Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 13
YFIRHEYRSLA
nafn: Markús Örn Antonsson fæddur: 25.5.1943 staða Borgarfulltrui, formaöur útvarpsráös,
ritstjóri Modern lceland heimilishagir: Kvæntur Steinunni Armannsdóttur kennara. 2 börn.
heimili: Krummahólar 6 bíll Plymouth Volare 79 áhugamál Útivera viö Elliðavatn, Ijósmyndun.
Markaður fyrir Ríkisútvarpið
eftir Hailgrtm Thorsleinsson myndir Jim Smart
Málefni Ríkisútvarpsins eru sífellt í brennidepli. Svo er einnig núna.
Nýtt útvarpsrád var kosið á Alþingi í haust, og RUV fœddi afsér nýja
rás—hina umtöluðu Rás 2. Formaður hins nýja útvarpsráðs, Markús
Örn Antonsson, er meðal annars spurður út í málefni Rásar 2 í yfir-
heyrslu HP í dag.
Hvernig vilt þú, sem formadur útvarps-
ráös, tryggja á sem öruggastan hátt aö Ríkis-
útvarpiö geti gegnt þeim skyldum sem því
eru lagöar á heröar í lögum?
„Fyrst og fremst með því að útvarpsráð
hafi vakandi augu og opin eyru fyrir því sem
er að gerast innan stofnunarinnar, sé reiðu-
búið að koma fram með mótaðar tiilögur um
það sem betur mætti fara, fylgjast með við-
brögðum almennings við því sem stofnunin
er að bjóða upp á, og kappkosta eftir því sem
það er á vaidi útvarpsráðs að til stofnunar-
innar ráðist fólk sem er vei fært um að gegna
hlutverki sínu og að því sé þá búin góð að-
staða til þess.“
En kemur fjárhagshliöin ekkerl inn í þetta
dœmi? Hefur Ríkisútoarpiö ekki oeriö í fjár-
soelti og oantaö peninga í alla skapaöa
hiuti?
„Útvarpsráð fjallar náttúriega ekki um
fjármálin frá einum degi tii annars. Það er
ekki stefnumótandi í þeim, og tekur t.d. ekki
þátt í undirbúningi fjárhagsáætlunar. Ég skai
ekki um það segja hvort hægt er að halda því
fram að Ríkisútvarpið hafi verið í fjársvelti.
Ég held að það standi sæmilega vel núna
varðandi ákvarðanir um afnotagjöidin. Að
vísu hefur það verið boðað að Ríkisútvarpið
eigi sem aðrar ríkisstofnanir að gæta að-
halds í útgjöldum sínum en á hitt ber að Jíta
að það er verið að vinna að stórkostiegu
verkefni sem er uppbyggíng útvarpshússins.
Menn sem sjá þá byggingu rísa eru kannski
ekki tilbúnir að taka undir það að þessi stofn-
un búi við sérstakan fjárskort.“
HafÖi útoarpsráö lítiö aö segja um Rás 2,
um mótun dagskrár, fyrirkomulag o.þ.h?
„Já, nema hvað útvarpsráð iagði náttúr-
lega blessun sina yfir það áform að það yrði
fyrst og fremst tónlistarefni af léttara taginu
sem þarna yrði flutt. Síðan hefur það komið
í hlut forstöðumanns Rásar 2 að ráða starfs-
fólk tii að annast dagskrána. Útvarpsráð er
nú, í Ijósi reynslunnar af Rás 2 hingað til, að
gerast virkari aðili um dagskrármótunina.
Eg tel það ekki hafa verið óráðlegt að við lét-
um þetta ganga nokkuð iausbeisiað í upp-
hafi."
Hefur þetta þá oeriö tilraunastarfsemi?
„Já, þetta er ekkert annað og það er ekki
endanlega ákvieðið hvenær tilrauninni sem
slíkri eigi að ijúka."
Er þetta ekki nokkuö dýr tilraunastarf-
semi? Stööin hefur kostaö 38 milljónir
króna.
„Þetta er náttúrlega stoínkostnaður sem
nýtist þegar frammí sækir og Rás 2 nær víð-
ar um landið en hún gerir núna, og þegar
dagskráruppbyggingin hjá Rás 2 verður fast-
mótaðri."
Þaö hefur talsvert oeriö koartaö undan þoí
aö dagskrá Rásar 2 rísi ekki mjög hátt, aö
hún sé einhœf, yfirborösleg og oft á tíöum
kauöaleg. HvaÖ finnst þér?
