Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 18
MYNDLIST
Helgiblœr
Allt sem er einfalt í sniðum hefur yfir sér
helgiblæ ef það er unnið ai einlægni. Á sama
hátt og vísindin hafa beint athygli sinni og
rannsóknum að hinu einfalda og Ieynda
hefur listin líka horfið frá flúri að hinum
heilaga einfaldleika sem hefur yfir sér helgi-
blæ.
Allar sýningarncir sem nú eru að Kjarvals-
stöðum hafa yfir sér blæ sem dásamar
sköpunarverkið. Þær eru einslags inn-
gangsorð. Og ef áhorfandinn þekkir inn-
gangsorðið þá kemst hann ekki aðeins að
list þessa fólks: Sæmundar Valdimarssonar,
ívars Valgarðssonar, Rúrí, Rúnu Þorvalds-
dóttur, Þórs Vigfússonar, heldur inn í Para-
dís og aldingarðinn Eden.
Listaverkin eru leikmenn aldingarðsins:
Þarna eru dýr, þarna eru töflur, þarna er
hafið, þarna er hið glerkennda regn sem er
líka gagnsær skógur, og þarna er hafið og
ræturnar sem hafið skolar á land. Og þama
eru guðirnir úr tré: maðurinn og konan, eftir
Sæmund Valdiméirsson. Og bæði kynin eru
handleggjalaus, Iíka ungbömin, svo þau
geti ekki gert neitt illt af sér. Þar með er
tryggt að ekkert ódæðisverk verði unnið.
Að þessu leyti er Sæmundur æðri guði, eða
handverk mannsins æðri verkum skapar-
ans, að hann sviptir manninn höfuðtæki
sínu: höndunum. Höggmyndirnar skortir
því það sem Sæmundur hefur í ríkustum
mæli: hendur. í undirmeðvitund allra lista-
manna er löngun til að svipta listaverkið
þeim hæfileikum sem em ríkastir hjá lista-
manninum, til þess að listaverkið geti ekki
farið frá skapara sínum þótt aðrir umgang-
ist það. Enginn listamaður lætur listaverk
sitt fúslega af hendi: hann vill bæði halda og
sleppa.
Þeir listamenn sem em fremur gæddir
eðlilegum og óbrotnum listvilja en skólaðir
í að nýta huga og hæfileika og listaarf, em
varnarlausir gagnvart dulvitund sinni. Þeir
taka ekki einu sinni eftir hvað þeir em að
tjá. Og lærðari listamenn mættu líka vera
gleymnari en þeir em á tilgang verka sinna.
Ahorfandinn verður að fá að segja síðasta
orðið og hafa vit á hlutunum. Þótt lista-
maðurinn hugsi með sjálfum sér: Samt
snýst það; öðmvísi. En Sæmundur er ekki
aðeins slyngur við að koma dulvitund sinni
á framfæri, hann leyfir efninu líka að ráða
hæfilega mikið för handarinnar, lætur það
ekki lúta handverkinu algerlega. Við vitum
alltaf að manneskjumar em, eins og Askur
og Embla, úr rekaviði. Það þekkist cif hárinu
tákni kraiftsins. Sæmundur er afar sjálfstæð-
ur Iistamaður og fer hæfilega nálægt goð-
sögum. Þær óma þó frá verkum hans, með-
vitaðar, ómeðvitaðar: germcinskar, kristnar,
föniskar, grískar. Sem dæmi um táknheim
er nær einbrjósta kona og maðurinn með
ýsuroð fyrir skýlu. Og rákin látin sjást, farið
eftir skítuga nögl skrattans sem ætlaði að
hremma fiskinn (eða það sem er undir skýl-
unni). En það er samt ekki ætlun mín að
kunngera hið ómeðvitaða í hinum skomu
líkneskjum. Þó langar mig að segja að ís-
lenskur myndlistaráhugi síðustu áratuga er
falinn í þeim: flett hefur verjð mörgum bók-
Myndirfimmmenn-
inganna að Kjarvals-
stöðum - náma fyrir
þann sem stundar
samanburðar-
listfræði.
eftir Guðberg Bergsson
um og myndir þeirra setið eftir með ýmsum
hætti í huganum. Allt er ummótað á afar
handlistarlegan máta, persónulega.
