Helgarpósturinn - 23.02.1984, Qupperneq 18
LEIKLIST
Agata í Kópavogi
„Það tekst allgott
samspil milli leik-
aranna en nokkuð
skortir á að hraði
sýningarinnar sé
nægur til að nýta
möguleika verksins
til fulls," segir
Gunnlaugur Ást-
geirsson í umsögn
sinni um „Óvæntan
gest“ eftir Agötu
Christie.
Leikfélag Kópavogs:
Óvœntur gestur eftir Agötu Christie.
Leikstjóri: Pétur Einarsson.
Þýding: Helga Hardardóttir.
Leikmynd: Ogmundur Þor Jóhannesson.
Lýsing: Egill Ó. Arnason.
Leikendur: Sigfús Aöalsteinsson, Helga
Hardardóttir, Sigurður Grétar Guðmunds-
son, Svanhildur Th. Valdimarsdóttir, Eiríkur
Hjálmarsson, Sólrún Yngvadóttir, Þór H.
Asgeirsson, Finnur Magnússon, Hrafn
Hauksson, Gunnar Magnússon.
Agata Christie er lengi búin að vera vin-
sæll höfundur hér á landi sem og annarsstað-
ar. Þó nokkuð hefur verið þýtt af sögum
hennar á islensku og leikrit eftir hana hafa
víða verið sett upp af áhugaleikfélögum út
um landsbyggðina,
Vinsældir Agötu byggja sem kunnugt er á
leikni hennar við að segja sögu og hæfileik-
um við að skapa spennu og að koma sífellt
frá nýju og nýju sjónarhorni að atburðunum
(glæpnum). Þannig leiðir hún lesandann
sífellt á villigötur uns hún slær honum alveg
við í lokin þegar i ljós kemur að glæponinn
er einhver af þeim allra ólíklegustu. Hún er
meistari í að búa til flækjur af þessu tagi.
Ekki þætti mér ólíklegt að upp sé að renna
nýtt vinsældaskeið Agötu með nýbyrjuðum
sjónvarpsþáttum byggðum á sögum hennar.
Leikfélag Kópavogs tekur sér því fyrir
hendur ákaflega þakklátt verk með því að
setja á svið vinsælt sakamálaleikrit eftir
Agötu Christie.
Það er ástæðulaust í þessu sambandi að
faraað velta fyrir sér samfélagsmynd Agötu
með áhyggjulausu yfirstéttarfólki eða
hvernig hún gerir grín að fötluðu fólki. Það
sem skiptir fyrst og fremst máli þegar um er
að ræða sakamálaleikrit er hvernig tekst að
halda spennunni i verkinu. Ovæntur gest-
ur er samið í ekta Agötustil eins og lýst er hér
að framan. Sviðsetningin stendur því og fell-
ur með því hvernig tekst að skapa spennu-
andrúmsloft á sviðinu og leiða áhorfendur á
villigötur.
í sýningu Leikfélags Kópavogs tekst sumt
vel og annað miður eins og gengur. Leikar-
arnir eru að sjálfsögðu misþjálfaðir og fram-
sögn þeirra og framgangsmáti því ekki alltaf
jafn og samur. Það tekst al! gott samspil milli
leikaranna, en nokkuð skortir á að hraði
sýningarinnar sé nægur til að nýta til fuils
möguleika verksins. Þýðing verksins er
býsna bókleg og olli það þvi að húmorinn í
verkinu átti nokkuð ógreiða leið til áhorf-
enda. En þetta þrennt, spenna, hraði og
húmor hljóta að vera grunnþættir í sýningu
eins og þessari. Það má ekki skilja orð mín
svo að ekkert af þessu sé til staðar, það er af
og frá, en þeir möguleikar sem eru fyrir
hendi eru ekki nýttir til fulls.
Ekki var samt annað að heyra en að áhorf-
endur á frumsýningu á sunnudaginn
skemmtu sér ágætlega, en það sker auðvitað
úr um hvort sýning af þessu tagi heppnast
eða ekki — hvort tekst að skemmta áhorf-
endum bærilega. GAst.
Verksmiðjan og helgardjammið
Leikfélag Akureyrar:
Súkkulaði handa Silju
Höfundur: Nína Björk Árnadóttir
Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður
Haraldsdóttir
Lýsing: Viðar Garðarsson
Tónlist: Egill Ólafsson flutt af Ingimar og
Ingu Eydal.
Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson.