„Það ber vissuiega að viðurkenna, að það
hafa verið gerðar athugasemdir við framlag
sumra dagskrárgerðarmanna. Ég veit að for-
stöðumaður Rásar 2 hefur mjög nákvæmt
eftirlit með því hvernig til tekst hjá sínu fólki
og kemur á framfæri ábendingum og at-
hugasemdum og í sumum tilfelium áminn-
ingum sem við erum að tjá okkur um í út-
varpsráði. En á heildina litið, verður maður
ekki var við annað en að Rás 2 hafi verið
fagnað. Það er kannski ekkert óeðlilegt að
viðvaningsbragur sé á sumu sem þarna er
verið að gera. Það á eftir aö slípast."
Erekki starfandi málfarslegur ráöunautur
hjá stofnuninni?
„Það er ráðunautur í mjög iitlu hlutastarfi
fyrir hljóðvarpið, og þá einkanlega sem ráð-
gjafi fréttamanna, en fyrir þá sem koma inn
tii dagskrárgerðar og eru ekki fastir starfs-
menn, eru leiðbeiningar af þessu tagi í al-
gjöru lágmarki, reyndar ails ekki fyrir hendi
af hálfu stofnunarinnar. Maður skyldi ætia
að slíkur ráðunautur yrði fljótt var við það ef
pottur væri brotinn hjá einhverjum umsjón-
armönnum þátta og við höfum gert ráð fyrir,
að í Ijósi ábendinga frá honum yrði hægt að
setja þeim alvariega stólinn fyrir dyrnar —
þeim þakkað kærlega fyrir þær tilraunir sem
þeir hafa verið að gera með dagskrárefni og
bent á að leita sér að öðrum störfum ef brýn
ástæða yrði talin til slíkra viðbragða. í sjón-
varpinu hefur þetta verið fastmótaðra. Þar
hafa textar, sem settir eru ínn á mynd fyrir
útsetningu, sérstaklega verið prófarkalesn-
ir, og þar hefur tekist vel ti!.“
Er Rás 2 ekki einmitt þess konar útvarp
sem einkaaÖUjar rœkju efþeir heföu leyfi til
þess?
„Ég geri ráð fyrir að þar kæmi fleira til.
Þegar ég hef verið að ræða einkarekstur út-
varps hef ég sérstaklega haft fyrir mér dæm-
in frá Bretlandi. í dagskráruppbyggingu
sjáifstæðu útvarpsstöðvanna þar er annað
og meira en létt tónlist allan guðslangan dag-
inn. Þar koma inn stuttir viðtalsþættir og
fréttir, sem maður vonar að verði teknar inn
í dagskrá Rásar 2. vonandi fljótlega eftir að
þessari frumtilraun lýkur. Það yrðu þá stutt-
ar fréttasendingar á klukkutíma fresti eða
svo."
Er Ríkisútvarpiö rétti aöilinn til aö reka
svona útvarp, eins og Rás 2?
„Þetta hefur verið að gerast í nágranna-
löndum okkar þar sem ríkisútvarp er til stað-
ar og fyrirkomulag mála með svipuðum
hætti og hér. í Bretlandi eru einkastöðvar i
samkeppni við ríkisrekið útvarp. BBC hefur
þar verið með margar dagskrár í gangi sam-
tímis, og verið inni á sama sviði og frjálsu
stöðvarnar."
Er forsvaranlegt aö œtla Ríkisútoarpinu
aö standa í samkeppni viö einkarekstur á
„Það ættu að vera allir möguleikar á því
að Ríkisútvarpið geti áfram haft stóran hluta
af tekjum sínum af auglýsingum. Auglýsing
hefur hins vegar lengi þótt hálfgert bannorð,
framsetning hefur verið mjög hefðbundin í
þessari gömiu dagskrá og talað um„tilkynn-
ingalestur". En ef vilji væri fyrir hendi hjá
Ríkisútvarpinu til að standa frarmii fyrir
þeirri staðreynd að auglýsingar eru umtals-
verður tekjuliður sem Ríkisútvarpið yrði að
byggja sína afkomu á, og ef allur flutningur
þess efnis yrði lagaður að breyttum aðstæð-
um — þetta gert frjálslegra eins og á Rás 2 —
þá geri ég ráð fyrir því að markaður sé fyrir
hendi.
En hvernig samræmist þetta grundvallar-
sjónarmiöum ykkar sjálfstœöismanna, aö
ríkiö sé í samkeppni viö einkaaöila?
„Við höfum gert ráð fyrir því að Ríkisút-
varpið héldi uppi virkri starfsemi og mynd-
arlegri. Á þessu stigi get ég ekki séð að
neinna grundvallarbreytinga, hvað tekju-
stofna útvarpsins áhrærir, sé að vænta. Það
hvort afnotagjöld ættu algjörlega að standa
undir rekstrinum er hlutur sem menn
myndu ræða í Ijósi reynslunnar síðar meir.
