Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 8
Stefán Hilmarsson, bankastjóri í Búnaðar- bankanum. f. 23. maí 1925 í Reykjavík. kvæntur: Sigríði Kjartansdóttur Thors, 3 dætur. heimili: Efstilundur 13, Garðabæ. bifreið: Mitsubishi Gallant 1983. Stúdent frá MR 1945, lögfræð- ingur frá HÍ 1951, fulltrúi hjá flugvallarstjóra, blaðamaður á Morgunblaðinu, fulltrúi í utan- ríkisráðuneytinu 1951-56, sendi- fulltrúi og sendiráðsritari í Was- hington 1956-62, bankastjóri í Búnaðarbankanum frá 1962. Situr í stjórn Sambands ís- lenskra viðskiptabanka, stjórn Iðnþróunarsjóðs, samstarfsnefnd um gjaldeyrismál og langlána- nefnd. starfssvið innan bankans: gjald- eyrismál, verslunar- og iðnaðar- mál, lögfræðideild. áhugamál: íslenskar bókmenntir, tunga og listir. pólitísk staða: nokkuð óljós, en er þó af framsóknarkyni. Stefán Pálsson, banka- stjóri í Búnaðarbank- anum. f. 7.desember 1934 á Skinnastað í Öxarfirði, N.—Þing. kvæntur: Arnþrúði Arnórsdóttur kennara, 4 börn. heimili: Hrauntunga 54, Kóp. bifreið: Volvo 240 ’83. Próf frá Samvinnuskólanum 1955, verslunarnám í London 1955-57, gjaldkeri hjá Búnaðar- bankanum 1958-67, starfsmanna- stjóri bankans 1967-76, fram- kvæmdastjóri stofnlánadeildar 1976-83, bankastjóri frá 1. janúar 1984. Situr í stjórn framleiðnisjóðs. starfssvið innan bankans: enn nokkuð óákveðið. áhugamál: hestamennska, er for- maður Landssambands hesta- mannafélaga. pólitísk staða: bankamaður fyrst og fremst og ráðinn eftir harðar deilur við pólitíkusa sem girntust stöðuna, þó talinn hallur undir Framsóknarflokkinn, enda hefur staðan löngum verið ,,eign“ þess flokks. Ármann Jakobsson, bankastjóri í Útvegs- bankanum. f. 2. ágúst 1914 í Reykjavík. kvæntur: Hildi Svavarsdóttur, 2 synir. heimili: Skólavörðustígur 23, Rvk. bifreið: engin. Stúdent frá MR 1932, lögfræð- ingur frá HÍ 1938, við Iögfræði- störf á Akureyri frá 1939, lögfræð- ingur Útvegsbankans á Akureyri 1942-49 og Útvegsbankans á Siglufirði 1949-66, eftirlitsmaður útibúa bankans 1966-72, banka- stjóri í Útvegsbankanum frá 1972. Situr í stjórn Fiskveiðisjóðs, samstarfsnefnd um gjaldeyrismál og langlánanefnd. starfssvið innan bankans: almenn stjórnun. áhugamál: bóklestur. pólitísk staða: tók við bankastjóra- stöðunni af mági sínum, Finnboga Rúti Valdimarssyni, og telst vera á nokkuð svipaðri hillu pólitískt séð — á „vinstri vængnum". Jón Adolf Guðjóns- son, bankastjóri í Búnaðarbankanum. f. 17. mars 1939 á Stokkseyri. kvæntur: Ingibjörgu Sigurðardótt- ur bankamanni, 2 börn. heimili: Grenimelur 3, Rvk. bifreið: Peugeot 505 ’83. Stúdent frá MR 1960, viðskipta- fræðingur frá HÍ, starfsmaður í ýmsum deildum Landsbankans, forstöðumaður hagdeildar Búnað- arbankans frá stofnun 1970—77, aðstoðarbankastjóri 1977-84, bankastjóri í Búnaðarbankanum frá 14. febrúar 1984, nýjasti bankastjórinn sumsé. starfssvið innan bankans: enn óráðið. áhugamál: bóklestur og fjöl- skyldulíf. pólitísk staða: sjálfstæðismenn hafa ,,átt“ þessa stöðu, nú síðast Magnús Jónsson frá Mel, og ætluðu hana Lárusi Jónssyni þing- manni. Jón Adolf er fyrst og fremst