Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 19
Kvikmyndasjóður fær meiri peninga - frumvarp þar að lútandi liggur fyrir stjórnarflokkunum Kvikmyndagerðarfólk stendur á öndinni þessa dagana. Það er spennt, enda á að fara að úthluta úr kvikmyndasjóði lands- manna eftir tæpar tvær vikur. Það eru fimm milljónir til skiptanna, sem er hræðilega lítið þegar haft er í huga að nærri fjörutíu aðilar sækja nú um aðstoð frá sjóðnum. Kvikmyndagerðarfólk hefur ný- verið Vcikið máls á því að fjármun- um sjóðsins sé skipt milli of margra; betur færi á því að færri verkefni fengju hærri summu. Knútur Hallsson formaður kvik- myndasjóðs segir HP hins vegar að þetta hafi starfsmenn hans alltaf haft í huga. „Hér þykist ég vita að fólk vilji ríflegri upphæðir tíl gerð- ar leikinna mynda. En það er nú svo að við verðum einnig að taka tillit til heimildamyndagerðar og styrkja til handritagerðar. Þess- vegna hefur ætíð verið erfitt að hugsa í stórum upphæðum þegar á hólminn er komið.“ Nú liggur fyrir ríkisstjóminni nýtt frumvarp frá menntamálaráð- herra til kvikmyndalaga. í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að fjár- veiting til sjóðsins hækki til muna. „Við höfum verið að tala um það að fimmtán milljónir til úthlutunar séu nálægt raunveruleikanum." Einnig þykir koma til greina að skipta sjóðnum, annarsvegar veita styrki til heimildamynda og hins- vegar leikinna mynda sem fengist úr tveimur aðskildum sjóðum. „Eins og úthlutunum er háttað í dag er óttalega erfitt að meta hver réttmæt hlutföll eigi að vera milli styrkja til heimildagerðar annars- vegar og leikinna mynda hinsveg- ar“, segir Knútur. HcUin er spurður að því í lokin hvert helsta boðorð sjóðsmanna sé við úthlutun þessa dagana. „Það er náttúrlega margt sem við þurfum að gæta að í þessu efni. Ég nefni tii dæmis hvort framlagt efni megi teljast álitlegt eða spenn- andi í ljósi tíðarandans, hvort við megi búast að þeir aðilar sem standa að umsókninni getí eitt- hvað í greininni og séu þá búnir að sanna það með fyrri verkum. Þó má ekki gleyma nýliðunum, þeir verða að fá sinn sjens og þá horft á menntun þeirra. Það er sem sagt ekkert hlaupið að því að skipta þessum fimm milljónum sem við sjóðsmenn höfum aðgang að.“ , ,Reglustikumyndir“ - sagði Jónas frá Hriflu um verkin á afmœlissýningu Valtýs Péturssonar í Listmunahúsinu Valtýr Pétursson er þessa dag- ana að hengja upp nokkur lista- verk sín í Listmunahúsinu og ætlar að opna sýningu þar á laugardag. ,JVei, ég hef ekki lengur tölu á þeim sýningum sem ég hef haldið," segir hann við HP af þessu tilefni. „En ég er að setja upp núna afmæi- issýningu." Hvað segirðu, áttu afmæli? „Já, í næstu viku er 65 ára ai- mælið rnitt." Hvað sýnirðu mörg verk á þess- ari sýningu? „Ég sýni 66 verk unnin með gouache-litum. Verkin á sýning- unni eru flest 32 ára gömul, frá sýn- ingu sem ég hélt í Asmundarsal í nóvember 1952 en á þeirri sýningu seldi ég lítið þannig að nú held ég sýningu sem að megin uppistöðu er sýningin 1952 auk nokkurra annarra mynda frá árunum 1951 til 1957.“ Hvemig lýsir þú verkunum á sýningunni? „Þetta em allt afstraktmyndir sem Jónas frá Hriflu kallaði reglu- stikumyndir á meðan önnur af- straktmálverk í hans munni vom klessumálverk. En á þeim ámm sem liðin em frá því ég málaði þesscU" myndir hefur mikið vatn mnnið til sjávar og stíllinn hefur breyst mjög mikið á þessum tíma.“ Sýning Valtýs í Listmunahúsinu verður eins og áður segir opnuð á laugardaginn og stendur til 8. apríl. KVIKMYNDIR Samfélagið og sjúklingurinn eftir Árna Þórarinsson og Guðjón Arngrímsson Regnboginn Frances. