Helgarpósturinn - 23.02.1984, Page 6
INNLEND YFIRSYN
Upplýsist ekki ránin er viöbúiö
aö lögreglan verdi óspart
gagnrýnd.
Vargöld í höfuöborginni
Er að renna upp skálmöld hér á íslandi?
Vargöld? Ný Sturlungaöld? Holskefla af-
brota af áður óþekktri tegund og stærðar-
gráðu? „Isinn er brotinn", „fyrsta skerfið er
stigið", „þetta eru tímamót, —■ þvílíkar og
þesslagaðar setningar hafa heyrst býsna oft
í tali manna síðan að fjármunum Áfengis-
verslunarinnar var svo gróflega rænt hér á
föstudaginn. Ennfremur: „Þetta er það sem
margir hafa veit fyrir sér langalengi, en eng-
inn þorað fyrr en nú. . .“ Og hvað nú? Er
þarna ekki rakin auðgunarleið, sem allflestir
hafa velt fyrir sér í friði og spekt — með ugg
í brjósti ellegar sælukennd — er þeir hafa séð
fyrir hugskotssjónum farlama gamalmenni
eða ungabörn á ferð með úttroðnarpening-
tóskur í höfuðborginni ?
Leigubílamaðurinn við Landsbankaúti-
búið? Hver er hann þessi dularfulli þrjótur?
Hann leynist enn sjónum lögreglunnar þeg-
ar þetta er skrifað og hún lætur sem minnst
eftir sér hafa um málið — ef til vill býr hún
yfir mikilsverðum upplýsingum, en þó finnst
flestum líklegra að hún sé litlu nær um lausn
gátunnar en kvöldið þegar ránið var framið.
Á meðan leiða menn alls konar getum að því
hverrar legundar þroparinn sé: Skattpíndur
góðborgari? Einhver sem á ekki fyrir afborg-
unum? Heimilisfaðir átján barna, þreyttur á
að eiga ekki salt í Steingrímsvellinginn?
Unglingur sem ekki á lengur aur til að svala
fíkn sinni í spilakassa? Framvörður þeirrar
kynslóðar sem drakk glæpamyndir og
iðandi blóðsúthellingar í sig með móður-
mjólkinni? Og svo það sem flestum finnst
allra líklegast — örvæntingarfullur eitur-
lyfjaneytandi, og þá eins víst að fleiri af hans
sauðahúsi gangi á lagið, rói á svipuð mið til
að fjármagna nautn sína. Fyrsta hugsun
manna er sumsé sú að tengja ránið stórauk-
inni sölu og neyslu eiturlyfja hér á Iandi.
Fámennisbragurinn, andvaraleysið og sak-
leysið, sé á hraðri leið með að víkja fyrir
breyttum þjóðfélagsháttum. Hér sé að
myndast fjölmennisbragur einsog í „alvöru-
stórborgum", sem kalli á einhverjar forvarn-
araðgerðir frá hendi almennings og opin-
bers valds, eins og það var orðað í leiðara í
Morgunblaðinu um daginn. Leiðarahöfund-
ar Timans og Dagblaðsins taka í sama streng
og syrgja sárt það sakleysi sem þeir telja að
hafi einkennt höfuðborgarbraginn til þessa.
„Við verðum að gera okkur grein fyrir því
að það eru vissir minnihlutahópar hér í þjóð-
félaginu sem hafa stöðugt meiri og brýnni
peningaþörf og við því verður að bregðast á
réttan hátt. I Noregi reið þetta yfir einsog
holskefla fyrir nokkrum árum, menn voru
ekki viðbúnir þessari þróun og trúðu ekki að
slíkt gæti gerst. Við viljum ekki að þannig
verði í pottinn búið hér.“
Þetta eru orð Jóhanns Óla Guðmundsson-
ar í viðtali við HP, en hann er framkvæmda-
stjóri Securitas sf„ fyrirtækis sem er nær
einrátt hér í borginni á sviði þjófavarna og
öryggisgæslu. Hann viðurkennir einnig fús-
lega að gríðarmikið hafi verið leitað eftir
ráðgjöf og upplýsingum hjá fyrirtækinu þá
tæpu viku sem liðin er frá téðu ráni. Njörður
Snæhólm, deildarstjóri hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins, fer eilítið varlegar í sakirn-
ar:
„Það er mjög erfitt að segja nokkuð til eða
frá um það hvort glæpatíðni sé að aukast
meðal íslendinga. Og þó, þessi tvö rán upp
á síðkastið eru náttúrlega algjörlega nýir
hlutir fyrir okkur að fást við. En hvort þau
eru til marks um það að glæpamenn séu að
verða grófari í sinum afbrotum — um það er
varla hægt að dæma enn sem komið er.“
Menn sjá sumsé ýmis varasöm víti handan
hafsins og velta því fyrir sér hvort hér sé að
vaxa úr grasi afbrotahneigðari kynslóð en
áður hefur þekkst. En hvað um það? Þegar
tvö stórmál eins og þessi reka hvort annað
í viðburðasnauðu þjóðfélagi er ekki óeðli-
legt að menn taki að velta fyrir sér ýmsum
spurningum er varða löggæslu.
