskupsritari, sem hefur meö málefni sjóösins aö gera, tjáöi HP aö á síöasta ári heföi áheitafé til Strandar- kirkju numiö fjögur hundruö og níu þúsund krónum, sem jafngildir þrjátíu og fjórum þúsundum á mánuöi. „Þaö er ekkert launung- armál," sagöi Magnús, „aö Strandarkirkja stendur nœr ein undir öllum lánum til fram- kvœmda viö aörar kirkjur landsins. “ Magnús tjáöi okkur ennfremur aö fágætt vœri aö fólk héti stórum upphæöum í einu á kirkjuna, al- gengast vœri aö upphœöin næmi þetta frá tveimur og upp í fimm hundruö krónur. Þo kœmi afog til fýrir aö einstaklingar, en þó oft- ar fyrirtœki, hétu allháum upphœöum á Strandarkirkju, allt aö tuttugu þúsund krón- um. Af því sem Magnús segir má ráöa aö allstór hópur Islendinga heiti á Strandarkirkju á ári, líklega ekki færri en eitt hundraö á mánuöi og ársfjöldinn eftir því. Aö sögn Magnúsar biskupsritara er fjöldi áheitenda nokkuö svip- aöur ár frá ári. Áukning þó greinilegri en öf- ugt. Nokkuö hjákátlegt má teljast aö mestallar framkvœmdir viö kirkjur á íslandi séu fjár- magnaöar af áheitafé, sem strangt tekiö er bannorö í lúterskum frœöum. Þegar heitiö er á Strandarkirkju er hún milliliöur manna og guös og gegn slíkum milliliöum hefur evangelísk-lútersk kirkja reynt aö berjast, allt frá siöaskiptum á Islandi áriö 1550. Sú barátta viröist ekki hafa tekist betur en svo aö ,,bann- settur milliliöurinn “ er nú á dögum einn helsti fjármagnari lútersks kirkjustarfs á íslandi. SAGA STRANDARKIRKJU OG ÁHEITANNA Guðshúsið í Selvogi, Strandar- kirkja, á sér talsverða sérstöðu í sögu landsins. Ástæða þess að hún var reist fyrir árhundruðum er hulin leyndardómsfullri móðu. Ekkert nema fögur þjóðsaga er til marks um hvert upphaf hennar hafi verið. Og eftir því sem tímar hafa liðið fram þykir mörgum sem óyggjandi sé að góðir verndar- kraftar, guðlegur máttur hvíli yfir henni, svo einstaklega hefur hún bægt frá sér niðurrifi og tortím- ingu í aldanna rás. Áheitin á Strandarkirkju, í þeirri mynd sem þau þekkjast nú, má rekja allt aftur um tvær aldir. Eitt elsta áheitið, og jafnframt það glæsilegasta, er talið hafa komið frá Bjarna riddara Sívertsen, föð- ur Hafnarfjarðar, en árið 1794 gaf hann forláta skriftastól í kirkjuna sem svar við áheiti sem hann hafði gert 1778, þá ungur að ár- um, í þeirri von að hann mætti öðlast einhvern frama í lífinu. Kirkjan svaraði fyrir sig, svo sem lífshlaup Bjarna er til vitnis um. Og heit hans spurðist út. Saga Strandarkirkju og á- heitanna til hennar hefur aldrei verið færð í letur svo vitað sé, og er textinn hér á eftir reyndar fyrsta viðleitni í þá átt. Fáar haldbærar heimildir er 24 HELGARPÓSTURINN að fara í þar sem nafn kirkjunnar á Strönd kemur fyrir og er reynd- ar með ólíkindum hversu fátt markvert hefur fengist um hana á prent. Um þessar mundir er séra Kolbeinn Þorleifsson aö grafast fyrir um þetta efni, en hann hefur um árabil unniö að kirkjusöguleg- um rannsóknarstörfum. Hann segir kirkjuna hafa komist í sviðs- ljósið skömmu fyrir 1930, en um það leyti vaknaði mikill áhugi meðal manna um sandgræðslu í Selvoginum. Vildu menn græða uppblásið landið í grenndinni með digrum sjóði kirkjunnar, og hlut- ust af þessari uppástungu talsverð blaðaskrif, meðal annars um sjálfa Strandarkirkju og sérstaka sögu hennar. Meðal annarra reit séra Olafur Olafsson, þáverandi Frí- kirkjuprestur, sem byrjað hafði prestskap sinn í Selvogi, um þetta fyrsta brauð sitt. Hann var sá mað- ur sem kom þeirri ódauðlegu setn- ingu í umferð að Strandarkirkja borgaði ætíð fyrir sig. Þessi mein- ing klerksins varð til þess að