Ég hef ekki hugleitt það dæmi til enda."
Skýtur ekki nokkuö skökku viö, aÖ for-
maÖur útoarpsráös skuli í borgarstjórnar-
meirihluta sjálfstœöismanna standa aö þátt-
töku borgarinnar í l'sfilm hf. meö einkaaöil-
um, fyrirtœki sem borgarstjóri oiröist vonast
til aö veröi í samkeppni viö Ríkisútvarpiö?
„Ég hef í allmörg ár túlkað mín viðhorf til
samkeppni við Ríkisútvarpið. Þegar ég sit í
útvarpsráði, þá þýðir þetta ekki, að þessi
viðhorf mín bitni á Ríkisútvarpinu á nokk-
urn hátt. Mér finnst að menn eigi að ganga
út frá því í grundvaliaratriðum að vei verði
að búa að Ríkisútvarpinu, en hins vegar sé
það sjálfsagður og eðlilegur hlutur að það
búi við samkeppni. Það verður að skapa skil-
yrði fyrir þessa samkeppni."
Geturöu sem sagt þjónaö tveimum herrum
aö þessu leyti?
„Ég tel mig alls ekki vera að því. Maður
þarf ekki að gera þetta dæmi upp þannig að
maður hljóti annað hvort að vera með frjáls-
um útvarpsrekstri og þá sjálfkrafa á móti
Ríkisútvarpinu, eða þá alhliða fastur í ríkis-
kerfinu og þá á móti öllum hugmyndum um
frjálsan útvarpsrekstur. Síðari þátturinn
finnst mér hafa verið talsvert áberandi hjá
stofnuninni sjálfri og starfsmönnum hennar.
Og það er athyglisvert að líta tii þess hvernig
þeir nota aðstöðu sina innan stofnunarinnar
til þess að byggja upp andstöðu, sem mér
finnst að hafi komið mjög greinilega fram
opinberlega af þeirra hálfu gegn hugmynd-
inni um afnám einkarekstursins."
Fréttastofum rikisfjölmiölanna hefur lengi
oeriö legiö á hálsi fyrir vinstri sinnaöa frétta-
mennsku. Ertu sammála þeirri gagnrýni?
„Ég geri mér grein fyrir því að staða frétta-
manna Ríkisútvarpsins er að mörgu ieyti
vandasöm. Þeir eiga ekki að láta persónu-
legt mat á viðburðum innanlands eða utan,
eða séráhugamál sín lita umfjöllun um frétt-
ir. Það eru fjöldamörg dæmi um að þeir fari
út fyrir eðlilegt verksvið, eins og t.d. þetta:
Þar sem þeir hafa greinilega tekið það upp
sem hagsmunamál, baráttumál sitt, að agn-
úast út í þær hugmy ndir sem komið hafa upp
um frjálsan útvarpsrekstur og vísvitandi
reynt að kaffæra þær eins og þeir hafa
mögulega getað. að mér sýnist. Nú, það er
Ifka umhugsunarefni hvernig fréttamenn
ríkisfjölmiðlanna fjalla um kjaramá! í sam-
skiptum ríkis og opinberra starfsmanna þeg-
ar þeir eru í samninganefndum ríkisstarfs-
manna og á kafi í viðræðum við núverandi
stjórnvöld og fjármálaráðuneytið — koma
kannski beint af viðræðufundum til þess að
flytja fréttir af þeim. Þetta er mjög vánd-
ratað og gerir miklar kröfur tii þeirra manna
sem um þessi atriði fjalla. Ýmsir fréttamenn
hafa ekki dregið dul á að þeir vilja vera á
vinstri væng stjórnmálanna. Hið alvarleg-
asta er ef þessi afstaða fer að móta störf
þeirra á fréttastofunum."
Eru dœmi um þaö aö þeir hafi þá r.ekiö
áróöur fyrir BSRB í frétlatímum?
„Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins hefur
tekið sig alveg sérstaklega til og auglýst
stöðugt upp kjarabaráttu í sínum ríkisfjöl-
miðli. Ég hef ekki gert fyrirspurnir um það
hvernig þetta er greitt — hvort það er greitt
á fullu augiýsingaverði eða hvort starfs-
mannafélög útvarps og sjónvarps njóti ein-
hverra sérkjara í þessu sambandi. En það
hefur ekki farið framhjá neinum sem hlustar
á útvarp að þau hafa tekið að sér alveg sér-
staka forystu í þessu núna."