bankamaður, en „líka sjálf- stæðismaður" eins og það var orð- að í dagblaði á dögunum. Bragi Hannesson, bankastjóri í Iðnaðar- bankanum. f. 10. desember 1932 í Reykjavík. kvæntur: Ragnheiði Gunnarsdótt- ur, 3 dætur. heimili: Starmýri 6, Rvk. bifreið: Range Rover '80. Stúdent frá MR 1953, lögfræð- ingur frá HÍ 1958, framkvæmda- stjóri Landsambands iðnaðar- manna, bankastjóri í Iðnaðar- bankanum frá 1963. Er formaður framkvæmda- stjórnar Iðnþróunarsjóðs og fram- kvæmdastjóri Iðnlánasjóðs. starfssvið innan bankans: almenn stjórnun. áhugamál: listmálun, hefur haldið málverkasýningar, útivist, klassísk tónlist, bókmenntir. pólitísk staða: sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1966-70, en hefur síðan að mestu haldið sig utan við stjórnmál. Er bcmkapólitíkin ó krossgötum? Tvær síðustu bankastjóraráðningar í Bún- aðarbanka íslands hafa valdið deilum. í bæði skiptin voru ráðnir „bankamenn" og í bæði skiptin tók bankaráð Búnaðarbankans þá framyfir „pólitíkusa" sem sóttust eftir stöðunum. Þessar tvær ráðningar hafa vakið menn til umhugsunar um hvort hin gamla bræðra- lagsregla stjórnmálaflokkanna, sú hefð, að þeir „skipti á milli sín“ bankastjórastöðum hjá ríkisbönkunum sé nú á undanhaldi. í- ráðningum þessum var reyndar ekki um það að ræða að bankaráðið hundsaði hefð- ina algerlega, að það réði mennina án tillits til þess hvaða flokkur teldi sig „eiga“ við- komandi stöður. Þau átök, sem urðu út af ráðningunum, áttu sér aðra skýringu: Frá- hvarfið frá hefðinni fólst einkum í því hvert bankaráðsmennirnir sóttu leiðbeiningar við atkvæðagreiðsluna í ráðinu. Deilurnar um þessar ráðningar snúast þannig einkum um það hverjir og hvað eigi að ráða atkvæðum hinna þingkjörnu bankaráðsmanna. Á þing- flokkurinn að ráða, flokksforystan, eða formaðurinn, eða er ráðsmaðurinn óbund- inn af öðru en því sem samviska hans býður honum? Inn í þessar deilur hefur að sjálfsögðu spunnist hin vel þekkta umræða um það hvort alþingismenn eigi yfir höfuð að sitja í bankaráðum og eins það hvort stærsti hluti bankakerfisins eigi að lúta pólitískri stjórn. Skoðanir eru allskiptar um það hvort tvær síðustu ráðningar í Búnaðarbankanum boði breytingar, og þá e.t.v. til batnaðar, á því kerfi sem hefur verið í gildi í þessum efnum síðustu 15 árin eða svo. Um eitt eru menn þó upp til hópa sammála: að það kerfi sem við- gekkst fram til loka sjöunda áratugarins hafi verið óhæft. Fram að þeim tíma voru engar hömlur lagðar á það að þingmenn störfuðu sem bankastjórar meðfram þingmennsk- unni eða sem þingmenn meðfram banka- stjórastarfinu. í þá daga var allt leyfilegt. En hvað segja alþingismenn núna; er hin hefðbundna skipting að riðlast, eru tök flokkanna á bönkunum að linast? „Pólitísk ítök í bankakerfinu voru lengi talin sérviskumál Bandalags jafnaðar- manna,“ segir Guðmundur Einarsson þing- maður þess. „Nú virðast menn hins vegar al- mennt vera að vakna til vitundar um að þetta sé aktúelt mál—ekki aðeins út úr eins manns haus. Eg veit ekki hvort þetta hefur svo mikið breyst hjá stjórnmálaflokkunum —atburðir síðustu daga