Helgarpósturinn - 23.02.1984, Qupperneq 28
hússtjóri sendi Ragnhildi Helga-
dóttur menntamálaráðherra bréf í
fyrri viku. í bréfinu, sem dagsett er
13. feb., kvartar þjóðleikhússtjóri
yfir leikhúsgagnrýni þeirri sem
heyrst hefur á öldum ljósvakans í
þætti Sigmars B. Haukssonar,
Listalífi, sem er fluttur á laugardög-
um. Gagnrýnin hefur ,,einkennst af
hroka, ósanngirni og jafnvel æru-
meiðingum," segir orðrétt í bréfi
Gísla. Þjóðleikhússtjóri víkur einnig
að því að hlutleysisreglur Útvarps-
ins séu þarna gróflega brotnar.
Bréfritari fjallar síðan almennt um
hve viðkvæm leiklistin sé og að
gagnrýni af þessu tagi hafi áhrif á
aðsókn og fjárhag leikhússins. 1 lok
bréfsins fer þjóðleikhússtjóri fram á
það við menntamálaráðherra að
hún „breyti gagnrýninni í heilbrigð-
ara horf þannig að hún sé Ríkisút-
varpinu samboðin," eins og segir í
bréfinu. Páll Baldvinsson er leik-
listargagnrýnandi Listalífs og þess
er skemmst að minnast að þjóðleik-
húsráð kvartaði í stjórnartíð Sveins
Einarssonar undan leiklistargagn-
rýni Jóns Viðars Jónssonar, for-
vera Páls, og sendi þá kvörtun bréf-
lega til útvarpsráðs sem hundsaði
aðfinnslurnar. Nú er að vita hvort
menntamálaráðherra gerir slíkt hið
sama eða hvort Ragnhildur verður
við ósk þjóðleikhússtjóra og rit-
skoðar leiklistargagnrýni Útvarps-
ins sem margir telja að þýddi að sett
yrði á stofn eins konar baktrygging-
arkerfi ríkisstofnana . . .
D
reytingar á ferðamálaráði
eru væntanlegar. Framkvæmda-
stjórinn Lúðvík Hjálmtýsson mun
brátt hætta og við stöðunni tekur að
öllum líkindum markaðsstjóri ráðs-
ins, Birgir Þorgilsson. Þá mun for-
maður ráðsins, Heimir Hannes-
son, einnig vera á förum en óá-
kveðið er enn um eftirmann hans
annað en að sá á að vera ungur og
röskur eins og sagt er. Matthías
Bjarnason samgöngumálaráð-
herra skipar í stöðuna. Mikii óá-
nægja hefur ríkt með störf ferða-
málaráðs og einkum hefur samsetn-
ing ráðsins, hið svonefnda fulltrúa-
kerfi, verið gagnrýnt. Er búist við
að nýir menn í forystustörfum muni
stokka upp gamla kerfið ...
F lokksforysta Alþýðubanda-
lagsins mun vera þrumu lostin
vegna hinna skjótu samninga VSÍ/
ASI. Er mikill urgur í ýmsum valda-
mönnum flokksins og er talið að hér
se um ákveðin tímamót að ræða.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, mun af mörgum talinn hafa sett
gömlu verkalýðsforystuna út í horn
með þessum leik og undirstrikað
ákveðna kynslóðaskiptingu. Guð-
mundur J. Gudmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins,
mun t.a.m. vera patt í þessari stöðu.
Og víst er að Svavar Gestsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, lítur
mjög óhýrum augum til Ásmundar
fyrir samninginn, því áframhaldið
gerir Svavari og alþýðubandalags-
mönnum mjög erfitt fyrir í stjórnar-
andstöðu . . .
v
W ið heyrum að urbætur
vegna barnafólks, sem felast í hin-
um nýju samningum VSÍ/ASÍ, verði
fjármagnaðir m.a. með minni niður-
greiðslu á kjötvörum. Er ráðgert að
niðurgreiðslurnar minnki frá og
með þessari helgi . . .
V/SA
EITT KORT INNANLANDS
OG UTAN
BINAÐARBANKINN
Happy
skrifborð frá
3300
Happy
bókahillurfrá
1795
„Alfa" '
Kroppstóll frá 10520IKroppstóll frá
„Gamma" 8200
Höfum opnaö nýja húsgagnaverslun að Garðastræti 17, Reykjavík.
Einnig skiptum við um nafn á Happyhúsinu Hafnarfirði sem heitir Sess
húsgagnaverslun héðan ífrá. Með opnun þessarar nýju verslunar fást nú
í fyrsta sinn í Reykjavík Happy unglingahúsgögn og Kropp hvíldarstólar.
Ítilefniafþessumtímamótumverðaopnunartilboöáeinstaka rjspmi i im vprrS’
vörumverslanannaogtöluverðurafslátturáöðrum. UIll veiu.
HUSGAGNAVERSUJN
RPiKJAVÍKURVEGI 64 S. 54499
GARBASTR4TI17 S.15Q44
28 HELGARPÓSTURINN