Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.02.1984, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Qupperneq 18
SlGILD TÓNLIST Mikilvœgar feilnótur Eins og gefur að skilja er ekki nokkur vegur aö sækja alla þá tóníeika sem haldnir eru í borginni um þessar mundir. Fer því eflaust margtog merkilegt fram hjá manni óbætt. T.d. voru heiiirMyrkir músíkdagar (þrennir tónleikar með íslenskum verkum) sem undirritaður átti ekki kost á að hlýða um síð- ustu helgi og mun hann lengi harma það upphátt og í hljóði. Sl. fimmtudag voru í Gamla bíói tónleikar á vegum Sinfóniunnar, kammertónleikar með strengjadeildinni og kom þar fram ung- ur og næstum nýr fiðlusólisti: Þórhallur Birg- isson. Hann lék óþekktan fiðlukonsert sem Mendelssohn á að hafa samið innan við ferm ingu og var að því bæði gagn og gaman og er mikið tilhlökkunarefni að heyra Þórhall í einhverju öðru merkilegu, hvenær og hvar sem það nú verður. Að vísu á hann eitthvað í land að liðkast í stílnum á fiðluna sína ís- lensku (sem er smíðuð af Hansi Jóhannssyni) en það er mikil músík í þessum pilti. Sama er að segja um bróður hans, Snorra Sigfús, sem átti þarna skrýtið strengjaverk: Hymni. Þar er lögð áhersla á ómblítt viðburðaleysi í mixolydiskri tóntegund og ekki laust við að reyndi á þolrifin að sitja kjur. Maður hefur gott af því að pína þolinmæðina og af hverju þarf endilega að heimta tilfinningaspennu og himinhrópandi andstæður hvunær sem er? Ekki á það við í öllum kirkjum. En af- skaplega þótti mér samt vænt um nokkrar mikilvægar feilnótur í kvintunum, sem komu líkt og syndugur boðskapur frá lífinu fyrir utan og innan. Ætli hljómsveitin hafi leikið þetta vel? Hún varOK í Mendelssohn og þó í þyngra lagi.En ég held að Snorri hljóti að hafa gert ráð fyrir nákvæmara jafnvægi milli raddanna (orgel- dauðu?) og engu vibrato en best hefði kannski verið að leika þetta ,,col legno tratto": með tré (en ekki hárum) boganna. Það var fallegt að sjá ungan tónlistarmann úr Þýskalandi, Andreas Weiss, stjórna þarna á pallinum og er ekki að efa að þarna var Snorri Sigfús Birgisson — maður hefur gott af þvi að plna þoninmæðina góður gestur á ferðinni. En ósköp var samt lágt á henni risið strengjaserenöðunni í C- dúr, sem rak lestina á efnisskránni. Hún er auðvitað ekki meðal bestu verka Tsjækof- skís, sumir myndu segja hana samsuðu úr akademískum froðufrösum, en það er í henni „elegans" sem hljómsveitin réð alla- vega ekki við að þessu sinni. Kannski þyrfti að æfa meira en margan grunar? Því verður hinsvegar ekki neitað að það er mikill fengur í svona kammertónleikum og öruggt að þeir eiga eftir að koma starfi Sin- fóníuhljómsveitar íslands til góða, verði á þeim gott og ríkt áframhald. Til þess að svo verði þurfa þeir að ná til fleiri áheyrenda, en það gera þeir vitaskuld ekki nema fólk sé lát- ið vita rækilega af þeim. Þar kemur til kasta fjölmiðla sem því miður halda flestir að fagn- aðarerindið felist í fótbolta, og poppi stjórn- málanna. BOKMENNTIR * Astarbréf Þórbergs Bréf til Sólu — Bréf til Sólrúnar Jonsdóttur ritud af Þórbergi Pórdarsyni 1922-1931. (180 bls.) Útg. Gudbjörg Steindórsdóttir 1983. A dögunum var þessari bók varpað fram eins og einskonar sprengju með tilheyrandi brambolti i fjölmiðlum. Astarbréf meistara Þórbergs til barnsmóður sinnar. Elskan hans fundin, dóttir hans fram í dagsljósið o.s.frv. Astarbréf sem eiga engan sinn