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Christ- opher DeVore, Eric Bergen. LeikstjórL Graeme Clifford. Aðalhlutverk- Jessica Lange, Kim Stanley, Sam Shepard. „Guð deyr“ hét ritgerð sem ung banda- rísk skólastúlka, Fréuices Fcumer skrifaði árið 1930. Það var í fyrsta en ekki í áíðasta skipti sem hún storkaði ósveigjcuilegu og Ekkert á bak Háskólabíó: Hugfanginn -Breathless Bandarisk. Árgerð 1983. Handrit: L.M.Kit Carson og Jim McBride. Eftir handriti og kuikmynd Francois Truffaut og Jean-Luc Godard. Leikstjóri: Jim McBride. Aðalhlutuerk: Richard Gere, Valerie Kapri- sky, William Tepper. „Ég vildi að ég gæti séð hvað er á bak við þetta andlit", segir ,Jcvenhetja“ þessarar myndar, Valerie Kaprisky, við „karlhetj- una“, Richard Gere. „Ég horfi og horfi en ég sé ekki neitt“. KoncUi þarf svo sem ekki að skinhelgu umhverfi sínu. Við ævilok mörg- um áratugum seinna var hún ein og yfirgef- in, drykkfelld og geðheilsan á þrotum. í millitíðinni hafði hún orðið kvikmynda- stjama í Hollywood. Þar neitaði hún alla tíð að selja sjálfstæði sitt og hafnaði fyrir vikið á geðsjúkrahúsi. Þessu lífshlaupi lýsir myndin Frcuices. Það er á margan hátt áhrifamikil lýsing. En myndin verður dálítíð brotakennd og sund- við hafa miklar áhyggjur af þessu. Orsök þess að hún sér ekkert er auðvitað sú að þar er ekkert að sjá. Persónan sem Gere leikur er mglaður smákrimmi, sem hefur þó sitt rómantíska lífsakkeri þar sem er stúlkan Kaprisky og andlegir fömnautar hans, rokkarinn Jerry Lee Lewis og teiknimyndafígúran Geim- brimillinn. Dýpra ristír persónan ekki og um það snýst sagan: Enn ein útfærslan á þemanu um rótlausa æsku með lögregluna á hælunum. Ohagstœður samanburður Laugarásbíó: TheSting2. Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit Dauid S. Ward. Aðalhlutuerk Jackie Gleason, Mac Dauis, Teri Garr og OliuerReed. Leikstjóri: Jeremy Paul Kagan Það er ákaflega lítíð að Sting 2 sem skemmtímynd. Hún er þokkalega fýndin, þægilega spennandi, vel leikin og tekin og kemur nokkmm sinnum skemmtílega á óvart. Hún á að gerast 6 árum eftir atburði Stíng 1, þegar platarinn mikli Gondorff, (Paul Newman þá, Jackie Gleason nú) losnar úr fangelsi og lendir ásamt Hooker (Robert Redford/Mac Davis) í klónum á Lonnegan (Robert Shaw/Oliver Reed) sem vill óður hefna ófaranna úr fyrri myndinni. Svindlið hleður síðan ulan á sig, verður umfcings- meira, aJlir em að plata cdla, þcuinig að áhorfandinn veit ekki hvað snýr upp og urlaus, þar sem atburðir koma og fara í lífi leikkonunnar og hcmdritshöfundar reyna frekar að halda þeim tíl haga en skipa þeim í virkt dramatískt samhengi. Einna trúverð- ugast er ástar-haturssamband Frances og léttgeggjaðrar móður (Kim Stanley), en til- búið ástarscunband hennar og róttæks blaðamanns (Scun Shephard) hangir frekar í lausu lofti. Clifford leikstjóri þreytir hér frumraun Þessi útfærsla ber keim cif paródíu, en er ósköp hikandi og ómarkviss í úrvinnslunni. Gere hugfanginn af sjálfum sér í mynd Háskólabíós. hvað niður í piottinu. Fyrr en í lokin. Þessi mynd stendur alveg fyrir sínu. Hún er aðeins lauslegt framhald fyrri myndar- innar og þeir sem ekki sáu hana njóta þess- arar sennilega enn betur en hinir. Það eina sem raunvemlega er að Stíng 2 er að hún er nr. tvö. Og Sting nr. 1 er fyndn- ari, meira spennandi, betur leikin og tekin og kemur meira á óvart. (Ég tala um hana í sína eftir langan feril í ástralskri auglýsinga- myndagerð og lánast vel sköpun tíðaranda og einstakar sviðsetningar, en framrás sög- unnar hefði mátt vera þéttari. Frances stendur og fellur með leiknum í titilhlutverkinu og þar bregst Jessica Lange hvergi. Okkur þykir vænt um þessa konu, sem er dæmd sjúk af samfélaginu en er þrátt fyrir erfiða lund heilbrigðciri en dóm- arar hennar. _Aþ Afturámóti fannst mér Breathless frekar skemmtileg mynd. Ég hef ekki séð fyrir- myndina, - A Bout de Souffle þeirra Tmffauts og Godards -, og Breathless er ekki fmmleg á nokkurn hátt. En það er ein- hver ungæðislegur ákafi yfir henni, sem gerir hana heldur geðþekka skemmtun. Richard Gere mun þykja heldur kyn- þokkafullur strákur í augum kvenna. En sem leikari hefur hann dýpt á við meðal útstillingargínu. Það hentar vel í þessu hlut- nútíð: Hún er á öllum vídeóleigum). Sá er gcúlinn. Þú horfir á Jackie Gleason og sakn- ar Paul Newman, og Mac Davis vantar mikið af því sem Robert Redford hefur. Þú horfir á Sting 2, saknar Sting 1, og átt alltaf von á því að verið sé að plata þig, á meðan Stíng 1 kom þér alveg í opna skjöldu, einkum endir- inn frægi. -G4 HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.