Því miður njóta myndirnar sín ekki vel
sökum þess hve þröngt er um þær. En þær
eru náma fyrir þann sem stundar saman-
burðarlistfræði eða vill forvitncist um upp-
runalega myndvitund eða athuga stunleik
brúðu og líkneskju, eða leiðina frá brúðunni
til höggmyndarinnar. I Du mythe au roman
(Frá goðsögunni til skáldsögunnar) fjallar
Dumezil um íslendingasögumar og þróun
þeirra og gerð. Eflaust þarf einhvem útlend-
ing til að láta listvini hér reka augun í það
sem hér er gert að homreku á gangi.
Og úr því ég minntist á Frakka, mundi
Segalen eflaust ekki hafa haft á móti því að
skoða Stele (segjum það þýði bautasteinn)
ívars Valgarðssonar og þær töflur sem
hanga örlítið ritflúraðar á veggjum. Takið
eftir að hér verður efnið að lúta viljanum,
það er svipt uppruna sínum og lögun, en þó
eins og til bráðabirgða: tíminn mun leysa
steinana upp og láta þá hverfa aftur til efnis
síns. En ég segi eins og Segalen: ce n’est
point dans ta peau de pierre, ég ætla ekki að
grafa hugann gegnum steinhömnd þessara
listaverka eða baða hann í tíma og gler-
vatni. Listin sem hangir nú að Kjarvals-
stöðum er ekki skrifuð fomsögum, eins og
stendur í Egils sögu, samt er hvarvetna rit-
list í henni. Þar er hæfilegt samræmi ritlist-
ar og myndlistar. En mest um vert er stærð
hennar. Ekki er lengur miðað við hinar
smáu íslensku stofur. Það er ekkert verið að
biðla til þeirra, í von um að eitthvað slæðist
inn. Listin er ætluð almenningi. Hún er
komin út.
En hvar em söfnin? Hvar er stórhugur
þeirra? Mig gmncir að söfnin ætli að kúra
áfram í kraðakinu í íslensku stofunum. Það
er alveg sama hver kemst í safnráð; íhalds-
maður, kommúnisti, framúrstefnumaður,
landslagsmálciri. Þeir kcifna allir í kaffinu og
kremkexinu frá Frón, og segja eins og
Albert:
Það er ekkert til í kassanum.
í rauninni er ekkert til í höfðinu, enginn
vilji til neins nema vera nógu lítill og mjúk-
máll og tala þvert um hug sér - sem þó er
kannski enginn - en rjúka upp með hávaða
og ofstopa á köflum og hcdda að ofstæki sé
merki þess að einhver hafi ákveðna skoðun.
BOKMENNTIR
Þykjustuleikir og alvörudraumar
Vigdís Grimsdóttir:
Tíu Myndir úr lífi þínu - sögur um þykjustu-
leiki og alvörudrauma.
Smásögur, 91 bls.
Svart á hvítu 1983.
Þetta er ein af eftirtektarverðari bókum
sem út komu fyrir seinustu jól. Hún hefur að
geyma 10 sögur sem tengdar em með stutt-
um ljóðum. Auk þess hefst bókin og endar á
ávcirpi til lesandans sem myndar eins konar
ramma um sögurnar.
Sögurncir fjalla allar um konur á ýmsum
cildri og við ólíkar kringumstæður. Hér er
lítið lagt upp úr atburðarás og Scimtölum en
til lesandans tala ólíkcir raddir sem bregða
upp myndum af aðstæðum og sálarlífi
sögupersóncmna. Stundum er þar um innri
eintöl að ræða, stundum er talað við ein-
hvem sem er f jarstaddur einsog þegar kona
tcilar til manns sem hún sér út um gluggann
sinn standa hinum megin götunnar. Sú fjar-
lægð sem þannig er á milli mælanda og
viðmæltmda minnir á bilið milli ég-s text-
ans og lesandans sem reynt er að brúa í
ávarpinu til lesandans í upphafi og lok bók-
arinnar.