áheit- um fjölgaði mikið á kirkjuna, guð- leg ímynd hennar náði athygli aft- ur eftir að hafa legið í láginni með áróðri skynsemistrúarmanna sem létu hvað hæst í sér heyra um djöf- ulskap hlutadýrkunar á ofan- verðri nítjándu öld. Þetta aðdrátt- arafl kirkjunnar varð líka til þess að um hana var skrifuð mikil skáldsaga, en höfundurinn, Elín- borg Lárusdóttir, byggði efni sitt mikið til á sagnfræðilegum fróð- leik sem komið hafði fram um kirkjuna. Strandarkirkju er fyrst get- ið í heimildum árið 1397, í svonefndum Vilthinsmál- daga. Þar er kirkjan helguð tveim- ur dýrlingum, annarsvegar jóm- frú Maríu og hinsvegar Tómasi erkibiskupi af Kantarabyrgi. Sá síðarnefndi var mjög í metum hjá íslendingum á fyrri öldum og er líkum að því leitt að þessi tengsl hans við Strandarkirkju liafi mestu um það ráðið að áheitin upphófust á þetta guðshús í Sel- vogi. Hvernig svo sem leitað hefur verið hefur ekkert fundist um upp- haf kirkjunnar, hvenær hún hafi verið byggð og hversvegna. En síðari tímum er kunn þjóðsaga þess efnis að menn sem voru í hafsnauð hafi ákallað dýrling, þá mjög líklega Tómas af Kantara- byrgi og hann hafi leitt þá í land. Það var á strönd einni þar sem þeir reistu síðar kirkju til minning- ar og þakklætis fyrir björgina. Eitt afbrigði þessarar þjóðsögu kveður svo á um að skipsbrotsmennirnir hafi séð engil í fjörunni þar sem þeir komu að landi. heitir þar nú Engilsvík, en kirkjuna byggðu mennirnir beint upp af þeim stað. Það er fullkomlega á reiki hvaða menn þetta voru og hven- ær þeir voru uppi. Grímur Thom- sen segir á einum stað í ritgerðum sínum að þetta hafi gerst á tímum Gissurs hvíta í kringum 1000. Séra Jón Vestmann segir hinsvegar at- burðinn hafa gerst í biskupstíð Árna Þorlákssonar á síðari hluta þrettándu aldar. Kirkjan er nefnd eftir bæn- um Strönd, en þar var höf- uðból á miðöldum og ábú- endur að jafnaði mestu stórhöfð- ingjar landsins. Allt í grennd var gróðursæl sveit og hlunnindi mikil innan seilingar. Selvogur var þá mannmargur landshluti. Allar fyrstu aldirnar í sögu Strandarkirkju var hún í eigu einnar mestu höfðingjaættar á Is- landi, svokallaðra Erlendunga. Mikið orð fór af ríkidæmi þeirra og er vitað að þeir voru ósparir á viðhald guðshússins, gáfu því marga fagra kirkjugripi, auk þess sem þeir greiddu presti alla jafna rífleg laun. Ekki er vitað hvernig Strandar- kirkja var útlítandi í fyrstu og fer reyndar engum sögum af útliti hénnar eða innviðum í tíð Erlend- unga. Menn geta sér þó til um að íburður hafi verið mikill og vísa til efna Erlendunga í því sambandi. Má telja öruggt að Strandarkirkja hafi verið glæsileg og mikið hafi verið til hennar lagt. Eitt er víst að kirkjan bar forláta mynd af heilög- um Tómasi af Kantarabyrgi yfir altari og mun svo hafa verið frá upphafi að því er menn geta sér til um. Dýrlingur þessi var ákaft dáð- ur á miðöldum svo sem fyrr er get- ið og sú staðreynd að mynd hans var geymd í Strandarkirkju gerði það að verkum að hún varð eins- konar miðpunktur manna í trúar- legum skilningi. áttaskil urðu í sögu Strandarkirkju á ofan- verðri sextándu öld og fram á þá sautjándu. Sandfok lagði byggðina í Selvogi í eyði, einkum í kringum bólið Strönd. Selvogsbúum fækkaði jafnt og þétt. Laun prófastsins á Strönd minnkuðu að sama skapi. Svo fór að lokum að kirkjan í Selvogi og allar jarðir hennar voru gefnar biskupsembættinu. Eignaskiptin munu hafa orðið árið 1749 og við þau urðu miklar breytingar á rétt- arstöðu kirkjunnar. Eftirleiðis var kirkjan á framfæri þjónandi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.