benda til að þeir leggi nú ekki minni áherslu á að fá sitt fram en áður. Hins vegar finnst mér, að viðhorf til þessara mála sé að breytast meðal fag- manna og ekki síður meðal almennings." Stefán Benediktsson, einnig þingmaður BJ, telur líka að breytt viðhorf innan bank- anna hafi hér áhrif: „Bankarnir hafa stækk- að og þeim mönnum hefur farið fjölgandi innan þeirra sem hafa þekkingu og hæfni til að sækja um og gegna þeim bankastjóra- stöðum sem losna. Þetta eitt sér hefur leitt til þess að stjórnmálaflokkarnir hafa þurft að lina takið. Ég tel að þetta sjónarmið, að bankastjórastöðum skuli úthlutað pólitískt, sé á undanhaldi og að þeir sem hafa haldið því á lofti séu að verða undir. Ég tel að síð- ustu atburðir séu fyrstu skrefin í þá átt að ná bönkunum undan ríkisvaldinu. Ríkisvaldið í bankakerfinu gerir það að verkum að ennþá er mögulegt að misnota fjármuni bankanna án tillits til hagsmuna viðskiptavina þeirra.” Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki, segir að þrýstingur frá almenningi í þá átt að þingmenn gegni ekki öðrum störfum en þingstörfum sé ekki raunverulegur. „Ég hef aldrei orðið þess var að fólk gæfi því gaum hvaða alþingismenn það eru sem eingöngu sinna þingstörfum." Sighvatur segir það gamalt stefnuatriði Alþýðuflokksins að þing- menn sitji ekki í stjórnum peningastofnana. En hann vill líta raunhæft á núverandi ástand: „Á meðan stjórnir ríkisbankanna eru kosnar af Alþingi, er ekki hægt að gera ráð fyrir ópólitískum ákvörðunum í málum sem bankaráðin fjalla um. Ef menn viija ópólitískar ákvarðanir, þá á að fela öðru en pólitísku valdi að velja stjórnirnar.” Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, er sammála þessu. „Ríkis- bönkunum hlýtur að vera stjórnað af póli- tískum aðilum sem bera ábyrgð á þeim á meðan núverandi kerfi er við lýði,“ segir hann. „Hitt er svo annað mál að við sjálf- stæðismenn höfum lagt til breytingar á bankakerfinu. Við viljum að ríkisbankarnir verði gerðir að hlutafélögum. Fyrir því virð- ist þó ekki pólitískur vilji sem stendur." Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, nefndi nýlega aðra leið, „dönsku sparisjóðsleiðina”, til að minnka pólitísk af- skipti af bankakerfinu. „Það kemur fyllilega til álita að innistæðueigendur í viðskipta- bönkunum velji sjálfir bankaráð." Helgi Seljan þingmaður, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í stjórn Búnaðarbankans, studdi Jón Adolf Guðjónsson í stöðu banka- stjóra í Búnaðarbankaslagnum gegn Lárusi Jónssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi beitt óvönduðum meðulum í slagnum, „söguburði um afstöðu annarra bankaráðs- manna sitt á hvað og hótunum um aðrar bankastjórastöður”. Helgi segir forystu Sjálf- stæðisflokksins hafa beitt hörku og óbilgirni sem ekki hafi verið til að dreifa í þessu máli af hálfu Framsóknarmanna. „Sjálfstæðis- menn voru sannfærðir um tilnefningarrétt sinn í þessu máli,“ segir Helgi. Með því að greiða Jóni Adolf atkvæði sitt var Helgi Seljan að viðurkenna meginregl- una, að sjálfstæðismenn ,,ættu“ þessa til- teknu stöðu. Hann