Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 28
M ■ V ■ikill urgur er 1 þingmönn- um allra flokka eftir að Jón Adolf Guöjónsson var ráðinn banka- stjóri Búnaðarbankans. Sjálfstæðis- flokkurinn er þar engin undantekn- ing, þrátt fyrir yfirlýsingar for- mannsins Þorsteins Pálssonar í sjónvarpi og Morgunblaðinu. Þing- mönnum þykir sem handhöfum ríkisvaldsins sé hafnað fyrir banka- stjóraklúbba þótt bankarnir séu í eigu ríkisins. Alþýðubandalags- menn eru einkum gramir út í fyrr- verandi formann sinn, Lúðvík Jósepsson, en hann- átti í miklu samningamakki við Sjálfstæðis- flokkinn í sambandi við þessi mál. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði Al- þýðubandalaginu bankastjórastöðu við Útvegsbankann sem losna mun bráðlega gegn því að flokkurinn styddi Lárus Jónsson í embætti Búnaðarbankans. Lúðvík heimtaði að Sjálfstæðisflokkurinn gæfi enn- fremur loforð fyrir ráðningu al- þýðubandalagsmanns í banka- stjórastöðu í Seðlabankanum sem losnar innan tíðar en sjálfstæðis- menn neituðu að ganga svo langt og slitnaði upp úr samningum. Al- þýðubandalagsmenn eru því gram- ir út í Lúðvík fyrir að hafa gengið allt of langt í kröfum sínum, og misst þar með spón úr aski sínum . . . M ■ W Wfargir alþýðuflokksmenn eru argir út í flokksbróður sinn - Hauk Helgason og skilja ekki þá afstöðu hans að halla sér strax upp að Stefán Hilmarssyni, banka- stjóra Búnaðarbankans, sem barð- ist fyrir undirmanni sínum Jóni Adolf í bankastjórastöðuna. Krat- arnir vilja meina að Haukur hefði átt að nýta sér oddastöðuna, fara í pólitísk hrossakaup við Sjálfstæðis- flokkinn og knýja á um meiri ítök al- þýðuflokksmanna í lánastofnunum, því þeir eiga aðeins . einn fulltrúa í bankaráði, þ.e. Landsbankans. Ekki veitir víst kröt- um af peningalánum þessa stund- ina . . . D ■ WLeiðastir eru þó sjálfstæðis- menn sem misstu mann úr hugsan- legu bankastjórastarfi, ekki síst þar sem um var að ræða vel metinn og hæfan mann sem Lárus Jónsson - er. Hugsa nú margir Stefáni Val- geirssyni þegjandi þörfina og ekki síst flokki hans Framsóknarflokkn- um sem sjálfstæðismenn höfðu síst búist við að sviki þá í þessu mikil- væga máli og er víst að þessi at- burður muni ekki verða til að bæta samstarf stjórnarflokkanna og hugsanlegar refsiaðgerðir eru í deiglunni, því brátt losnar banka- stjórastaða í Útvegsbankanum og Seðlabankanum . . . s ^■Wigurvegarinn í Bunaðar- bankarimmunni er þó án efa Stefán Hilmarsson, bankastjóri bankans. Hann hefur barist fyrir því bak við tjöldin að undirmaður sinn, Jón Adolf, fengi stöðuna, ekki síst til að tryggja eigin völd. Margir aðilar í viðskipta- og fjármálalífi hafa þung- ar áhyggjur af hinni voldugu stöðu sem Stefán öðlast nú. Þykir flestum sýnt að Jón Adolf, fyrrverandi að- stoðarbankastjóri, muni halda á- fram að vera undirmaður Stefáns og nú sé enginn til að hafa hemil á stjórnsemi Stefáns sem bankastjóra. Er þegar farið að kalla Stefán Hilmarsson yfirbankastjóra Búnað- arbankans . .. Talið er sennilegt að breyting verði á æðstu stjórn Flugleiða á að- alfundi félagsins í mars. Orn John- son, stjórnarformaður Flugleiða, er sagður hafa áhuga á að láta af störf- um af heilsufarsástæðum. Orðróm- ur hefur verið á kreiki um að Sig- urður Helgason forstjóri hafi áhuga á að fara yfir í stól stjórnar- formannsins, en stjórnarfor- mennskan hjá félaginu er mjög valdamikil staða. Samkvæmt góð- um heimildum er ekki talið trúlegt að úr þessu verði á þessum aðal- fundi. Stjórnarformenn eru kosnir hjá Flugleiðum til tveggja ára og var Örn kosinn í fyrra. Því þykir líkleg- ast að við formennskunni taki á aðalfundinum Grétar Kristjáns- son, lögfræðingur hjá félaginu og varastjórnarformaður. Hins vegar þykir ekki ósennilegt að á aðalfundi 1985 verði nýr formaður kjörinn og þá kynni Sigurður Helgason að vilja færa sig um set enda stefni í halla- lausan rekstur Flugleiöa, þá tvö ár í röð. Menn eru auðvitað þegar farnir að spá í eftirmann Sigurðar í for- stjórastöðunni og heyrast nú eink- um nöfn Sigfúsar Erlingssonar, yfirmanns markaðssviðs, Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eim- skips, og Grétars Kristjánssonar . . . ll^Sinhver afturkippur mun nú kominn í fyrirhuguð kaup Fjárfest- ingafélags íslands á Trésmiðjunni Víði, en þau voru svo til frágengin fyrir skömmu og þá búið að ráða Hauk Björnsson, fyrrverandi for- stjóra Karnabæjar, í framkvæmda- stjórastörf. Afturkippurinn mun stafa af því að sumir þeirra er standa að Fjárfestingafélaginu telja ekki rétt að það sé að vasast beint í atvinnurekstri, og eins er sagt að skuldir Víðis hafi verið meiri en upphaflega var gert ráð fyrir . . . F rumvarp Jóns Helgasonar á Alþingi sl. þriðjudag um að lausa- skuldum bænda verði breytt í föst lán mun eiga eftir að draga pólitísk- an dilk á eftir sér. Ýmsir skjólstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins, atvinnu- rekendur og húsbyggjendur, eru stórskuldugir og spyrja nú sjálfa sig og aðra hvers vegna Sjálfstæðis- flokkurinn ekki leggi fram þing- frumvarp um að öðrum lausaskuld- um verði breytt í hagkvæm, föst langtímalán. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins munu því fá margan þrýst- ihópinn á sig á næstunni. . . Á m ■ ■ Ij . ‘Si ' , • \jn W Frá 16.—29. febrúar SS kjötbúðingur Leiðbeinandi verð k Tilboð 147,90 113,85 Igantex gúmmíhanskar 22,70 17,95 Frón súkkúlaðimaría 33,65 26,75 Frón Albert kex 24,15 18,10 Frón Mokkakremkex 33,25 24,95 Kaffl 'h kg 59,85 47,45 Eaurgran kartöflumús 100,55 71,20 verslun er kjarabót V/SA EITT KORT INNANLANDS OG UTAN BÚNAÐARBANKINN 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.