Ef hvorugur ræningjanna tveggja finnst á
næstunni er viðbúið að Rannsóknarlögregla
ríkisins verði fyrir margháttaðri gagnrýni.
Umfangsmeiri verkefni hefur hún jú ekki
fengið inn á sitt borð síðan í Geirfinnsmálinu
forðum daga og þar var gátan á endanum
leyst með utanaðkomandi hjálp. „Óttinn við
að nást og hljóta makleg málagjöld er enn
sem fyrr það sem helst heldur óbótamönn-
um í skefjum," segir Moggfnn í leiðara og
mælist til þess að lögreglan verði efld. Þetta
er hörð heimspeki og umdeilanleg, en hins
vegar er ekki laust við að menn velti því fyr-
ir sér hvort rannsóknarlögreglumennirnir
38 séu í stakk búnir til að takast á við verk-
efni af því taginu sem þessi tvö stórrán eru.
Njörður Snæhólm:
„Ég get ekki séð annað en að Rannsóknar-
lögregla ríkisins sé ágætlega búin undir slík
afglöp sem vopnuð bankarán eru, ekki síður
en gengur og gerist í nágrannalöndum okk-
ar. Fjárstreymið til okkar er þó líklega eitt-
hvað minna og sömuleiðis erum við líkast til
hlutfallslega færri að fást við þetta en víðast
hvar erlendis. En ég er samt ekki viss um að
starfsemi okkar batni verulega þótt fjölgað
verði í liði okkar og fieiri verði um start-
holurnar eftir næsta stórglæp."
Þegar kemur að þvi að handsama afbrota-
mann einsog þann sem steig út úr leigubif-
reiðinni kemur til kasta nýrrar deildar innan
lögreglunnar — „Víkingasveitarinnar" svo-
kölluðu, sem loks fékk tækifæri til að
spreyta sig eitthvað að marki síðastliðið
föstudagskvöld. Sveitinni mun einkum ætl-
að það hlutverk að fást við vopnaða ádæðis-
menn af ýmsu tagi, hryðjuverkamenn og
ótínda bófa — „og eru sérsveitarmenn valdir
úr hóp lögreglunnar og er farið eftir líkam-
legum og andlegum styrk manna og hvort
þeir eru tilbúnir að fara í gegnum þá þjálfun
sem krafist er,“ svo notuð séu orð Arnórs
Sigurjónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns
og þjálfara sérsveitarinnar. Til að vera jafn-
víg hugsanlegum mótherjum er sveitin auð-
vitað þrautþjálfuð í vopnaburði, en það þarf
vart að taka það fram að slíkt hefur hingað
til heyrt til fátíðra undantekninga í íslenskri
lögreglusögu. Víkingasveitin mun hafa sinnt
kallinu á föstudagskvöldið fljótt og ótrauð-
lega, þótt ekki flæktist sökudólgurinn í net
hennar í þetta skiptið.
ERLEND YFIRSYN
• Utanríkisráðherra S-Afríku,
R.F. Botha, hefur verið á tíðum
ferðalögum vegna griðasátt-
mála við nágrannaríkin.
