Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 15
Guðmundur Mýrdal huglœknir í Helgarpóstsuiðtali lrJa, mér þykir matur góður og fæ mér bjór stöku sinnum. Það er að ví.m sagt að það gefi besta útkomu að velja í sig fæði, bragða ekki kjötmeti, vín, tóbak og þessháttar. Ég treysti mér ekki til að standa í slíku. Ég mundi bara vera neikvæður á tilfinningasviðinu í staðinn, með krumpaðar tilfinningar af löngun í hitt og þetta. Ég held að það sé mikið betra að láta sumt eftir sér og vera þá sæmilega afslappaður." Nú hefur þú þessa sterku tilfinningu fyrir fólkinu í kringum þig, en skynjarðu líka frcim- liðna á ferli? Já, en það er mjög sjcildgæft að ég sjái per- sónuna skýrt. Ég sé allt í einu mótast einhverja orku sem leitcir að mér, hún er yfirleitt í manns- hæð og hefur útlínur mcinns. Stundum hef ég lent í því að það hafa komið að mér óþægilegcir verur sem var mjög erfitt að losna við, jcifnvel verur sem eru orðnar svo ófrýnilegar að það er varla hægt að lýsa því. Ég kann ekki að skýra þetta en það eru sennilega verur sem af ein- hverjum ástæðum hafa komist í slæma aðstöðu og eru eftilvill að leita eftir einhverri aðstöðu hérna megin. En það er miklu oftar að slíkar vitjanir haífi þægileg áhrif. Ég man til dæmis eftir því að ég sat einhvem tíma héma í stofunni og varð allt í einu var við gríðarlega sterka hvíta súlu sem magnaðist upp þama útá gólfinu. Þessi vera fékk á sig útlit, einhvers konar mannsmynd og kom að mér... það er ekki hægt að lýsa þeim jákvæðu kraftsviðum sem streymdu útfrá henni. Maður getur ekki skapað svoncJagað sjálfur. Ég lifði á þessu í marga daga.“ nálægð, stundum sé ég hana - þá yfirleitt sem bjartan ljósstólpa í mannshæð, yfirleitt ekki skýrar en svo. Stundum finn ég að það er lögð heit hönd á öxlina á mér og finn orkustreymi sem ég sé venjulega í bláu flæði, þótt stundum komi aðrir litir, fjólulitur eða grænn. Þegar best gengur finnst mér einsog flæðið að ofan taki af mér völdin, þá verð ég sjálfur hlutlaus- astur og hendurnar á mér fara kannski að hreyf- ast ósjálfrátt að einhverjum stað á likama sjúkl- ingsins." En hvers eðlis er hann þá þessi kraftur? Guðmundur hugsar sig lengi um, talar hægt og hikandi og greinilegt að hann á ekki létt með að lýsa yfirskilvitlegri reynslu sinni með hvers- dagslegum orðum. Hann reynir scimt: „Ljósið sem ég skynja, þetta bláa ljós, fjólu- bláa íjós, þessa skæru birtu, finn ég bæði frá fólki sem hefur þessi kraftsvið í sér og svo er þetta að vissu leyti einsog hafið, maður skynjar þetta eins og ölduhreyfingu, bláa ljósið sé ég einsog öldur sem flæða hægt áfram. Ég held að með- fæddi hæfileikinn sé fólginn íþví að vera opinn fyrir þessari ölduhreyfingu. Ég hef fengið lýs- ingu á árunni minni, sem er mikið til í sama lit og þessi ölduhreyfing, blá, fjólulit og gul og þannig held ég að ég sé að vissu leyti stilltur inn á sömu orkutíðni og þessir kraftar. Hins vegar er það sambandið við menn sem eru dánir og kannski búnir að vera dánir lengi og þrá það að hjálpa öðrum. Það er enginn vafi á því að það er mikið af fólki sem fer héðan sem vill halda áfram að hjálpa fólki þegar það kemur yfir og reynist það að mörgu leyti auðveldara þegar það kem- ur þangað. Eg er eins og nokkurs konar jarð- samband fyrir þetta fólk fyrir hcmdan vegna þess að ég hef þessa orkutíðni í mér, tenging sem það getur notað til að starfa áfram.