líka í íslensk- um bókmenntum segir á baki bókarinnar. Allt þetta umstang minnir mig svolítið óþyrmilega á rótgróið virðingarléysi íslend- inga fyrir friðhelgi einkalífs og ég get alls ekki fallist á þá skoðun sem kemur fram hjá lndriða G. Þorsteinssyni í lok ágæts inn- gangs hans, þar sem rakin er saga þeirra mála sem bréfin segja frá eftir fáanlegum heimildum, að það gildi um atriði í ,,stór- brotnu lífi snilldarmanna, að þau eru meira eign þjóðar en einstaklinga." Hinsvegar eru ástæður konunnar vel skilj- anlegar sem vill með þessari bók fá faðerni sitt viðurkennt fyrir alþjóð. Annars virðist stefna í það að útgáfa á bréf- um frá Þórbergi verði árlegur viðburður. Er í sjálfu sér ekkert út á það að setja, en benda mætti vinum og velunnurum meistarans á að skipuleggja slíka útgáfu og velja skyn- samlega úr bréfum hans. Það virðist Ijóst að til eru ógrynni af bréfum eftir hann og vafa- laust eru mörg þeirra gefandi og skemmti- leg, en varla er ástæða til að gefa út á bók hvern staf sem eftir hann liggur. Kjarni þessarar bókar sem hér um ræðir er eiginlega ekki nema tvö löng bréf frá sumr- inu 1922. Hin bréfin eru fremur stuttar orð- sendingar og allt niður í jólakort. Það er sérstaklega það fyrra af löngu bréf- unum.semdagsetteráAkureyri l.júlí 1922, sem varpar svolítið nýju Ijósi á Þórberg eða öllu heldur kemur þar fram hlið á skrifum hans sem ég held að ekki sé að finna í hans bókum. Það er samfelldur og einlægur ástar óður til konunnar sem hann skrifar, borinn uppi af heitum tilfinningum og fádæma stíl- snilld eins og þegar Þórbergi tekst best upp. Það er í rauninni þetta bréf eitt sem réttlætir útgáfu þessarar bókar. I hinu langa bréfinu sem er dagsett á ísa- firði 6. ágúst 1922 kveður að sumu leyti við svipaðan tón og í hinu fyrra, en mestur hluti þess er lýsing á dvölinni á Akureyri og ferða- lagi um Þingeyjarsýslu. Þar nýtur frásagnar- hæfileiki Þórbergs sín vel en engu er bætt við það sem áður var vitað um hann. ,,Það er í rauninni aðeins eitt bréf sem réttlætir út- gáfu þessarar bók- ar,“ segir Gunnlaug- ur Ástgeirsson m.a.l ritdómi slnum um Bréf Þórbergs Þórðarsonar til Sól- rúnar Jónsdóttur. Hin bréfin eru eins og áður segir fremur orðsendingar og hafa ekki sem slík neitt sjálfstætt gildi. Hinsvegar má lesa út úr þeim ástarsögu, sem með hæfilegri notkun lesanda á ímyndunarafli sínu verður bæði hjartnæm og tragísk. Ekki ætla ég að fara út í að útlista hana frekar, bréfin eru ágæt uppistaða í skáld- sögu, en benda má á að síðustu bréfin eru flest afsökunarbeiðnir á því hvað höfundur hafi verið óviðmótsþýður og kuldalegur við vinu sína síðast þegar þau hittust. Og síðasta bréfið er fremur kaldranaleg niðurstaða þessarar miklu ástar sem fram kemur í fyrstu bréfunum en þá eru tæp tíu ár liðin, en í því bréfi segist hann ekki geta hjálpað henni um fleiri krónur en spyr: ,,Því kemur þú aldrei? Hvað á þessi úlfúð við mig að þýða? Komdu!" Svo ég beiti aðeins ímyndunarafl- inu, þá virðist mér sagan enda á neyðarkalli elskhugans sem hrakið hefur ástina sína frá sér án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Spádóms- og Spádóms- og ádeilurit Dr. Benjamín H.J. Eiríksson Éger (399 bls.) Útg. Arnartak 1983 Eg er er harla óvenjuleg bók. Meginefni hennar er blaðagreinar sem höfundur hefur ritað á undanförnum fjórum til fimm árum. Hafa þær verið stokkaðar upp og raðað eftir