Suöur-Afríka semur friö
við Angóla og Mósambik
I rúman áratug hefur ríkt ófriðarástand
milli Suður-Afríku og blökkumannaríkjanna
sem liggja að suðurafrísku yfirráðasvæði á
báðum strandlengjum Afríku, Atlantshafs-
megin og Indlandshafsmegin. Þegar Port-
úgalsmenn yfirgáfu nýlendur sínar, komust
til valda í Angóla á vesturströnd Afríku og
Mósambik á austurströndinni marxískar
skæruliðahreyfingar, sem náð höfðu forustu
í sjájfstæðisbaráttunni gegn Portúgölum.
Síðan hafa skæruliðahreyfingar sem berjast
gegn yfirráðum kynþáttaaðskilnaðarsinna í
Suður-Afríku og Namibíu átt hæli í Angóla
og Mósambik. Stjórn Suður-Afríku hefur i
staðinn haldið uppi hernaði gegn stöðvum
skæruliða og stutt uppreisnarhreyfingar
gegn stjórnum í Luanda, höfðuborg Ángóla,
og Maputo, höfuðborg Mósambik.
Á einni viku hefur það gerst, að vopnahlé
hefur verið samið á báðum vístöðvum. I síð-
ustu viku fór R.F Botha, utanríkisráðherra
Suður-Afríku, til fundar í Lusaka, höfuðborg
Zambíu, við Manuel A. D. Rodrigues, innan-
ríkisráðherra Angóla. Þar var ákveðið að
setja á stofn sameiginlegt eftirlitslið úr herj-
um beggja ríkja, til að fylgjast með brott-
flutningi Suður-Afríkumanna úr suðurhér-
uðum Angóla, sem þeir hafa hersetið á ann-
að ár.
Ekkí var Botha fyrr kominn heim til
Pretoria frá Lusaka, en hann hélt til Maputo
til fundar við Samora Machel, forseta
Mósambik. Á fundi þeirra voru lögð drög að
griðasáttmála milli ríkjanna og samningar
ákveðnir um samvinnu þeirra og samskipti
á ýmsum sviðum.
Sáttargerð stjórnar Suður-Afríku annars
vegar og stjórna Angóla og Mósambik hins
vegar komst á rekspöl fyrir milligöngu
Portúgalsstjórnar. Báru Portúgalsmenn boð
á milli, eftir að forustumenn Angóla og
Mósambik heimsóttu Lissabon á síðasta ári.
Var haldinn undirbúningsfundur með leynd
í þriðja Afríkuríkinu, sem áður var portú-
gölsk nýienda, Cabo Verde. Þar voru undir-
búnir fundirnir sem nú er lokið með bráða-
birgðasamkomulagi.
Angóla á ekki land að Suður-Afríku sjálfri,
en landamærin liggja norðan að Namibíu,
fyrrum þýskri nýlendu í Suðvestur-Afríku,
sem Suður-Afríkustjórn ræður í óþökk
Sameinuðu þjóðanna, sem krefjast þess að
landið fái sjálfstæði. Þjóðfrelsishreyfingin
SWAPO i Namibíu greip til vopna gegn
Suður-Afríkumönnum fyrir tveim tugum
ára, og síðan hún hlaut griðland í Angóla
hefur henni vaxið fiskur um hrygg. Jafn-
framt hefur hernaður Suður-Afríku gegn
stöðvum SWAPO í Angóla harðnað, og náði
hámarki með suðurafrísku hernámi á belti af
.Angóla meðfram landamærum Namibíu á
síðasta ári.
Sömuleiðis hefur Suður-Afríkustjórn stutt
við bakið á skæruliðahreyfingunni Unita,
sem keppti um völdin við núverandi stjórn-
endur í Luanda, eftir að Portúgalsmenn létu
af yfirráðum yfir Angóla. Unita hefur á valdi
sínu veruleg landflæmi í Angóla austanverðu
og hefur gert stjórnarhernum verulegar
skráveifur. Til varnar gegn Unita og hernaði
Suður-Afríku fékk stjórn Angóla leiguher-
menn frá stjórn Castro á Kúbu, og er fjöldi
þeirra áætlaður allt að 25.000.
Vera Kúbuhers í Angóla hefur fram til
þessa verið sá ásteytingarsteinn, sem allar
tilraunir til að koma á sjálfstæði Namibíu
með samkomulagi milli SWAPO og stjórnar
Suður-Afríku og Angóla hafa strandað á.
