Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 11
If I vkaupin á hlutabréfum ríkis- ins í Eimskip hafa verið mjög í frétt- um. Einn þeirra aðila sem tilboð gera í bréfin er Sjóvátryggingafélag Islands. Stjórnarformaður þess er Benedikt Sveinsson, hrl. Hann er líka stjórnarformaður í Nesskip hf. Á hafnarbakkanum í Reykjavík gantast menn nú með það, að Nes- skip ætli að kaupa Eimskip af fyrr- verandi stjórnarformanni Hafskips, — sjálfum Alberti Guðmundssyni fjármálaráðherra.. . D Ml^^áðning bankastjóra Búnað- arbankans er sögð hafa skapað nokkra spennu og togstreitu í Sjálf- stæðisflokknum og kann svo að fara að hún eigi sér þar eftirmála. Þykir Þorsteini Pálssyni og Frið- riki Sophussyni formanni og vara- formanni flokksins sem ráðherrar flokksins hafi um of viljað vasast í málinu, en ráðherrarnir munu hins vegar ekki vera ánægðir með hlut Þorsteins og Friðriks og telja að þeir hafi litla stjórnkænsku sýnt í við- ræðum sínum bæði við framsókn- armenn og alþýðubandalagsmenn. Kann svo að fara að ráðningin knýi enn á um það að Þorsteinn fái sæti í ríkisstjórninni, en enginn ráðherr- anna mun þó vera tilbúinn að standa upp fyrir honum með góðu. Þá þykir yngri mönnum í Sjálf- stæðisflokknum sem Þorsteinn og Friðrik hafi fallið í sömu hrossa- kaupagryfjuna og flokksforkólfar hafa rótast í um áraraðir og ekki haft í heiðri ný vinnubrögð í anda margumræddra kynslóðaskipta í flokknum. Allt þetta mál hefur a.m.k. ekki orðið forystu Sjálf- stæðisflokksins til vegsauka ... ÖRUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRA ORYGGIÐ FELST (: - GÆÐUM OG ENDINGU SEM NISSAN VERKSMIÐJURNAR EINAR GETA TRYGGT. GULLTRYGGÐ ENDURSALA - VERÐISEM ER ÞAÐ LANGBESTA SEM NOKKUR KEPPINAUTANNA GETUR BOÐIÐ Á BÍLUM SEM EIGA AÐ HEITA SAMBÆRILEGIR. ÞETTA FÆRÐU ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NISSAN MICRA: • Framhjóladrif • Útvarp • Upphituð afturrúða • 5 gíra kassi • Halogenljós • Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu • Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum • Litað öryggisgler • Tveir baksýnisspeglar, • 57 hestafla vél • Hlíf yfír farangursskut stillanlegir innan frá • Tvískipt aftursæti sem hægt er • Vandað áklæði • Skuthurð opnanleg úr að leggja niður, annað eða bæði • 3ja hraða kraftmikil miðstöð. ökumannssæti • Quartsklukka aiveg nauðsynleg á íslandi • Þykkir hliðarlistar • Sígarettukveikjari • Geymsluhóif í báðum hurðum • 2ja ára ábyrgð á bíl • Hanskahólf • Innbyggð öryggisbelti • 6 ára ryðvarnarábyrgð • Pakkahilla • Blástur á hliðarrúður • Eldri bíiar teknir upp í nýja • Eigin þyngd 615 kg • Þurrkur á framrúðu mlbiðtíma • Góðlánakjör LEGGÐU ÞETTA Á MINNIÐ EF ÞÚ GETUR 0G GERÐU SAMANBURÐ NOKKUR DÆMI UM ÞAÐ HVERNIG MICRA HEFUR VERIÐ TEKIÐ HÉRLENDIS SEM ERLENDIS: DAGBLAÐIÐ VÍSIR. Fyrirsögn greinar Ómars Ragnarssonar um Nissan Micra var svona: „Fisléttur, friskur bensinspari sem leynir á sér." Og Ómar segir ennfremur: . . mér fannst bíllinn betri en ég étti von á, þaegilegri og skemmtilegri i bœjar- akstri en vonir stóðu til og það virðist vera erfitt að fá hann til að eyða bensíni svo nokkru næmi, þótt frísklega væri ekið". AUTO MOTOR SPORT: „Að meðaltali eyðir NISSAN MICRA aðeins 5,4 I á hundraði. Enginn annar bill nálgast MICRA i bensín- sparnaði." MOTOR: „MICRA er eyðslugrennri en nokkur annar bíll sem Motor hefur reynsluekið og það er þeim mun lofsverðara að MICRA kemst mjög hratt og er þess vegna bensíneyðsla bílsins mæld á meiri hraða en venja er til." QUICK. „Bensineyðsla er aðeins 4,2 I á hundraði á 90 km hraða og 5,91 á hundraði í borgarakstri." BILEN, MOTOR OG SPORT: Stór fyrirsögn á grein er fjallaði um reynsluakstur á NISSAN MICRA var svona: „Nýtt bansínmet - 19,2 km á lítranum." Pað jafngildir 5,2 á hundraði. i greininni segir m.a.: „MICRA er langsparneytnasti bill sem við höfum nokkurn tima reynsluekið. Bersýnilega vita NISSAN framleiðendur hvað bensínsparnaður er því sá sem kemst næst NISSAN MICRA er NISSAN SUNNY 1,5 með 17,2 km á litranum." Það jafngildir 5,8 á hundraði. AUTO ZEITUNG: Eftir mlkið lof á NISSAN MICRA segir svo: „En einnig hið mikla innrýmí á lof skilið. MICRA býður ekki bara öku- manni og farþega i framsæti upp á frábært sætarými heldur gildir það sama um þá sem i aftursæti sitja." NISSAN MICRA DX 249.000,- - NISSAN MICRA GL 259.000,- INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.