viðurkenndi hins vegar ekki tilnefningarrétt þingflokks sjálfstæðis- manna. „Bankaráðsmenn starfa með umboði þing- flokkanna ogfylgja stefnu þeirra," segir Þor- steinn Pálsson. „Meginhlutverk bankaráða er að ráða stjórnendur bankanna og í slíkum meginákvörðunum er tekin sameiginleg af- staða. Slíkt er eðlilegt á meðan núverandi kerfi er við lýði. Kjarninn er sá, að meðan stjórnvöld eru handhafar eigendavaldsins í ríkisbönkunum, þá er óeðlilegt að banka- stjórar útnefni eftirmenn sína án ábyrgðar. Við vildum vera lausir við þetta vald, sem ætti að liggja annars staðar, en við viljum heldur ekki hlaupast undan ábyrgðinni sem því fylgir." „Síðasti slagur bendir til þess að þessi regla sé að gerbreytast," segir Friðrik Sophusson. „Ef Helgi Seljan, Stefán Valgeirsson og Haukur Helgason viðurkenndu að sjálfstæð- ismenn „ættu" þessa stöðu, þá áttu þeir að viðurkenna okkar tilnefningu. Það sem er hættulegast í þessu er það, að þeir menn sem hafa verið valdir pólitískt í bankastjórastöð- ur hafa tekið upp þann sið að velja eftirmenn sína. Það er nákvæmlega jafnmikil pólitík i því,“ segir Friðrik. Og Ólafur G. Einarsson segir að það sem hafi ráðið úrslitum í Búnaðarbankaslagnum hafa verið að „freisting bankaráðsmann- anna þriggja, sem réðu Jón Adolf til að klekkja á þingflokki okkar, formanni og Lár- usi Jónssyni, hafi orðið skynseminni yfir- sterkari." Helgi segir faglegt mat ogsiðferðilegt hafa ráðið afstöðu sinni og að hann hafi tekið þessa afstöðu fljótlega. „Einkennilegast fannst mér frá hendi forystu Sjálfstæðis- flokksins hvað hún taldi auðvelt fyrir mig að skipta um skoðun," segir hann. „Þessi landaparís er ekki í mjög föstum skorðum," segir Friðrik Sophusson um „eign“ flokkanna á bankastjórastöðunum. „Það er tekið tillit til styrks flokkanna á þingi. En ríkisbönkum hlýtur að verða stýrt af þeim aðilum sem bera ábyrgð á þeirn." „Flokkarnir hafa viljað hafa eitthvað um það að segja hverjir fá þessar stöður," segir Guðmundur Bjarnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, „en þessi tvö síðustu mál virðast e.t.v. benda til breytinga á þessu. Þetta síðasta mál var ekki tekið fyrir í okkar þingflokki og mér finnst líka óeðlilegt að þingflokkur ákveði slíkt. Það er lýðræðisleg skipun að bankaráðsmenn séu kjörnir á þingi en hvert einstakir ráðsmenn sækja sín- ar leiðbeiningar er svo aftur annað mál. Og það felst í því viss hætta þegar almenn- ingsálitið snýst á þann veg, að maður sem hefur reynslu af, segjum bankamálum, telst ekki lengur gjaldgengur í þau störf vegna þess að hann hefur gerst þingmaður." „Þessi skipting á bankastjórastöðunum hef- ur fyrst og fremst átt við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn," segir Ólafur Ragn- ar Grímsson. „Við í Alþýðubandalaginu telj- um okkur ekki „eiga“ neinar stöður. Þessi skipting hefur aldrei verið jafn skýr og menn hafa viljað vera láta. Ef við lítum á hverjir hafa verið ráðnir bankastjórar síðustu árin, þá sér maður mjög fáa þar sem hafa setið á þingi.” 8 HELGARPÖSTUK .NN i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.