“ Fyrir handan, segir þú. Hvar er það? „Það er nefnilega það,“ svarar Guðmundur sposkur á svip. J annarri vídd? Á annarri stjörnu? Kannski hvort tveggja?" Þegar þú talar um kraftinn eða orkuna bendir þú alltaf einsog ósjálfrátt út að glugganum sem snýr út að hafinu og fjallinu ... „Er það? Ja, ég finn enga betri samlíkingu en hafið...“ Óþœgilegar verur Segðu mér, veldur þessi hæfileiki þér aldrei óþægindum? „Ekki kraftsviðin. En næmleikinn getur stundum verið mjög óþægilegur. Maður skynjar alltof mikið oft á tíðum. Það hefur til dæmis komið fyrir að ég er innan um fólk og finn að kannski þrír menn nálægt mér eru allir með hausverk. þá get ég fundið fyrir meiri hausverk heldur en einn maður er með. Þá er ekki annað að gera en að forða sér og þá hverfur þetta um leið. Stundum hef ég líka sent kraft á móti og einhvern veginn getað lokað mig fyrir þessu, eftilvill vegna þess að ég hef getað aukið kraft- sviðið hjá þeim sem var með hausverkinn í upphafi og hjálpað honum að losna við haus- verkinn. En það getur stundum verið svolítið óþægilegt að vera svona inná fólki. Veistu hvað ég geri stundum þegar ég er of opinn og næm- ur? Ég fæ mér nokkra bjóra. Þá líður mér betur á eftir. En maður lærir að lifa með þessu og þetta verður hluti af manni.“ Þurfa menn þá ekki að vera algjörir reglu- menn til að sambandið sé gott? Dauðinn er ekki dauði Hverjum augum lítur maður sem hefur Scim- bönd fyrir handan dauðann, þennan líkamlega dauða? „Dauðinn er ekki dauði í mínum augum, held- ur aðeins tilfærsla yfir á cinnað svið, aðra vídd. í dag óttast ég hann ekki. En auðvitað veit ég ekki hvað gerist þegar ég dey og get ekki sagt hvemig ég bregst við þegar þar að kemur.“ Dauðinn er ekki dauði, segir þú. Trúir þú kannski á endurholdgun líka? „Ég var einu sinni dáleiddur aftur í timann af konu sem kom hingað frá Bandaríkjunum. Þá upplifði ég hluti sem geta ekki verið frá öðru en einhverju fyrra æviskeiði. Annað er útilokað." Hvað haifðir þú upplifað á þessu fyrra ævi- skeiði? „Það er of mikið persónumál til að fara út í það. En fyrir mér var þetta áþreifanleg sönnun fyrir endurholdgun. Mig vair búið að dreyma svipaða drauma og skildi ekki hvaðan þeir komu fyrr en ég fór í þessa dáleiðslu. Þetta voru hlutir sem háðu mér á vissan hátt og sem losn- aði um þegar ég fór í þessa dáleiðslu." Eins og kom fram í upphafi þessa spjalls flýg- ur aldrei annað að viðmælanda Guðmundcir Mýrdal en að hann sé fullkomlega heill og sann- ur í öllu sem hann segir. Manni dettur ekki heldur í hug að hér sé maður sem situr inni með hinn hreina og klára sannleika, því oftar en ekki bætir hann við að hann eigi fjölmargt ólært og er óhræddur við að viðurkenna að í raun og veru viti hann lítið um eðli þeirra dularkrafta sem hann er að fást við. ,Ég efast ekki um að þessi öfl séu til,“ segir hann sjálfur. „Ég hef fengið nægar Scumanir fyrir þvi. Én ég vil reyna að skilja þau betur og það er ekki hægt nema með þvf að spyrja í sífellu. En ég er líka sann- færður um það að einhvem tíma í framtiðinni verði litið á þetta sem sjálfsagðan hlut, rétt einsog augun og önnur skilningarvit eru sjálf- sagður hluti af manninum. Þcinnig held ég að menn eigi eftir að líta á sjötta skilningarvitið, eins og það er kallað, sem sjálfsagðan hlut. Er ekki oft sagt að við notum ekki nema tíu prósent cif þeim möguleikum sem búa í mannsheilan- um? Ég bara spyr - hvað er allt hitt...?“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.