efnisflokkum. Meginefnisflokkar greinanna eru þrír: Efnahagsmál, stjórnmál og trúmál. Til viðbótar blaðagreinunum er einn langur kafli, sem líta má á sem kjarna bókarinnar, og ber hann heitið Egummig og er hann eiginlega sjálfstætt ádeilu- og spádómsrit. I þessari bók er nánast fjallað um allt milli himins og jarðar að hvorutveggja meðtöldu. Mest er þó fjallað um efnahagsmál, stjórn- mál og trúmál eins og að framan er getið. Reyndar blandast þessi umræða öll meira og minna saman með fremur óvanalegum hætti. I raun hefur höfundur fyrst og fremst trú- arlega afstöðu til tilverunnar. Hann sér hana í svarthvítu, átök guðs og djöfulsins og út- sendara þeirra. Þeir sem hafa skoðanir sem höfundi eru ekki þóknanlegar, og virðist, mega ráða að það séu allir aðrir en sjálfstæð- ismenn, þeir eru rumpulýður sem lúta forystu sona Satans, eins og höfundur segir ádeilurit um þá sem tóku við stjórn Reykjavíkurborg- ar 1978 (bls. 183). Allt illt í samfélagsmálum er runnið undan rifjum Sovétstjórnarinnar sem er verkfæri andskotans og allir sem eru á annarri skoð- un um samfélagsmál en höfundur og hans skoðanabræður ganga þeirra erinda. Margir Ijótir skúrkar eru að sjálfsögðu í þessu liði og er t.a.m. Hjörleifur Guttorms- son áberandi. Þó er einn öðrum verri en það er Halldór Laxness. Hann hefur gengið erinda Satans og er einn af sonum hans enda gengið öðrum mönnum lengra í því að af- siða og afkristna þjóðina með skrifum sín- um. Egummig er eins og áður segir sjálfstæður kafli og einskonar ádeilu- og spádómsrit. Rekur höfundur þar saman ýmsar frásagnir biblíunnar og atburði úr sögunni og nú- tímanum og spáir fyrir og býr undir endur- komu Krists og sér mörg teikn þar um. Er þessi hluti einna heildstæðastur kaflanna í bókinni þó mjög víða sé komið við. Höfundur talar eins og sá sem valdið og vitið hefur. Hvergi hvarflar að honum efi eða efasemdir um réttmæti eigin skoðana, enda eru þær fyrst og fremst trú. En í krafti sannfæringarinnar skrifar höfundur oft ágætlega læsilegan stíl sem gerir bókina dr.Benjalmln — talar eins og sá sem valdið og vitið hefur. töluvert aðgengilegri fyrir þá sem áhuga hafa en ella væri. Fram kemur að höfundur hefur eitt sinn haft aðrar skoðanir, gott ef ekki verið kommúnisti, og trúlega hafa þær þá verið markaðar sömu trúarlegu afstöðunni. Höf- undur á merkilegan náms- og starfsferil að baki. Var við nám á fjórða áratugnum í Sví- þjóð, Berlín og Moskvu og í upphafi þess fimmta í Ameríku. Þar starfaði hann um hríð hjá Alþjóðabankanum en kom síðan heimog gerðist einn aðalefnahagssérfræðingur ríkis- stjórna á árunum frá um 1950 og fram yfir 1960. Af þeim minningabrotum sem koma fram í bókinni virðist augljóst að höfundur á að baki mikla og margbrotna lífsreynslu. Eg held að fyrir flesta lesendur væri mun at- hyglisverðara ef höfundur tæki sig til og lýsti þessari reynslu. Námi í Berlín og Moskvu milli 1930 og 1940, námi í Ameríku eftir það og skoðanaskiptum og persónulegu upp- gjöri (eða á að segja trúskiptum) og síðan starfsferli á merkilegu tímaskeiði. Eg er má skoða sem niðurstöðu af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í lífi og hugmyndaheimi höf- undar og ég held að þróunin sé a.m.k. fyrir minn smekk athyglisverðari en niðurstaðan. En hvað sem öllu öðru líður þá er Ég er sérstæður vitnisburður um óvenjulegan hugmyndaheim. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.