Hefur það verið krafa Suður-Afríkustjórnar,
að Kúbumenn yrðu á brott úr Angóla, áður
en SWAPO fengi að starfa í Namibíu sem
stjórnmálahreyfing að undirbúningi kosn-
inga og sjálfstæðistöku landsins.
Vegna dvalar Kúbuhers í Angóla hefur
Bandaríkjastjórn neitað að taka upp stjórn-
málasamband við stjórnina í Luanda og stutt
kröfu Suður-Afríkustjórnar um brottför
Kúbumanna áður en Namibía hljóti sjálf-
stæði. Á fundinum í Lusaka var ákveðið að
ýta tii hliðar deilunni um dvöl Kúbuhers í
Angóla, að öðru leyti en því að Angólastjórn
er talin hafa skuldbundið sig til að láta aðeins
eigin her en ekki Kúbumenn taka við á
svæðum þeim, sem her Suður-Afríku hefur
hersetið en lætur nú af hendi.
Á fundi ráðherranna frá Suður-Afríku og
Angóla var staddur sá aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna sem fer með málefni
Afríku, Chester A. Crocker. Áður höfðu full-
trúar Bandaríkjastjórnar setið undirbúnings-
fundinn á Cabo Verde. Er af þessu Ijóst að
Bandaríkjastjórn leggur mikla áherslu á að
þoka áleiðis sáttum milli Suður-Afríku og
Angóla og búa þar með í haginn fyrir sjálf-
staeði Namibíu.
Ástæðan er að þetta mál veitir Ronald
Reagan forseta tækifæri til að vinna sig í álit
eftir Magnús Torfa Ólafsson
hjá svertingjum heima fyrir. Eitt af því sem
bakað hefur forsetanum óvinsældir í þeirra
hópi er viðleitni hans til að vingast við stjórn
Suður-Afríku. Komist sjálfstæðismál
Namibíu verulega á skrið fyrir kosningarnar
i nóvember, getur Reagan bent á að sín
stefna hafi borið raunhæfan ávöxt, og þar
með gert sér vonir um að keppa með árangri
um atkvæði svertingja. Hingað til hafa allar
horfur verið á að þeir myndu fylkja sér um
frambjóðanda demókrata. Fylgi svertingja
er talið munu vega þyngra í bandarísku
forsetakosningunum í ár en nokkru sinni
fyrr. Ástæðan er að þeir hafa látið skrá sig á
kjörskrá í mun meira mæli en áður, ekki síst
eftir að einn af leiðtogum þeirra, Jesse Jack-
son, ákvað að gefa kost á sér til forsetafram-
boðs í prófkjöri demókrata.
Mósambik liggur að Suður-Afríku, og þar
hefur Suðurafríska þjóðarráðið haft bæki-
stöð, síðan þessi aðalhreyfing svertingja í
Suður-Afríku var bönnuð. Þjóðarráðið hefur
skipulagt skemmdarverk og árásir á herbúð-
ir og lögreglustöðvar í Suður-Afríku. I stað-
inn hefur Suður-Afríkuher gert skyndiárásir
inn í Mósambik og suðurafrísk stjórnvöld
stutt skæruliðahreyfingu Mósambikmanna,
sem berst gegn stjórn Samora Machel for-
seta.
Skæruhernaðurinn hefur ásamt þurrkum
valdið neyðarástandi í sumum þéttbýlustu
héruðum Mósambik. Hingað til hefur
Machel einkum reitt sig á aðstoð Sovétríkj-
anna og bandamanna þeirra, sem láta í té
gnægð vopna en litla og lélega efnahagsað-
stoð.
Öryggissáttmála er ætlað að binda enda á
skæruhernað á báða bóga, en þar að auki
gerir stjórn Mósambik sér vonir um að friður
og samvinna við Suður-Afríku rétti við at-
vinnulíf landsins. Á tíma portúgalskra yfir-
ráða var hafin smíði raforkuversins Cabora
Bassa, eins hins mesta í heimi. Það er nú fuil-
gert, en markaður fyrir orkuna er hvergi
nema í Suður-Afríku, enda ætlunin frá önd-
verðu að selja hana þangað. En Cabora
Bassa verður ekki lyftistöng fyrir atvinnulíf
og efnahag nágrannaríkjanna, nema friður
sé þeirra á milli.
6 HELGARPÓSTURINN