Lesandinn skynjar fljótlega að þessar
raddir eru misjafnlega trúverðugar. Rödd
konunnar sem lýsir fyrirmyndar hjónabandi
sínu og er fullkomlega sátt við tilveru sína á
bls. 19 þegar hún sest í ljósbrúna leðursóf-
ann í stofunni, andvarpar og teygir úr löng-
um fallega löguðum fótleggjunum er t.d.
ekki ýkja sannfærandi. Og enda þótt við
fáum ekki að glugga í ljóðin og sögumar,
sem hún viðurkennir að hafa samið á bls. 20
en sýnir engum „því fólk kynni að halda að
ég væri ósátt við tilveruna", gmnar okkur
að þar birtist aJIt önnur mynd cif henni
sjálfri.
Einhvers staðar þar sem vikið er að einni
karlpersónu sem kemur við sögu er talað
um „öll orðin sem hann segir, öll orðin sem
hann notar til að forðast viðkvæmu augna-
blikin, sem hann er alltaf svo hræddur
við...“ (62). Hér er oftlega beinlínis og
óbeinlínis vísað til þeirrar kreppu í mann-
legum samskiptum sem slíkar orðræður
bera vitni. Það er eftirtektarvert að í sumum
sögunum segja orð bama okkur meira um
heim hinna eldri en orð fullorðinna sjálfra.
Á hliðstæðan hátt, og ekki er allt sem sýn-
ist í sambandi við raddimar í sögunum, leyn-
ast iðulega á bakvið þolandahlutverk kven-
persóncmna alvörudraumar og stór áform.
Úr djúpum sálarlífsins brjótast frcim ofbeldi
og óhugnaður, sjálfsmorðshugleiðingcir og
áætlanir um eiturmorð. Þá er gjaman vísað
til ævintýra, þessara cddagömlu táknmynda
dulvitundarinnar, sem birtast í óvæntu
ljósi. Þymirós, Oskubuska, Rauðhetta og
Mjallhvít em leiddar fram á sjónarsviðið. I
einni sögunni reynir kona að skýra fyrir
karlmanni að draumurinn um riddarann á
hvíta hestinum sé sprottinn úr erfiðum
kringumstæðum og skorti á möguleikum.
,pú heldur sjálfsagt að ég öfundi þig af
velheppnaðri stöðu þinni og gefur mér bága
einkunn fyrir bragðið, vegna þess að í þín-
eftir Árna Óskarsson
um augum er gæfa sérhvers rrumns einfald-
lega bundin því lífi sem hann velur sér sjálf-
ur... En haldirðu þetta ennþá skilurðu held-
ur ekki kvölina sem fylgir því að vrikna upp
einn daginn og sjá að maður getur ekki
valið en er samt sjálfum sér til upplyftingar
að bíða eftir einhverju óvæntu sem ef til vill
kemur í staðinn...." (66)
í annarri sögu er fjallað um gamla konu
sem er neydd til að flytja úr íbúð sinni á
háaloftinu þar sem hún hefur dvcdist
stærstan hluta ævinnar. Það vefst hins veg-
ar fyrir vandamönnum að skilja að þessi
íverustaður er órjúfcmlega tengdur draum-
um hennar og endurminningum. Jafnframt
verður nýja íbúðin með fullkomnari þæg-
indum ákall til hennar um að afmá fortíð
sína og „tæma hugann".
Ég má einnig til með að geta síðustu sög-
unnar í bókinni. Þcir er á mjög sláandi hátt
teflt Sciman tveimur sjónarhomum, annars
vegar konu í bankastjórastöðu og hins veg-
ar skúringakonu sem þrífur skrifstofu henn-
ar.
Vigdís Grímsdóttir rekur í þessari bók
brýn erindi og sýnir kunnáttusamleg og
óvenjuleg efnistök.
18 HELGARPÓSTURINN