Getur ömurleiki verið fallegur? Sjálfsagt
myndu víst flestir svara þessu neitandi, en
samt er það nú svo að það er fallegur ömur-
leiki sem manni dettur fyrst í hug þegar mað-
ur vill lýsa verki Nínu Bjarkar Árnadóttur
„Súkkulaði handa Silju". Ömurleikinn og
firringin er það stef sem gengur í gegnum all-
an leikinn, en mörg tilbrigðin við þessi nöt-
urlegu stef eru þrungin einstæðum ljóðræn-
um yndisþokka, og þessa þverstæðu túlkar
tónlist Egils Ólafssonar á hreint frábæran
hátt, tónlist sem stundum er Ijóðræn, stund-
um firrt og stundum hvorttveggja. Ekki spill-
ir afburða flutningur þeirra feðgina Ingimars
og Ingu Eydal.
Súkkulaði handa Silju verður víst að flokk-
ast sem „vandamálaleikrit". Þungamiðja
verksins er samband einstæðu móðurinnar
Önnu og 15 ára dóttur hennar Silju, sam-
band sem í rauninni er mjög innilegt þrátt
fyrir það að hinar ömurlegu ytri aðstæður
móðurinnar geri það að verkum, að súkku-
laði þaðsem hún svo gjarnan vill bera fram
handa dóttur sinni, verður harla beiskt á
bragðið og hún er sér þess fyllilega meðvit-
andi, en hún reynist ekki þess umkomin að
breyta þessu, meðfram vegna sinna kröppu
kjara, þessara sultarkjara láglaunakonunnar
þar sem einasta undankomuleiðin frá firr-
ingu verksmiðjulífsins, a.m.k. um stundar-
sakir, er ef til vill enn meiri firring helgar-
djammsins með ofsafengnu kynlífi sínu og
brennivínsþambi, allt á kostnað miðaldra
karlmanna sem leita stundarfróunar frá
meira eða minna misheppnuðum hjóna-
böndum, og þetta líferni fyrirlítur dóttirin án
þess að vera á nokkurn hátt þess umkomin
að finna sér heilbrigðan lífsstíl og hlýtur því
að enda í sama feninu og móðirin. Vímugjaf-
ar af ýmsu tagi eru snar þáttur í þessu verki,
eins og svo oft í íslenskum vandamálaleikrit-
um síðari ára, og reynir höfundur á einkar
sannfærandi hátt að sýna fram á það hvern-
ig þeir, eða misnotkun þeirra,leiðir hinar
ólíku kynslóðir, sem annars eru nánast
ósættanlegar, alltaf að sama brunni sjálfs-
eyðileggingarinnar. Vímugjafarnir breytast
frá kynslóð til kynslóðar, en afleiðingarnar
verða ávallt hinar sömu. Það eru þó í raun-
inni ekki vímugjafarnir sjálfir sem vandan-
um valda heldur það umhverfi sem leiðir til
misnotkunar þeirra. Persónurnar eru i raun
og veru fórnarlömb kringumstæðna sem
þær ráða ekki við. Þær eru alltaf í leit að
draumi sem þær aldrei fá þó höndlað.
Að því er mér skilst þá hafa verið gerðar
breytingar á verkinu frá því það var sýnt á
litla sviði Þjóðleikhússins, breytingar sem
miða frekar í raunsæisátt. Til dæmis mun
persóna sú sem nefnd er Hin konan hafa ver-
ið mun þokukenndri og draumkonulegri í
fyrri gerðinni en er nú orðin að einhverjum
raunverulegum sálfræðingi eða félagsráð-
gjafa. Ég sá því miður ekki sýningu Þjóðleik-
hússins, en einhvernveginn hefur maður
það á tilfinningunni að þessar breytingar í
raunsæisátt hafi ekki að öllu leyti verið til
góðs. Að ósekju hefði mátt gera hinn draum-
kennda þátt verksins enn meiri, eins og til að
undirstrika hlut hinnar miklu vímuefna-
neyslu í leiknum, því hvað er vímuefna-
neysla (og jafnvel kynlíf) annað en leit að
draumi, flótti inn í draumalöndin burt frá
gráum ömurleika hins hversdagslega verk-
smiðjuþrældóms. En þrátt fyrir hina raun-
sæislegu umgjörð er þó enn eftir mikið ljóð-
rænt ívaf í verkinu, ívaf sem gerir það að
verkum að þetta leikrit tekur langt fram
þeim vandamálaleikritum sem við eigum
helst að venjast frá hendi íslenskra nútíma-
höfunda, og einhvern veginn býður mér í
grun að það eigi eftir að verða lífseigara
heldur en gengur og gerist með slík verk. En
úr því farið var út í svo raunsæislega túlkun
verksins á annað borð, þá vaknar sú spurn-
ing hvort ekki hefði verið hægt að staðfæra
það alveg. Sá veruleiki sem þarna er lýst er
áreiðanlega eins akureyrskur og hann er
reykvískur, en ekki er víst að allir geri sér
fyllilega grein fyrir þvi.
Það kom skemmtilega á óvart hversu Sjall-
inn virðist henta vel sem leikhús. Hljóm-
burður virtist þokkalegur, en það er annað
en stundum er hægt að segja á dansleikjum,
enda verið þyrnir í augum ýmissa sem þar
hafa leikið fyrir dansi. Þá hæfir sviðsmynd
Guðrúnar S. Haraldsdóttur sýningunni eink-
ar vel á þessum stað. Hið ruslaralega og
smekklausa heimili þeirrar nýju íslensku
öreigastéttar sem verkið fjallar um á mið-
sviði og umhverfi unglinganna, þar sem
myndvörpu er skemmtilega beitt, og
skemmtistaðurinn á hliðarsviðum. Reyndar
þurfti nú enga leikmynd til að sýna þennan
skemmtistað, það er víst erfitt að komast
lengra i natúralisma í leikmyndagerð en ein-
mitt í þessum atriðum. Þá gerir ljósahönnun
Viðars Garðarssonar sitt til að skapa þarna
leikhúsandrúmsloft. Ég man sjaldan eftir því
að honum hafi tekist betur upp en einmitt
hér, og það þrátt fyrir að sjálfsagt hefur lýs-
ingin verið af miklum vanefnum gerð.
Það er Sunna Borg sem leikur hið erfiða og
margslungna hlutverk móðurinnar Önnu,
og er í því alveg stórkostlega „útjöskuð", en
sýnir þó vel ýmis önnur blæbrigði en Iífs-
þreytuna og hina ósjálfráðu skemmtana-
fýsn, til dæmis mikla mannlega hlýju sem
hún gjarnan vill sýna en fær ekki vegna
kringumstæðnanna. Guðlaug María Bjarna-
dóttir stendur sig ágætlega í hlutverki Silju,
dótturinnar sem reynir að fitja upp á nýjum
lífsstíl en er að öllum líkindum dæmd fyrir-
fram af kringumstæðunum, eða þannig
freistast maður að minnsta kosti til að túlka
endi verksins. Þó er eins og hana skorti
stöku sinnum hersiumuninn að sýna frísk-
leika hinnar uppreisnargjörnu æsku, eink-
um i hinum dramatískari atriðum. Við meg-
um ekki gleyma þvi að hún er aðeins við
upphaf glötunarbrautar móðurinnar og á
því allan sinn lífskraft ónotaðan. Þórey Aðal-
steinsdóttir sleppur þokkalega frá hlutverki
„skvettunnar" Dolly, vinkonu Önnu. Þráinn
Karlsson er löngu orðinn helsti sérfræðingur
L.A. í fyllibyttum og hér bregst hann auðvit-
að ekki frekar en endranær, samt fannst
manni leikur hans ef til vill einum of farsa-
kenndur. Einna viðfelldnastir af annars
fremur leiðinlegum karlpersónum leiksins
eru þeir Jóhann, leiði eiginmaðurinn i túlk-
un Theódórs Júlíussonar, og unglingurinn
Örn leikinnn af Gunnari Rafni Gunnarssyni.
Manni fellur ágætlega við þá í byrjun, en
þeir eru bara svo óskaplega eigingjarnir og
sérgóðir báðir tveir, alls ófærir um að sýna
þeim mæðgunum þá hlýju og samúð sem
þær þó svo mjög þarfnast sín í hvoru lagi.
Ragnheiður Tryggvadóttir var ágæt sem
Dúila og reyndar var samleikur hinna
þriggja ráðvilltu unglinga ailur einstaklega
skemmtilegur og myndar sérkennilega sam-
svörun við hinn innihaldslausa skemmtana-
heim þeirra eldri. Þau Gestur E. Jónasson og
Edda V. Guðmundsdóttir voru einnig ágæt
en hlutverk þeirra gáfu ekki tilefni til neinna
stórkostlegra leiktilþrifa.
Þá er aðeins ógetið leikstjórnar Hauks J.
Gunnarssonar sem er með ágætum, þó mað-
ur hefði ef til vill kosið örlítið meira jafnvægi
á milli hins draumkennda og Ijóðræna
annarsvegar og hins grófgerða hversdag-
leika hinsvegar. En notkun hans á sviðinu er
einkar vel útfærð og í sem stystu máli þá hef-
ur honum tekist að opna okkur sýn inn í
veruleika sem við öll vitum að er til staðar í
íslensku samfélagi. Og þennan veruleik
verður öll þjóðin að vera samstiga um að
uppræta. Annað væri íslendingum til hins
mesta vansa sem sjálfstæðri velferðarþjóð.
RA
„Ömurleikinn og
firringin er það stef
sem gengur gegn-
um allan leikinn,“
segir Reynir
Antonsson m.a. I
umsögn sinni um
Súkkulaði handa
Silju sem LA sýnir
um þessar mundir.
18 HELGARPÓSTURINN